Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 10
in V í SIR . Fimmtudagur 6. desember 1962. Kj ar nor kuraf stöð orðið of dýr ! >1 i Fyrir nokkrum árum fór fram athugun á því, hvort hentugt mundi að koma hér upp kjarnorkustöo. Athugun þessi fór fram í sam- bandi við rannsóknir á þvi, hvern- ig hentugast mundi að leysa orku- vandamál Yestmannaeyinga. Kjarn orkan var þá að byrja að ryðja sér til rúms á sviði raforkuframleiðslu, og menn voru mjög bjartsýnir á, að ódýrara mundi að koma upp slíkri rafstöð í Vestmannaeyjum og starfrækja hana, en leggja Viggó Oddsson, myndmæl- ingamaður skrifar Vísi pistil og rteðir þar m.a. um gerð loft- mynda sem kort eru síðan dreg in eftir. í þessu sambandi seg- ir hann: Eins og kunnugt er, er Reykjavík að mestu kortlögð eftir flugmyndum af mikilli ná- kvæmni og í stórum mæli- kvarða, á nokkurra ára fresti eru þessi eða önnur kort end- urbætt og fært inn, allt það er byggt hefur verið á tímabilinu. Myndmældu kortin spara ó- grynni fjár, mannafla og tíma, auk margfaldrar nákvæmni á mörgum sviðum, miðað við handmæld kort, einkum er það hentugt að endurnýja myndm.- kortin eftir nýrri myndum, en t. d. hér I Rvík eru gífurlegar breytingar, á hverju kortblaði, sem koma fram á fáum árum. Ennþá hefur Reykjavík forystu í að hagnýta þessa nýju mæl- ingaaðferð en mörg byggðalög sækja mjög á, einkum ef þau sjá mismuninn á milli eldri og hinnar nýju tækni. „Annars er bezt að segja sem minnst um það, sagði Viggó, „en mér finnst það margfalt hagkvæm- ara og ódýrara að teikna nýtt kort en að reyna að finna eitt- hvað sem passar f handmæld- um kortum, og ég get sýnt mörg dæmi um það“. Hæðarbreyting i mýrarjarðvegi. Ég tók fljótt eftir þvi, er ég byrjaði í þessu fagi fyrir 6-7 árum, að mýrarjarðvegur getur breytzt í hæð um marga desi- metra, þegar misgamlar myndir eru athugaðar, enda þótt þurr jarðvegur f kring sé eins f smá- atriðum. Ekki man ég eftir neinni formbreytingu á landinu heldur aðeins hæðarsveiflum Ég þekki engan sem veit skil á þessum breytingum og vegna verkfr. verkfallsins hefur ekki enn verið hægt að gera skipu legar hallamælingar allt árið ti! að kanna þetta fyrirbæri t.d. frost og vatnsbreytingar í jarð- veginum. Gaman væri að vita eitthvað meira um þessar sveifl ur ef einhver hefur tekið eftir þeim. streng úr landi, eins og lengi hafði verið til umræðu og athugunar. En þegar til kom, var þessi bjartsýni manna ekki á rökum reist, því að það kom í ljós við athugun þá, sem gerð var í þessu efni, að rekstur slíkrar stöðvar mundi verða okkur ofviða. Þótt streng„r milli eyja og lands væri dýr mundi rekstur slíkrar stöðvar verða enn dýrari og kostnaðurinn svo mikill, að ekki kæmi til mála að reyna þessa leið. Það kom sem sé á daginn, að til þess að starfrækja og hafa eftirlit með daglegum Beztu fáanleg tæki. Hér á landi eru notuð beztu tæki sem fást til myndmælinga, árangur hundrað ára tilrauna og tækni sem aðeins síðasta áratug hefur náð þeirri full- komnun sem