Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 05.06.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Miövikudagur 5. júni 1963. Qtgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. ivitstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og «fgreiðsla Ingóifsstræti 3. Askrifsargjald er 65 krónur á mánuði. I xausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Valið er auðvelt Ábyrgð þeirra, sem ganga að kjörborðinu til þess að segja til um það með atkvæði sínu, hvaða stjóm- arfar þeir vilja hafa næstu árin, er ævinlega mikil, og stundum liggja málin þannig fyrir, að margir em í vafa um, hvað gera skuli. Sumir em þannig gerðir, að þeir era alltaf óánægðir með stjómarfarið, vilja breyta til og prófa annað, jafnvel þótt það hafi verið prófað áð- ur og reynzt misjafnlega. Sums staðar er það þetta fólk, þ. e. hinir óákveðnu kjósendur, er taka ákvörðun sína á síðustu stundu, sem raunverulega ráða því, hverjir fá völdin. Þessi hópur kjósenda mun vera tiltölulega fámennari hér á íslandi en í flestum öðrum löndum. Yfirleitt fylgist fólk betur með þjóðmálum hér en í fjölmennari ríkjum og er tryggara við þann flokk, sem það eitt sinn hefur léð fylgi sitt, þótt það hafi ýmislegt við stefnu hans og verk að athuga. Sem betur fer er þó alltaf nokkuð af fólki, sem breyt- ir til, ef það telur flokk sinn hafa brugðizt og gengur í lið með þeim, sem fylgja betri og heilbrigðari stefnu. Þetta á ekki skylt við óvissu þeirra, sem fyrr voru nefndir, heldur er hér um að ræða raunhæfa afstöðu til málanna, eins og þau em á hverjum tíma. Val kjósenda ætti að vera óvenjulega auðvelt að þessu sinni. Hópur þeirra óákveðnu ætti að vera óvenjulega lítill, en þeir hins vegar margir, sem skipta um flokk. Straumurinn ætti samkvæmt lögmálum heil- brigðrar skynsemi að liggja frá Framsókn og kommún- istum til viðreisnarflokkanna. Valið er um það, hvort Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokkurinn skuli áfram vinna að þeirri uppbyggingu, sem fram hefur farið undanfarin ár, eða hvort veita eigi Framsókn og komm únistum aðstöðu til að kollvarpa því efnahagskerfi, sem byggt hefur verið upp. Þetta val ætti að vera auðvelt, þrátt fyrir allan áróð- ur og blekkingar stjómarandstöðunnar, því að við- reisnin sjálf talar sínu máli á öllum sviðum atvinnu- og efnahagslífsins. Upplausn óhjákvæmileg Þrátt fyrir öll stóryrði Tímans og Framsóknarleið- toganna um viðreisnina, er ekki líklegt að Framsókn mundi hafa forgöngu um mikilvægar breytingar á efna hagskerfinu, ef hún kæmist í ríkisstjóm, en eigi að síður mundi brátt síga á ógæfuhliðina og hinna þröngu flokkssjónarmiða, sem öll stjómarstörf Framsóknar- manna einkennast af. Flokkur sem aldrei gerir stjóm- arráðstöfun, hversu mikilvæg sem hún er fyrir þjóðina, án þess að hugsa fyrst um það, hvaða hagnað hann geti haft af henni sjálfur, er ófær til þess að stjórna landinu. Með hliðsjón af þessu og öllum hrossakaupunum við kommúnista, sem óhjákvæmilega mundu fylgja samstarfi þessara flokka, má auðsætt vera að ógæf- unnar yrði ekki langt að bíða, ef þeir fengju völdin. ViS andlát Jóhannesar 23. Hér birtast ávarpsorö kaþólska prestsins séra Hackings í Landakoti sem hann fiutti f fréttaauka útvarpsins, þegar fregnin barst um andlát Jóhannes ar páfa 23. Jóhannes páfi XXIII er lát- inn, nærfellt 82 ára aö aldri. Helminn setti hljóðan, þegar sú frétt barst mönnum til eyma, að sjúkdómur sá, sem páfinn hafði kennt ári áður, hefði reynzt alvarlegri en fyrst var álitið, og að lífdagar páfans væru þegar taldir. Aliur heimurinn fylgdist með gangi sjúkdómsins, því að hér var um að ræða mann, sem á skömmum tíma hafði unnið hug og aflað sér virðingar ailra, bæði kaþólskra og játenda ann- arra trúarskoðana En einnig páf inn hlýtur að deyja eins og hver annar mennskur maður. Þótt hann sé æðsti andlegi leiðtogi mannanna, sjálfur staðgengill Krists á jörðinni, þá getur hann ekki framlengt æviskeið sitt frekar en aðrir menn, og hann hiýtur einnig að segja eins og Job forðum: Drottinn gaf, Drott- inn tók. Með Jóhannesi páfa missir kaþólska kirkjan sinn ástfólgn- asta föður og hirði, og heimur- inn syrgir sinn bezta