Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 3
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands M mrnrn. • E • F • N • I • Skýrsla stjórnar fyrir árið 2001 / Eggert Ólafsson iJ Alþjóðlegur miðlari með hágæða nómsefni Ebba Þ. Hvannberg, Sigrún Gunnarsd. 0 og Sæmundur E. Þorsteinsson Sími - nýir möguleikar Björn Jónsson 12 Af CeBit 2002 Einar H. Reynis 16 Nýting ytri auðlinda Michel F. Corbet 19 Langtímavarðveisla rafrænna skjalasafna opinberra aðila Eiríkur G. Guðmundsson 22 Mynstur úr rafhleðslum og eyðum Eyður 24 Ótrúlegar framfarir í skjávarpatækni Nýherji kynnir nýjustu TÆKNI í KYNNINGARBÚNAÐI 26 Ráðstefnur og sýningar 28 Samantekt á birtum greinum í 26. árgangi tölvumála 30 ISSN-NÚMER: 1021-724X Trúlega myndu flestir nefna tölvupóstinn sem það mikilvæg- asta sem er í notkun dags dag- lega og gildir þá einu hvert er starf viðkomandi. Tölvupóstur- inn er til margs gagnlegur en hans er það sem kallast ruslpóstur. Þetta eru fjöldasendingar sem dreift er um allan heim, þar sem eitt skeyti verður að millj- ónum, og lesendur eru efalaust margir hverjir í þeim flokki að þurfa hefja vinnudaginn á að hreinsa til og eyða einhverju magni sem til þeirra berst óumbeðið utan úr heimi. Mikið af slíkum sendingum eru einföld textaskeyti en það nýjasta sem sendendur hafa gripið til er að láta lítil forrit fylgja með slíkum skeytum sem verða þess valdandi að upplýsingar um viðtakandann eru sendar tilbaka um leið og skeytið er lesið. Efni skeytanna er litríkt og oft tengt þvi að verða ríkur í einum grænum, lifa til eilífðar, eitthvað kynlífstengt og svo framvegis. Skeytin sem fólki berast eru mismörg. Sumir sleppa alveg við þetta en hjá öðrum verður þetta óviðráðanlegt flóð og sem dæmi má nefna að blaðamaður nokkur ritaði nýlega að honum bærust að jafnaði 1 30 slík skeyti á dag. Fyrir netþjónustuaðila og þá sem reka tölvupósthús er þetta ekkert grín og vandamálið fer stigvaxandi. Ruslpóstur, sem kallast „spam" á ensku, á eftir að aukast verulega á næstu árum með filheyrandi bandbreiddarteppum og taka geymslupláss. Fyrir viðtakendur er þetta hvimleitt, að þurfa að hreinsa burtu ókjörin öll af óþarfa pósti hvað þá að forða börnum frá því að vera ginnt á óæskilegar heimasíður fyrir atbeina svona sendinga. Verið er að taka á þessu vandamáli á mörgum vígstöðvum, með- al annars með lagasetningum og tæknilegum lausnum á heimavelli. Hvað síðarnefnda atriðið snertir er vert að benda á afar gagnlegan eiginleika í mörgum póstforritum. Hann gengur undir nafninu Junk Filter". Siur þessar, ef þær eru virkar, geta verið ansi skilvirkar og þó þær eyði ekki öllu rusli er hlutfallið mjög hátt. Mögulegt væri að eyða póstinum strax eða láta póstinn fara rakleitt í sérstaka möppu sem síðan er tæmd eftir tilfekinn tíma og því þarf ekkert að eiga við póstinn, og upplýsingar um móttöku því ekki sendar tilbaka. Einar H. Reynis óheppilegur fylgifiskur Tolvumál 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.