Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 15
1 V í SIR . Fimmtadagur 29. ágúst 1963. Peggy Gaddis: 10. — Ég er smeyk um að ekki verði hægt að flytja hana þegar, frú Carling, sagði Meredith. Það verða tveir eða þrír dagar þangað til hægt verður að flytja þau áhættulaust. — Þe .. þetta er fjarstæða, sagði frú Carling, að dóttir mín verði hér áfram, í þessu negragreni. — Þetta fólk bjó yfir nægilegri góðvild til þess að gera allt sem í þess valdi stóð fyrir dóttir yðar og Jimmy, svaraði Meredith þurrlega. Hugleiðið hvað hefði gerst, ef þau hefðu legið úti alla nóttina, en ef þau eru höfð hér tvo eða þrjá daga hygg ég, að hættulaust verði að flytja þau. Frú Carling eldroðnaði, en þótt- inn hvarf ekki úr svip hennar. Hún leit í kringum sig, á tímaritsmynd- irnar, sem límdar höfðu verið á veggina, og hvítskúrað timburgólf- ið, fiðursængurnar í rúmunum og sagði: — En — í þessum kofa. — Láttu ekki svona, mamma, hvíslaði Louella, sem fyrirvarð sig fyrir móðir sína. Það hefur aldrei farið eins vel um mig og núna. — Ég verð þá að vera hérna og hjúkra þér, sagði hún. — Það er ekki leyfilegt, frú Carling, sagði Meredith. Báðir sjúkl ingarnir þurfa svefns og hvíldar um fram allt. Og Mammy Jo er góð og reynd hjúkrunarkona og veit hvað gera skal. Ég kem aftur í fyrra málið til þess að gefa þeim blóð og þá getið þér komið með mér ef þér óskið. Frú Carling rausaði áfram og það varð næstum að draga hana út úr herberginu, en Meredith hik- aði ekki við að beita læknisvaldi sínu. Jim og Bella mótmæltu ekki einu orði, að sonur þeirra væri í umsjá Mammy Jo, sem stóð út i horni og kinkaði kolli um leið og hún kveikti á steinolíulampa. Sjötti kapituli Þær systurnar skiluðu frú Carl- ing, sem enn var f mjög æstu skapi heim að dyrum. — Flest getur nú komið fyrir í verkahring ykkar læknanna, sagði Rosalie dálítið hugsi. Já, þið megið víst sjaldan um frjálst höfuð strjúka, gæti ég trúað. , — Næstum aldrei, mætti segja, svaraði Meredith næstum örmagna, og hallaði sér aftur í sætinu, guðs fegin að þurfa ekki að aka. Það var komið fram yfir miðnætti og hún hafði verið að frá því klukkan sex um morguninn að heita mátti hvíldarlaust. — Ég fer að hætta að vera hissa á því, að þú hefir ekki áhuga fyrir að innifela hjúskap i fram- tlðaráætluninni, eins og stendur. Hvernig þú getur haldið í Hugh við þessar aðstæður er mér þó ráð- gáta. Meðal annarra orða, gat ég þess, að hann hefði litið inn um miðdegisverðarleyti? — Nei, þér láðist að geta þess, sagði Meredith og rétti úr sér og var allt í einu vel vakandi og eins og öll þreyta væri horfin. — Og fnnst ykkur tveimur gam an? — Það hefði getað orðið það, ef hann hefði ekki allt í einu fengið feimniskast, þegar hann uppgötv- aði, að þú mundir ekki koma til miðdegisverðar, og svo rauk hann heim til sín eldrauður út að eyrum. Meredith starði á hana. — Mér þætti gaman að vita hvað þú sagðir við hann fyrst hann fékk feimniskast, eins og þú orðar það. Annars er ég ekki viss um, að svo hafi verið — kannski þú hafir bara ekki fallið honum í geð. — Felst í 'þessu hólmgönguá- skorun, hjartað mitt? Ég er nú sann ast að segja alveg viss um, að ég gæti haft þau áhrif á hann, að ég félli honum í geð, eins og þú orðar það, — ef ég legði mig fram. Það var kæti i rödd Rosalie, sem bar bardagalöngun vitni, en Meredith var of þreytt til þess að skilmast við hana, eins og Rosalie langaði til að hún gerði, og Mere- dith tók í sig að fara öðru vísi að henni: — Gerðu það ekki Rosalie, það má vera að þú gætir það, við þær aðstæður, sem eru, og ef þú að ein- lægni vildir