Vísir - 04.07.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 04.07.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. júlí 1961 VISIR BÆKUROG HOFUNDARl r r \\ Fræðimenn eru ekki sérlega veglyndur hópur manna. Þegar þeir gagn- rýna verk hver annars, má næstum heyra skrjáf- ið í þurru skinni, um leið og þeir núa saman hönd unum yfir vanmætti starfsbróðurins til að rök styðja kenningu, að hafa notað rangt ártal, óáreið anlegar heimildir, að ekki sé sagt falskar. Sagnfræðingurinn Arnold Toynbee hefur ekki farið varhluta af þessari tegund á- sakana. Á honum voru að Arnold Toynbee. sakanir eða játningar. Hann játar að ganga stundum feti of langt í skýringum^sínum, að treysta á þjóðsagnir í stað sögulegra staðreynda, en biður ekki afsökunar á því, vegna þess að um leið hefur honum opnast ný inn- sýn í heim sögunnar. En hann játar mistök, sem snerta grundvallaratriði í sagnaritun hans: Að það hafi verið mistölc að nota hell- ensku menninguna til hlið- sjónar, þegar hann fjallar um hnignun annarra menn- ingarskeiði. Þetta kostar hann ítarlega endurskoðun uppruna hinna „æðri trúar- bragða“. Það stenzt ekki Toynbee teknr sjállan sig í karphúsii. minnsta kosti tveir veikir blettir, eftir að hið mikla ritverk hans, tíu binda man- kynssagan, Study of History, kom út: Verkið varð víð- lesnasta sagnfræðirit síðari tíma og vinsældir hata fræðimenn jafnmikið í orði og þeir þrá slíka viðurkenn- ingu á borði. Toynbee hafði reynt að rísa upp yfir hina svokölluðu „smásmugulegu“ sagnfræðirannsóknir og skipa sögunni eftir menning- arskeiðum og síðar, voldug- um trúarbrögðum. Þar sagði Toynbee: Æðsta takmark mannsins er ekkert minna en Guð. ffnissvið hans var svo gíf- urlega víðfeðmt, að mis tök voru óhjákvæmileg. Jafnvel hin undraverða þekking hans gat ekki bjarg- að honum frá þeim, og starfsbræður hans læstu klónum í þær með upphróp- unum, sem lýstu andsvörum allt frá lærðri fyrirlitningu til einfaldrar ánægju. Hann hefir verið sakaður um fá- fræði, að sulla í dulfræði á kostnað sannfræðinnar, að snúa út úr staðreyndum til að byggja upp falskar kenn- ingar, að rita prósaljóð, að afla sér menntunar með því að rita bækur. Sannleikur- er sá, að mikið af þessarri gagnrýni má telja á rökum reista. Það var einnig stað- reynd að Study of History, með alla sína galla, var merkasta og djarfasta til- raun nútímasagnfræðings til að kortleggja krókótta leið mannsins frá frumstæðu fenjalífi til samfélags við Guð og menn. Gagnrýnin kom illa við Toynbee, óhætt ér að se'gja, mjög illa. Sönnunina er að finna í nýrri bók Toynbees, „Reconsiderations“, Endur athuganir, sem er efnismikil endurskoðun á öllum fyrri skoðunum hans og um leið eftirtektarverð viðurkenning á mistökum og göllum. Á sama tíma gefur bók hans Intent of Toynbee’s History, Tilgangurinn með sögu Toyn bees, gagnrýnendum hans ný tækifæri til að ráðast á löngu gagnrýnt verk. En svipa gagnrýnendanna fellur ekki jafnótt og títt og óður. Satt er að David M. Robinson, sérfræðingur í eftirlætisefni Toynbees, sögu grískrar gullaldar, reynir ekki að breiða yfir þá sannfæringu sína að Toynbee sé