Vísir - 08.05.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 08.05.1962, Blaðsíða 16
 n mni»niimini > w <'í' VÍSIR Þriðjudagurinn 8. maí 1962. ----------------- — Mikið um að vera Það var mikið um að vera við höfnina á Akranesi í gær, þegar norska fisktökuskipið Vimi kom þar að taka síld úr íslenzkum síldarbátum. Vimi er afgamall togari sem notaður var við síld- arflutninga frá norska flotanum á Islandsmiðum í fyrra. Fjöldi Akurnesinga fór niður á höfn að fylgjast með þessari nýjung og tók ljósm. Vísis Mats Wibe Lund þessa mynd þar í gær. x Norsku skipin fyiiast á Akranesi Við förum þrjár ferðir með sild frá íslandi sagði Kristian Storkorsen skipstjóri á Vimi. SÝNIR í PARÍS Ungur íslenzkur listmálari, Guðmundur Karl Ásbjörnsson, hefur undanfarin tvö ár dvalið við nám í listmálun o. fl. við hinn heimsþekkta listaháskóla „Academia di Belle Arti“ í Flor- enz á Ítalíu. Hlaut hann m. a. allmikinn styrk frá itölsku ríkis- stjórninni á sl. hausti til náms. Nú hafa komið fregnir um að Guðmundi K. hafi borizt tilboð um að senda myndir á hina opin beru frönsku vorsýningu næsta vor I París. Á sýningu þessari sýna fyrst og fremst frægir lista menn og er þetta því mikill heið- ur sýndur hinum unga listmál- ara. Guðmundur Karl sýnir nú þrjár myndir á listsýningu Mynd listafélagsins, sem opnuð var hér í Reykjavík sl. laugardag sem kunnugt er. Norsku síldartökuskipin komu í gærkvöldi til Akraness. Þau eru tvö. Það sem fyrr kom heit- ir Vimi og var búið að fylla það í gærkvöidi með 4200 tunnum úr fjórum bátum og var það að sigla út með farminn í morgun. Er þetta í fyrsta skipti sem Norðmenn kaupa hér siid til bræðslu. I morgun var svo verið að hlaða hitt skipið, Elgo, sem er - nokkru stærra og mun taka 6500 tunnur. Lestun hefur ekki gengið nógu vel með „kröbbum" fisktökuskipanna og hefur það ráð verið tekið að setja síldina úr bátunum upp á vörubila, sem síðan aka henni til skips. Tefur það þá einnig nokkuð, að helzt er ekki hægt að hlaða skipin nema flóð sé. Fréttamaður Vísis fór upp á Akranes í gær og átti tal við fulltrúa norsku síldarverksmiðj- unnar, sem þar er nú til eftir- lits með hleðslu og skipstjóra síldartökuskipsins Vimi. Hann fékk þær upplýsingar, að sfldarverksmiðja B. Heide, í Kristjánssundi, sem kaupir síld- ina, sé ein stærsta sildarverk-1 smiðja í Noregi, fyrirtækið rek- ur einnig frystihús og saltfisk- verkun og starfa 300 manns hjá því. I fyrra hóf verksmiðjan síldarflutninga í stórum stíl af íslandsmiðum og keypti um 1/3 hluta af allri síld, sem Norð- menn veiddu þá á íslandsmið- /WWWVWWWVWWVA/ Hallveig í höfn Togarinn Hallveig Fróðadóttir, eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú kominn til baka úr fyrstu síldveiðiferð sinni. Kom skipið með um 1000 tunnur, þó að ekki sé hægt að segja nákvæmlega um það, þar sem skipið hefur ekki verið mælt upp fyrir síld. Afli þessi var fenginn í tveimur köstum. Hallveig Fróðadóttir er stærsta skip sem hér hefur farið á veið- ar með hringnót, án nótabáta. um. I vetur hefur verið síldar- brestur við Noreg og er það ástæðan fyrir því að verksmiðj- an leggur í það að kaupa síld af íslendingum. Bendix Heide jr. sonur verk- smiðjueigandans var staddur á Akranesi. Hann sagði að þrjú flutningaskip til viðbótar liggi nú tilbúin í Noregi að fara af stað að sækja síld. Norðmenn hafa þegar keypt 5000 tonn af síld, en viðræður standa yfir um enn meiri síldarkaup. Fyrsta flutningaskipið sem kom var Vimi, það er gamall þýzkur togari, smíðaður 1936. Hann var notaður við síldar- flutninga af I’slandsmiðum í fyrra, fór þá þrjár ferðir og flutti 12 þús. hektolitra. Hann mun væntanlega fara þrjár ferð ir núna með síldarfarm til Krist- jánssunds. Skipstjóri á Vimi heitir Krist- ian Storkorsen og er frá Hauga- sundi. Skipið sigldi frá Bergen sl. föstudag. Fyrstu tvö skipin sem lestuðu síld í Vimi voru Steinunn frá Ólafsvík með 1000 tunnur og var síldinni úr henni ekið að Framh á 5 síðu Togarar af svipaðri stærð hafa j áður stundað síldveiðar. Jón Þprláksson fór á síld, en var með tvo nótabáta. Einnig hefur Neptunus verið á síld með troll. Er því hér um mjög athyglisverð ar tilraunir að ræða. Síld þá sem skipið kom með fékk það suður af Jökli. — Gekk síldin síðan upp í Akranesforir og var ekki talið ráðlegt að kasta á svo grunnu, bar sem nót skipsins er mjög djúp. Er hér um að ræða ein- hverja stærstu nót sem nokkurn tíma hefur verið notuð á ís- lenzku fiskiskipi. Skipið fer á veiðar aftur stpax og búið er að losa það. Er ætl- unin að Hallveig verði á síldveið um í sumar. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.