Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 10
10 V'SIR s Vikan 26. ágúst til 1. september Hrúturínn, 21. mars til 20. apríl. Nýtt tungl í vikunni bendir til að ýmislegt óvænt geti átt sér stað á vinnustað. Ýmislegt nýtt gæti nú komið fram og heppi- legt er að byrja á einhverju nýtu einmitt nú. Heilsan getur þarfnast talsverðrar umhyggju þinnar nú þannig að heppilegra væri að fara vel með sig, sér- staklega í sambandi við matar- æðið. Nautið 21. apríl til 21. maí: Vik an og tfmabilið sem nú fer í hönd ætti að reynast þér mjög ánægjulegt sérstaklega í sam- bandi við ýmsa tómstundaiðju, skemmtanir, ástamálin, kvik- myndahús, leikhús og annað þess háttar. Þú munt einnig finna að þér bjóðast fleiri tæki- færi til að sinna þessum mál- efnum, heldur en undanfarið hefur verið raun á. Tvíburamir, 22. mai til 21. júm': Nú er heppilegur tfmi til að sinna heimilinu og fjölskyldu- málunum, ef góður árangur á að nást af. Samt sem áður mun vinnustaður þinn þarfnast tals- verðrar umhyggju þinnar, en sem sagt, heimilið og fjölskyld- an mun þarfnast sérstakrar um- hyggju þinnar og ýms vanda- mál eru þar á ferð, sem kryfja arf til mergjar. Krabbinn, 22. júní til 23. júli: ,!Afstaðan bendir til að aðalá- * heerzla verði á nánum ættingj- ’^um, nágrönnum og málefni varð andi þessa aðila. Það er vafa- i laust margt sem þú þarft að taka ákveðna afstöðu til i sam- bandi við ættingjana og ná- grannana og þú hefur einmitt öll skilyrði til þess nú. Einnig ér mjög Iíklegt að þú farir i smá ferðalag. Ljónið, 24. júlí tU 23. ágúst: Þú ættir að reyna að finna ein- hverjar frumlegar aðferðir til að auka við eignir þínar og tekjustofn. 1 vikunni eru aðal- áherzlur á fjármálin yfirleitt sérstaklega hjá þér persónulega og þú munt finna að eignir þín- ar þurfa nú sérstakrar umön- unnar og aðhlynningar við. - Seinni hluti vikunnar getur boð ið upp á sérstaklega hagkvæmt tækifæri til fjáröflunar. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú mátt búast við að verða nokkurskonar miðdepill athafna þeirra, sem þú og aðrir kunna að taka þátt í nú £ vikunni. — Aðrir munu taka mikið tillit til skoðana þinna og sjónarmiða I sambandi við hvernig þú vilt að hlutimir verði og að öllum lík- um verður farið að þínum ráð- um I hvfvetna. Þessi straumur getur jafnvel verið þér hagstæð ur fram f næstu tvær vikumar. Þú munt þvf þurfa að sína öðr- um fram á hvað í þér býr og að þú getir verið talsvert frumleg- ur í hugsun og gerð. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Vik unni virðist bezt varið á þann hátt að leita sér sem mest hvfldar og einveru að minnsta kosti að kvöldinu. Hins vegar er nú gott að ljúka ýmsum þeim verkefnum, sem þegar hef ur verið byrjað á og staðið hef- ur f stað með. Einnig er ekki 6- trúlegt að þú finnir að einhvei sjúkur eða hjálparþurfi þarfníst nú aðstoðar þinnar og aðhlynn- ingar. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Ekki er ótrúlegt að þú eigir eft- ir að kynnast nýjum vinum og kunningjum í þessari viku og því tímabili sem nú fer í hönd. Samt getur ýmislegt skyndilegt og óvænt gerzt í þessu sam- bandi og komið út á annan hátt en haldið var í fyrstu, jafnvel gætu orðið þáttaskii í sambandi þfnu við vini og kunningja, gamlir horfið og aðrir nýir kom ið í þeira stað. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Það tímabil sem nú fer í hönd skapar þér nýjar aðstæð- ur til að framfylgja metnaðar- málum þínum eftir, í sambandi við atvinnuna eða þá sérgrein, sem þú kannt að aðhyllast. — Einnig á þetta við um umgengni þína við yfirmenn þína, þér munu bjóðast ný tækifiæri til að koma málefnum þínum á rekspöl við þá. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Framtfðaráætlanir eru nú undir góðum áhrifum, þvf þú ert nú furðii glöggur á allar kringum- stæður. Heimspekilegar bolla- leggingar eru nú líka undir góð um afstöðum og ekki væri 6- skynsamlegt að komast f kirkju í vikunni ef þess væri kostur. Sennilega færðu bréf erlendis frá eða frá einhverjum í fjar- lægum landshluta eða fréttir þér viðkomandi, sem verða svona uþp og ofán. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr Sameiginleg fjármál eru nú und ir höfuðáherzlu. Þú ættir að vera reiðubúinn að gefa nokkuð eftir og taka tillit til tillagna annarra, sem miða að heppi- legra fyrirkomulagi. Einnig ér sennilegt að þú þurfir nú að sinna skattamálunum eða gera einhverja grein fyrir málum þínum í þeim efnum. Allt ætti samt að geta endað á betri veg. