Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.11.1987, Blaðsíða 12
tölvum og PRIME kerfi háskólans í Salford. Eins og geta má nærri er megináhersla i náminu lögð á aðferðir upplýsingatækninnar fremur en tölvunarfræði i hefðbundnum skilningi. Samsetning nemendahópsins er einnig talsvert önnur en venja er. Aðeins um 25% hafa tekið svonefnt A stig i stærðfræði ("advanced level") í fram- haldsskóla, stór hópur kemur af sviði hugvisinda og þeir Salford menn telja i þessu sambandi ástæðu til þess að nefna það að um þriðjungur nema er konur! Segja má að námið sé fimmskipt og eru fyrirlestrar ekki nema litill hluti þess. E.t.v. lýsir það nokkuð afstöðu forstöðumanna þess til þess hvernig nám eigi sér best stað að þeir segja orðrétt: "We do not lecture about user software but about the use of it." Skipting námsins er i skemmstu máli sem hér segir: 1. Kjarna háskólanámsins eru gerð skil i tveimur daglegum fyrirlestrum. 2. Hálfum degi i viku hverri er varið i málstofu þar sem kynnt eru ýmis atriði sem siðar verða athuguð nánar og tengjast samstarfsaðilunum. Þeir sjá gjarnan um þennan þátt og má nefna dæmi um slíka málstofu þar sem bankamálefni og upplýsingatækni voru til umfjöllunar. 3. Þar sem tölvubúnaðurinn gefur góðan kost á einstaklings- námi er viða um það að ræða og þá án kennslu. Sem dæmi um þætti eru PC-DOS, WordPerfect GEM, Lotus 1-2-3 og fjórðu kynslóðar tölvumál. 4. Stutt hnitmiðuð námskeið eru reglulega i náminu þar sem t.d. er fjallað um atriði stjórnunarlegs eðlis, um samskiptatækni o.fl. 5. Fimmti hluti námsins er fólginn i verkefnum þar sem hópar vinna saman að verkefnalausnum. Þátttakendur eru komnir mislangt i náminu og ráðgjafi ("tutor") samræmir skipan og vinnuálag. Á þennan hátt er reynt að likja eftir þeim aðstæðum sem nemarnir munu starfa við að námi loknu. Tölvum nemenda er komið fyrir i vinnuherbergjum þessara hópa en aðgangur er að þeim hvenær sólarhrings sem er með lykilkorti. Heimildir: Turnbull J.: One Workstation per Student in IT Education, The Information Technology Institute, University of Sal- ford, UK. Anna Kristjánsdóttir 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.