Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Þriðjudagur 26. nóvember 1963. Koma þeir til Islands? Lundúnablaðið Evening Stand- heimsókn forseta og utanríkis- ard skýrði frá þvf á föstudag- inn að bæði Sir Alec Douglas- Home forsætisráðherra Breta og R. Butler utanríkisráðherra hafi þegið boð um að endurgjalda ráðherra til Bretlands og koma bráðlega til íslands. Ekki er enn afráðið, segir blaðið, hve- nær það verður. Vísir spurðist fyrir um málið f utanríkisráðuneytinu í morg- un. Ráðuneytið skýrði svo frá að á þessu stigi gæti það ekki rætt þetta mál. Margar áramóta- brenr.-r veríaíár Ýmisiegt bendir til þess að ára- mótabrennur verði sízt færri f ár en að undanförnu, en í fyrra munu þær hafa verið a. m. k. 70 — 80 talsins víðs vegar um borgina. Krakkar og unglingar eru víða farnir að draga saman kassa og brennuefni í áramótabrennur, en því miður háfa öfundsjúkir keppi- nautar sums staðar komið meira við sögu en skyldi, og kveikt í því brennuefni sem búið var að draga saman. Hefur slökkviliðið verið kvatt á vettvang af þessum sökum í nokkrum tilfellum og sums staðar hefur verið slökkt, þar sem ástæða hefur þótt til, en annars staðar ver- ið látið brenna út, ef eldurinn hefur verið magnaður. Lögreglan í Reykjavík hefur beð ið Vfsi að benda unglingum og örðu fólki sem áhuga hefur fyrir því að efna til áramótabrenna á eftirfarandi átriði: f>éi¥ sém' háfa í tíýggju að hálda áramótábrennUr verða að sækja um leyfi til þess hjá lögreglunni, svo sem áður hefur tíðkazt. Um- sækjendur skulu snúa sér til lög- reglunnar um þessar beiðnir í síma 14819 og verður beiðnunum þar svarað fram eftir næsta mánuði. Umsækjendur skulu lýsa stað- háttum, þar sem brenna er fyrir- huguð, skýra frá því hvar sá stað- ur er og hvort brennur hafi verið haldnar þar áður. Þá skulu þeir enn fremur tilnefna einhvern mann, er telur sig vilja vera ábyrgan fyrir brennunni og hafa umsjón með henni. > Af lögreglunnar hálfu hefur Stefán Jóhannsson varðstjóri og af slökkviliðsins hálfu Leó Sveinsson verið tilnefndir til að meta hvort sé tiltækilegt að halda brennur á hverjum stað og til þess að líta eftir bálköstunum. Hafa þeir úr- skurðarvald í þessum efnum. Lögreglan beinir þeim tilmælum til foreldra og annarra forráða- manna að minna börnin á að hafa ekki um hönd hættuleg eldfim efni i samþandL- við ■ hleðslu bál- kastenna og að kveikja ekki f þeim fýrr „Sþ 'JögFegÍaiiI- veiiir jeyfi til þess. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hinar stóru brennur sem borgin sem slík stendur að. SíUveiðin glæðist Heldur lifnaði yfir sildveiðunum í nótt. Fengu 24 bátar 7060 tunnur af ágætri síld, en langt er að fara, þar sem húrs veiddist í Kolluál, djúpt, 50—60 mílur vestur af önd- verðarnesi, og eru 130 sjómílur héð an frá Reykjavik á miðin. Síld veiddist ekki annars staðar. Leituðu bátar við Eldey og f Mið- MÁLFUNDAKLÚBBURINN Málfundaklúbbur Heimdallar held ur starfsemi sinni áfram í Valhöli í kvöld kl. 20,30, og verður rætt um kynþáttavandamálin. Athygli er vakin á þvi, að klúbb urinn, sem einkum er ætlaður byrj endum, of opinn öllum félagsmönn um og nýir þátttakendur geta ætíð bætzt við. Stjómin. nessjó, en urðu ekki varir, en Þorskabítur fann síld 40 sjóm. suð- vestur af Malarrifi, en ekki veidd- ist þar síld f nótt, hvað sem síðar verður. Mestur afli á bát I nótt var 700 tn. Afli bátanna var sem hér segir. Hannes Hafstein 650, Höfrungur 400, Höfrungur II. 300, Lómur 350, Stapafell 500, Sigrún 500, Arsæll Sigurðsson 200, Gísli lóðs 300, Ás- björn 400, Helga 200, Hafþór 250, Arnfinnur 700, Oddgeir 200, Snæ- fell 250, Eldey 200, Jón Jónsson 200, Húni II. 200, Engey 400, Arn- kell 150, Ólafur Magnússon EA 170, Skagaröst 200, Manni 200 og Gný fari og Jón Guðmundsson með sín- ar 70 tn. hver, munu báðir hafa verið með rifnar nætur. Fagnaður — Framh. af bls. 16 Stúdentar, eldri sem yngri, eru hvattir til þess að fjölmenna á fagnaðinn. