Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 24
Kjallaragrein Mynstur úr rafhleðslum og eyðum Ritstjórn Tölvumála hefur ákveðið að vera með reglubundna pistla þar sem ýmsum aðilum er boðið að skrifa um margskonar mál sem tengjast upplýsingatækni og notkun hennar. Höfundarnir njóta nafnleyndar og skrifa allir undir höfundarheitinu Eyður. Þess- um pistlum er œtlað að ýta við umrœðu um málefni sem kalla má dœgwmál upplýsingatœkninnar, málefni sem venjulega er ekki fjallað um íformlegum faggreinum eða tæknilýsingum. I pistlunum má búast við að höfundar setjifram skoðanir sínar á ýmsum umdeildum málum og erþað von okkar að þeir hvetji til umrceðu og umhugsunar. Eyður skrifar Rafhleðslur eru í hugum fólks afskap- lega óáþreifanlegar og jafnvel óstöðugar og eyður eru göt, alls ekki neitt, eins og núllið. Iathugasemdum við lagafrumvarp um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjón- ustu sem lagt var fyrir Alþingi í vetur segir orðrétt: „Eins og aðrar rafrænar upp- lýsingar eru rafrænir samningar eingöngu mynstur úr rafhleðslum og eyðum sem hægt er að senda á milli tölva með rafboð- um.“ Hér er verið að ræða um lagalegt gildi rafrænna samninga og vafa á því hvort þeir fullnægi skilyrðum réttarreglna eins og skriflegir samningar. Það er ekki nema von að margir van- treysti upplýsingum sem eru rafrænar ef skilningur manna er sá að rafrænar upp- lýsingar séu ekkert nema rafhleðslur og eyður. Rafhleðslur eru í hugum fólks af- skaplega óáþreifanlegar og jafnvel óstöðugar og eyður eru göt, alls ekki neitt, eins og núllið. Svona framsetning vekur spurningar sem ég tel mikilvægt að velta upp og leita svara við. Hvað eru rafrænar upplýsingar og á hvaða formi eru þær geymdar og meðhöndlaðar? Er hægt að tryggja að raf- rænar upplýsingar standist sömu skilyrði og upplýsingar sem eru á pappír? Er hægt að yfirfæra öll viðskipti og viðskiptasamn- inga yfir á rafrænt form þannig að það fullnægi skilyrðum réttarreglna sem þegar eru í gildi? I tölvubúnaði og öðrum rafrænum bún- aði eru gögn geymd og meðhöndluð á ýmsu formi. Það sem einkennir með- höndlun tölvutækra gagna er stafræn kóð- un, það er þegar gögn eru táknuð sem mis- munandi stafræn gildi, t.d. í tvíundakerfi sem talanaröð af 0 og 1 eða sextándakerfi sem talnaröð frá 0 til 9 og A til F. Gögnin taka hins vegar ýmis eðlisleg form bæði þegar þau eru geymd og þegar þau eru flutt. Gögn eru geymdi á seguldiskum og segulböndum sem segulsvið, á geisladisk- um með því að móta endurskinsefni og í minniskubbum eru gögn geymd sem raf- hleðslur. Aður fyrr var algengt að tölvu- tæk gögn væru geymd á gataspjöldum og gatastrimlum. Þegar gögn eru flutt á milli geymslumiðla þá er það venjulega gert með rafstraumi um leiðara, eða með ljósi sem ferðast um ljósleiðara. Til þess er not- uð margskonar mótun og kóðun, eftir því hvað hentar hverju sinni. Af þessu ætti að vera ljóst að það sem við köllum venjulega rafræn gögn eða raf- rænar upplýsingar þurfa ekki endilega að vera rafræn. Það sem er sameiginlegt með þeim er að þau eru kóðuð í stafrænt form. Það að meðhöndla stafræn gögn rafrænt hentar vel í sumum tilvikum en oft er heppilegt að meðhöndla þau á annan máta, annað hvort á röklegan eða raunlægan hátt. Það er ekkert rafrænt við geisladisk með tölvutækum gögnum. Flest skynjum við rafræn gögn sem skjöl fyrir tiltekin viðföng, eins og Word, Excel eða vefvafrara. Þeim skjölum er auðvelt að breyta hvenær sem er. Þó skjöl séu skönnuð, eða þeim snarað á gagna- form sem myndum eða prentskjölum, þá er samt tiltölulega auðvelt að breyta þeim eftirá. Þess vegna eru fyrstu viðbrögð margra að rafrænum gögnum sé ekki hægt að treysta. Pappírsgögnum er hins vegar treyst, þó að hægt sé að ljósrita eða skanna þau og breyta, falsa undirskriftir og breyta dag- setningum. Auk þess er erfitt að vernda pappírsgögn þar sem þau eru í eðli sínu sýnileg, þau eyðileggjast í eldi og raka og það er auðvelt að fjarlægja þau án um- merkja. Til að pappírsgögn séu örugg þarf því að gera ýmsar ráðstafanir, eins og að nota sérstakan pappír, tryggja staðfestingu á allri meðhöndlun gagnanna með undir- ritun og vottun, geyma gögnin í eldtraust- um og þjófaheldum skápum og viðhafa mjög strangt eftirlit. Tölvugögn eru stafræn og því er auð- velt að úfæra ýmsar aðferðir til að full- nægja þörf á öryggi. Þeim er hægt að læsa með leyndarkóðun þannig að ekki sé unnt að breyta þeim nema það sé merkjanlegt. 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.