einstak- lega fáfróður um sumar heimildir í þessari eftirlætis- grein sinni. Bandaríski pró- fessorinn Mathew A. T. Fitzsimmons segir aðdráttar- laust, að meðferð Toynbees á Bandaríkjunum sé „óná- kvæm og röng, ónóg og ó- ákveðin“. Engu að síður lýsa þessir sérfræðingar aðdáun sinni á yfirsýn Toynbees, dirfsku hans og taumhaldi á efninu. En eiginlega má segja að tíminn hafi verið Toynbee • hliðhollur. Árið 1935 var farið ólíkt harðari orðum um verk hans en gert er í dag. JJn Toynbee er jafnvel enn harðari við sjálfan sig. Bók hans Reconsiderations, er á köflum auðmjúkar af- lengur að segja að þau séu sprottin upp í „einvígi“ milli tveggja menningarafla. Þau eru í rauninni ekki orð- c.fjq n; niJJQ'ia? ín til í umþrþtum menning- arafla, heldur sjálfur grund- völlurinn, sem menningin hvílir á. Nákvæmum lesanda hinn- ar miklu sögu eftir Toyn- bee kann að virðast sem þetta jafngildi því að segja að verkið þarfnist endur- skoðunar. Toynbee sýnist nú jafnvel nauðsynlegt að end- urskoða menningarkerfi sitt, eitt af lykilatriðum mikils verks og á einum stað játar hann undan- bragðalaust að „hafa hætt við fyrri skipun mína á þremur aðgreindum menn- ingarskeiðum.“ En það sem er jafnvel enn þá furðulegra í augum margra er tilraun Toynbees til að skýra persónulega galla. Hann segir að latínu- leg enska hans sé sprottin af klassískri menntun hans. Hann gerir einnig 'þá játn- ingu, sem hljómar kátlega í munni sagnfræðings, að hann sé „næstum algerlega þekkingarlaus á vestrænum uppgötvunum síðan frá 17. öld og fram á okkar daga, bæði á sviði stærðfræðinnar og eðlisfræðinnar. Þetta er vissulega stórt gat .... „í þekkingu minni á menning- arskeiðum öðrum en hell- enskum og æðri trúarbrögð- um eru furðulegar eyður Og þannig heldur hann áfram — þekkingar- skortur í fornfræði, landa- 6 —r Larcdsbanki 75 ára. 1. júlí voru 75 ár liðin síðan Landsbanki íslands hóf starf- semi sína. Var hann fyrsti banki, sem stofnsettur var á íslandi, og er hann langelzta bankastofnun, sem nú er starf-' andi í landinu. Landsbankinn var stofnsettur með lögum frá 18. sept. 1885. Starfsfé sitt fékk bankinn með þeim hæti, að landssjóður gaf út 500 þús- und krónur í seðlum og afhenti þá upphæð bankanum til ráð- stöfunar, og var hér um að ræða fyrstu seðlaútgáfu á íslandi. Starfsemi bankans hófst svo á næsta ári eða nánar tiltekið 1. júlí 1886, og var fyrsti fram- kvæmdastjóri bankans skipað- ur Lárus Sveinbjörnsson, yfir- dómari. Starfsemi bankans var að sjálfsögðu lítil framan af, enda var þá atvinnulíf í land- inu fábreytt og peningavið- skipti lítil, og hafði bankinn ekki opið nema tvisvar í viku og þá tvo tíma í senn. Árið 1887 sameinaðist Spari- sjóður Reykjavíkur Lands- bankanum, en sparisjóðurinn var stofnaður 1872, og mp því rekja þann þátt í starfsemi bankans til þess. Starfsemi Landsbankans jókst ár frá ári, en þó má segjg, að þá fyrst hafi komið veruleg- ur skriður á þróun hans, er Tryggvi Gunnarsson varð bankastjóri árið 1893. Því fór þó fjarri, að Landsbankinn gæti, er fram liðu stundir, ann- að sívaxandi fjárþörf atvinnu- veganna, enda hófst á þessu tímabili