Vísir - 04.07.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 04.07.1961, Blaðsíða 8
8 VlSIR Þriðjudagur 4. júlí 1961 ÚTGEFANDI: BLADAÚTGÁFAN VlSIR Ritstjórar: Hersteinn Pólsson. Gunnar G Schram. Ritsfiórnarskrifstofun laugavegi 27. Auglýsingal og afgreiðsia: Ingólfsstrœti 3. Áskrlftargfald er krónur 30,00 ó mónuSi - í lousnrólu krónui 3,00 eintakið - Siml 11660 (5 llnur). - Félags- prentsmiSjan h.f., Steindórsprent h.f., Eddi h.f. Hugleiðingar um sildina. Þær fregnir, sem hafa borist undanfarna daga af síldveiðunum hafa glatt alla landsmenn. Við erum orðn- ir svo vanir því að heyra fregnir að norðan og austan umaflatregðu, að nýjustu fréttir erþeim mun kærkomn- ari. Nú hefir verið saltað nokkuð á annað hundrað þús- und tunnur og má segja að þar með sé afkomu síldar- saltenda velflestra borgið, jafnvel þótt tregari verði veiðin það sem eftir er vertíðar. Á Siglufirði hafa nú verið saltaðar um 40 þusund tunnur, en allt sumarið í fyrra voru þar aðeins saltaðar um 48 þúsund tunn- ur. Þá er og verðmæti síldarinnar nær sexfalt, þegar hún er söltuð, borið saman við bræðslusíld, en síld sú sem hingað til hefir veiðzt er fyrsta flokks söltunarsíld, þar sem fitumagn hennar er mjög hátt. Samningar hafa nú verið gerðir um sölu á um 220 þús. tunnum saltsíldar. Hefir því þegar verið saltað upp í meira en hálfa samninga. í ár hafa Rússar ekkert viljað kaupa af íslenzkri saltsíld, en undanfarin ár hafa þeir verið góðir viðskiptamenn. Ekki er fullljóst hverj- ar eru orsakir samningatregðu þeirra, en óhætt er að fullyrða að á dögum vinstri stjórnarinnar voru þeir ó- líkt samningaliprari, þegar um kaup á íslenzkum sjávarafurðum var að ræða. Hin góða síldarvertíð, það sem af er, minnir engu að síður á þá staðreynd að heilli þjóð er vart að byggja afkomu sína á svo stopulum gæðum. Okkur er höfuð- nauðsyn, jafnframt því sem við nýtum síldarafurðirnar til hins ítrasta, að koma upp atvinnugreinum, sem ekki eru árstíðarbundnar né oft stopular, heldur árvissar. Það er kominn tími til að við hefjumst handa um stór- iðjuframkvæmdir, þar sem við gjörnýtum auðlindir fossanna til þess að búa öllum landsins börnum betri framtíð. Ógnunin við Kuwait. Aðfarir Kassems íraksleiðtoga hafa vakið undrun rnanna síðustu daga. Hann krefst þess að Kúwait, hið litla konungsríki við Persaflóann, verði innlimað í írak. Engu að síður viðurkenndi hann sjálfstæði þess 13. júní. Og ekki stafar írak sosum hætta af dvergríkinu Kúwait, sem aðeins telur fjórðung milljónar íbúa. frak hefir 60 þús. manna herlið en her Kúwait telur ekki nema tvö þúsund liðsmenn. Væntanlega munu brezku herdeildirnar, sem kon- ungur kvaddi á vettvang hindra Kassem í að gleypa betta litla olíuríki. v Þáttaskil í fran. Fyrir fáeinum vikum tók nýr forsætisráðherra við völdum í keisaradæm inu fran. Ali Amini fv. fjármálaráðherra, og sendiherra Irans í Wash ington, menntaður í Sor- bonne, landeigandi og milljónamæringur fékk það hlutverk að hreinsa til í gjörspilltu stjórn- málalífi landsins og rétta við efnahag þess. Amini á mikið starf fyrir höndum, ef hann ætlar að gera alvöru úr orðum sínum. Hann hefur lýst yfir því að hann muni gera hverjar þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar til að byggja upp í íran. Áður en Amini tók við völdum setti hann að skilyrði fyrir valdatöku sinni að keisarinn leysti upp þing- ið og hefði ekki bein afskipti af stjórn ríkisins. Keisarinn gaf Amini frjálsar hendur, en hafði áfram á hendi stjórn hersins. Ákvörðun Reza Pahlevis íranskeisara um skipun Am- inis er talinn sprottin af ótta við byltingu, — V.tíýltíngu áð neðan“, sem keisarinn vildi forða með „byltingu að of- an“, skipulegri umbótavið- leitni ráðandi afla í landinu. Kjör íbúanna í íran eru mjög misskift. í höfuðborginni Teheran.búa tiltölulega fáar, en mjög auðugar fjölskyldur, í marmarahöllum. En allur fjöldinn býr í sárustu fátækt, bændur eru festir leiguliðar og iðnaðarverkamennirnir í höfuðborginni sofa margir úti undir berum himni. Kon- ur þeirra þvo það litla, sem til er af fatnaði í opnum af- rennslum