Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. júní 1962. VISIR 73 Viðtal dagsins Framh. af 7. sfðu. sögn um málið til saksóknara ríkisins. Rannsókn þessara mála getur oft verið tímafrek og um ieið gagnleg, því af þess- ari reynslu má oft læra margt um ýmis þau atriði er varða siglingar og öryggi sjófarenda. — Eru það fleiri verkefni, sem Skipaskoðun ríkisins eða yfirmaður þeirrar stofnunar hefur með höndum? — Það er eiginlega utan verkahring sjálfs embt’ttisins, sem skipaskoðunarstjóra hefur verið falin meðferð ýmissa mála, eða umsagnir um mál, er varða skip og siglingar. Þar á meðal umsagnir til Fiskiveiða- sjóðs varðandi nauðsyn á að skipta um vél í skipum, svo og umsögn um fyrirhugaðan inn- flutning á fiskiskipi áður en lánveitingar Fiskveiðasjóðs fer fram. Ennfremur umsögn um samning, um útbúnað skipa og annað er varðað getur veðhæfni þeirra. Til þessa þarf skipaskoð unin að yfirfara samninga, smíðalýsingu og fyrirkomulags- teikningu til að gera sér grein fyrir samningum í heild, ásamt iýsingu skipsins. í öllu þessu felst mikið starf. Þá er enn eitt ótalið, en það er meðferð mála sem snerta alþjóðasamstarf á vegum Sigl- ingamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna IMCO. Er þar um að ræða samstarf j)jóða í milli um öryggismál skipa, siglingar, mælingu skipa, olíuóhreinkun sjávar o. fl. og hefur þetta al- þjóða samstarf í vaxandi mæli krafizt úrlausnar Skipaskoðun- ar ríkisins. Fiat ’60 Volkswagen ’60 Volkswagen ’55, ’56, ’57 Rcenus fólksbíll sport-bifreið Opel Record ’58 til söiu eða í skiptum fyrir eldri Station. Opel Record ’55 og ’56 Opel Caravan ’55 og ’56 Taunus Station ’59 17 m Skoda 1200 ’55, ’56, ’57 og ’58 fólks og Station bílar. Skoda 440 ’56 og ’58 Benz 180 ’58 Ford ’56 4ra dyra 8 cyl. Ford ’55, ’56, ’57, ’58 fólks og Station bílar Ford Mercury ’56 2ja dyra 8 cyi. Chevrolet ’51 fæst útborgunar- laust. Chevrolet ’47 2ja dyra Jeppar Ford og Willys jeppar ’42 - '55 Rússa-jeppar ’56 —’59 Vörubílar: Benz ’60 í skiptum fyrir eldri. Höfum mikið úrval af flestum tegundumbifreiða. Oft mjög góð kjör og engar útborganir. í heild má segja að framfarir í smíði skipa, fiskveiðum og siglingum séu örar eins og á hverju öðru sviði. Þess vegna er það lika brýn nauðsyn fyrir stofnun sem Skipaskoðun ríkis- ins að vera ævinlega vel á verði og fylgjast í einu og öllu með nýungum á sviði björgunarmála og skipasmíða til að sjómönn- um og þjóðinni í heild megi sem bezt farnast. 10 af II — Framh. at 9. síðu eins og þessum: — Féð var feng ið úr sjóðum Synagógunnar — Gyðingakirkjunnar. Eða: Hinn ákærði hafði engin viðskipti á Sabbat-deginum. — X^n opinberlega eru Gyð- ingaofsóknir bannaðar í Sovétríkjunum. — Oft óska ég þess, að þier væru ekki bannaðar með lög- um. — Hvað meinið þér? — Þá vissi maður, hvar mað- ur væri staddur. — Er mikið um andúð á Gyð ingum meðal almennings? — Það held ég ekki. Ekki lengur. Áður lágu trúarskoðan- ir að baki ofsóknunum, en nú skipta trúmálin ekki lengur máli. -— En það eru einnig aðrar orsakir fyrir Gyðingaofsóknum, kynþáttarigur og almenn and- úð. Það höfum við þekkt í Þýzkalancíi. — Fólkið er í eðli sínu góð- viljað, meira að segja í Rúss- Iandi. Og kynþáttarfgur er ó- þekktur hér. Rússar líta ekki á , sig sem herraþjóð. En það er. hægt að vekja upp illindi með skipulögðum hatursáróðri. — Já, ég þekki. það frá Þýzkalandi. Blaðamaðurinn skýrir nú frá því að þeir hafi