með þarf. Hér á Iandi vantar alla tilraunastarf- semi sem aðrar þjóðir geta lát- ið herinn borga, hér verðá að duga beztu tæki, góður vijji til að skila því bezta og að hafa vakandi auga með því sem stór þjóðirnar setja fram á þessu sviði. Sameinuðu þjóðirnar hafa samræmt þessa tækni í einni miðstöð I Hollandi og er enska þar sameiginlegt heims- mál, þar eru síðustu kenningar og mælitæki sýnd en allar þjóð- ir njóta góðs af. rekstri slíkrar kjarnorkuraf- stöðvar, mundi þurfa hvorki meira né minna en tíu spreng- lærða, sérmenntaða verkfræð- inga. Þetta mun hafa verið ein af á- stæðunum fyrir því, að horfið var frá því ráði að reyna að nýta kjarnorkuna í þágu Vestmannaey- inga, og nú ,iafa þeir fengið sinn rafstreng frá „meginlandinu“, og það er fyrir mestu. íþréttk — Framhald af bls. 2. gert því kleift að hafa hér erlend- an úrvalsþjálfara í frjálsum íþrótt- um. Formaður minntist á 55 ára af- mælishátíð félagsins, en í sam- bandi við afmælið voru haldin af- mælismót í öllum greinum, sem sýndu glöggt afreksgetu ÍR-inga. Reynir Sigurðsson gjaldkeri las og skýrði reikninga félagsins er síðan voru samþykktir. Sigurjón Þórðarson formaður baðst eindregið undan endurkjöri. Ennfremur Atli Steinarsson ritari, sem verið hefur í stjórn félagsins um 18 ára skeið, svo og Örn Eiðs- son, sem starfað hefur að stjórn félagsins í 13 ár. Var þeim öllum þökkuð ágæt störf í þágu félags- ins. Hina nýkjörnu stjórn skipa: Reynir Sigurðsson kaupmaður, formaður, Finnbjörn Þorvaldsson, skrifstofus,tjóri, Haukur Clausen, tannlæknir, Einar Ólafsson íþróttakennari og Vignir Guð- mundsson, blaðamaður. Varastjórn: Guðmundur Gísla- son, bankaritari, og Margrét Lár- usdóttir, bankastarfsmaður. Fundurinn var mjög vel sóttur og var rætt af fjöri um skýrslu og reikninga og framtíðarstarfið. Ríkti eining um eflingu félagsins. O.Jdhnson & Kaaber ÞURRKAÐAR SÚPUJURTIR ÞURRKAÐ RAUÐKÁL í 50 gr. pökkum SÆTÚNI 8 Höfum kaupanda að ameriskum tveggja dyra 8 cyl. bíl. Má vera sjálfskiptur. Jarðvegsbreytingar sjást á flugmyndum Bækur — Framhald at bls 6 „Af þessum sökum hljóða öll æðri boðorð svo „Elska skalt þú náunga þinn og forðast að gera honum miska . .. allt það, sem maðurinn sendir út frá sjálfum sér, snýr aftur tii hans síðar samkvæmt lögmáli orsaka og af- leiðinga eða verkana og gagn- verkana".... Það er óhætt að staðhæfa, að FULLNUMINN — THE INITI- ATE — eins og bókin heitir á frummálinu — hefur farið sigur- för um allan. hinn enskumælandi heim, og þó enn víðar, þar eð hún hefur verið þýdd á ótal tungumál. Hún er ótvírætt líkleg- ust flestra bóka til að vekja hjá lesanda löngun til nánari kynna af dulrænum vísindum. Dýpstu lífssannindi eru þar sett fram á sannfærandi og auðskilinn hátt. Hún kennir manni allra bóka bezt háttvísa umgengni við lífið. Hún umlykur ótrúlega vítt svið mann- legra viðfangsefna og inniheldur dýrmæt heilræði grundvölluð á GUÐlegum vísindum — mildi, umburðarlyndi, skilyrðislausan kærleika. Prentsmiðjan LEIFTUR