Tölvumál - 01.11.1987, Page 22

Tölvumál - 01.11.1987, Page 22
En nú hefur það gerst, að samstarfsfyrirtæki SÍS, bæði ýmis kaupfélög svo og Samvinnutryggingar, hafa ákveðið að fara eigin leiðir og velja sér tölvukost óháð aðaltölvudeild Sambandsins. Og tvær hliðar má greina á þeirri þróun. Annars vegar kann hún á stundum að koma niður á samhæfingu tölva fyrirtækisins, en hins vegar gerir þessi þróun það lika að verkum, að SÍS fær að nokkru frjálsari hendur um breytingaráætlanir, er fyrirtækið verður óháðara samstarfs- aðilum með þessum hætti. Mörg rök hniga að þvi, að stórtölvuumhverfi sé alls ekki það umhverfi, sem best hentar fyrirtæki á borð við SÍS. Þótt Sambandið sé risastór heild, er það sett saman úr fjölda smærri eininga af ólikum toga, og við slík skilyrði er erfitt að komast hjá þvi, að stórtölvuumhverfi verði mun flóknara en æskilegt er og allfjandsamlegt á stundum; bilun i einum hluta þess getur komið niður á mörgurn og orðið til tafa. Mannlegi þátturinn skiptir ekki siður máli hér; það er miður, ef aðilar SÍS vænta alls frumkvæðis frá tölvu- þjónustu Sambandsins og skella jafnframt skuldinni á hana, er miður fer. Slíkt hlýtur að ala undir áhugaleysi notenda, og dreifðari tölvuvinnsla ætti ekki sist að geta hamlað gegn sliku. Atriði sem þessi hafa ekki sist verið höfð að leiðarljósi við greiningu SÍS á þörfum sínum i tölvumálum. Ofan á varð, að hagkvæmast mundi til lengri tima að dreifa tölvuvinnslu til hinna sex rekstrarstofnana Sambandsins og auka með þvi ábyrgð stjórnenda á tölvuvinnslu en gefa þeim jafnframt frjálsari hendur um ákvarðanatöku. Eins var talið rétt að byggja i meira mæli á aðkeyptum, stöðluðum lausnum og laga starfsemina að þeim, og miða eftir þvi síður við heima- saminn hugbúnað, eins og tiðkað hefur verið til þessa. Þvi varð ofan á að hætta vinnslu í stórtölvuumhverfi en festa þess i stað kaup á fjórum minni tölvum, sem komið verður fyrir í stofnunum SÍS. Þar verður tvimælalaust um verulega fjárfestingu að ræða i byrjun, en reiknað er með, að hún muni fljótt skila sér. Slikt umhverfi yrði einfaldara i sniðum, auðveldara viðfangs og vandaminna verður að nýta staðlaðar lausnir. Vandkvæði, sem upp kunna að koma, verða auðleystari i sliku umhverfi og allt viðhald kostnaðar- minna. Þá er framboð á stöðluðum hugbúnaði vitaskuld einnig mun rikulegra en raun er á, þegar unnið er i stórtölvu- umhverfi, og hefur SÍS rætt við átta hugbúnaðarfyrirtæki vestan hafs um hugbúnað, sem i boði er, hugað að notagildi hans og hugsanlegum þýðingarkostnaði. SÍS væntir þess, að 22

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.