Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.07.1992, Blaðsíða 11
Júlí 1992 hugtakið "verulegt" í þessu samhengi, m.t.t. hvort gallinn hafi lítil áhrif eða óveruleg á hagsmuni kaupandans eða mikil áhrif. Ef um smávægilegan galla er að ræða í tölvu eða hugbúnaði, getur kaupandi krafist afsláttar af kaupverðinu í samræmi við þá verðrýrnun senr gallinn hefur í för með. Kaupandinn getur hinsvegar ekki krafist þess að kaupin gangi til baka og seljandi endurgreiði kaupverðið. Ábyrgöaryfirlýsing (garantí) í sumum tilvikum gefur seljandi að vöru eða þjónustu sérstaka ábyrgðaryfirlýsingu, sem nefnd er garantí, um að hið selda sé haldið ákveðnum eiginleikum eða sé ekki haldið tilteknum göllum. Samkvæmt lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, má því aðeins gefa slíka yfirlýsingu að hún veiti kaupanda betri rétt en hann hefur skv. gildandi lögum. Kaupalögin gera ráð fyrir einu ári að þessu leyti. Slíkar yfir- lýsingar, sem eru í raun hluti af samningsskilmálum milli kaup- anda og seljanda, geta aukið mjög á ábyrgð seljanda en jafnframt aukið réttindi seljandans til þess að lagfæra söluhlut sjálfur, eða afla annars hlutar, frá því senr kaupalögin mæla fyrir um. Sem dærni um þetta má nefna að seljandi tölvubúnaðar getur í kaupsamningi eða nreð sérstöku garantí ákveðið, í fyrsta lagi, hvað teljist galli. í öðru lagi getur seljandi mælt fyrir urn til- tekin úrræði til úrbóta ef galli kernur upp. Seljandinn geturmeð þessum hætti skapað sér nrun rýnrri möguleika á að gera við söluhlut eða skipta honum úl, en kaupalögin veita honunr. Jafn- franrt getur seljandi, í ábyrgðar- skilmálum, beinlínis þrengt þá kosti senr kaupandi getur gripið til skv. kaupalögum. Kaupalögin eru frávíkjanleg, eins og getið var um í upphafi, og gilda unr viðskipti manna, nenra því aðeins að annað leiði ekki af samningi, verslunartísku eða annarri venju. Lagaheimildir til að breyta samningi Þó að meginreglan um samn- ingsfrelsið sé í gildi, þá verða nrenn stundum að sæta því að samningi sé breytt eða lronunr vikið lil hliðar, ef í honum eru ósanngjörn ákvæði í garð annars hvors samningsaðila. Seljandi getur t.d. átt það á hættu að ákvæði senr eru sett í ábyrgðarskilmála og varða lrags- nruni seljandans á kostnað kaup- andans, verði breytt nreð dómi. A árinu I986 var nýtl ákvæði fellt inn í samningalögin og er í þessu ákvæði heimild fyrir dómstól að víkja samningi til hliðar, í Ireild eða að hluta, eða breyta samningi, ef það er talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera samning- inn fyrir sig. Við mat á því hvað teljist ósanngjarnt, líta dómstólar til stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem konru til síðar. Þetta ákvæði er nrikilvæg breyting frá því sem áður var, því að eftir gildistöku þess, er nrögulegt fyrir annan aðila samnings, t.d. kaupanda eða verkkaupa, að rifta sanrningi, Punktar............... Maður einn hugðist kaupa nokkrar segulbandssnældur í jólagjöf handa móður sinni. Þegar að því konr að borga, setti afreiðslukonan þær allar á stað sem var vandlega merktur: "Setjið ekki greiðslukort eða bankakort nærri þessu tæki". Maðurinn spurði þá: "Ef tækið getur skenrnrt segulgögn á kortunr, er þá í lagi að setja segulbönd á það?" Eftir að hafa ráðfært sig við aðra aðstoðar- manneskju (á meðan stóðu segulböndin enn á tækinu), sagði afgreiðslukonan að betra væri að hafa vaðið fyrir neðan sig, og byrjaði að fjarlægja böndin af tækinu. Þá konr að þriðji starfs- krafturinn, ábúðarfullur nrjög, og sagði að tækið gæti ekki skemnrt segulböndin. Þannig væri, að aftan á snældunum væru lítil plasthök, senr væru brotin til að koma í veg fyrir óviljandi löku yfir efni snældunnar. Lítil þekkingarbrot geta gert heiminn einfaldan. Til eru tveir flokkar manna - annars vegar þeir sem skipta öllu fólki í tvo hópa, hins vegar þeir sem gera það ekki. 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.