Tölvumál - 01.12.1987, Síða 9

Tölvumál - 01.12.1987, Síða 9
ÞURFUM AÐ HRISTA MANNINN OG TÆKNINA BETUR SAMAN Lengi vel lofsungu menn tölvuna, en nú er komið bakslag i umræðuna. Menn benda á ýmsar neikvæðar hliðar tölvu- væðingarinnar. Hefur tölvan ekki leitt til þeirrar hagræðingar, sem menn bjuggust við? Þessi spurning var m.a. lögð fyrir dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóra SKÝRR og fyrrverandi formann Skýrslutæknifélagsins, i skemmtilegu og fróðlegu viðtali við hann sem birtist i 6. tbl. Frjálsrar verslunar. Hér á eftir fer svar dr. Jóns Þórs, sem TÖLVUMÁL fengu góðfúslega leyfi til að birta. Neikvæð tölvuumræða "Þessi óttablandna virðing, sem menn báru fyrir tölvunni, er að hverfa og menn spyrja sig hvort þeir hafi haft erindi sem erfiði með tölvuvæðingunni. Margir hafa orðið fyrir voribrigðum en ég held að nú sé að koma hættulega neikvæður tónn í garð tölvunnar i opinbera umræðu. Þetta stafar af þvi að tölvan hefur verið ofseld sem einföld aðferð til að leysa allan vanda. Hver kannast ekki við orð sölumannsins: "Þetta er ekkert mál". Margir hafa áhuga á að kynnast tölvum en þeir eru færri sem hafa nennu eða elju til þess að tileinka sér þær nógu vel til að hafa verulegt gagn af þeim. Þarna hefur þvi farið saman of mikil sölumennska, óskhyggja kaupanda og áhugaleysi eða vankunnátta á að nýta tölvuna. Útkoman er vonbrigði og neikvæð umræða. Tölvan stendur enn fyrir sinu en við þurfum að endurmeta afstöðu okkar til hennar og bæta aðferðir við tölvuvæðingu. í fyrsta lagi þurfum við að færa rök fyrir ágæti tölvunnar. Hefur tölvuvæðingin leitt til aukins hagræðis? Til að svara þessu er best að slökkva á tölvunum og ráða menn til þess að vinna störf þeirra jafn vel á jafn skömmum tima og bera saman kostnaðinn með og án tölvu. Ég held að menn geti séð i hendi sér að tölvan hefur vinninginn. Auk þess getur tölvan skapað ný viðskiptatækifæri og bætt sam- keppnisstöðu. Tölvubankar eru gott dæmi um það. 9

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.