Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Fimmtudagur 29. ágúst 1963. 5 Milwood —i Framhald af bls. 16. kom mjög á óvart í Aberdeen, og vissu skipsmennirnir ekki um ferðina nema með sólarhrings fyrirvara. Skipstjóri sá, sem sigla mun Milwood heim, heitir Joe Park- er. — Fréttamaður Vísis hitti Parker á Gamla Garði í gser- kveldi, en þar sváfu Skotarnir í nótt. „Við erum ágætir vinir ég og John Smith. Hann er góður fiski maður, duglegur og ákveðinn. Hingað til Islands hugsa ég að John komi aldrei og alls ekki á hann éftir að mæta fyrir ís- lenzkum dómstóli. Og ég býst varla við, að hann fari á sjóinn aftur. En ég vil taka það fram, að það er ekki af því að John þori ekki að koma, sem hann kemur ekki — langt frá því“. „Telurðu að það hafi verið rétt hjá Smith að stinga af?“ „Nei, fjarri því. Ég er alls ekki á sama máli og John, hvað það snertir. Hann er sú mann- tegund sem ekki getur eða á erfitt með að beygja sig. Nei, það var alls ekki rétt hjá hon- um að stinga af. 10 þús. punda bankatryggingin er gott dæmi um það. Hugsið ykkur hvað Mil- wood hefði getað fiskað mikið, þennan langa tíma, sem hf^n hefur legið í Reykjavíkurhöfn. „Greiðir Burwood Fishing Company landhelgissektir fyrir skipstjóra sína?“ „Ég treysti mér ekki til að svara þessari spurningu“. „Ekki hefur þú komizt í kast við íslenzku landhelgisgæzluna?1 „Nei, ég hef aldrei komizt i kynni við fslenzkar fallbyssur, en ég hef hins vegar séð þær dönsku við Færeyjar, en kring- 'um Færeyjar hef ég verið mikið á togara. M.a. var ég stýrimaður á Red Crusader, sem olli deilum milli 0ana og Englendinga, ekki alls fyrir löngu“. Að svo búnu hélt Parker til herbergis sfns. Okkur tókst að ná tali af George Moir, 1. vél- stjóra. Moir er án efa mörgum biaðalesendum kunnur, því að hann dvaldi hér manna Iengst af áhöfn Milwoods. Moir sagði, að það væri gaman að vera kom- inn til íslands aftur, en í þetta skipti yrði dvölin ekki eins löng og sú fyrri. Hann sagðist hafa farið eina 26 daga ferð á sjóinn meðan hann var heima. „Já, ég hef hitt Smith skip- stjóra nokkrum sinnum og hann virðist hafa það ágætt, sagði Moir, þegar við spurðum hann um John Smith. Ekki vildi'Moir svara því hvort Smith væri enn þá starfsmaður Burwood Fishing Company. Kl. 8 í morgun steig svo skips höfnin um borð í Milwood, þar sem hann lá milli varðskipa í höfninni. Moir vélstjóri fór strax að athuga vélar skipsins, ásamt Jim Leiper, vélaeftirlitsmanni. í dag verður unnið að því af full- um krafti að gera allt sjóklárt. Olfa, vatn og vistir verða fluttar um borð, og áttavitinn réttur. „Sennilega getum við lagt upp um fjögurleytið“' sagði Georg Moir 1. vélstjóri, um leið og við kvöddum í morgun. iækiumið Framhald af bls. 16. leitað var út af Höfnum, á Hafn arleir, í Faxaflóanum, út af Reykjanesi, hjá Eldey og austur hjá Krísuvíkurbjargi. Með f för- inni var Ingvar Hallgrfmsson, fiskifræðingur, og sagði hann svo frá, er blaðið innti hann eft- ir árangri af leiðangrinum, „að ekki væri ólíklegt, að gera mætti út á rækjuveiðar á þess- um slóðum í framtíðinni". Ingvar tjáði blaðinu, að þeir hefðu fundið rækju, einkum út af Hafnarleir, á milli Stafness og Reykjaness. Var hún á 60-90 faðma dýpi, og var meðalaflinn á klukkustund um 60 kg. Er það nokkru minna en meðalafli vest ur á fjörðum, en þess er þó að geta, að veiðitími þar ér á tíma bilinu, okt.—maí. Er því ekki ólíklegt, að magnið geti aukizt hér syðra á sama tíma. „Verður nú farið á þessar slóð ir með um mánaðarmillibili, og kannað, hvenær rækjan gengur þarna, og hvenær mest er af henni. Mun það gert næsta árið, og fyrr verður varla ‘farið að eiga við nokkrar rækjuvéiðar hér. Hinsvegar er alls ekki ólík legt, að hægt verði að veiða rækjuna einhvern tíma árs, í framtíðinni". Sex slp — Framhald bls. 1. Alvarlegri urðu meiðsli 10 ára gamals drengs, Ólafs Þórs Gunn arssonar, Bugðulæk 10, sem var hjólríðandi á mótum Hverfis- götu og Barónsstígs rétt eftir há degið í gær, en varð þar fyrir stórri vöruflutningabifreið og slasaðist alvarlega. Drengurinn skall fremst á hægra framhorn ■.