snúa hug hans til þin, en gerðu þér bara eitt ljóst. Ég elska hann, heitara en lífið í brjósti mínu, og ef ég missi hann væri mér allt einskis virði. Rosalie þagnaði um stund, tn svo sagði hún, næstum hörkulega: — Þetta er skammarlegt af mér, Merry. Ég var að stríða þér — og það var hugsunarlaust af mér, jafn þreytt og þú ert. Og trúðu mér, mér var írauninni ekki alvara. •— Jæja þú segir það, sagði Mere- dith þurrlega. Það var næg birta frá mælaborð- wiifnf ffffi inu til þcss að Meredith gæti séð hvernig munnsvipur Rosalie varð hörkulegur og hvernig hnúar henn- ar hvítnuðu, er hún greip fastar um stýrishjólið. Eftir augnabliks þögn sagði Rosalie: — Ég átti víst skilið, að fá þetta framan i mig. Auðvitað veit ég, að þú gerir þér Ijóst hvílík rót ég get verið — og skil vel að þú treystir mér ekki. En ég sver, Meredith, ég sver þess dýran eið, að ég skal láta hann í friði hér eftir. — Þakka þér fyrir, sagði Mere- dith vandræðalega, en svo gat hún ekki stillt sig um að segja með gremjublandinni röddu: — Ekki svo að skilja, að þetta skipti neinu máli, þvf hvers vegna ætti ég í rauninni að efast um ást og tryggð Hughs? Það er bæði ó- sanngjarnt gagnvart honum og heimskulegt. Ég veit að ég get treyst honum, hvaða kona sem reynir að töfra hann og fanga — þar ert þú með talin. — Þú átt bágt með þig, Merry, sagði Rosalie þurrlega, — þú veizt að ég tek alltaf hólmgönguáskorun um, og nú kastarðu hanzkanum framan í mig. — Þú hefir svo lengi sem ég man þráð allt, krafist alls sem mitt var, og einkum það, sem mér var kær- ast... -— Okkur kom aldrei sérlega vel saman, Merry, — líklega mér að kenna, en hvort sem þú trúir þvi eða, þá geturðu verið örugg um Hugh, — ég ætla ekki að reyna að ná honum frá þér, — en ef þú ert hyggin skaltu giftast honum fyrr en seinna, taka hann úr umferð og það sem fyrst — hann er of laglegur og aðlaðandi til þess að engin reyni að veiða hann. — Láttu hann ekki ganga lausan lengi. -Já, og svo er hann loðinn um lófana ... — Ef ég þyrfti að tjóðra Hugh til þess að hann væri mér trúr myndi ég ekki elska hann, sagði Rosalie. — Orð, orð, innantóm.-Ég man hvað þú sagðir, þegar þú varst trú Iofuð Evan Farley, þú sagðist hafa sjónarmið nútimakonunnar, ekki finna til afbrýðisemi og treysta honum fullkomlega. — Ég var ekki afbrýðisöm — af því að ég elskaði hann ekki. — Þar með játarðu, að þú sért afbrýðisöm vegna Hugh’s. — Reyndu að daðra við hann — og vittu hvað gerist. Rosalie hló og sveigði inn að hliðinu, sem stóð opið og ók gegn um það að framdyrum stóra, gamla hvíta hússins. — Ekki fleiri ögranir, stóra syst- ir, sagði Rosalie og hló. Farðu nú að læra af reynslunni. Jennie hafði skilið eftir hita- flösku með súkkulaði í, smurt brauð, eins og jafnan þegar Mere- dith kom seint heim úr sjúkravitj- unum. Þær systurnar settust og gæddu sér á þessu og ræddu um ungmennin. Wright-hjónin pg frú Carling, og forðuðust að minnast frekar á Hugh. Meredith lá andvaka fram eftir nóttu, bæði vegna ofþreytu og orða skipta þeirra systranna á heim- leið. Hún hugsaði um hve örugg Rosalie hafði verið um að geta tek ið Hugh frá henni, en vitanlega, hugsaði hún nú, mundi það ekki takast, þótt hún reyndi, þvi að Hugh mundi ekki hvika, — en á hinn bóginn var Rosalie hættuleg í slíkum bardaga, — og vonandi, gerðist eitthvað til þess að beina huga hennar frá Hugh — og að einhverju öðru. Það var nokkrum dögum siðar, að ungur maður steig út úr lestinni í River Gap, og spurði vegar til Iæknisstofu Blake Iæknis. Hann skildi ferðatöskuna sína eftir í fartngursgeymslunni í stöðinni, og fór svo