neytt kvöld- verðar, sem var þjóðarréttur Grúsíumanna, steiktur kjúkling- ur með ákveðinni sósu. En hann hélt áfram að ræða við gestgjafa sinn um vandamál Gyðinga. — XTvenær voru Gyðingaof- A sóknirnar verstar? — Það var á dögum Stalins. Það var ekki nóg með að hann væri Gyðingahatari, heldur al- mennt mannhatari. Eftir að hann gerði bandalagið við Hitl- er versnaði hagur okkar mjög. Síðar í styrjöldinni varð hann að taka nokkuð tillit til banda- manna sinna í Bandaríkjunum. Eftir stríðið harðnaði svo aftur f ári fyrir okkur. — Samþykkti Stalin ekki stofnun sjálfstæðs ríkis í ísrael? Hann kinkaði kolli. — Jú og hann hét utanríkis- ráðherra Israels Goldu Meir að aílir rússneskir Gyðingar, sem vildu flytja til ísraels skyldu fá ferðaleyfi. Hann gat ekki neitað beiðni hennar, því að stundum eru menn kurteislegir við kon- ur. Hann virtist heldur ekki hafa reiknað með þvf að Gyð- ingarnir vildu fara úr landi. — Hafa margir komizt úr landi til Israel? — Þeir sem báðu um brott- fararleyfi, fengu að fara, en ekki til ísrael, heldur til Biro- bitschan. Vitið þér hvar sá staður er? — Nei, það hef ég litla hug- mynd um. — TLTar.n er ; enda veraldar, austast f Síberíu. Stalin úthlutaði okkur þessum stað fyrir þrjátíu árum. Það var þeg- ar þær hugmyndir voru uppi, að hver þjóð í Sovétríkjunum ætti að eiga sitt eigið land. Við Gyðingar vorum eina þjóðin, sem áttum ekkert land. Svo tók Stalin landabréf o'g benti með fingrinum á stað austast í Sí- beríu. Það vildi svo til að þessi staður var vonlaus óræktar mýri. Við Gyðingar áttum að rækta þennan stað. Tugir þús- unda Gyðinga hafa látið lífið þar. Þó hafa margir Moskvu- Gyðingarnir óskað þess að vera komnir þangað. Sérstaklega þegar Gyðingaofsóknirnar hóf- ust aftur af fullum krafti. — Hvenær var það? — Það var fyrst 1948. Þá var mikið talað um slagorðið „Heimsborgarar" og þar var átt við okkur Gyðinga. Hámarki náðu ofsóknirnar 1952, þegar Stalin þurfti mest á skotspón- um að halda. Ólga og óánægja var í öllu ríkinu vegna þess að áætlanirnar höfðu mistekizt. Þá settu Stalin og Bería á svið Iæknamálin. F.nn voru Gyðing- arnir sakfelldir. — Já, ég hef heyrt talað um það. Gyðingalæknar voru dregn ir fyrir rétt sakaðir um að hafa meðhöndlað háttsetta menn inn an flokks og stjórnar rangt. — Það kemur heim, og á þessu sama ári var Gyðinga- leikhúsinu í Moskvu lokað og sagt var að vinsælasti leikari okkar Michoels hefði farizt í bílslysi. En slysið var sett á svið, þar var um hreint morð að ræða. Framh. af bls. 8. er skipað varaförsetum og ráð- herrum, og það sem mest ein- kennandi er í stjórn hans er, hversu trúfestan og hlýðnin er mikil, andstætt öllum öðrum ein . ,,ræðisrikjum. Þetta er þvf.merki- legra þar sem Egyptar eru upp- fullir af gömlum og rótgrónum hefðum. Annað einkennandi fyrir stjórn Nassers er, að meðlimir bylting- arráðsins eru ávallt borgaralega klæddir, þótt þeir séu allir úr hernum. Maður sér t. d. einræð- isherrann aldrei í orðumskrýdd- um einkennisbúningi. Á hinum opinb. áróðursmynd- um af Nasser, sem hangaíöllum veitingahúsum Iandsins og á öðr um opinberum stöðum, er hann íklæddur jakkafötum. Og í dag- legri umgengni leggur hann megináherzlu á brosið og hina alúðlegu föðurlegu framkomu. Abdel Nasser byggir einræði sitt upp án aðstoðar velskipu- lagðrar flokksvélar eins og Rúss arnir, og hann hefur ekki sterkt og ógnandi vopnavald á bak við sig eins og Hitler og Mussolini