Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.05.1998, Blaðsíða 13
 T 0 L V U M Á L Fjarskiptin frjáls Eftir Gústav Arnar í ársbyrjun 1998 varð umtals- verð breyting á lögum og reglum, sem gilda á íslandi urn fjarskipta- net og þjónustu um leið og sams konar breyting átti sér stað í fjöl- mörgum aðildarríkjum ESB og EFTA. Einkaróttur ríkisins, sem frá árslokum 1996 hafði verið tak- markaður við rekstur almennra fjarskiptaneta og talsímaþjón- ustu, var með öllu numinn úr gildi og tækifæri opnuð fyrir sam- keppni við fyrri einkaréttahafa. Skilaboðin frá löggjafarvaldinu eru mjög skýr, stefnan hefur verið mörkuð og settar nýjar leikreglur og nú verður að telja að það sé markaðarins að notfæra sér frelsið og sýna, hvers við fórum á mis í einkaréttarumhverfinu. En það er ef til vill hægara sagt en gert og nýju símafýrirtækni, sem vilja hasla sér völl í fjarskiptum, standa frammi fyrir ýmsum erfiðum spurningum. Á að fjárfesta í nýj- um netum eða leigja aðgang að núverandi netum og keppa þannig eingöngu á þjónustusvið- inu; er líklegast til árangurs að einbeita sér að einni þjónustu eða verður nauðsynlegt að dreifa kröftunum og leggja til atlögu við fyrri einkaréttarhafa á öllum svið- um; hvernig á að byggja upp þjón- ustuaðstöðu, upplýsingakerfi um notendur og reikningagerð og annað sem til þarf, þegar selja á fjarskiptaþjónustu; hvar á að ná í starfsfólk með reynslu og síðast en ekki síst, hvernig á að treysta fjárhagslegan grundvöll fyrirtæk- isins svo að hægt sé að standa undir erfiðum rekstri í upphafi á meðan verið er afla viðskiptavina. Það er reyndar ekki svo að fýrri einkaréttarhafar geti verið með öllu áhyggjulausir með sitt. Hjá þeim snýst málið um að halda sem mest af sinni hlutdeild á markaðinum og missa ekki við- skiptavinina og í stöðunni, þegar markaðshlutdeild fellur óhjá- kvæmilega, vakna spurningar um það, hvar er hægt að hagræða og hvernig er hægt að bæta þjónust- una. Það er ekki tilviljun að marg- ir fyrrverandi einkaréttarhafar í Evrópu hafa nýlega fest kaup á nýjum upplýsingakerfum til að bæta samskiptin við viðskipta- vinina. Gamla leiksviðið Aðalhlutverkin á gamla fjar- skiptasviðinu voru leikin annars vegar af ráðherra, ráðuneyti og al- þingi, sem settu löggjöf, sam- þykktu áætlanir um fjárfestingu og rekstur símakerfisins, settu áherslur eftir kröfum stjórnmál- anna og fjölluðu um hæsta stig al- þjóðafjarskiptamála. Hinn aðal- leikarinn var Póst- og símamála- stofnun, sem annaðist rekstur hins almenna fjarskiptanets, veitti hvers konar fjarskiptaþjónustu, hafði undir höndurn ýmsa þætti stjórnsýslu og eftirlits, sinnti al- þjóðamálum á flestum stigum og rak að auki verktakastarfsemi t.d. fyrir útvarpsstöðvarnar. Sviðsum- gjörð fjarskipta var einföld og í fösturn skorðum og mótaðist af einkarétti ríkisins. Stjórnvöld gátu hagað gjaldskrá og reglum fyrir þjónustu eftir stjórnmálaleg- um vindum hverju sinni og eins og sjá má af upptalningu verkefna þótti ekki óeðlilegt að sami aðili ræki net og þjónustu, seldi not- endabúnað og annaðist jafnframt úthlutun tíðna, útgáfu gerðarsam- þykkis fyrir símabúnað og al- rnennt eftirlit með fjarskiptum. Það þarf vissulega ekki að koma á óvart að við slíkar aðstæður skuli hin dæmigerða símastofnun hafa verið tækni- en ekki markaðs- sinnuð. En hverjar skyldu vera or- sakir þess að nú er horfið frá þessu skipulagi. Fyrst má nefna almenna þróun í viðskiptum, kröfur um afnám hafta og minnk- andi ríkisrekstur. I öðru lagi hefur upplýsingabyltingin leitt af sér sprengingu í eftirspurn eftir fjar- skiptum um leið og hún stuðlar að alþjóðavæðingu. En ekki síst er orsökin ótrúleg breyting, sem átt hefur sér stað á fjarskiptatækni og leiðir til þess að minni, ódýrari en samt betri tæki eru nú fáanleg bæði fyrir fjarskiptanetin og not- endur, sem tengjast þeim og gerir nýjum fyrirtækjum kleyft að setja upp fjarskiptanet með lægri til- kostnaði en áður þekktist. Stefna ESB Eins og fram kom í upphafi er nýja stefnan í fjarskiptum hér á landi að mestu í samræmi við stefnumörkun ESB og EFTA. Framkvæmdastjórn ESB fékk snemma áhuga á fjarskiptum og það af fleiri en einni ástæðu. I fyrsta lagi taldi hún að einkarétt- urinn á þessu sviði væri ekki í takt við drauminn um opinn MAÍ 1998 - 1 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.