Vísir - 20.08.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 20.08.1963, Blaðsíða 1
Háteigs- kirkja Um þessar mundir er unnið fullum krafti við byggingu Háteigskirkju, sem stendur á hæðinni skammt frá Sjómanna- skólanum. Kirkjan hefur vakið mikla athygli, og er hún í göml- um stil í höfuðdráttum. Fjórir tumar eru á byggingunni og er hæð tveggja fremstu tum- anna alls 37 metrar. Háteigs- kirkja mun rúma um 300 manns i sæti. Halldór H. Jónsson teikn aði kirkjuna. Stefnt er að þvf að ljúka við kirkjuna að utan f haust, og standa vonir til, að hægt verði að messa í kirkjunni á páskun- um. (Ljósm. Vísis I.M.) Bínöið í dag Bls. 3 Fundur skógræktar- manna. — 4 Tfzkufréttir frá Parfs — 6 Piatigorski-mótið — 7 íslenzkar stúlkur í fegurðarsamkeppni — 9 Kennileiti efnahags- lífsins. Greiðsluþolsnefndm: GA GNA AFLAÐlNOREGI SS. árg. — Þriðjudagur 20. ágúst 1963. — 180. tbl. Blóðflokkun muu r sunnu kyn hesta Um 1000 íslenzkir hestar verða rannsakaðir í haust, þegar rannsóknir á blóðflokkum innan íslenzka hrossastofnsins hefjast. Aðalstarfið verður framkvæmt á vegum blóðflokkunardeildar Den Kgl. Veterinær og Landbo- höjskole í Kaupmannahöfn, og undir stjórn prófessors Johs Moustgards. Tilgangurinn með þessu verki er að ákvarða arfgengisatriði, sem staðfest verða með blóð- flokkun. 1 Danmörku hefur þetta verið gert, og hafa blóðflokkar danskra hrossa sýnt 14—16 sér- kenni. Erfðareinkenni eru ekki öll augljós, en prófessor Moust- gard telur að blóðflokkun ís- 1________________________________<$ lenzkra hrossa muni leiða menn í frekari vitneskju á þessu sviði. Framh. á bls. 5 Eins og Vísir skýrði ný'ega frá er nefnd sú tekin til starfa, sem skipuð hefir verið til þess að karma greiðsluþol atvinnu- veganna, en í henni eiga sæti bæði fulltrúar A.S.l. og vinnu- veitenda. Á nefndin að skila áiiti í október um möguleika atvinnuveganna til þess að taka á sig hækkað kaupgjald verka- fólks. í gær fóru tveir nefndar- mannanna utan á vegum nefnd- arinnar til þess að safna gögn- um fyrir nefndina. Eru það þeir Porvarður Alfonsson framkvstj. Félags íslenzkra iðnrekenda og Hjalti Kristgeirsson fulltrúi á Hagstofunni. Munu þeir heim- sækja hagfræðistofnanir verk- lýðssamtakanna í Noregi og stofnanir vinnuveitenda þar í landi og kynna sér starfsemi þeirra hliðstæða þeirri rannsókn sem nú stendur yfir hérlendis. í vinnudeilunum í sumar lagði ríkisstjórnin fram tillögur um slíka greiðsluþolsrannsókn og bauðst til þess að standa straum af henni. Netaveiði í Hvítá í Borgarfirði er nú lokið og eftir þeim upplýsing- um að dæma, sem Veiði málaskrifstofan hefur fengið, gekk netaveiði þar yfirleitt vel. Veiði í& Norðurá í Borgarfirði hefur verið mjög góð undanfarið. Sama er að segja um Þverá. Netaveiði í Hvítá hófst 20. maí s. 1. lauk í gær. Verð- in hefur verið misjöfn i ánni, sumir bæir hafa veitt mjög vel, en hjá öðrum bæjum hefur veið in verið treg. Þegar litið er á heildarveiðina er ekki hægt að segja annað en veiðin hafi verið góð. I Norðurá í Borgarfirði hef- ur stangaveiði gengið mjög vel Á hádegi í gær höfðu verið dregnir á land fleiri laxar held- ur en á öllu veiðitímabilinu í fyrra. Þá voru veiddir alls 1011 laxar, en á hádegi í gær var talan komin upp í 1034 og enn- þá eru ellefu dagar þaf til að veiði f ánni lýkur. Vitað er að veiði í Þverá í Borgarfirði hefur gengið mjög vel. Mikil laxagengd hefur verið í Elliðaánum að undanförnu og þann 16. ágúst s.l. höfðu alls 3400 laxar farið í gegnum laxa- teljarann í Elliðaánum, og er það mál manna að veiði í án- um sé að glæðast. Veiðitíma- bilið í Elliðaánum stendur í 3 mánuði og lýkur þvf 4. sept. Prófessor Moustgard stjómar rannsóknunum. IÐNLÁNASJÓÐUR VEITTI 14 MILU KR. Ný stjóm hefir nú verið skip- uð af iðnaðarmálaráðherra f Iðnlánasjóði. Eiga þar sæti Tóm as Vigfússon formaður, Pétur Sæmundsen og Helgi Hermann Eiriksson. í fyrra námu lánveitingar úr sjóðnum tæpum 14 millj. krón- Funnst látinn í skurði um. Er það allmikil aukning frá fyrra ári 1961, en þá voru lánaðar úr sjóðnum 9.7 millj. króna. Þessa útlánaaukningu er fyrst og fremst að rekja til lána Framkvæmdabankans, sem veitt eru af PL-480 fé og tekið var á árinu 1961. Nam lánsupp- hæðin 15 millj. krónum og var henni að mestu ráðstafað i fyrra. í árslok 1962 var eigið fé Iðn- lánasjóðs 18 millj. króna. Voru þá 27 millj. krónur útistand- andi í lánum sjóðsins. 1 gærkvöldi fannst látinn mað ur f skurði við Hafnarfjarðar- veginn skammt fyrir neðan Silf- urtún. Það var sjö ára gamall dreng- ur sem fyrstur varð mannsins var í skurðinum um átta leytið í gærkvöld og kallaði á föður sinn, sem var nærstaddur. Sá hann þegar að maðurinn var meðvitundarlaus og gerði lög- reglunni í Hafnarfirði aðvart. Kom hún ácamt lækni og sjúkra bíl á staðinn. Var farið með manninn f Slysavarðstofuna í Reykjavík, en hann var þá lát- inn. Hinn látni maður hét Ágúst Jóhannsson til heimilis að Faxa- túni 28 í Silfurtúni. Hann var á fimmtugsaldri, fæddur 1917. Taiið er að Ágúst hafi verið að koma frá vinnu í gærkvöldi þegar hann datt í skurðinn. Vfs- ir átti í morgun tal við Eirfk Björnsson lækni, sem kvaddur var á slysstaðinn og tjáði hann blaðinu og ekki væri enn kunn- ugt um dánarorsök, hvort mað- urinn hafi orðið bráðkvaddur eða hvort dánarorsakar væri annarsstaðar að leita. Smyglað Vodka fekið Nokkru eftir miðnætti 1 nótt hafði lögreglan hendur í hári skip- verja nokkurs, stm var með smygl- að áfengi í fórum sínum. Tók lögreglan 8 þriggja pela flöskur af smygluðu vodka af mann inum og verður mál hans kært til sakadómaraembættisins. VISIR m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.