Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 11.06.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Þriðjudagur 11. Júof 1063 íþróttir — Framhald á bls. 2 ið var skot frá hinum unga Berg- sveini, en markvörður missti það skot fyrir fætur Gunnars, sem not- færði sér það bráðskemmtilega og skoraði 2:2. 6 Eftir þetta voru yfirburðir þýzkra algjörir. Aðeins 4 mínútum eftir jöfnunarmark íslenzka liðsins skorar Koll af stuttu færi eftir að þýzka sóknin hafði borað sig inn á markteig, 3:2. O 4:2 kom svo á 41. mfnútu. Pod- lich innherji, sem var einn þriggja leikmanna, sem Þjóðverjar skiptu inn í síðari hálfleik, skoraði þar sem hann var einn fyrir marki og fékk góðan bolta fyrir markið frá vinstri útherja. Beztu menn Þjóðverja voru útherjinn Koll, mjög hættulegur leikmaður og marksækinn eins og íslenzkir knattspyrnuunnend- ur ættu að vera farnir að sjá eftir leiki hans hér. Framverð- imir Ehlers og Tams eru mjög góðir leikmenn og innherjarnir Mund og Golle sterkir og lipr- ir leikmenn, en annars er liðið f heild gott og erfitt að gera upp á milli leikmanna. lsienzka „pmfuliðið“ stóð sig sannariega verr en menn von- uðu. Landslið, þvi það var þetta lið, á að geta sigrað félagslið sem þetta, en sem fyrr segir vantaði þar til állt, sem 11 knatt spyrnumenn þurfa að hafa til að geta útfært „taktík“. Björgvin markvörður stóð sig vel, en á reikning hans varð þó að færa nokkur alvarleg mistök og a. m. k. eitt mark. Bakverðirnir stóðu sig allvel, einkum Guðjón, sem var heilsteyptasti einstakl- ingur varnarinnar, en Þorsteinn Friðþjófsson var ekki í essinu si'nu, né héldur Jón Stefánsson, sem fór af leikvelli í síðari hálf- leik. Ormar og Sveinn Jónsson voru ekki áberandi menn á miðju vallarins, þar réðu þýzk- ir leikmenn. Ormar fór í hlut- verk Jóns Stefánssonar eftir að hans naut ekki við, en Björn Helgason tók hlutverk Ormars. — Framlínan var bitlaus mjög. Helzt ógnuðu sóknir Bergsveins og Axels á vinstri vængnum, en i síðari hálfleik rak boltann KR-ingar: að tako þótt Þar sem það hefur nú loks kom- ið á daginn, að ÍR hefur hvorki áhuga fyrir stigakeppni milli „landsins" og KR né heldur stiga- keppni milli lR og KR (um þess- ar mundir), sem það kvaðst þó hafa áhuga fyrir sbr. yfirlýsingu iR I blöðunum (er flest dagblöðin túlkuðu á þá leið, að iR-ingar vildu mæta KR-ingum einir), er þar með búið að eyðileggja allan grundvöll fyrir því tveggja daga móti, sem KR hugðist halda til minningar um 70 ára fæðingardag Erlendar heitins Péturssonar. Þrátt fyrir þessa staðreynd, mun KR eigi láta mótið falla niður, heldur halda það á einum degi, miðvikudaginn 12. júnf n.k. á Melavellinum. Verða keppnisgrein- ar sem hér segir: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 3 km hindrunarhlaup, 110 m grindahlaup, 4x100 m boð- hlaup, kúluvarp, kringlukast, stangarstökk, langstökk, hástökk, 100 m hlaup kvenna. Þrátt fyrir það, sem á undan er gengið, væntir KR þess, að mótið megi fara fram f anda Olymplu- Ieikanna, þannig að það verði ekki aðalatriðið að sigra, heldur að taka þátt í keppninni. Frjálsfþróttadcild KR. Blaðamannaifám- skeiðið hálfnað Blaðamannanámskeiðið, sem stendur hér yfir þessa dagana á vegum Norræna félagsins, hefur þótt mjög vel heppnað og hafa hinir erlendu þátttakendur fengið tæki- færi