vin. Jó- hannes páfl var án vafa vin- sælasti páfi vorra tíma og ef til vill allra tíma. Á þessu stutta stjórnartimabili hans á Pétursstóli hefur hann komið fram með svo mikilii hlýju, hispursleysi og falslausrl ein- iægni, að hann hefur unnið hjörtu bæði kaþólskra sem ann arra. „Mótmælendur halda því fram, að þessi páfi sé sá bezti, sem heimurinn hafi nokkum tíma átt“, sagði kunnur þýzkur guðfræðingur, og hinn frægi mótmælendaguðfræðingur Paul Tillich komst þannig að orði i tilefni af sjúkdómi Jóhannesar páfa: „Við ættum að biðja fyrir Jóhannesi páfa, hann er góður maður“. Heimurinn hefur misst sinn bezta vin. Jóhannes páfi hefur alltaf borið fyrir brjósti það, sem heimurinn þráir mest, frið á jörðu, enda valdi páfinn þessi orð sem kjörorð í skjaldar- merki sitt: obedientia et pax, þ. e. hlýðni og friður, og setti sér við embættistökuna sem lífs- takmark að stuðla að friði í heiminum. Sem fyrsta spor hans í átt- ina til heimsfriðar mætti nefna viðleitni hans að sameina ailan hinn kristna heim, og hann rétti bróðurhönd til allra þeirra, sem ekki eru innan vébanda róm- versk-kaþólsku kirkjunnar og opnaði þeirn föðurhjarta sitt, þess minnugur, að hann er servus servorum Dei, þ. e. þjónn þjóna Guðs. Hann tók á móti fieiri trúarieiðtogum en nokkur annar páfi, og voru sumar þær móttökur sögulegir viðburðir, eins og þegar hann tók á móti æðsta veraldlegum vaidhafa grísk-kaþólskra manna, þeini fyrsta, sem gengið hafði á fund páfa sfðan á dögum sfðasta býzantíska keisarans, fyrsta erkibiskupinum af Kantaraborg síðan á 14. öid, fyrsta höfuð- klekrki biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, fyrsta yfir- manni skozku kirkjunnar og fyrsta æðsta presti Shintoista. Hann kvaddi saman alla biskupa kirkjunnar tii kirkjuþings, sern er ef til vill mesta afreksverkið, sem öldungur á hans aldri getur unnið, bauð þangað áheyrnar- fulltrúum frá mörgum öðrum kirkjudeildum og trúarflokkum, sem er einsdæmi í sögu kaþólsku kirkjunnar. Annað framlag hans f þágu heimsfriðarins, og liklega hið síðasta, er bréf það, sem hann gaf út fyrir stuttu og ber yfir- skriftina: pacom in terris um frið á jörðu. Þar setur páfinn fram skoðanir sinar á þvi, hvern ið varðveita megi friðinn í heim inum, jafnframt því, sem hann leggur áherziu á mannréttindi, persónurétt einstaklingsins og skyldur. Það má með réttu segja,, að aldrei hafi ríkisstjórn- ir og ieiðtogar þjóðanna tekið Einhvem næstu daga ganga i gildi iög, sem samþykkt voru á Alþingi 19. apríl s.i. um að- gangseyri að vínveitingastöðum. Samkvæmt þeim þarf það fólk, sem kemur seinna en 8.30, að greiða 25 krónur í aðgangseyri. Föstudaga og laugardaga verð- ur aðgangseyris krafizt frá kl. 7. Þessum 25 krónum er svo skipt f tvo hluta. 10 krónur fara í skemmtanaskatt, og veitinga- staðnum reiknaðar 15 kr., þar af 10 krónur í fatageymslu, hvort sem gesturinn hefur með sér yfirhöfn eða ekki. Um síðasta atriðið hefur mikið verið rætt og deilt, meðal veitingamanna, páfabréf eins alvarlega og ein- mitt bréf Jóhannesar páfa um friðinn í hciminum. Mikill páfi, mikill maður verð ur þvi lagður til hinztu hvildar, en afrek hans munu standa og um þau mun verða talað um ókomna tið. Þótt hann hafl lýst þvi yfir siðustu dagaaa með sinni alþekktu kfmni, að vér skyldum ekki hafa neinar á- hyggjur út af honum, að hann væri ferðbúinn, þá eru það milljónir og aftur milljónir, sem syrgja hann og biðja fyrir hon- um, þótt ekki væri nema þessa einföldu bæn, sem vér gerum nú að vorri eigin bæn: hann hvfli í friði og hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta sé heppi- legasta fyrirkomulagið. Því fé, sem veitingahúsin fá með þessu móti, verður varið meðal annars til að standa straum af dýrum skemmtikröft- um. Á fundi með fréttamönn- um lýsti Helga Marteinsdóttii veitingakona óánægju sinni meí að vfnveitingastaðir þyrftu a! loka kl. 11.30, aðra daga ei föstudaga og laugardaga. Sagð hún að efti- að umrætt gjah sé komið á, sé enn meiri á stæða til að hafa opið til a. m k. id. 1. Hinn ástsæli faðir hafði mikla gleði af að taka á móti gestum. Aðgangseyrir að vínveitingastöðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.