Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. ágúst 1962. V'lSIR 7 Afkastalítið Það verður æ ljósara, hví- líkt vandræðaástand ríkir i landbúnaði Sovétríkjanna. í fyrradag var gefin út áskorun af hálfu landbúnaðarráðuneyt- isins, þar sem menn voru hvattir til að vinna betur og framleiða meira af kjöti, mjólk og korni. Tass segir í tilkynn- ingu um þetta, að nauðsynlegt sé, að hvert samyrkjubú semji sérstaka starfsáætlun fyrir sig, svo að aukningin verði sem mest. Sovét-tog> ort í NATO- floto Mönnum brá heldur en ekki í brún á flotaæfingum NATO undan Portúgalsströndum á mánudaginn, þegar þeir tóku eftir sovézkum togara inni í miðjum flotanum. Öllu var haldið leyndu um æfingarnar fram á síðustu stundu, en samt getur varla verið vafi á, að Rússar hafi lengi vitað um það, sem til stóð, svo að togarinn hafi ekki verið þarna á siglingu til þess að stunda venjulegar „veiðar“. Engin kunn fiskimið eru þarna í grenndinni — þangað er raun ar langur vegur — og þar við bætist, að sovéttogarar halda sig aldrei á þessum slóðum, því að þeir eru alltaf norðar á Atlantshafi. I æfingum þeim, sem hér um ræðir, taka þátt um 40 banda- risk, brezk, frönsk og portú- gölsk herskip, og skýra þau svo frá, að þessi dularfulli tog- ari sé búinn margvíslegum mið unar- og öðrum vísindatækj- um. Menn ætla, að Rússum sé einkum áhugamál að athuga nýja bandaríska flugstöðvar- skipið Enterprise, sem er 85 þúsund Iestir, og á togarinn áð reyna að afla vitneskju um það. Víðförull bílþjófur Nýlega var framinn óvenjuleg ur bilaþjófnaður f Skotlandi — þar stal maður stórum, tvilyft- um strætisvagni og ók honum alla leið til London. Vagninum var stolið í Kil- marnock og hann skilinn eftir í London sólarhring síðar, og hafði þjófurinn þá ekið 650 km. leið, án þess að nokkrum þætti ferðir vagnsins grunsam- legar. Meira að segja gerði þjóf urinn góðverk á leiðinni, tók upp nokkra menn, sem ferðuð- uzt suður um England „á putt- anum“. Krefjust 35 stundu George Meany, forseti AFL- Cio, sem er verkalýðssamband Bandaríkjanna, hefir tilkynnt, að sambandið muni hefjá á- kveðna baráttu fyrir, að tekin verði upp 35 stunda vinnuvika í öllum iðngreinuni Bandarikj- anna. Segir Meany, að þetta sé nauðsynlegt til þess að vinna gegn atvinnuleysi, því að þörf muni fleiri starfandi manna, þegar vinnuvikan hefir verið stytt. Þá segir Meany og, að framvegis væri réttast, að yfir- vinna væri greidd með tvö- földu kaupi en ekki með 50% álagi, eins og nú tíðkast. ☆ Afmæiishátíðarhöld Akureyrar- kaupstaðar hefjast á morgun 26. þ.m. og standa yfir alla næstu viku, en aðalhátíðin verður n.k. iniðvikudag. Hermgnn Stefánsson íþrótta- kennari, sem jafnframt er fram- kvæmdarstjóri alls undirbúnings að hátíðarhöldunum skýrði Vísi frá því í gær að enda þótt margt væri enn ógert af því sem betur mætti fara um útlit kaupstaðarins, hefði hann þó að undanförnu mjög breytt um svip til batnaðar. Starfað fram á nætur. Mest hefur staðið á eklu á vinnu afli. Það er hvergi nóg til að af- kasta því sem þurft hefur að gera, og Akureyrarbær í standandi vand ræðum með að fá það gert, sem ákveðið hafi verið að gera