Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 7
Mánudagur 23. október 1961 V í S I R 7 Sextugur í dag: Kristmann Guðmundsson, rithöfundur. — Hátíðin hófst þann dag. — Ekki man ég nú lengur hvort heldur það var á Þorláksmessu eða daginn fyrir hana, en það var áreiðanlega rétt fyrir jólin, að móðir mín ákvað að hafa verkaskipti við pilt á næsta bæ. Hún fór til þess að hlynna að veikri grannkonu, en hann kom af bæ hennar til þess að skreyta jólatréð okkar. Afi minn hafði smíðað fallegt tré, og ef ég man rétt var hann lika búinn að sækja lyngið og steypa kertin, en þá var eftir að klippa út englana og rósirnar og stilla svo til, að tréð væri fullskreytt áður en Þorlákur væri allur, þar sem aðfangadagurinn var jafnan fullskipaður öðrum und- irbúningsstörfum hinnar miklu hátíðar. Það skiptir raunar ekki máli, hvort það var deginum fyrr eða síðar. Hitt var mér að- alatriðið, að þá hófst mín jóla- hátíð. Og þess vegna varð hún mér svo unaðslega löng. Ég man hvorki hve gamall ég var þenna Þorláksdag né ann- að, sem minna máli skiptir. Ég gæti heldur ekki lýst jólatrénu, þar sem það stóð fullskreytt, en ég man enn hina fimu fing- ur, sem töfruðu úr naktri smíð afa míns, lyngi, mislitum papp- ír og kertastokk hið fagurbúna jólatré, þar sem huldufólk, englar og álfar gægðust út úr hinum græna baðmi. Og ég einn heimamanna kunni full skil á öllum þessum undraverum, því að ég einn hafði horft á sköpun þeirra, hlýtt á sögurnar, sem að baki bjuggu. Þess vegna var þetta öðrum leyndarmáls- meiður, en mér einum ævin- týratré, dularheimur, sem nýr vinur minn hafði lokið upp fyrir okkur tveim. Ég minnist þess ekki lengur hvernig hann var Idæddur, en man það eitt vel, að ég öfund- aði hann ógurlega af að vera oi'ðinn svona stór og fallegur, og ég horfði með skelfingu til allra þeirra ára, sem ég ætti enn ólifuð til þess að eiga nokkra von um svo breiðar herðar og hoffmannlegt yfir- bragð, að ekki væri nú talað um alla þá foi'frömun, lífs- vizku og 'snilli, sem flakk hans til hinna fjarlægustu staða hafði veitt. Einhvern tíma hlaut ég líka að verða nógu stór til þess að grandskoða hinn furðu- lega heim, sem beið mín bak við hauður og höf. Einhvern tíma. En þess var, því miður, alltof langt að bíða, að því er mér fannst þá. Ég vék ekki frá honum allan þann tíma, sem hann dvaldist heima, og náttúrlega fylgdi ég honum á leið. Ég man ekki bet- ur en að hann gengi svo með mér eitthvað til baka. en ör- ugglega veit ég að við settumst saman fyrir norðan túnið heima og töluðum lengi kvölds. En bezt man ég hvað bjó mér í brjósti eftir að ég var orðinn einn. Ég hafði eignazt nýjan, góðan vin, sem talaði við mig eins og jafningja og bróður. Og það var stórkostlegt. Eflaust hafði ég einhvern tíma hitt Kristmann áður. Um það Kristmann Guðmundsson. man ég ekki neitt. Og trúlega hefir eitthvað borizt til mín um hann af orðspori. Það er mér ekki lengur í barnsminni. Ég veit það eitt, að á þessum degi voru ofin þau bönd okkar í milli, sem aldrei hafa slitnað Vera má, að þau hafi verið gerð fyrir langa löngu. Um það veit ég ekki neitt. En hitt er ljóst, að frá þessum degi hefir vin- átta Kristmanns verið mér jafn eiginleg bg Ijós jurt, dagur og nótt. Þetta var það, sem mér kom fyrst í hug þegar ritstjóri