Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 4
"4 VÍSIR . Flmmtudagur 30. janúar 1964. Aukin aðstoð við sjávarútveginn er bein afleiðing kauphækkananna Kaflar úr ræðu forsætisráð- herra, Bjarna Benediktssonar, við fyrstu umræðu i efri deild um frv. ríkisstjómarinnar til bjargar sjávarútveginum. Frv. það sem hér er til umr., hefur þegar verið samþ. t hv. Nd. Um það var nokkur ágrein- ingur í þeirri d„ en þó ekki um þau meginatriði frv„ sem fela f sér nokkra aðstoð við sjávar- útveginn, þ. e. a. s. ekki var um það deilt, að hann þyrfti á að- stoð að halda og að eftir atvik- um væri það form, sem hér eru gerðar till. um að hafa þá að- stoð í, eðlilegasta aðferðin eins og sakir standa, en hitt var af sumum talið, að frv. væri ekki nógu róttækt, að sjávarútvegur- inn þyrfti meiri aðstoð heldur en felst í þessu frv. Ut af fyrir sig er vel hægt á að fallast, að þetta frv. er engin fullnaðar- lausn á því vandamáli, sem nú er við að etja og hér er gengið eins skammt í aðstoðinni eins og talið er hægt, en engu að síður stendur það eftir, að eftir þær kauphækkanir, sem urðu nú t desember, þá er óhjákvæmi- legt að veita sjávarútveginum aðstoð, þó að hitt sé matsat- riði, hversu langt eigi í henni að fara og eins, hvort þessi aðferð, sem hér er upp á stung- ið, stoði til frambúðar þó að hún sé óhjákvæmileg eins og sakir standa, svo sem ég áðan gat um. Dómur oddamanns yfir- nefndarinnar var lögum samkvæmt Um 3. gr. eða síðustu mgr. 2. gr„ sem má segja, að sé bein afleiðing af kauphækkununum f desember, en þar verður ákveð- ið, að frá 1. janúar 1964 sé ríkis- stj. heimilt að greiða sem svar- ar 6% viðbót við það ferskfisk- verð, sem ákveðið var með úr- skurði yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins 20. jan. 1964. Þessu ákvæði var bætt inn f frv. í hv. Nd. Sá úrskurður,,sem ákvað fiskverðið, var kveðinn upp, þegar samning þessa frv. var komin á lokastig, og þótti því ekki fært að kveða á um þetta í frv. sjálfu, en hv. fjhn. eða meiri hl. hennar hafði sam- ráð við ríkisstj., og var unnið að málinu og þessi till. borin fram eftir sameiginlegri ákvörð- un, ef svo má segja, ríkisstj. og méiri hl. hv. fjhn. Nd. Þess hefur orðið vart, að nokk ur ágreiningur er um lögmæti úrskurðarins, sem kvað á um fiskverðið. Eins og ég sagði f hv. Nd. þá hef ég sfzt út á það að setja, sem Alþýðusambands- stjórnin vék að í samþykkt sinni, að lögmæti úrskurðarins verði borið undir dómstóla. Þeir eru sú stofnun í þjóðfélaginu, sem um slfkt á endanlegt úr- skurðarvald og aðrir geta ekki sagt með vissu um skilning lag- anna, en ég efast hins vegar ekki um sjálfur, að úrskurður- inn var fyllilega lögmætur og kveðinn upp með þeim eina hætti, sem fylgja verður, ef tryggja á, að lögmæt niðurstaða slíks gerðardóms fáist. Sú að- ferð, sem fylgt var, er hin sama, sem viðurkennd er f okkar dóm- skaparétti og engum hefur kom- ið til hugar að bera brigður á. Að mínu viti er því gagnrýni á lögmæti úrskurðarins gersam- Iega ástæðulaus og byggð á full- komnum misskilningi, svo þar stendur mín skoðun gegn skoð- un