til und- irbúnings hátíðarhaldanna. Segja má að allir iðnaðarmenn, sama á hvaða sviði sem er, séu að starfi dag hvern fram á nætur, og hafa þó hvergi undan. Einkum er þó mikill hörgull á málurum, en borg- ararnir sjálfir hafa í mörgum til- fellum tekið málun í eigin hendur með því að mála húsin sfn á kvöld in þegar þeir koma heim úr vinnu. Þá hefur Akureyrarbær látið vinna f sumar að gatnagerðarfram- kvæmdum meira en nokkru sinni áður og haft fjölda manns í því starfi í allt sumar. Rifnar hafa ver- ið ýmsar byggingar, einkum skúr- ar, sem sett hafa ljótan svip á bæ- inn eða verið til trafala í umferð- inni. Aðstoð Fegrunarfélagsins. Hermann sagði að Fegrunarfélag Akureyrar hafi verið mjög til að- stoðar við fegrun og útlitsbreyt- ingu kaupstaðarins og í heild hafi hann tekið miklum stakkaskiptum til hins betra, þótt margt væri enn óunnið, sem ella hefði þurft að gera. Engu væri þó eytt í sýndar- mennsku, heldur allt um raunhæf- ar framkvæmdir og . fegrun að ræða. Tvær byggingar verða vígðar á Akureyri í sambandi við afmælis- hátíðarhöldin. Önnur þeirra er elli heimili, sem Akureyrarkaupstaður hefur látið byggja á Eyrarlands- túni norðvestan við spítalabygging una. Þetta er hið myndarlegasta hús og verður það vígt n.k. mið- vikudagsmorgun eða aðal-hátíðar- daginn. Hin byggingin, sem vígð verður við þessi afmælishátíðar- höld, er íþróttavallarhús, sem hef- ur verið í byggingu undanfarin ár, en fullgert í sumar. í því verða m a. búningsherbergi, böð og fleira þess háttar, auk fundarherbergja fyrir sérráðin o.fl. Ofan á húsinu verður komið fyrir áhorfendastúku Þrjár sýningar. Þrjár mjög veglegar sýningar verða opnaðar í sambandi við há- tíðarhöldin. Sú fyrsta verður opn- uð á morgun kl. 2 e.h í Oddeyrar- skólahúsinu, en það er svning á málverkum Ásgrims Jónssonar. Á þriðjudaginn verður opnuð myndar leg iðnsýning, sem verður til húsa á tveim hæðuni Amarohússins. Og þriðja sýningin verður merkileg sögusýning í Gagnfræðaskólanum Hefur hún krafizt mikils undirbún ings og verið unnið að henni i llt sumar. íþróttamót verða í sambandi > 'ð hátíðarhöldin, m.a. knattspyrnu- kappleikur milli Akureyringa cg Reykvíkinga á morgun. en um aðra helgi verður m.a. róðrarmót Víst munu fáir bæir á landinu, ef nokkur, liggja í fegurra umhverfi en Akureyri. Þessi mynd er tekin úr VaSIaheiði yfir Pollinn. Oddeyrin er annar elzti hluti bæjarins. 1 1 í ■ , >» íslands. sundmeistaramót Norður ands os; tnei'; arrmót Lhr; frjálsum íþróttum kvennt; Irengja. D.ivíð riytur aðalræðuna. Á aðaihátíöinni n.k. ntiðvikudag fjytur Dayíð skáld Stefánsson óti, guðsþjónusta verður í Akur- tvrarkirkju og torgskemmtun með fjölbreyttri dagskrá úm kvöldið, er lýkur með dansleik og flugelda sýningu A fimintudagskvöldið verð ur einnig torgskemmtun og þá m.a. hestablysför og ýmiss konar önn- ur skemmtiatrið Afmælisrit Akureyrarkaupstaðar kom út í gær með sögulegu yfirliti yfir þróun kaupstaðarins og mörg um myndum. Meðal gesta á hátíðarhöldunum verða forsetahjónin, ríkisstjórnin og fulltrúar frá vinabæjum Akur- eyrar á Norðurlöndun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.