gerðu. Það eru engir SA eða SS i Egyptalandi og það glymnr ekki í hermannastígvéium á göt um Kairó. Að þessu leyti er Massers einræðið fullkomlega borgaralegt. Þessi hæfileiki Nassers, til að halda við ríki sínu án hins klassiska herveldis evrópsku einræðisherranna, vekur því meiri furðu, þegar tekið er tdlit til þess að Nasser skortir marga þá eiginleika sem skapa ráða- mikla valdaseggi. Hann er síður en svo snjall ræðumaður, þótt hann hafi með árunum íært undirstöðuatriði múgsefjunar- innar. Það hlýtur því tvímælalaust að vera eitthvað annað sem hef- ur leitt til þess að Gamal Abdel Nasser, er nú ríkjandi drottnari yfir 26 milljónum manna á Níl- arbökkum — án þess að mæta teljandi mótspyrnu, og vísað veg inn að marki sem hann sjálfur stefnir að. Ef til vill er skýring- una á valdi hans að finna í þeim hugmyndum, sem hann hefur mótað — í þeirri stjórnmála- legu, þjóðfélagslegu og efnahags legu áætlun sem stundum er sameinuð í orðinu Nílarlínan? ^ Lokið er viðræðum Kennedys Bandaríkjaforseta og Makariosar erkibiskups forseta á Kýpur. í sam eiginlegri tilkynningu segir, að Bandaríkin muni áfram styðja eyna efnahagslega. Bila- og búválasalan S e 1 u r : Volkswagen ’61 Ford-Vedette ’59 ekinn aðeins 20 þús. km. alveg sem nýr bíll. Taunus ’62 Station má greiðast að einhverju leyti með fast- eignabréfum. Mercedes henz ’58 ágætur bíll. Fiat ’54 station. Vörubíla:-; Mercedes Benz ’61 Chevrolet ’59 International ’59 BÍLA- OG BÚVÉLA3ALAN við Mik'.atorg. Sími 23136. SELUR Opel Caravan ’55 ’59. Opel Record ’58. Messerschmidt bifhjól ’55. Fiat ’56 kr. 65 þús. Volvo Station ’52, greiðist með fasteignatryggðu bréfi. Ford Taunus ’62, má athuga sölu með vel tryggðu fast- eignabréfi. Volkswagen ’54 sendibíll, kr. 60 þús. Samkomulag Fiat ’57, vill skipta á Volks- wagen sendibíl. Dodge pickup ’52, vill skipta á Ford Taunus eða Opel Cara- van ’59—’60. Ford Station ’52, góður bíll, samkomulag. Skoda Station 1201, samkomul. Skoda 440 ’58 kr. 65 þús. Falcon ’60, verð samkomulag. Skipti koma til greina. Volkswagen ’52 ’61. Ford Consul ’58 kr. 90 þús. Ford Sodiac ’57. Rambley Station ’57. Mercedes Benz ’55 ’58. Fallegur Crysler 2 dyra, ’50 modelið, verð samkomulag. Gjörið svo vel, komið með bílana. B6FREIÐASALAN Borgartúni 1, simi 18085, 19615 Heimasimi 20048. Bófagreiðslur Almennru tryggingn fyrir Gullbringu- og Kjósarsj'slu, fara fram sem segir: í Seltjarnarneshreppi: Föstud. 15. júní frá kl. 1—5. í Grindavíkurhreppi: Þriðjudaginn 19. júni kl. 10—12. í Njarðvíkurhreppi: Þriðjudaginn 19. júní frá kl. 1—5. í Garðahreppi: Þriðjudaginn 19. júní frá kl. 2—5. í Miðneshreppi: Fimmtudaginn 21. júní frá kl. 2—5. Sýslumaður. Tilkynning til sauðfjáreigenda á Suðumesjum. Bannað er að láta sauðkindur ganga lausar innan bæjarlands Keflavíkur. — Þeir sauðfjáreigendur, sem óhlýðnast þessu banni, verða látnir sæta sektum auk þess, sem þeir verða að greiða allan kostnað við handsömun kindanna og bætur fyrir þau spjöll er þær kunna að hafa valdið. Leysi menn eigi út sauð- kindur þær er kyrrsettar hafa verið, verða þær seldar fyrir áföllnum kostnaði eða þeim slátrað. Bæjarfógetinn í Keflavík. Höfum flutt skrifstcfur okkar og vörugeymslu í Skipholt 35 REYKJAFELL H. F. Umboðs- cg heildverzlun Sími 19480. Járnsmiðir Viljum bæta við okkur mönnum í járnsmíði og vél- virkjun. líélsmÉ^nn Járn h.f. Sími 35555

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.