borgarinnar. Gröft ur spillingarinnar svellur um opinberar skrifstofur ríkis- ins. Þar hafa þróast hvers- konar fjármálasvik, skipu- lagsskortur og framtaksleysi. ndanfarin ár hefur al- menningur í íran verið að gera sér ástandið Ijóst og skipuleggja sig í baráttu- sveitir fyrir bættum kjörum og stjórnarháttum. Öðru hverju blossa upp óeirðir í landinu, og þá eru engin lof- orð tekin gild frá stjórnar- herrunum, með þeim afleið- ingum að brjóta verður upp- þotsmenn á bak aftur, með valdbeitingu. Þetta hefur síð- an enn orðið til að auka á óánægju landsmanna. Íranrsíki er ákaflega veikt og væri fyrir löngu fallið ef ekki hefði notið ríkulegrar efnahagsaðstoðar frá Banda- ríkjunum og hernaðarlegrar verndar frá Bagdad-banda- inu. Keisarinn hefur og reynt að gera sem bezt við herinn til að halda tryggð hans og verndinni, sem hann getur veitt. Talið er að Rúss- ar væru þegar búnir að yfir- taka íran, ef ekki hefði verið um erlenda aðstoð við keis- arastjórnina að ræða. Amini. Þetta er þeim mun furðu- legra því margir telja íran hafa möguleika til að vera voldugasta og blómlegasta ríki í Mið-Asíu. Þar eru mikl- ar koparnámur og kolanám- ur, sem hafa ekki verið nýtt- ar, árnar eru að mestu ó- virkjaðar og síðast en ekki sízt eru miklar olíulindir í fran, nálægt Persaflóa. Engu að síður er iðnaður í íran frumstæður og framleiðslu- geta lítil. Og bóndann vantar tæki, brunna og á- veitur. Hann verður að þræla frá morgni til miðnættis við sultarkjör. rátt fyrir fátækt sína eru íbúar frans stoltir menn og konur. Saga þjóðarinnar er löng og merkileg. Hún rekur uppruna sinn til merkra herkonunga, og það- an liggur þráður sögunnar til Omar Khayyams, högg- myndanna á Persepolis og bænhúsanna í Isfahan og Shiraz. Tungumál þeirra er séreign og trúarbrögðin eru einstök grein frá Múhameðs- trúnni. Sumar nágrannaþjóð ir Irans, t. d. frak og Pakist- an, eiga ekki það samhengi í sögu sinni. Nútímasaga írans hefst með valdatöku föður núver- andi keisara. Sá hét einnig Reza Pahlevi, ólæs og skap- harður risi, liðsforingi í ír- anska hernum. Hann kom á byltingu hersins, gerði sjálfan sig að landvarnaráð- herra, síðan forsætisráð- herra og loks konungi árið 1925. Þá hófst tími stór- kostlegra framkvæmda í fran — en um leið tókst þjóðhöfðingjanum að safna miklum persónulegum eign- um, svo að hann varð meðal auðugustu manna veraldar. Rez Pahlevi barði samstarfs- menn sína áfram, í bókstaf- legum skilningi. Hann átti það til að beita löngum svip- um á ráðherra sína eða sparka í dauðþreytt dráttar- dýr. En verkin urðu að stórvirkjum. Keisarinn byggði hina miklu írans- * járnbraut með fjögur þúsund brúm og 90 km. af jarð- göngum. Hann braut á bak aftur mótspyrnu hinna vold- ugu Kashgai-Bakhtari-þjóð- flokka. Loks skipaði hann öllum konum að taka blæjur frá andlitum sínum. Að vísu varð keisaranum hált í auð- æfasöfnuninni og um tíma gleymdi hann öllu öðru. En þegar Bretar tóku hann höndum og gerðu útlægan árið 1941 fyrir samvinnu við nazista, sigldi íran hrað- j byri inn í menningu 20. ald- | arinnar. rátt fyrir góðan vilja son- arins, -núverandi frans- 1 keisara, hefir uppbygging í landinu gengið hægt. Megin- ástæðan er eins og fyrr var drepið á, stjórnmálaleg spill- ing í landinu. En nú er kom- inn til sögunnar maður, sem þorir að horfast í augu við ástandið og segja sannleik- ann um það. Hann veit, að vettlingatökin nægja ekki Og hann virðist staðráðinn í að brjóta á bak aftur hvers- konar afturhaldsöfl í land- inu, og veita nýjan þrótt í píndan þjóðarlíkama frans. Yang sagði af sér. Chang Yang, sem var forsæt- isráðherra í herforingjastjórn- inni, sem tók völdin í S.-Kóreu fyrir skemmstu, hefir sagt af sér. Það var tilkynnt í gær að Yang hefði sagt af sér eftir skyndifund, sem boðaður var í stjórninni. Ekki hefir verið skýrt frá ágreiningsefnum eða ástæðum til þess að Yang sagði af sér. Hann er 38 ára gamall herinn gerði byltingu í landinu og varð forsætisráðherra þegar fyrir skömmu. Engar fréttir eru um það hver verði eftir- ■ maður Yangs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.