annarra og eina ráðið til þess að fá endanlega úr þvf skorið er að sjálfsögðu að bera þetta mál undir dómstóla, ef einhver telur ástæðu til þess. Hitt er svo allt annað mál, hvort menn telja, að efni úr- skurðarins sé sanngjarnt. Því hefur verið fleygt, að oddamað- urinn hafi þar fylgt fyrirmælum rfkisstj. Ég vil nota þetta tæki- færi til þess að lýsa það með öllu rangt. Að sjálfsögðu kom ríkisstj. ekki til hugar að gefa nein slík fyrirmæli né odda- manninum að leita fyrirmæl- anna og ekki einu sinni léið- beiningar eða álits ríkisstj. um hvert fiskverðið skyldi vera. Hann kveður það upp, dóm- kvaddur maður, eftir sinni eigin beztu samvizku eftir að hafa aflað sér allra þeirra gagna, sem hann hefur talið sig þurfa á að halda. Þá er einnig á það að líta, að eftir ákvæðum gildandi laga, þá ber að miða fiskverðið við út- flutningsverð vörunnar. Þessi gerðardómur, sem á að ákveða fiskverðið, á að byggja sinn úr- skurð á allt öðrum forsendum heldur en t. d. n„ sem ákveður landbúnaðarverð. Þar er byggt á því, að bændur hafi sambæri- legar tekjur við aðra Iandsmenn tilteknar stéttir, sem upp eru taldar. Af hækkandi tekjum þeirra og hækkandi kostnaði við framleiðslu landbúnaðarvara leiðir það, að bændur eiga rétt á hækkandi verðlagi til sín. Um þetta eru ákvæði laganna varð- andi ákvörðun fiskverðs gersam lega ólík. Þar er fyrst og fremst byggt á útflutningsverðinu. Það er Ieiðbeiningin, sem gefin er, og gagnrýnendur þessa úrskurðar oddamannsins hafa ekki sýnt fram á og ekki að því er ég hef heyrt einu sinni leitazt við að sýna fram á, að oddamaðurinn hafi í ákvörðun sinni mistalið með eða mismetið útflutnings- verðið eða áhrif þess á fiskverð- ið nú. Þvert á móti hygg ég, að hann hafi með þvf að ákveða fiskverðið óbreytt frá þvf sem var í fyrra, teygt eins Iangt og unnt er úgerðarmönnum og sjó- mönnum til hags, vegna þess að eftir gildandi lögum þá hlýtur aukinn tilkostnaður, hvort sem hann er af innlendum rótum eða erlendum rótum að koma út- gerðarmönnum og sjómönnum til kostnaðar. Það var rækilega bent á það f umr. hér fyrir ára- mótin, a. m. k. af mér og ég hygg raunar fleirum, að hækk- andi kaupgjald í landi hlyti eftir gildandi lögum að verða til þess, að fiskverðið til sjómanna lækk- aði. Ég varpaði aftur á móti fram þeirri spurningu, hvort sé nægileg. Það var borin fram till. um verulega meiri uppbót- argreiðslur í hv. Nd. Hún náði ekki fram að ganga, en mér er nær að halda, að miðað við all- ar aðstæður og þá hjálp, sem hraðfrystihúsunum er veitt, þá sé með svipuðum hætti og sízt óríflegar orðið við þeirri nauð- syn að bæta að nokkru hag út- gerðarmanna og sjómanna eins Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. menn hefðu trú á því, að slík lækkun á fiskverði væri fram- kvæmanleg, þegar tilkostnaður ykist óg. aðrar stéttir fengju kauphækkanir. Ég minnist þess ekki, að þessari spurningu feng- ist þá svarað, en ég rek þetta nú, vegna þess að oddamaðurinn hefur orðið fyrir ómaklegu að- kasti fyrir sinn úrskurð og til þess að gera það alveg ljóst, að í þeirri till., sem