Vísir - 16.08.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 16.08.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. ágúst 1962. VISIR 13 Hárbönd (Jackie-look) í mörgujn litum, nýkomin. Fallegí þægileg fyrir hárið. Tilvalin við íþróttaiðkanir. SNYRTIVÖRUBÚÐIN LAUGAVEGl 76 . Sími 12275 LONDON og PARÍS 11 daga ferð: 8.900 kr. Innifalið: ferðir, fæði og gistingar. Brottför: 4. september. Fararstjóri: Einar Pálsson, skólastjóri. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. L&L F erðaskrif stof an LOND OG LEIÐIR H.F. Tjarnargötu 4. Símar 20800 og 20760 Háseta vantar á dragnótabát. Sími 10344. Sendibifreið Ford Thames ’56 sendibifreið í úrvalsstandi og vel útlítandi, með hliðarrúðum, til sýnis og sölu að Hagamel 43, sími 12309. Útför móður okkar, ÞORBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR Drápuhlíð 23, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 1.30 e. h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Hanna Ingvarsdóttir, Þorkell Ingvarsson, Guðbjöm Ingvarsson. Einn af grímuklæddu mönnunum um borð í sjóræningjaskipinu Radio Mercur. _ Vopnaðir grímumenn í sjóræningjaskipi við Höfn í byrjun ágústmánaðar var stöðv uð starfsemi „sjóræningjaútvarps- ins“ Radio Mercur, sem hafði bæki- stöð á skipi í Eyrarsundi utan við landhclgi. Höfðu Danir þá sett lög sem bönnuðu starfsemi hennar. Fór allt starfslið þá burt af skipinu eftir mikið kveðjuhóf. En skipið lá eftir sem áður fyrir festum á sund- inu. 1 fyrradag gerðust hins vegar þau undarlegu tíðindi, að sást til mannaferða i skipinu. Þetta voru grímuklæddir menn og voru þeir vopnaðir skammbyssum. Hefur þetta fyrirbæri valdið mikilli undr- un í Danmörku. Þegar þetta spurðist fóru frétta- menn frá danska blaðinu BT út að skipinu og ætluðu að stíga um borð, þótt stórt skilti hefði verið sett á skipið þar sem stóð „Aðgangur bannaður“. En þeir komust ekki um borð í skipið því að nokkrir grímuklæddir menn stóðu þar og ógnuðu þeim með skammbyssum. — Megum við ekki koma um borð? spurðu frétta- mennirnir. — Es ist verboten, hrópaði einn hinna grímuklæddu á þýzku. — Það er bannað. Þeir sýndu skamm- byssurnar. Gríma þeirra var ým- ist stór hjálmur logsuðumanna, eða stór sólgleraugu en vasaklútur fyr- ir neðri hluta andlitsins. — Þið verðið að fara í burt, sögðu grímumenn við fréttamenn- ina. Við verðum að fara að vinna. — Og við hvað ætlið þið að vinna? — Við að senda út tónlist. Radio Mercur heldur áfram starfseminni. Þykir þessi lýsing blaðsins BT af vopnuðum grímumönnum all ó- hugnanleg. Auglýsið í Vísi Pbrstorp — decorative laminate Sænska harðplastið ÁVALLT TIL í MIKLU LITAÚRVALI. SMIÐJUBIÍÐIN við Háteigsveg — Sími 10033.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.