Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 9
>r- 1S IR . Þriðjudagur 26. nóvember 1963. 9 ■r* Thor Thors sendiherra SEXTUGUR Fæddur við Austurvöll og al- inn upp við Tjörnina. Gekk í Menntaskólann við Lækjargötu og tók lagapróf — hið hæsta sem þá hafði verið tekið hér á landi — við Háskólann í Al- þingishúsinu. Vissulega fær Reykajvfk ekki svarið fyrir að þarna sé sannur Reykvíkingur á ferð. En það er og sízt hættan á að hana langi til að synja Reykjavík ekki svarið fyrir að þetta er Thor Thors sendiherra sem sextugsafmæli á nú í dag. Foreldrar hans, Thor Jensen og Margrét Þorbjörg Kristjáns- dóttir, áttu 7 böm fyrir er Thor fæddist, hann var fyrsti Reyk- víkingurinn í þeim hópi, en síðan bættust þrjú systkini við. Faðir hans var orðinn vel efnað- ur á uppvaxtarárum Thors og mesti umsýslumaður landsins í verklegum framkvæmdum. Á Fríkirkjuvegi 11 var að vísu f jöl- mennt heimili, en hátt til lofts og vítt til veggja og vistarverur margar, heimilisbragur allur til fyíirmyndar undir stjórn móður hans. Fyrir ungan mann sem hafði fengið góðar gáfur og víkings- lund í vöggugjöf — arf úr báð- um ættum — voru hinar hag- kvæmu ytri aðstæður eins og byr í seglin. Ég hefi nefnt árang ur ágætra námshæfileika á laga prófi, sem hann tók eftir aðeins 3y2 árs háskólanám. En þvf fer þó fjarri að hann væri fyrst og fremst bókaormur. Þvert á móti, það kom þegar á skólaárunum í ljós að þessi maður var fæddur til mannaforráða, til að standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri. Ég kynntist honum fyrst að ráði er við vorum saman f stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur á ár unum 1928—30. Undir for- mennsku hans þessi ár lét félag ið óvenju mikið að sér kveða, og samtímis Alþingishátíðinni var háð hér norrænt stúdenta- mót sumarið 1930. Hvíldi bæði undirbúningur og stjóm mótsins langsamlega mest á Thor og fórst honum ágætlega úr hendi. Þegar þetta gerðist var hann nýkominn heim frá framhalds- námi f hagfræði í Cambridge og París og var orðinn einn af framkvæmdastjórum Kveldúlfs. Fjórum árum síðar varð hann forstjóri Sölusambands íslenzkra fiskframleiðanda, sem þá var ný lega stofnað, og hélt því starfi unz hann hvarf að öðru ólíku verkefni sumarið 1940, sem enn mun sagt verða. Hann gerði víðreist á þessum árum, fór til Argentínu, Brasilíu og Nýfundnalands, auk viðskipta- ferða um það sem kalla mætti troðnar slóðir. Stofnaði með fleirum Eimskipafélag Reykja- víkur, var form. sýningarráðs Islands á heimsýningunni í New York 1939. Þarna mætti sýnast að hver maður, þótt í meira meðallagi væri, hefði fundið athafnaþrá sinni nægilegt viðfangsefni. En Thor átti mikið aflögu. Á þessum árum var að hans dómi og okkar margra annarra bæði ofstjórn og óstjóm hér á landi. Þegar svo stóð á hefði það verið ólíkt Thor að gleyma seinustu hendingunni í vísu Egils: höggva mann ok annan, enda gerist hann Framsókn skeinuhættur á þeim árum. Hann var formaður Heimdallar um hríð, og í kosningunum 1933 var hann kjörinn þingmaður Snæfellinga, en einmitt úr þvi kjördæmi var ætt móður hans runnin. Sem þingmaður var Thor vin- sæll í héraði svo að enn er f minnum haft þar vestra, og at- kvæðamaður á Alþingi. Starfs- þolið óþrjótandi, mælskan sem sameinaði rökfimi án málaleng- inga og mærðarlausan alvöru- þunga i framsetningu, óvenjuleg þekking á þjóðmálum, — allt studdi þetta að því að skapa þingskörung úr þessum unga manni. En litið sjáum aftur og ekki fram. - Forysta í atvinnu- málum og á Alþingi sýndist vera Thor ásköpuð. En honum var annað hlutverk ætlað. Heims styrjöldin brýzt út haustið 1939. Á næsta ári verða íslendingar sjálfir að taka í eigin hendur meðferð utanrlkismála sinna. Á fáu reið þá meira en að réttur fulltrúi fengist til að fara með mál íslands í Bandaríkjum Norð urameríku. Það vildi svo vel til að Is- land átti réttan mann til þessa starfa — og að hann gaf kost á sér. Hinn 1. ágúst 1940 var Thor skipaður aðalræðismaður I’slands í New York. Áður en ár ið var liðið höfðu íslendingar íslenzkra sendiherra ambassa- dorstitil; hann er — auk þess að vera sendiherra í Bandaríkj- unum — samtímis sendiherra Islands í Argentínu, Brasilíu, Canada og Cuba. — Og Thor Thors. samið við Bandaríkjamenn um hervernd landsins meðan á ó- friðnum stæði, og hinn 23. októ- ber 1941 var Thor skipaður sendiherra íslands í Washing- ton, og var hann