gagnger bylting í sjávarútvegi. Til þess að leysa úr lánsfjárskortinum varð það loks að ráði að leyfa stofnun nýs banka með erlendu fjár- magni, en það var íslands- fræði, áhugaleysi um efna- hagsleg og tæknileg atriði. egar svo er komið kann lesandinn að spyrja sig hvort Toynbee hafi ekki af- skrifað sjálfan sig sem höf- und bókarinnar Study of History. Svarið verður nei- kvætt. Hver sem lesið hef- ur verkið veit að hann fer of hörðum orðum um sjálfan sig. Fáfræðin, sem hann á- sakar sjálfan sig fyrir er afstæður þáttur: Hvaða sagnfræðingur annar býr yfir jafnmikilli þekkingu1 og hann og hefur notað þessa þekkingu sína með jafn fljúgandi ímyndunarafli? Toynbee tekur sjálfan sig harkalega í karphúsið og ár- angurinn er nokkur álits- hnekkur en ekki stórvægi- legur. En þegar allt kemur til alls er Study of History enn þá til, og verkið er minnismerki um Toynbee. Islands banki, er hóf starfsemi sína 1904. Fékk hann rétt til að gefa út seðla og varð brátt mikið afl í fjármálum þjóðarinnar, svo að Landsbankinn féll um tíma í skugga hans. Nýtt uppgangsskeið Lands- bankans hófst í lok stríðsins, og þegar komið var fram um 1923, var hann enn á ný orðinn stærsti banki þjóðarinnar. Eftir 1920 áttu sér stað mikl- ar umræður um skipulag bankamála hér á landi, og varð niðurstaða þeirra sú, að sett voru árið 1927 ný lög um Landsbankann, þar sem hon- um var falinn seðlaútgáfurétt- urinn, en bankinn skyldi starfa í þremur bókhaldslega aðskild- um deildum: Seðlabanka, spari- sjóðdeild og veðdeild. Hélzt þetta skipulag óbreytt til árs- ins 1957, en þá var bankanum skipt í tvær megindeildir með sjálfstæðri stjórn: Seðlabanka og Viðskiptabanka. Loks voru svo samþykkt lög á síðasta Al- þingi, þar sem Seðlabankinn var algjörlega greindur frá Landsbankanum, sem nú er ein- göngu viðskiptabanki, en starf- rækir jafnframt veðdeild og annast lán til húsbygginga. Landsbanki íslands hefur vax ið mjög ört á undanförnum ár- um, og nemur nú heildarupp- hæð efnahagsreiknings hans um 2.500 milljónum króna. Þar af eru innstæður á sparisjóði um 830 milljónir og innstæður á hlaupareikningi 490 milljónir. Heildarútlán bankans nema rúmum 2.000 milljónum króna, og er þá veðdeildin ekki með talin. Gjaldeyrisviðskipti eru stór þáttur í starfsemi Lands- bankans, og annast hann um % af gjaldeyrisviðskiptum við al- menning. Bankinn rekur nú fjögur útibú utan Reykjavíkur: á ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Selfossi, en auk þess útibú á þremur stöðum í Reykjavík. FMK heldur aöulfund. Aðalfundur Félags matvöru- kaupmanna var haldinn í Tjarnarcafé fyrir nokkru. Fundarstjóri var kjörinn Bernharð Arnar, hinn ötuli for- maður ávaxtanefndarinnar, og Reynir Eyjólfsson fundarritari. Guðmundur Ingimundarson var endurkjörinn formaður fé- lagsins og meðstjórnendur þeir Einar Eyjólfsson og Reynir Eyjólfsson. Fyrir í stjórn voru Lúðvík Þorgeirsson og Sigur- liði Kristjánsson. Fulltrúi félagsins í stjórn Kaupmannasamtakanna var endurkjörinn Sigurliði Krist- jánsson, sömuleiðis varamaður, Guðmundur Ingimundarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.