fótgangandi og horfði af nokkurri forvitni í kringum sig á leiðinni til læknisstofunnar. Hann var hár vexti og grannur, en frem- ur óhraustlegur útlits, eins og hann væri nýstaðinn upp úr veikindum. Hárið var þykkt og brúnleitt, aug- un blágrá, og hann gekk með horn- spangargleraugu. Hann var í hvers dagslegum gráum fötum, og var I stuttu máli ósköp venjulegur ungur maður, en þó var eitthvað við hann, sem" vakti eftirtekt og forvitni um, hver hann væri þessi ungi maður og hverrar stéttar. Merédith var í skrifstofu sinni að ganga frá ýmsum skýrslum, þeg ar hún heyrði að hliðið var opnað og gengið föstum skrefum að hús- inu, en að því lá stígur lagður hell um og blómabeð beggja vegna. Bar ið var að dyrum og inn kom hinn ungi maður með unglingslegt bros á vörum. — Blake læknir? — Já, gerið svo vel að setjast, sagði Meredith og benti á stól. — Þökk, sagði ungi maðurinn og rétti henni bréf. Evan Farley læknir sendi mig til yðar. Meredith las bréfið. Það var með mælabréf með Stewart Frazier lækni, sem hafði nýlokið prófi og skyldutíma sínum í sjúkrahúsi og það hafði hánn gert í Memorial- sjúkrahúsinu, sem Evans veitti for- stöðu. í bréfinu var sagt, að komið hefði í ljós veila í öðru lunga hins unga læknis, og yrði hann að taka sér misseris hvíld við góð skilyrði, og bað hann Meredith að annast hann sem bezt hún gæti. Hún spurði nú Frazier læknir nánara um þetta. — Farley Iæknir hélt kannske, að með yðar aðstoð mundi ég geta fundið einhvern góðan dvalarstað hérna uppi í fjöllunum — og að þér gætuð haft eftirlit með mér meðan ég væri að ná mér — og ég ef til vill veitt yður einhverja smávægi- lega aðstoð í staðinn — þegar frá liði, og ég færi að hressast. Meridith fannst pilturinn geð- þekkur, er þau voru farin að talast við og hún hafði virt hann betur fyrir sér, en ekki fundist hann á neinn hátt athyglisverður fyrst í stað, og hún hafði áhuga fyrir honum sem sjúklingi. — Fjallaloftið mun áreiðanlega reynast yður heilsulind, sagði hún, ég er sammála Farley um það. Þér T A R 1 A II SUT I AM KISHTFUL CHIEF OF ttOTO-MOTOS! I AM THEIK JUPSE! IOKFEK THEM K.ILLE7— \T0 KI7 US OF THEIK SHAWE! j--------------' ílnlted Feature Syndíeate. It NO, SAKIA, WE CAKl'T KETUKN LIFE TO THE FEA7 FOCTOKS ANP HUKSES- By K.ILLINS THEIK. MUKI7EKEKS! - 'DTi CilARPO 15 (]□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofan P I R O L A Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofs VESTURBÆJAR Grenimei 9, simi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. [ Hárgreiðslu- og snyrtistofa [ STEINU og DÓDÓ > Laugaveg 18. 3. hæð Gyfta). *Sími 24616. > Hárgreiðslustofan ' Hverfisgötu 37, (horni Klappar- Jstigs og Hverfisgötu). Gjörið 'svo vel og gangið inn. Engar [ sérstakar pantanir, úrgreiðslur. ’ P E R M A, Garðsenda 21, slmi »33968 — Hárgreiðslu og snyrti- í stofa. [ Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi (TJARNARSTOFAN, * Ijarnargötu 10, Vonarstrætis- ímegin. Sími 14662. Hárgreiðslustofan tr Háaleitisbraut 20 Sími 12614 Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12. Simar 13660. 14475 og 36598. f Ödýrar þykkar drengjapeysur i HAGKAUP Ég tala fyrir alla Moto-Motoana Tarzan, að undanskildum morð- ingjunum. Ég skipa svo fyrir að þessir sex sem drápu vini þina, hljóti sjálfir sömu örlög. Nei Gana, segir hinn slungi Tarzan, við getum ekki vakið hina til lífs- ins með því að drepa þesa. En ég hinn rétti höfðingi Moto Moto anna skipa svo fyrir að þau skuli drepin til þes að hreinsa af okkur þennan smánarblett. Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.