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg f dag ki. 5 — 7 e. h. og næstu daga í bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Frú Guðriín Péfurs- dótfir lótin Síðastliðið laugardagskvöld lézt hér í Reykjavík frú Guðrún Péturs- dóttir, 85 ára að aldri. Frú Guðrún fæddist 9. nóvember 1878, dóttir hjónanna Péturs Krist inssonar, bónda í Engey, og Ragn hildar Ólafsdóttur frá Lundum í Stafholtstungum. Þann 5. júnf 1904 giftist Guðrún Benedikt 'Sveínssyni, síðar Alþingisforseta.* Var þeim hjónum sjö barna auðiðþ en þau eru: Sveinn, Pétur, Bjarni, Kristjana, Ragnhildur, Ólöf og Guð rún. Tvær systranna eru látnar, Ragnhildur og Kristjana. Frú Guðrún vann mikið og óeig- ingjarnt starf að málefnum ís- lenzkra kvenna. Hún var ung að aldri meðal stofnenda Hins ís- lenzka kvenfélags og stóð síðan í meir en hálfa öld í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindamálum kvenna, Iíknar og mannúðarmálum og f sjálfstæðismálinu. Frú Guðrún tók þátt í stofnun Bandalags kvenna og síðar Kvefélagssam- bandi íslands. Formaður þess var hún frá 1947-1959. Hún tók þátt í stofnun Húsmæðrafélagsins, Kvenréttindafélagsins og gegndi formannsstörfum í Heimilisiðnaðar félaginu og Mæðrastyrksnefnd um skeið. Formaður var hún um tfma í Sjálfstæðiskvenfélaginu Hvöt og heiðursfélagi þess félags: Útför frá Guðrúnar Pétursdótt- ur verður gerð n. k. fimmtudag. ABit svart Framh. af bls. 1. áttar og gbsmökkinn lagt yfir Eyjar og breitt ösku yfir kaup- staðinn. Þeir sem fengið hafa ösku í geyma sína, verða nú að tæma þá. En margir höfðu ekki sett rennur sínar í samband aft ur eftir öskufallið um daginn. AUKIN HÆTTA AF GOSINU Sigfús sagði, að ýmislegt benti iL þess, að gosið væri nú í rénum. Hefðu orðið hlé á því ailt ð 15 mínútur í senn. Þrátt fyrir þetta mættu menn þó ekki ætla að minni hætta stafaði af gósinu. Væri það einmitt þver- öfugt, þar eð mikill vikur kæmi nú upp úr gígnum og skapaði ólgu í sjónum kringum eyjuna. Teldi Sigurður Þórarinsson nú vera hættusvæði í einnar sjó- mílu fjarlægð frá eyjunni. EYJAN 106 METRA HÁ Eyjan nýja er nú orðin 106 metra há og um 900 metrar á lengd. Hækkar eyjan stöðugt og þegar vikur og gjall kastast nið- ur og þeytist út f sjóinn er mik- il hætta fyrir smábáta á stóru svæði. Vísir hafði samband við Veð- urstofuna í morgun. Var þá sunnanátt við Eyjar. Vísi var tjáð, að starfsmenn Veðurstof- unnar hefðu orðið þess varir í morgun, að lítilsháttar öskufall hefði orðið í Reykjavfk í nótt. Myndsjó — Framh. af bls. 2. Að lokum söng Dómkirkju- kórinn sálminn Faðir andanna,, þjóðsöngvar Bandaríkjanna og fslands voru sungnir og dr. Páll ísólfsson Iék sorgarlag eftir G. F. Handel. Dómkirkjan var þéttsetin. Meðal viðstaddra voru handhaf ar forsetavalds, íslenzka ríkis- stjórnin, sendiherrar erlendra ríkja, alþingismenn, yfirmaður vamarliðsins, ræðismenn, og fjöldi annarra forystumanna. Hempuklæddir prestar Iúthersku og kaþólsku kirkjunnar í Reykja vík og á Keflavíkurflugvelli sátu í kór kirkjunnar. Mikill mannfjöldi hlýddi á at- höfnina utan við Dómkirkjuna, en hátölurum hafði verið komið fyrir á veggjum hennar. Athöfn inni var útvarpað f Ríkisútvarp- Breytt sfkipulag > vri 0$*.™”. ■' • Framh- a*. bls. 16. leiðsluráðs landbúnaðarins, Kristján Karlsson erindreki Stétt arsambandsins og Einar Ólafs- son í Lækjarhvammi verið kjörn ir f nefndina. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda nú í haust var ákvörðun um þetta mál tekin af hálfu sam bandsins og þá samþykkt að skipuð yrði sex manna nefnd með fulltrúum frá Stéttarsam- bandinu og Búnaðarfélaginu. — Hlutverk nefndarinnar er að at- huga stöðu íslenzka landbúnað- arins f þjóðfélaginu og gera til- lögur um hverskonar breytingar á fyrirkomulagi í öllum málefn- um Iandbúnaðarins sem nefndin telur ástæðu til. Gert er ráð fyrir að nefndin ráði sér starfsmann eða menn eftir þörfum, en mikil verkefni bíða framundan um öflun hvers konar gagna heima og erlendis, bréfaskriftir, þýðingar, skýrslu- gerðir o.fi. Hér er um einskonar skipulagsnefnd landbúnaðarins að ræða sem hefur miklu og merkilegu hlutverki að gegna f öllum framtíðar- og skipulags- málum landbúnaðarins. Á fyrsta fundi sfnum, sem í dag hefst kl. 4 síðdegis mun nefndin m.a. kjósa sér formann. Eldur kveiktur — Framh. af bls. 1. hermenn kistunni á axlir sér og báru hana að fallbyssuvagnin- um, og var því næst lagt af stað til Hvíta hússins, að við stöddum miklum mannfjölda. Þar bættust í hópinn erlendir þjóðhöfðingjar og þjóðaleiðtog- ar. Baldvin Belgíukonungur, H lile Selassie Eþfopiukeisari, / Friðrika Grikklandsdrottning, níu prinsar og prinsessur, De Gaulle Frakklandsforseti, Sir Alec Douglas Home forsætisráð herra Bretlands, Anastas Mikoj an varaforsætisráðherra Sovét- ríkjanna o. frv. í Matteusarkirkjunni tók Gus hing kardináli á móti frú Kenne dy og börnum hennar, Caroline 6 ára, og John. þriggja ára, Cushing kardináli stýrði messu gjörð og las úr Jóhannesarguð- spjalli og bað fyrir sál hins látna. Hannan aðstoðarbiskup flutti stutta minningarræðu. Úr kirkjunni gekk Jacqueline Kennedy næst á eftir kistunni og börn hennar. Jarðsett var í Arlingtonkirkju garði, sem er hinzti hvíldarstað ur fállinna bandarískra ljer- manna. Hermenn báru kistúna að gröfinni. Herflokkur stóð vörð. Fimmtfu herþotur flugu yfir, ein úr hverju ríki Banda- ríkjanna. Cushing kardináli blessaði gröfina og las Faðir vorið. Skotið var af fallbyssum 21 heiðursskoti og lúðraþeytari lék sorgarlag það, sem vani er að leika, er grafnir eru fallnir hermenn. Sunginn var sálmur. Alger þögn ríkti og kveikti Jacquline Kennedy nú Ijós, sem á ávallt að loga á gröfinni, sneri sér svo við, augu hennar voru þurr, og göfug ró yfir andliti hennar, og gekk að bifreið sinni. Síðar kom hún aftur að gröfinni og lagði á hana blómsveig. í frétt frá Washington var sagt, að eins djúp áhrif og sorg in yfir missi hins unga forseta hefði haft, eins djúp væri að- dáun allrar þjóðarinnar á hinni fögru ekkju hans fyrir tign henn ar og ró á stundum sorgarinn- ar. Talið er, að nær millj. manna hafí verið viðstödd útför for- setans, en tugmilljónir manna fylgdust með öllu f sjónvarpi, út um heim allan. « . - . .1. . r Bannsókn — Framh. af bls. 1. kom fram. í skeytinu þakkar Johnson samúðarskeyti og full- vissar Krúsév um, að hann muni framfylgja stefnu Kennedys í ut anríkismálum. í gær beindi Lyndon B. John- son forseti aðvörun til banda- rísku þjóðarinnar um að forðast sundrung og ábyrgðarleysi. Hann flutti ræðu á samkomu 35 fylkisstjóra Bandaríkjanna, sem komið höfðu til Washington til að vera viðstaddir útför Kenne dy forseta. Hann sagði að ef bandaríska þjóðin sameinaðist ekki á þessum alvarlegu tímum gæti hún átt á hættu að lam- ast. Stefna mín, sagði Johnson verður fyrst og fremst að koma á friði í landinu. Jacqueline Kennedy býr sig nú til að flytja úr Hvfta húsinu. Það er ekki vitað, hvar hún ætl- ar að búa, en talið er að hún ætli að flytja til móður sinnar frú Auchinloss sem býr f Wash- ington. Við lok útfarardagsins í gær um miðnætti gekk hún að gröf manns síns í fylgd með Robert bróður hans og lagði blómsveig á leiðið. Það er ekki ofmælt, að öll bandaríska þjóð- in taki innilega þátt í sorg henn ar. Aflasölur Hvalfell seldi í Grimsby í gasr 115.8 tonn fyrir 10.500 stp. og Þor- kell máni í Hull fyrir 9.759 stpd. Pétur Halldórsson selur í V- Þýzkalandi á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.