Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 17
Mars 1996 Islenskar kröfur í upplýsingatækni íslenskur staðall FS 130 Eftir Þorvarð Kára Ólafsson Hádegisfundur SÍ og FUT Tækninefnd um þjóðlegar kröf- ur á vegum Fagráðs í upplýsinga- tækni (FUT) skilaði í lok sl. árs af sér frumvarpi að staðli FS 130, íslenskar kröfur í upplýsingatækni. Af því tilefni boðuðu SÍ og FUT til fundar í janúar þar sem tilurð og efni staðalfrumvarpsins var kynnt. A fúndinum var leitast við að svara eftirtöldum spuming- um: Til hvers þjóðlegan staðal? Hverjar eru hinar raunverulegu íslensku hefðir? Hver em deilumál- in? Hvað leysir staðallinn? Hvað er enn óleyst? Erindi fluttu Jóhann Gunnarsson, formaður tækni- nefndar um þjóðlegar kröfur, Öm Kaldalóns fráNýherja og undirrit- aður. Grein þessi byggir að mestu leyti á erindum fundarins. í lok íúndarins bar Baldur Jóns- son forstöðumaður íslenskrar málstöðvar fram sérstakar þakkir til þjóðlegu nefndarinnar. Hann sagði þetta starf vera afar mikil- vægt og nauðsynlegt að Islendingar standi saman í baráttunni um stöðu tungunnar í upplýsingaþjóðfél- aginu. Fundurinn var vel sóttur og er óhætt að segja að öll sjónarmið hafi komið fram, enda barst mikill fjöldi athugasemda við staðalfrumvarpið eftir þennan fund. Tækninefndin vinnur nú að því að leysa úr þeim. Þjóðlegar þarfir í vissum skilningi má segja að upplýsingatæknin hafí löngum verið fjandsamleg íslenskri tungu og menningu. Þessi fjandskapur stafaði í fyrstu af takmörkunum vélbúnaðarins sem á boðstólum var. í fyrstu töflugerðarvélunum, sem teknar voru í notkun upp úr 1950, var unnt að prenta 39 mis- munandi stafi. Með lagni tókst að troða Ð, Þ, Æ og Ö þama inn, en engum broddstafanna. Lausnin var að vísu mjög snjöll, sú besta sem hugsanleg var miðað við fáanlega tækni á því herrans ári. En ein- hverri hefur þótt súrt í broti að heita BARA JONSDOTTIR. Síðar urðu stærri stafatöflur mögulegar, en við höfum samt ævinlega þurft að berjast fyrir stöðu íslensku bókstafanna. Með stuðningi góðra manna í öðrum löndum hefúr tekist að halda þeim inni í helstu alþjóðlegum stöðlum, að minnsta kosti enn sem komið er. Til að þjóna íslenskum tölvu- markaði í dagþurfa framleiðendur hnappaborða að vita hvar við viljum hafa íslensku stafina, fram- leiðendur prentara þurfa að vita hvernig íslensku stafírnir eru í laginu, og tölvuframleiðendur hvaða stafatöflu á að nota, hvaða stafi og hver stafrófsröðin er. Þá er aðeins búið að telja upp lítið brot af því sem þeir þurfa að vita. En af hverju þurfa framleið- endur að vita þetta? Geta þeir ekki bara gert „eins og venjulega“? Nei því miður, við höfum ákveðnar skoðanir á því hvemig íslensk tölva á að hegða sér, hvers við ætlumst til af henni. Tölvur eru, eða eiga að vera, til þess að flýta fyrir okkur. Því setjum við fram kröf- umar, en ekki þær eða framleið- endur þeirra. IBM, Apple og Microsoft, svo að nefndir séu ör- fáir, framleiða og selja tölvubúnað í milljónavís. Þetta eru stórfyrir- tæki og heimamarkaður þeirra, Bandaríkin, em líka stór. Notendur á stórum markaðssvæðum utan heimamarkaðar eru oftast spurðir um tungumálaþarfir, og jafnvel stundum notendur á meðalstórum og litlum svæðum. Island er örríki í augum þessara fyrirtækja og sjaldan spurt um okkar þarfir, en þegar það gerist þurfum við að vera tilbúin með svör og eins gott að þau séu ekki loðin. Það hefur staðið áralöng bar- átta fyrir því að ná svo langt sem raun ber vitni og almenningur telur sjálfsagt. Við erum þó með skil- greindar, staðlaðar og alþjóðlega viðurkenndar stafatöflur, og ísl- ensku stafimir eru í s.k. röð núll í ISO 10646, margtöflustaðli sem á að duga langt fram á næstu öld. íslensk hnappaborð eru sæmilega stöðluð og prentarar geta flestir prentað íslenskuna skammlaust, þótt 9 nála prentarar skrifi ekki alltaf falleg lítil eð og stór Þom. Ameríkumenn eru leiðandi í tölvuþróun og tölvan ber þess merki. Þess vegna hafa stafimir A- Z fylgt henni „frá fæðingu“, eins og sést í hverri einustu stafatöflu. Fyrir A-Z duga 7 bitar en 8. bitinn er ævinlega notaður til að sýna „erlenda“ bókstafi. Þjóðverjar þurfa B Á Ú og Ö, Frakkar og ítalir bæta við Q É og í og stöfúm með broddi, bakbroddi og hatti, og loks bæta Skandinavar svo við Æ Á og 0. Þá vantar enn 3 stafí fyrir Tölvumál - 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.