hefur gefið út 4 bækur s.l. 3 haust, sem allar eiga það sameiginlegt að vera byggðar á dulspekilegum viðhorfum til lífsins og allar þýdd ar beint af frummálinu — ensku — af sama þýðanda, Steinunni S. Briem, sem hefur mikla æf- ingu í að skrifa og tala enska tungu. Þó væri það ekki ein- hlítt til að geta þýtt, svo að vel fari, dulfræðirit, nema fleira kæmi til, því að íslenzk tunga er fátæk á orð yfir dulfræðileg viðfangsefni, en minnsta ó- nákvæmni í túlkun við- kvæmra hugtaka gæti valdið mik ilvægum misskilningi. Þýðanda hefur því verið nokkur vandi á höndum með umrædda bók, FULLNUMANN, ‘sem er skrifuð í nokkuð erfiðum stíl á frummál- inu, en náin kynni þýðanda af dul vísindum og staðgóð þekking á möguleikum móðurmálsins til að geta myndað, grundað og skil- greint hin margvfslegu hugtök, hafa verið vaxin þeim vanda, því að sízt hefur bókin misst gildi við þýðinguna. Hinar 3 bækurnar eru VÆNGJAÐUR FARAÓ og CAR- ÓLA — báðar eftir Joan Grant — og FJÓRTÁN KENNSLU- STUNDIR í YOGAHEIMSPEKI eftir Yogi Ramacharaka. Islenzkir lesendur hafa mikla ástæðu til að þakka höfundum, þýðanda og útgefanda fyrir þess- ar heillandi og göfgandi bækur. Ég kann ekki að gefa þeim bók- menntalegar einkunnir, eftir regl- um sérfræðinga í þeim efnum, en eins og þær koma mér fyrir sjón- ir í skrúði fagurs máls og aðlað- andi irásagnarforms, helgaðar stórum hugsjónum og djúpum lífssannindum, tel ég þær dýr- gripi úr skríni fagurra bók- mennta. Reykjavík 28/11 1962 Jóhann M. Kristjánsson. NÝKOMIÐ mikið úrval af heimilis- tækjum, loftljósum, vegg- lömpum, borðlömpum og krautvörum. RAFGLIT Hafnarstræti 15 . Sími 12329 Selur- Mercedes Benz 219 '57 og Mercedes Benz 190 '57 og Opel Tapitan ’57 Allir bílarnir nýkomnir til landsins Bíln- ©g hmélm<sáan við Miklatorg. simi 23136 SELJUM í DAG: Opel Kapitan L, ‘62. Chevrolet Impala ‘59 og ‘60. Renault Dauphine ‘62. Volkswagen ‘62, ekinn 5 þús. km. Fiat 1200, ‘60. Moskwitch ‘60. Land-Rover ‘62, styttri gerð með benzínvél, ekinn 4000 km. Rússneskir jeppar ‘56 og ‘57. Vörubifreiðir: Mercedes-Benz, diesel '60. Chev rolet ‘55. ‘59 og ‘61. Ford 1959 með dieselvél. BÍLAEIGENDUR: Látið skrá bíl- inn til sölu hjá RÖST. RÖST hefir ávallt kaupendur að góðum bílum. PERMA, Garðsenda 21, sími 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofan Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarr.argötu 10, Vonarstrætismegin, S.Yii 14662. Hárgreiðslustcfan HÁTÚNI 6, sími 15493. Hárgreiðslu- u;. snyrtistofa STEINU og DÓDÓ, Laugiveg 11, sfmi 24616. Hárgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, sími 14853. Hurgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, simi 14787. Hárgreiðslustofa ESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, sími 15799. U rgreiðslustofa KRISTÍNAR INGIMUNDAR- DÓTTUR, Kirkjuhvoli, sími 15194. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir). Laugaveg 13, sími 14656. Nuddstofa sama stað. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.