■..v.v.v.'.v.v.v.v.v.v.v.v. ! NÍNA HENGIR UPP Blaðaljósmyndararnir spígspor | uðu um Listamannaskálann og tóku myndir af Nínu Tryggva-; dóttur, sem var að enda við að | hengja upp verk sin. Þarna | héngu margir þekktir menn í 1 römmum uppi á veggjum — | Kjarval og Kiljan, Ragnar í Smára, Erlendur í Unuhúsi, dr. § Selma Jónsdóttir, Steinn Stein ; arr, Þorvaldur Skúlason o. fl. I Og listakonan sjálf. Hún hefur : breytzt talsvert, síðan sú mynd \ var máluð. „Það er hrein skömm að | þessu að hafa ekki upp á betra | húsnæði að bjóða", sagði Valtýr s Pétursson, gjaldkeri Félags ís- Ienzkra myndlistarmanna, en það stendur fyrir sýningunni. „Við verðum að koma upp al- mennilegum sýningarskála, hvað sem það kostar, ef Reykjavík á að geta heitið menningarborg. Og það sem allra fyrst. Nú er- um við að hefja mikla sókn og byrjum á happdrætti um splunkunýjan Volkswagen. Það verður dregið 15. desember, mið arnir kosta 50 krónur stykkið, og hvert sinn sem einhver kvart ar yfir skálanum, og það gerist oft, segi ég: .Gjörðu svo vel — kauptu miða. Þá færðu því fyrr nýja skálann'. Við leitum til almennings um aðstoð og skor- um-á alla listunnendur að sýna nú áhuga sinn í verki. Sjáið þið bara þessa sýningu — Nína ætti skilið að fá glæsilegri salar- kynni". Nína með sjálfsmynd En hvað sem því líður, er ekki um annað að ræða í þetta sinn. Sýningin verður opnuð annað kvöld, á henni verða um 60 mál- verk frá 25 ára tímabili, og íslenzkir listunnendur setja áreiðanlega vekki fyrir sig að .v.v,v.w.v..v.w.,.v fara í Listamannaskálann, þótt .* hrörlegur sé orðinn, til að skoða þróunarferil Nínu Tryggvadótt- c" ur, eins og hann birtist í þessari •* fyrstu yfirlitssýningu, sem hald in hefur verið á verkum hennar »J hérlendis. J* ,.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.*A bifreiðarinnar og kastaðist síðan í götuna. Þegar lögregluna bar að lá reiðhjól drengsins undir hægra framhjóli bílsins. Ólafur Þór var fluttur í slysavarðstof- uná og þáðan í barnadeild Lands spítalans, þar sem hann liggur nú. Við rannsókn kom i ljós að drengurinn var höfuðkúpubrot- inn en læknar töldu hann samt ekki lífshættulega meiddan í gærkvöldi. Þá varð og allmikið slys í Silf urtúni um hálfníu í gærkvöldi. Maður að nafni Þórólfur Magnús son Gnoðarvogi 84 hafði stokkið af skurðgröfu sem hanh var að vinna á, en lenti á steypustyrkt- arjárnsteinum sem stóðu upp úr girðingarundirstöðu. Teinninn gekk upp í lærið á Þórólfi og varð af svöðusár. Enginn sá er slysið varð, en nærstaddur mað ur heyrði er Þórólfur hrópaði á hjálp og kallaði hann á sjúkra- bíl. Þórólfur var fluttur í slysa- varðstofuna og þaðan í Landa- kotsspítala. Líðan hans var sæmileg í morgun. Mikil sild — Framhald af bls. 16. skipin þangað snemma í morgun og löndun verður í allan dag. Þessi skip tilkynntu um afla: Faxaborg 900, Gullfaxi 1100, Helga 1300, Sigfús Bergmann 750, Mánaklettur 800, Sigurpáll 1500, Sæúlfur 600, Hilmir 400, Anna 800, Grótta 800, Ólafur Tryggvason 11000, Guðmundur Þórðarson 1300, Oddgeir 1400, Skagaröst 150, Svan ur RE 600, Tjaldur 600, Árni Geir 850, Runólfur 800, Baldvin Þor valdsson 350, Sólrún 1400, Jón Garðar 900, Ólafur Magnússon'EA 1100, Helga Björg 550, Smári 550, Lómur 1300, Freyfaxi 600, Ólafur Bekkur 900, Hugrún 650, Skipa- skagi 800, Bjarmi 300, Hörður 500, Baldur 200, Vattarnes 1100, Víðir SU 300, Straumnes 90, Gullver 350, Sigurður Bjarnason 400, Bára 450, Búðarfell 800, Þórkatla 700, Hof- fell 200. Þrjú síðastnefndu skipin voru suð austur frá Skrúð, og voru með ágæta söltunarsíld. Síldin sem veiddist austur hjá Langanesi var hins vegar ekki til söltunar. @ Nikita Krúsév sagði frétta- mönnum á Arioni-ey á Kyrrahafi í gær, að hann myndi ekkí sitja fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. VOLKSWAGEN - 1500 Alltaf fjölgar VOLKSWAGE.N VERÐ: VOLKSWAGEN 1500 KR. 163.780. VOLKSWAGEN 1500 STATION KR. 175.220. H E K L A , Laugavegi 170-172 . Sími 11275. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.