Vísis bað mig — næstum fyrirvara- laust — að rita grein i tilefni þess, að Kristmann Guðmunds- son á sextugsafmæli í dag. En hverju máli skiptir það lesendur Vísis, að vinátta okkar eigi sér fornar rætur og sterk- ar? Því er til að svara, að vegna hennar er ég dómbærari en flestir aðrir um það, sem mér þykir jafnan mestu máli skipta, en það er maðurinn sjálfur, persónuleikinn, sem býr að baki hinum ytri hjúp efnis og anda. Vinátta okkar hefir orðið mér lykill að hjarta hans, og þess Kúlli frændi vegna veit ég mörgum betur hve gott það er, hve góðan dreng Kristmann hefir að geyma. Bókmenntafræðingar eru mér færari að fjalla um rithöfund- inn Kristmann Guðmundsson, og þeim, sem kunna vilja skil á hinum ytri áföngum æviskeiðs hans er auðveld leið til alfræði- bóka eða lesturs þeirra þriggja binda ævisögunnar, sem út er komin. Allt verður þetta eflaust nægilega upp rifjað á þessum tímamótum til þess að ég geti að skaðlausu sloppið við að bera sparðatíning í þann bakka- fulla læk. Það er alkunna, að Kristmann er nú eitt af góðkunnustu og víðfrægustu skáldum okkar. Lengi eftir að nöfn öfundar- mannanna eru orpin moldu gleymskunnar munu bækur hans njóta mikillar ástsældar með þjóðum. Ef að líkum lætur mun hann enn eiga eftir að rita marga góða bók og rannsókn hins fjölbreytilega ferils hans á vettvangi bókmennta, utan lands og innan, mun eflaust ein- hvern tima þykja ungum lær- dómsmönnum hið girnilegasta viðfangsefni til nafnbóta, og þó að ekkert kæmi til nema það eitt, sem hann hefir-af mörkum lagt til garðagróðurs á þessu landi, þá myndi það nægja til þess að varðveita nafn hans í þakklátri minningu komandi kynslóða. En um þetta ætla ég ekki að ræða. Það munu þeir gera, sem til þess eru bæði kall- aðir og útvaldir. Sennilega finnst okkur flest- um, sem horfum til baka yfir alllangan, farinn Veg, að margt hefði betur mátt skipast á þeim dögum, sem að baki eru. og vel má Vera, að í dag telji Krist- mann, að hann hafi farið margs þess á mis, sem hann hefði vilj- að njóta ríkulegar eða með öðr- um hætti en þeim, sem raun hef- ir á orðið. Þrátt fyrir það finnst mér að hann megi nú ágætlega við sín sextíu ár una. Hann hef- ir af eigin rammleik hafizt úr fátækt og vanheilsu til fjöl- breytilegra mennta og mikillar frægðar. Hann á fjölmennan hóp vina og aðdáenda og er met- inn og virtur mest af þeim, sem þekkja hann bezt. Engum er skjólið jafn gott og þeim, sem veðurbarinn er, og sá. sem set- ið hefir eina kvöldstund með Kristmanni og hinni yndislegu og fjölhæfu konu hans á vist- lega heimili þeirra, hverfur á- reiðanlega þaðan með allt annað í huga en vorkunnsemi vegna þeirra örlaga, er skáldinu voru sköpuð, þó að því sé ekki að leyna, að vinum hans þyki sem sú hamingja, er honum hefir nú fallið í skaut, hefði fyrr mátt gista hans garð. En sannleikur- inn er sá, að mér finnst stund- um að Kristmann megi engu síður vera þakklátur fyrir hið stríða en það blíða á ævibraut- inni, því að einmitt í eldi mót- lætis prófaðist sá málmur, er síðar reyndist það gull, sem gerir honum dagana nú svo dýrmæta. Ég held, að það sé e. t. v. einmitt þess vegna, sem mér finnst, að Kristmann megi nú í dag teljast mikill gæfu- maður. Frá því var forðum greint, að flest segðu þeir af Ólafi kon- ungi, er