Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 7
Maí 1991 $256 4589 4587 COð400? 147 12457 '4878 3695 458 1245 !254„ 865 78 (ÍOq tnþ 1020 666 72 U.X7 2568 3658 efnahagsásland, tækniþrðun, sam- keppni og annað, sem hefur áhrif á stefnumótun, ðgnanir og möguleika fyrirtækisins í fram- tíðinni. Við sjáum sorglega oft stjórn- endur eða þá sem þykjast vera stjórnendur eyða sínum tíma í að analýsera hluti, safna upplýs- ingum, plana hluti, reikna út hluti, spá í hluti, en sinna í raun ekki stjórnunarhlutverkinu. Peir gera ekki greinarmun á tölum og upplýsingum. (Sjá mynd 2.) Tölur segja lítið einar sér. Talað er um "data and no information". Ef tölur eru aftur á móti dregnar saman í niðurstöður og settar í samhengi eða bornar saman við eitthvað, þá verða til upplýsingar, og menn kveikja á perunni. (Sjá mynd 3.) í framtíðinni verður meiri áhersla lögð á myndrænar upplýsingar, myndlfkingarkerfi og þekkingar- kerfi. Tölvuvæðingin hefur gert mögulegt að afla ótrúlegs magns talna, sem oft er ruglað saman við upplýsingar. Mikilvægt er að skilgreina vel, hvaða upplýs- ingar skipti máli, til að meta þá þætti, sem varða framtíðarstefnu og ákvarðanatöku stjórnenda. Vanda þarf val og úrvinnslu þeirra upplýsinga, sem á að nota, og draga síðan réttar ályktanir af því, sem upplýsingarnar segja. Fyrirtæki verður að byggja ákvarðanir á réttum forsendum. Ef forsenda er röng, þá verður ályktunin sem dregin er jafnfTamt röng. Á miðöldum gáfu menn sér þá forsendu að jörðin væri flöt. Ákvarðanir, sem byggðust á þeirri forsendu, hlutu því að verða rangar. Fyrirtæki með sérstaka deild, þar sem upplýsingavinnsia fyrir- tækisins er skipulögð, á auð- veldara en önnur með að vinna að gagnasöfnun og byggja upp nothæf upplýsingakeríi. Til að forðast misskilning skal á það bent, að langt er ffá því, að allar upplýsingar þurfi að vinna í tölvu. Sumar upplýsingar snúast einfald- lega ekki um tölur. Upplýsinga- kerfi eru orðin algeng í vel reknum fyrirtækjum. Áður fyrr byggðu tölvudeildir upp þessi upplýsinga- kerfi og ráku þau, en fyrirtæki hafa f vaxandi mæli stofnað sjálfstæðar upplýsingadeildir eða falið fleiri aðilum en tölvudeildum stjórn og uppbyggingu þessara mála. Að mínu viti eru tölvudeildir í mörgum íyrirtækj- um og stofnunum orðnar tfma- skekkja. Þær stuðla ekki að nægilegri framþróun, eru of tæknilegar, einangraðar og eru ekki hluti af yfirstjórnunar- kerfinu. Þær eru ekki í takt við þarfir fyrirtækisins eða stofnunar- innar. Þær þrjóskast við að fara nýjar leiðir vegna þess að þær vilja helst gera hlutina sjálfar eða óttast það að missa áhrif og völd. Að sjálfsögðu á þetta þó ekki við um það fýrirtæki sem ég starfa hjá. 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.