Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.05.1991, Blaðsíða 12
Maí 1991 bíl sem aðlagar sætin, spegla, stýri og loftþyngd dekkja að hverjum þeim einstakiing sem sest inn f bflinn. Eftir að þú hefur sagt bflnum hvert þú ætlar, bakkar þú inn á götuna þar sem bfllinn tengist strax tölvubúnu gatnakerfínu sem sjálfvirkt leið- beinir þér á áfangastað. Auðvitað hefur þú nú þegar valið hvort þú ætlar útsýnisleiðina, eða, ef þú ert að flýta þér, stystu leiðina. 6. Við lok áratugarins, má gera ráð fyrir að skrifstofúr líkist írekar upplýsingastjórnstöð, heldur en hefðbundinni skrifstofu eins og við þekkjum hana nú. Hönnun tölva nú, miðast við að gera þær sem aðgengilegastar, gera þær að upplýsingatæki. Talið er að f framtíðinni muni símar, fax, ljósritunarvélar, litprentarar og tölvur ekki vera sjálfstæðar einingar, heldur samtvinnaðir þættir í upplýsingatæki. Símtæki mun birta skýra mynd af þeim sem hringir, taka diktafón, höndfa skilaboð, taka við og skoða tölvupóst og senda bréf og minnis- blöð á fyrirfram settum tímum. Tækið mun leyfa notendum að senda handskrifuð bréf, radd- skilaboð og jafnvel hreyfanlegar myndir (fullmotion video). Notaðir verða geisladiskar sem innihalda á bilinu 10-100 milljarða bita hver. Næsta kynslóð tölva mun sjálf búa til og aðlaga forrit fyrir hina einstöku notendur. Það er alltaf gaman að fantasera um framtíðina, enda verða allir eftir 10 ár búnir að gleyma því sem maður sagði. En án gamans þá er ljóst að þróunin mun hafa veruleg áhrif á störf stjómandans. Kröfúr munu aukast. Samkeppni mun vaxa. Gæði verða að vera í lægi. Það mun ekki vera við- unandi að vera 99% í lagi. Það mun ekki duga að segja fyrirgeíðu að maturinn var ekki f lagi eða reikningurinn var skakkur eða að flugvélin þfn fórst, og afsaka það með því að þetta sé allt saman innan 1 % skekkjumarka. Kröfurnar verða um meiri gæði. Þar geta tölvumar hjálpað okkur. En þrátt fyrir allt verður þekking mannsins og hugvit, stjómun hans og þrotlaus leit að nýjum leiðum öðm mikilvægara fyrir sérhvert fyrirtæki um fyrirsjáanlega framtíð. Tölvan á að auðvelda okkur að nota tímann betur til að stjórna, hugsa, skapa og hagnast og lifa hamingjusamara lífi. En til viðbótar við þetta á hugbúnaður eftír að verða stór útflutningsgrein hjá okkur í framtíðinni. Til þess þurfum við þó að einbeita okkur að nokkrum lykilatriðum. í fyrsta lagi fjárfesta meira í þróun hugbúnaðar. í öðm lagi læra að markaðssetja hann. í þriðja lagi læra að vinna saman. í fjórða lagi læra að stjórna hugvits- mönnum. Að lokum þurfum við skilning og eftir atvikum stuðning stjórnvalda og hagsmunasamtök sem sinna hugbúnaðariðnaðinum af alvöm. 1 2 - Tölvumái

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.