hvorki hefðu heyrt hann né séð. Svipað er um Kristmann, Ég hef stundum reynt að gera mér grein fyrir því hvers vegna hugmyndir margra um hann eru svo víðs fjarri veruleikanum, og ég hygg, að sumar rætur þess liggi í þeim jarðvegi, sem hann er vaxinn úr. Hörð lífsarátta upp- vaxtaráranna olli því, að hann steypti ungur yfir sig brynju, sem engin vopn bitu til þess að verða ókunnum ekki of árenni- legur. En þunnur ísinn hverfur fljótlega við sólbráð hinna fyrstu kynna, og innan stundar er ekkert að finna nema það, sem hlýtt er og bjart. Og við, sem höfjim prófað þetta vitum, að það getur ekki ljúfari mann en Kristmann, gestrisnari og góðviljaðri. Engan veit ég börn- um slíkan aufúsugest, fáa því- líka örlætismenn á jarðnesk gæði, engan betri lagsbróður í leik orðræðunnar yfir glasi eða bolla um kvöld og nótt. Ég er hér ekki einn til frá- sagnar. Þessa sögu kunna allir þeir, sem átt hafa þess kost að kynnast Kristmanni Guð- myndssyni og njóta vináttu hans. Og vorkunnarlaust er það öllum, sem lesa bækur hans niður í kjólinn að finna, að það er einmitt þessi Kristmann, sem endurspeglast þar. Að baki við- leitninni til þess að ráða dul- rúnir hinnar fjölbreytilegu til- veru okkar býr viljinn til þess að leggja því lið, sem skáldið trúir að verða muni til þess að fegra líf okkar og auðga það unaðssemdum. Trú þess á hið góða, jákvæða í mannlífinu, er sá gullni þráður, sem allt ber uppi — þráðurinn að ofan — „dagboði eilífðarára“ — eins og það var orðað í Rökkursöngv- unum forðum. Ég veit, að á þessum tíma- mótum muni margir finna, að þeir eiga skáldinu Kristmanni Guðmundssyni mikla þakkar- skuld að gjalda. Þó að við, hin- ir mörgu vinir hans, séum einn- ig í þeim hópi, þá munum við fyrst og fremst minnast hins, sem okkur þykir nú mestu máli skipta, en það er, að hafa kynnzt manninum Kristmanni Guðmundssyni — að hafa átt góðan dreng að vin. Hver og einn á þar sína sögu að segja, sinna kynna að minnast og þakka í dag. -----Það hófst mikil hátíð í mínu lífi einn Þorláksdag fyrir mörgum árum vestur á Snæ- fellsnesi. Og hún er — sem bet- ur fer — enn ekki á enda. • Þakka þér fyrir það, Krist- mann! Sig. Magnússon. Lúðrasveit Rv. byrjar tónleika í skólum. Lúðrasveit Reykjavíkur er að hefja tónleikahald í framlialds- skólum Reykjavíkur, og verða fyrstu tónleikarnir í kvöld kl. Knattspyrnan — Framh. af 2 síðu. þessarar velheppnuðu keppni, sem alltaf er að sýna betur og' betur að hún á fullan rétt á sér og er að verða eitt skemmtileg- asta knattspyrnumótið hér eins og alls staðar annars staðar þar sem „Cup“-keppni hefur kom- izt á fót. Dómari í leiknum var Hann- es Þ. Sigurðsson, Fram, og dæmdi hann leikinn vel. — jbp. — 17.30 í Gagnfræðaskólanum við Réttarlioltsveg. Þessir tónleikar lúðrasveitar- n.igo njjijjou gaiu jeuu lagavali en verið hefir. Leikin verða að mestu nýleg lög úr söngleikjum, sem náð hafa miklum vinsældum víða um heim. Lúðrasveitin verðuf 40 ára á næsta ári, og verðurþess minnzt í vor með því að halda sérstaka afmælistónleika. ★ Um 500 Alsírmenn voru fluttir heim loftleiðis í gær frá Frakklandi og 1000 verða fluttir sjóleiðis í dag. Menn þessir voru hand- teknir í uppþotunum og höfðu ekki skilríki sín í lagi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.