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þú ættir ekki að hafa mjög hátt um þig í þessari viku þar eð afstöðurnar benda til þess að aðrir, t.d. maki eða nánir samstarfsmenn og félagar séu betur uplagðir til að ráða ferð- inni og þeim aðferðum, sem beitt er f sambandi við fram- kvæmd verkefnanna. Þú ættir því fremur að halda þig á bak sviðinu og leitast við að vera eins samstarfsfús eins og auðið er. Laugardagur 25. ágúst 1962. I ur til að þeir sem ætla sér til náms á erlendri grund næsta haust og vetur verði slíkar upplýsingar kærkomnar og gagnlegar. i ein bárn Um eða eftir miðja næstu viku, verður efnt til sérstaks upplýsinga- kvölds hér í Reykjavík fyrir það námsfólk sem hefur hug á að leggja stund á nám erlendis á næstunni. Með þessu upplýsingakvöldi er það hugmyndin að gefa nýstúdent- um og öðrum þeim sem hyggja á nám einhvers staðar erlendis nú í haust eða vetur, hvers konar upp- lýsingar um nám og námskostnað sem viðkomandi námsfólki gæti komið að gagni. Þarna verða á fundinum viðstadd ir íslenzkir háskólamenn frá flest- um eða öllum borgum þar sem ís- lendingar stunda háskólanám og munu þeir leggja sig fram um að gefa sem haldbeztar upplýsingar, hver frá sinni námsborg um allt það sem ungum námsmönnum héðan gæti að gagni komið. Meðal þeirra upplýsinga verður allt sem lýtur að námskostnaði og námi í sérhverri grein, möguleikar á útvegun húsnæðis, kostnaður fæð is og húsnæðis og annað þar fram eftir götunum. Gert er ráð fyrir að kynningar eða upplýsingakvöldið verði haldið n.k. fimmtudagskvöld og verður nánar skýrt frá því síðar. Eru lík- Framhald af bls. 2. væri um nein alvarleg meiðsli að ræða. Stúlkan, sem árekstrinum olli, er óvön akstri. Hún hafði þó tekið ökupróf árið 1960, en tveggja mán- aða akstursferli hennar lyktaði þá með því að hún ók á brú og skemmdi farartækið þá svo að það hefur lítið eða ekki verið hreyft úr stað síðan. Núna ætlaði hún að reyna hæfni sína á nýjan leik, en þá fór það svona. erjgunblöiin orðín fimm Hið nýja dagbiað „Mynd“ skýrir > Þetta þýði, segir blaðið að menn frá því í gær að blaðið sé nú ekki' fái „Mynd með morgunkaffinu". Iengur síðdegisblað. Eru því morgunblöð landsins orð- Hafi útkomutímanum verið breytt i in fimm að tölu. Vika er síðan og sé það nú orðið morgunblað. I Myndin hóf göngu sína. M ív/y/Zá. LS2 7/t/l ^ «! 11 1 1 J Ú! 1 | J ‘—j r 1 V/////A 1 I W///////A i V/////////A lslandsm©istðsrar Fram: Keppa þeir í EuropeanCup? Á mánudagskvöldið var frestur úti til að skila umsóknum1 til franska handknattleijtssambandsins um þátttöku í Evrópubikarnum f handknattleik. Metþátttaka virðist ætla að verða í keppninni, 19 þjóð- ir höfðu tilkynnt meistaralið sín í keppnina, og tvö rnunu hafa verið á leiðinni með umsókn, alis 21. ís- land mun hafa tilkynnt þátttöku og mun það vera Fram, íslandsmeistar ; arnir f fyrra, sem kynna íslenzkan ' handknattleik í keppninni. Eftirtaldar þjóðir hafa tilkynnt lið sín: Rúmenía (Dynamo, Buka- rest), Tékkóslóvakía (Dukla, Prag), Júgóslavía, Sjánn (Granollers), Port úgal, Sviss, V-Þýzkaland (Göpping- en og Kiel,) A-Þýzkaland, Belgía, Holland, Luxemburg, Noregur, Sví- þjóð (Heim), Finnland, Danmörk (Skovbakken), Rússland, Frakkland ; og Island. Dönsk blöð gera þátttöku íslands að umtalsefni sínu og benda á stór- an kostnað við þátttökuna, en eru hins vegar mjög vinsamleg í garð : íslenzks handknattleiks og benda á hina góðu frammistöðu íslands á I alþjóðlegum vettvangi. Ekki tókst okkur í gær að fá þátttöku Fram staðfesta, en íormað ur Handknattleikssambands íslands I sagði okkur að sambandið hefði boð ið Fram að senda þátttöku í keppn- j inni ,en vissi hins vegar ek ki hvað ! þeir hefðu gert í málinu. Ef af þátttöku okkar manna j verður, sem vonandi verður, er ekki ósennilegt að löndum verði skipt nokkuð niður eftir legu þeirra, þannig að íslenzka liðið lendi gegn Norðurlandaliðinu í riðli. Þjóðverj- ar senda tvö lið, en ástæðan er sú GbRPÍbgen vann síðustu Evrópu- bikarkeppni, en Kiel vann 1. deild- ina í Þýzkalandi. Síðustu höggin á gamla golfvellinum? Á morgun hefst á golfvellinum á Öskjuhlíð Reykjavíkurmótið f golfi, en ef að líkum lætur verður það síðasta golfkeppnin, sem háð verð ur á vellinum. Stór og mikil skurð- grafa er nú byrjuð að róta til við braut númer 6 og er hún ekki leik- andi lengur. Ekki er ósennilegt að golfmenn muni f næsta mánuði flytja starf- semi sína að nokkru upp í Grafar- holt þar sem þeir eru að rækta nýj- an völl og glæsilegan. Verður byrj- að þar með keppni við Varnarliðs- menn, sem margir hverjir eru mjög snjallir í greininni. Síðasta golfkeppni var minning- armótið um Jason Clark, en hann var vamarliðsmaður og góðkunn- ingi golfáhugamanna hér. Orslit komu mjög á óvænt f keppninni, ungur og nær óþekktur maður vann, Kári Elíasson, sem hefur lagt sig f lima við að nema listina sem bezt síðan hann byrjaði, og hefur náð góðum árangri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.