til að kynnast ýmsum hliðum á þjóðlífinu. S.l. laugardag hittu blaðamenn- imir fulltrúa frá hverjum stjóm- málaflokki og einnig var flutt er- indi um blaðamennsku og blaða- útgáfu fyrir þá. Blaðaútgefendur og Ríkisútvarp- ið buðu þátttakendunum til há- degisverðar í Glaumbæ og er önn- ur myndanna tekin á Tjarnarbrúnni eftir hádegisverðinn, en um kvöld- ið fóru blaðamennimir f Þjóðleik- húsið. Á kosningadaginn heimsóttu þeir yfirkjörstjómina og litu síðan inn f nokkrar kjördeildir. Síðdegis brugðu þátttakendur sér upp að Hrísbrú í Mosfellssveit og skruppu þar í reiðtúr og er önnur myndanna tekin í þeirri ferð. Um kvöldið voru blaðamennimir gestir Loftleiða og f gær voru þeir gestir Hafnarfjarð- arkaupstaðar og var þeim m. a. sýnt hverasvæðið f Krýstivík. Stórvirki — Fannst sofandi viB stýriS AHmikið bar á ölvun í Reykjavík um helgina. Nokkrir ölvaðir bifreiðastjórar voru teknir við stýrið. Einn þeirra fannst sofandi undir stýri uppi í Kjós. Þegar hann raknaði úr rot- inu játaði hann að hafa ekið bif- reiðinni undir áhrifum áfengis, auk þess sem hann var réttindalaus. Tveir réttindalausir ökumenn voru teknir f nótt, annar í bifreið, hinn á bifhjóli. Á sunnudagsmorguninn kviknaði í bifreið og kom lögreglan á vett- vang og slökkti í henni. Lögreglan náði rétt á eftir í eigandann og reyndist hann þá undir áhrlfum áfengis. Taldi hann mestar líkur fyrir kviknuninni þá, að hann hafði ætlað að fleygja logandi vind- lingi út um bílgluggann, en senni- lega hafi vindlingurinn fokið inn og í framsætið, en í því kviknaði. Skemmdir munu hafa orðið litlar. Til handalögmáls kom á Miklu- braut á sunnudagsmorguninn snemma. Tveir örir piltar rifu og tættu fötin hver utan af öðrum unz lögreglan skakkaði leikinn. 1 fjörunni undan Fúlutjöm tók lögreglan dauðadrukkinn mann aðfaranótt sunnudagsins. Sat sá á steini og var í hættu af sjó. Á sunnudagsmorgun var kaert yfir þjófnaði á bjórkassa með 24 flöskum úr norsku flutningaskipi f Reykjavíkurhöfn. Lögreglan hefur handtekið mann grunaðan um þennan þjófnað. sjaldan þangað. Annars voru Gunnar Felixson og Axel Axels- son beztu menn framlínunnar. Bergsveinn er mjög efnilegur Ieikmaður, en virtist ekki kimna vel við sig í þessu liði. Ríkharð- ur var heldur ekki f sfnu bezta skarti, né heldur Skúli Ágústs- son í hinu nýja hlutverki sfnu á vinstri kanti. Dómari var Hannes Þ. Sig- urðsson og dæmdi vel. — jbp — Trúlofunarhringir Sísrðai ÓSafsson Orsmiður við Lækjartorg, slmi 10081. Framhald af bls. 2. Þeir hafa margir hverjir verið með f firmakeppni GR frá byrj- un, eins og auglýsing hér 1 blaðinu fyrir nokkru sýndi. Þá hafa auðvitað sumir helzt úr lestinni og aðrir komið f stað- inn. Það var GR, sem fyrstur kom með firmakeppni hér á landi, en sfðan hafa fleiri og fleiri félög tekið upp þessa leið til fjáröfl- unar fyrir uppbyggingu félags- heimila o. fl. og má segja, að með uppfinningu sinni hafi GR ekki eingöngu fundið ráð til fjáröflunar fyrir sig .heldur alla íþróttahreyfinguna. Eins og auglýsing hér f blað- inu í gær sýnir, er fjöldi firma í keppninni mikill sem fyrr og má segja, að þó aðstoðin við GR sé mest um verð, þá hefur auglýsingin nokkurt gildi, þar eð hún er sett upp eftir verzl- unargreinum firmanna. dM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.