Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 20
Mars 1996 rófið plús það enska. Eitt af skyldubundnu atriðum staðalsins er röðun, grein 4.1. Þetta mál reyndist nokkuð erfitt við- fangs, þrátt fyrir að nýlega hafí starfað sérstök röðunamefnd til að koma íslenskum kröfum á ffamfæri í alþjóða - og Evrópustöðlum. Meginástæðan fyrir vandanum var sú að erlenda starfið er enn í fullum gangi og því erfitt að festa hendur á því hvemig best er að lýsa kröf- um okkar, sérstaklega að því er varðar svokölluð röðunarþrep. Umræðan snerist því fremur um framsetningu en röðunarreglumar sjálfar. Ágætis lausn fannst á röðun fomíslenskra stafa, en á tímabili leit út fyrir að skilgreina þyrfti sér- stakar röðunarreglur fyrir þá, sem hefði þýtt tvær íslenskar færslur í Evrópuskrána. Eina efnisatriðið sem enn kann að orka tvímælis er hvort við eigum að krefjast þess, einir allra þjóða, að lágstafir skuli raðast á undan hástöfum á öðru röðunarþrepi. Þegar kom að umritunarreglum (grein 4.11) var ákveðið að stofna sérstakan vinnuhóp til að skilgreina umritun úr grísku, en reglur voru til frá íslenskri málnefnd um umritun úr kýrillísku letri. Nefndin ákvað að lýsa einnig samræmdri umritun úr íslensku stafrófi í enskt. Þó grunnkrafa staðalsins sé ísl- enskt stafróf plús enskt, kemur um- ritun af þessu tagi að gagni við sjálfvirkar þýðingar milli stafa- taflna, t.d. í tölvupóstsamskiptum við útlönd. Langar umræður urðu um tilvitnunarmerki (gæsalappir), sem enduðu með því að sérstökum vinnuhóp var falið að skilgreina umritun gæsalappa í Intemetpósti. Komst hann að þeirri niðurstöðu að nota bæri franskar gæsalappir (»«) í slíkum tilvikum. Vonast er til að sjálfvirk þýðing af því tagi verði sett upp í öllum tölvupóst- kerfum á Islandi. Eitt einfalt atriði, sem sýnir vel hver meginstefna nefhdarinnar var, er ákvörðun hennar að leyfa ekki Y eða y sem jákvætt svar í tölvu- kerfum. Þetta kemur fram í grein 4.6. Þegar aftar dró í atriðalistann fór nefndin að fresta ákvörðunum til síðari tíma. Þó er fjallað um mannanöfn (4.16) og utanáskriftir (4.25) í staðlinum. Að sjálfsögðu er lýst íslenskum mannanafna- hefðum, en nefndin treysti sér ekki til að lýsa ávörpum og titlunum að neinu marki. Ákveðið var að sfyðj- ast við reglur Póst- og símamála- stofnunarinnar um utanáskriftir bréfa, en þó kann að orka tvímælis í hvaða falli skuli hafa heiti gatna og póststöðva. Nefndin skilaði af sér frum- varpi að forstaðli FS 130, rúmu ári eftir stofnun hennar. Ljóst er að mikil vinna er þar að baki og því full ástæða til að þakka nefndar- mönnum og þátttakendum í vinnu- hópum fómfúst starf. Hvað er framundan? Fjöldinn allur af athugsemdum barst við staðalfrumvarpið eftir fundinn í janúar og skipta þær tugum síðna. Athugasemdirnar hafa verið teknar saman eftir efnis- greinum og sérstakur vinnuhópur er byrjaður að gera tillögur um af- greiðslu þeirra. Erfíðastar viðfangs em athugasemdir um utanáskriftir, frönsk tilvitnunarmerki og alþjóðlega ritun dagsetninga. Tillögur vinnuhópsins verða lagðar fyrir sjálfa tækninefndina, niðurstöður hennar fara til stjómar FUT og loks er það staðfestingar- nefnd Staðlaráðs íslands sem gengur úr skugga um að rétt hafí verið staðið að gerð staðalsins og staðfestir hann sem íslenskan staðal ef svo er. Ef einhver þessara aðila telur að verulegar breytingar hafi orðið á þeim texta sem var auglýstur til umsagnar, þá er hægt að ákveða að auglýsa staðalinn aftur til um- sagnar. Þegar búið er að staðfesta stað- alinn er ekki annað eftir en að kynna hann innanlands og utan eins og fært verður. Ekki færi illa á því að FS 130 yrði efstur á blaði í Evrópuskrá um þjóðlegar þarfir, en það er ekki útilokað. Þar verða upplýsingarnar aðgengilegar á tölvuneti hverjum sem hafa vill. Framleiðendur geta þá auðveldlega kennt kerfum sínum íslenskar hefðir, að því marki sem þær em tilgreindar í staðlinum og kerfm leyfa. Forstaðallinn gildir aðeins til reynslu í 2 ár og þess vegna þarf að hefjast handa við endurskoðun hans sem allra fyrst, enda var mörgum erfiðum málum ffestað til síðari ákvörðunar, t.d.: Greinarmerki og sérstafir Auðkenning lögpersóna Utanáskriftir Tölvupóstföng Samtal manns og vélar íslenskt hnappaborð (með stærra stafamengi) Því er ljóst að framhald verður á þessu starfí. Það er jafn ljóst að það verður togast á um hlutina eins og gert var í grísku umritunar- nefndinni. Um útkomuna þýðir lítið að spá, eins og stendur í kvæðinu: Hvað það verður veit nú enginn vandi er um slíkt að spá. En eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá. Þorvarður Kári Ólafs- son erframkvœmdastjóri Fagráðs í upplýsinga- tækni og Evrópunefndar um stafatækni 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.