Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 11.12.1962, Blaðsíða 8
8 VI'STR . Prlðjudágur II. désémBSr 1952. VÍSIR Jtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Agnúar tollasamnings Framsóknarflokkurinn og kommúnistar R hafa myndað sér sameiginlega aistöðu í Efnahagsbandalags rnálinu. Aukaaðild kemur ekki til greina að þeirra dómi. Einungis viðskiptasamningur við bandalagið, sem fæli í sér nauðsynlegar tollalækkanir fyrir íslend- inga. Þessir tveir flokkar hafa látið að því liggja að ekki myndu verða mikil vandkvæði á því að slíkur samningur næðist og að hann mundi leysa vanda þann sem nú steðjar að íslandi. En söfuðatriði þessa máls hefir oftastnær gleymzt I umræðunum. Málið er ekki eins einfalt og þessir tveir flokkar vilja vera láta. Það er nefnilega ekki unnt fyrir Efnahagsbandalagið að gera sérsamning um tolla lækkun á íslenzkum fiski. Þær tollalækkanir sem þar yrði um samið íslandi til handa myndu samstundis taka gildi fyrir allar aðrar þjóðir. Ástæðan er sú að samlivæmt hinu alþjóðlega tollasamkomulagi (GATT) er langflestar þjóðir veraldar hafa undirritað þá er ekki unnt að lækka tolla gagnvart einni þjóð án þess að lækkunin komi jafnframt til framkvæmda gagnvart öllum öðrum. Af þessu leiðir að mjög ólíklegt er að EBE verði fúst til þess að gera víðtækan tollalækkunarsamning við ísland. Það myndi þýða að fiskafurðir allra ann- arra þjóða t. d. Japan og Kanada, ættu greiða leið inn á bandalagssvæðið á sömu lágtollum og íslenzki fiskurinn. Þetta er staðreynd sem menn hér heima hafa ekki gert sér nógu Ijósa — lögfræðilegt atriði sem hér getur ráðið úrslitum. Aldrei meira vöruúrval í viðtali sem birtist hér í blaðinu í síðustu viku sagði oddviti íslenzkra kaupsýslumanna, Þorvaldur Guðmundsson, að bezta verðlagseftirlitið væri frjáls innflutningur og frjáls álagning. í þessum orðum felst sannleikur. Þegar margir kaupmenn flytja inn sömu vöruna myndast milli þeirra samkeppni um sölu, sem heldur niðri verði. Enda geta menn nú gengið búð úr búð og keypt þar sem verðið er hagstæðast. Þannig á þetta að vera. Hið úrelta skipulag haftanna var þannig að ágóði kaupmannsins jókst eftir því sem varan reyndist dýrari í innkaupi, því ágóðinn var reiknaður í prósentum. Slíkt skipulag er fjarstæða, en bein afleiðing ófrjálsrar verzlunar. í verzlunum landsins er nú óvenju mikið vöruúr- val. Það hefir aldrei verið meira. Það er hagur við- skiptavinanna. Nú geta þeir valið það sem þeim þykir bezt í stað þess að eiga engra kosta völ sem áður fyrr. Verzlunin er brátt orðin alfrjáls, enda leyna kostirnir sér ekki. W. Það hefur stundum verið tal- að um það, að nauðsynlegt sé að koma á beinu símasambandi milli Kennedy Bandaríkjafor- seta og Krúsjeff forsætisráð- herra Sovétrikjanna. Meiningin með þessu er að þannig mætti bjarga heiminum frá glötun, því að ef annar þeirra skyldi grípa Iöngun til að ýta á „takk ann“, þá gæti hann þó fyrst hringt á hinn og komið þannig í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Þetta virðist á yfirborðinu all góð hugmynd, en þegar mað ur fer að skoða hana nánar, þá kemur í ljós, að hún er hættulegri en menn fmynduðu sér. Hugsum okkur t.d. að annar þessara voldugu manna hringdi f hinn og segði í símann: — Jæja, þá ýti ég á hnappinn. Getur hinn þá svarað nokkru öðru til en „Fyrst þér ýtið á yðar hnapp, þá ýti ég á minn. Þá verður enginn tími til að kæla skapið og engar líkur til að þessir æðstu menn finni neina aðra lausn. Það eru miklu meiri mögu- leikar á að hægt verði að kom- ast að samkomulagi með því sfmasambandi sem þegar er fyr ir hendi, sérstaklega ef notast má áfram við símadömurnar og einkaritarana. Ef þessir æðstu menn þurfa að stríða