Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 3
Um klukkan 15 í gær lagðist Gullfoss að bryggju f Reykja- víkurhöfn eftir siðustu ferð sína frá útlöndum fyrir jólin. Skipið var fullt af farþegum, fólki, sem hafði farið hringferðina, öðr- um, sem voru að koma í jóla- leyfi, og enn öðrum, sem nú koma hingað alkomnir cftir kannske margra ára veru erlend is við nám eða önnur störf. Á Heim með Gullfossi hafnarbakkanum beið mikill v mannfjöldi til að fagna ættingj- uni og vinum. Veður var kalt, hvasst og eilítil snjómugga. Myndsjáin birtir nokkrar myndir af farþegunum og ein sú, efsta, er af farþegum, sem þyrpzt höfðu út á þilfar til að veifa f land. Á næstu, efstu myndinni, er Sigurður Karlsson, húsgagnaarkitekt og kona hans, Solveig, sem er dönsk, og Rune sonur þeirra. Sigurður hefur starfað í Randers, og flyzt nú heim eftir 2 >4 ár, til starfa í íslenzkum húsgagnaiðnaði. Til vinstri í þriðju röð er Þórður Albertsson, fulltrúi Sölusam- bands íslenzkra fiskframleið- enda á Spáni. Hann sagðist ekki hafa verið á Islandi um jól, síð- an fyrir átta árum. Nú er hann kominn til að borða rjúpur, sagði hann, „þótt þær hafi hækk að í verði“. Sumir menn fylgj- ast með. Sigurður Líndal, cand. jur. er við hlið Þórðar kominn frá Bonn, þar sem hann hefur dvalizt í hálft annað ár á styrk frá Humboldt-stofnuninni við nám og rannsóknir í réttarsögu. Lengst til hægri, við hlið Sig- urðar, er ungfrú Þóra Möller, ljóshærð, komin úr hringferð. Hún vill ekki láta þess getið, hvort þetta hafi verið verzlun- arferð, a. m. k. ekki ef það á að birtast í blaði. Neðst í vinstra horni er svo Sigfús H. Andrés- son, sem lengi hefur dvalizt í Kaupmannahöfn við rannsóknir á íslenzkri verzlunarsögu á tíma bilinu 1774—1885. Hann hefur viðað að sér gríðarmiklu af efni í doktorsritgerð, sagði hann, fulla tösku er hann með, og meira til. Hann er alkominn og heldur áfram störfum sinum heima. Loks er mynd af þeim, sem komu til að taka á móti fólkinu. Það finnur dálítið fyr- ir kuldanum og snjónum, en það kemur ekki að sök í þetta sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.