fyrstur fslend- inga til að fá þann titil eftir Svein Björnsson, sem þá var orðinn ríkisstjóri. Ég hefi fyrir framan mig handbók utanríkisráðuneytisins Þar má lesa um embættisframa þessa manns, hann fékk fyrstur þó er hitt meira að jafnframt þessum störfum er hann fasta- fulltrúi Islands hjá Sameinuðu- þjóðunum, en það er ótrúlega tímafrekt starf þegar það er rækt af alvöru og trúmennsku. Það mætti fylla heilan dálk með skrá um þær ráðstefnur þar sem Thor hefir haldið uppi merki íslands. Þess gerist þó engin . þörf f þessari afmælis- kveðju, enda yrði sú upptalning að vissu leyti eins og upptalning mannvirðinga og heiðursmerkja sem framámönnum hlotnast: lýs- ing á rammanum utanum sjálft manngildið. Og vissulega er það þar sem aðalatriðið er fólgið. En það er skemmst af að segja að hið nýja ævistarf sem Thor kaus sér rösklega hálffertugur hefir hann rækt með þeirri prýði sem bezt mátti verða. Hann hefir verið þátttakandj í ýmissi hinni örlagarikustu pólitisku samningagerð fyrir landið, hann hefir Ieyst flókna hnúta í efna- hags- og fjármálum fyrir ríki og fyrirtæki, hann hefir ferðazt fram og aftur um Vesturálfu og víðar fyrir Island og talað máli þess — og máli réttar og sátta — hjá Sameinuðu þjóð- unum. Samt á þessi maður aldrei of annrfkt til að leysa vandræði þeirra einstaklinga sem til hans leita, og mætti segja af þvi margar sögur, ef timi væri til. Ég minntist á það áður að viss alvöruþungi hvfldi strax frá æskuárum yfir mælsku Thors, og' ég tel mig fara rétt með að þetta sé einkenni á við- horfi hans til þeirra opinberu mála sem hann á að leysa. En það er síður en svo að þetta alvarlega lífsviðhorf hafi gert hann að drumbi i umgengni. Þvert á móti. Hann kann vel að gleðjast á góðri stund, svo sem fjölmargir vinir hans þekkja frá eftirminnilegum ánægjustundum sem þeir hafa átt með honum. Ég nefndi áðan handbók utan ríkisráðuneytisins. Ég fer að dæmi hennar og geymi það allra bezta sem sagt verður um vin minn til sfðustu málsgreinar: Það hve hann á ágæta konu. Hann kvongaðist ungur Ágústu Ingólfsdóttur, héraðslæknis Gíslasonar. Ef ég fer af stað að hæla henni er ekki að vita hve- nær ég lyki þessari grein, ég er hræddur um að eitt tölublað af Vísi entist skammt. Þau hjónin hafa oft staðið f ströngu og þau hafa orðið fyrir sárum harmi, sem þau hafa borið eins og hetj- ur. Á þessum merkisdegi um- lykja góðar óskir heillar þjóðar þessi góðu hjón. Pétur Benediktsson. Fimm unglingabækur frá Leiftri Leiftur h.f. er vafalaust það islenzka útgáfufyrirtækið sem hvað mest hefur lagt sig eftir út- gáfu barna- og unglingabóka sfð- ustu árin. Frá Leiftri hafa Vísi nýlega borizt eftirtaldar fimm unglinga- bækur: „Zorro berst fyrir frelsinu", saga sem byggð er á sjónvarps- þætti þess fræga manns Walt Disney, en sögð af Steve Frazee. Þetta er fyrst og fremst mikij at- burðasaga sem heldur lesandan- um í spenningi frá upphafi tii enda og segir frá fjölda einviga og annarra hetjudáða þar sem oft er barizt upp á líf og dauða. Þetta er aðeins ein saga af mörg- um í bókaflokknum um Zorro. önnur æsispennandi saga, sem einkum er ætluð drengjum er bókin „Fjársjóður sjóræningjans“ eftir Henri Vernes. Þetta er einnig saga úr stórum sagnaflokki sem í heild er kenndur við aðalsögu- hetjuna, Bob Moran. Þær eru þekktar fyrir hraða og spennandi atburðarás. „Kim og stúlkan f töfrakist- unni“ er nafn á sögu eftir Jens K. Holm, spennandi drengjasaga, en getur þó ekki slðar átt við hugðarefni telpna. — Kim-bæk- urnar hafa þegar náð mikilli hylli íslenzkra barna og ung- linga. „Kata og Pétur" eftir Thomas Michael er framhald sögu sem Leiftur hefur áður gefið út undir heitinu „Ég er kölluð Kata::. Sú bók náði á sínum tíma miklum vinsældum og nú kemur -fram- hald hennar. Þetta er hugnæm bók fyrir stráka sem telpur og er með mörgum snotrum teikn- ingum. Sú bók sem telja má vera holl- astan lestur þessara bóka fyrir börn og unglinga og hafa mest uppeldislegt gildi er „Anna-Lísa og Ketill" eftir Sverre By, en hann er einn af þekktustu barna- bókahöfundum Norðmanna og hefur oftar en einu sinni hlotS verðlaun norska menntamálaráðu- neytisins fyrir bækur sfnar. I þessari bók er uppistaðan sam- skipti manna og dýra eins og þau geta bezt og fegurst verið. Þetta er góð bók og holl fyrir börn og aila þ áaðra sero yndi hafa af skepnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.