eins og aðrir dauðlegir menn við símaþjónustuna, þá myndi samtalið fara fram með þessum hætti: Rússnesk símastúlka: Já. Einkaritari forsetans: — Ég vil fá að tala við Krús- jeff forsætisráðherra. Rússnesk símastúlka: — Hver talar? Einkaritari forsetans: — Það er Kennedy forseti. Rússnesk símastúlka: — Hann er á tali, viljið þér bíða? Fimm mínútum síðar. Krúsjeff. * m Einkaritari forsetans: — Forsetinn leggur eftir 20 mínútur af stað til sveitaseturs síns í Hyannis Port. Þér getið náð honum þar í kvöld. Einkaritari Krúsjeffs: — Það var ágætt, takk fyrir. Við hringjum. Átta klst. seinna. Einkaritari Krúsjeffs: — Má ég fá að tala við Kenne- dy forseta? Símastúlka í Hyannisport: — Með leyfi, hver vill tala við hann? Einkaritari Krúsjeffs: — Það er Krúsjeff forsætisráð- herra. Símastúlka í Hyannisport: — Augnablik. Frú Jacqueline Kennedy: — Já, hvað get ég hjálpað yð- ur? Einkaritari Krúsjeffs: — Krúsjeff forsætisráðherra vill gjarnan tala við Kennedy forseta. Frú Kennedy: — Æ, hvað þetta var slæmt. Maðurinn minn var rétt 1 þessu að fara niður í búð. Má hann hringja til yðar rétt strax? Einkaritari Krúsjeffs: — Forsætisráðherrann Ieggur af stað suður að Svartahafi eftir kortér. Viljið þér gera svo vel að biðja forsetann að hringja snemma í fyrramálið. Síminn er YALta 5-7761. Frú Kennedy: — Ég skal muna eftir að segja honum það. Fjórum dögum seinna nær Krúsjeff Ioks sambandi við Kennedy. Krúsjeff forsætisráðherra: — Jæja, hvað get ég gert fyrir yður? HINDR- UDU HEIMSSTYRJÖLD Amerísk símastúlka: — Það er Hvíta húsið hér! Rússnesk símastúlka: — Við viljum fá að tala við forseta Bandaríkjanna! Amerísk símastúlka: — Með leyfi, hver vill tala við hann? Rússnesk símastúlka: — Krúsjeff forsætisráðherra. Amerísk símastúlka: — Augnablik, ég gef yður sam- band við einkaritara forsetans. Einkaritari forsetans: — Halló, hver er það? Einkaritari Krúsjeffs: — Krúsjeff forsætisráðherra óskar eftir samtali um mjög þýðingarmikið og áríðandi mál. Einkaritari forsetans: — Forsetinn er því miður ekki við í augnablikinu. Má ég biðja hann um að hringja til hr. Krúsjeffs? Einkaritari Krúsjeffs: — Jú takk fyrir, viljið þér biðja hann að hringja í númer KREML 33-34-56. Einkaritari forsetans: — Já ég ska! biðja hann um það strax og hann kemur. Þrem klst. síðar Einkaritari forsetans: — Halló, halló er það KREm! 33-34-56? Rússnesk sfmastúlka: — Augnablik, nú gef ég yður samband við einkaritara for- sætisráðherrans. Einkaritari Krúsjeffs: — Halló, þetta er skrifstofa forsætisráðherrans. Einkaritari forsetans: — Kennedy forseti hefur verið beðinn að hringja til Krúsjeffs forsætisráðherra. Gaitian- samtal eftir Art Buchwald Einkaritari Krúsjeffs: — Því miður var forsætisráð- herran að fara á fund. Hvar getum við haft samband við yður síðar? Kennedy forseti: — Það veit ég ekki. Voruð það ekki þér sem hringduð? Krúsjeff forsætisráðherra: — Ég hringdi aðeins af þvi að þér höfðuð beðið mig um að hringja til yðar. Kennedy forseti: — Nei nei, þér hringduð fyrst til mín og svo hringdi ég til yðar af því að þér höfðuð hringt til mín. Krúsjeff forsætisráðherra: — Eru þér alveg viss um þetta? Kennedy forseti: — Já, fullkomlega viss. Krúsjeff forsætisráðherra: — Jæja, en þá hefur þetta ekki verið neitt mikilvægt, en það var eitthvað sem ég var að hugsa um að gera, en ég er vlst búinn að gleyma þvl hvað það var. Kennedy forseti: — Jæja, það gerir ekkert til, en það var gaman að heyra í yður. Krúsjeff forsætisráðherra: — Já, takk sömuleiðis. Við ættum að tala oftar saman. Og þannig var það sem okk- ar yndislegu símadömur komu f veg fyrir að þriðja heims- styrjöldin brytist út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.