Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 17
tölvumarkaðinum. IBM PC er sú tolva, sem mest er miðað við á þessum markaði. Hún hefur nú verið seld lítið breytt 1 hálfan áratug. Hvað PC tölvuna varðar liggur hún því vel við framleiðsluháttum Asíubúanna. Sem dæmi um sölu á eftirlíkingum IBM PC má nefna að framleiðendur á Formðsu seldu þær til Bandaríkjana I fyrra fyrir 150 miljðn dollara. Þó að tölvurnar séu lélegri en hinar upprunalegu PC tölvur vegur lágt verð þeirra, að einhverju leyti, upp skort á gæðum. Tvö fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa vakið athygli undanfarna mánuði fyrir sölu á austurlenskum tölvum. Hið fyrra er Epson America. Hinir japönsku fram- leiðendur SEIKO úranna eiga þetta fyrirtæki. Epson hefur selt 6 þúsund einmenningstölvur á mánuði upp á síðkastið. Slðara fyrirtækið er Leading Edge Products Inc. Það selur einmenningstölvur sem Daewoo Corp. I Suður Kðreu framleiðir. Leading Edge hefur selt meira en 50 þúsund tölvur undanfarið hálft ár. VERÐLÆKKUN Það er fyrst og fremst lágt söluverð tölvanna, sem hefur skapað velgegni þessara fyrirtækja. Sama máli gegnir um nokkur bandarlsk fyrirtæki, sem einnig hafa náð góðum árangri í sölu einmenningstölva. Þar á meðal má nefna Tandy Corp. Söluverð Leading Edge tölvanna var 1495 dollarar nú í mars. Þá er miðað við opinberan verðlista. Verð þeirra er þó enn lægra. Talið er að þær seljist víða fyrir 1300 dollara. Sama má segja um framleiðslu Epson. Verð á tölvu fyrirtækisins fer sífellt lækkandi. Með haustinu reikna menn með að söluverð "Asíutölvanna" verði komið niður í 1000 dollara. PC tölvur IBM kostuðu hins vegar um 1600 dollara í mars. Þð höfðu þær þá alveg nýverið lækkað um 20%. Þessi verðmunur mun fljðtlega fara að koma illa við IBM að því er menn telja. Bent er á að mörg fyrirtæki, sem annars hefðu keypt IBM tölvur hafi þegar keypt tæki frá Leading Edge af sökum verðmunarins. Almennt er talið að tölvurnar frá Asíu standist hinum ekki snúning hvað gæði áhrærir. Þvl hefur Leading Edge mætt með því að bjðða kaupendum sínum fimmfalt lengri ábyrgðartíma en helstu keppi- nautar þeirra I Bandaríkjunum gera. 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.