samþ. var f Nd. um hækkun á fiskverði, felst síður en svo nokkur ó- merking eða vanmat á úrskurði oddamannsins. Það er einungis byggt á þeirri staðreynd, sem fyrir höndum er, að úr þvf að fiskverðið gat ekki hækkað, þrátt fyrir aukinn tilkostnað og þrátt fyrir hækkun á kaupi ann- arra stétta, þá er óumflýjanlegt að mati ég hygg allra, eftir því sem fram kom f Nd„ að fisk- verðið hækki einnig. Það er sjálfstæð ákvörðun, sem bygg- ir á þeirri staðreynd, sem nú liggur fyrir, en í þvf felst eng- an veginn, að þar með sé sagt, að úrskurður oddamannsins sé rangur, því að það er fjarri lagi að mfnu viti. Um það má svo deila, hvort sú greiðsla, sem hér er ráðgerð, og orðið var við nauðsyn hrað- frystihúsanna. Óverjandi að láta ríkis- sjóð verða fyrir greiðsluhalla Það skal skýrt tekið fram, að þau útgjöld, sem felast í þrem- ur fyrstu — eða leiða af þrem- ur fyrstu mgr. 2. gr„ eiga ekki rætur sínar að rekja til verð- hækkananna í desember, en að öðru leyti má segja, að útgjöld frv. standi í beinu sambandi við þá tausn verkfallanna, sem þá fékkst, og ennfremur leiðir það af þeirri lausn, að hækka verð- ur framlag til alþýðutrygging- anna um 27 millj. kr. eins og ráðgert er i sérstöku frv„ sem um það hefur verið flutt í hv. Nd„ og ennfremur hefur þótt rétt að hætta við lækkun á nið- urgreiðslum, sem menn voru að velta fyrir sér, hvort unnt væri að hætta við. Allt gerir þetta það að verk- um, að afla þarf fjár umfram það, sem ríkissjóður hefur þeg- ar yfir að ráða, og skv. frv. upphaflega var ráðgert, að fjár- þörfin yrði f kringum 210 millj. kr. Eftir að framlögin til hækk- unar fiskverðs bætast við, koma þar rúmar 50 millj. hér um bil, svo þá verða þetta nokkuð yfir 260 millj. kr., sem afla þarf fjár til að greiða, og eru ákvæði 5. gr. þess efnis að hækka sölu- skattinn til að tryggja það, að ríkissjóður fái staðið við þessar skuldbindingar. Þetta ákvæði frv. hefur sætt verulegri gagn- rýni. Að mínu viti er sú gagn- rýni þó ekki sanngjörn né fær staðizt. Alþingi hefur þegar samþ. fjárl. fyrir árið 1964 og að sjálfsögðu áætlað þau eftir þvf, sem þá þótti eðlilegt og sanngjarnt, og mun það margra manna mál, að þar sé teflt á nokkuð tæpt vað um tekjuöfl- un, þó að vonandi fái það allt staðizt, áður en yfir lýkur. Enda er það víst, að á slíkum þenslu- tímum, sem nú eru hér á landi, þá væri það hið mesta óráð að tefla hag ríkissjóðs í hættu og láta hann verða fyrir greiðslu- halla eða tefla mjög í tvísýnu um slikt. Það væri ekki aðeins hættulegt fyrir fjármál rikis- sjóðs sjálfs, heldur skv. allra skyni bærra manna skoðun mjög til þess að auka á verðbólgu, fá þá þenslu, sem allir eru a. m. k. öðru hvoru sammála um, að forðast beri. Enda sjáum við þess dæmi, að í öðrum löndum þá hafa, þegar svipað hefur staðið á eins og hér, beinlínis verið lagðir á sérstakir skattar tii þess að draga fé úr umferð til þess að vinna á móti þenslu og verðbólgu og féð lagt til hliðar. Það er engan veginn ætl unin að gera slíkt að þessu sinni af hálfu ríkisstj., en hún telur hitt óverjandi annað heldur en að afla fjár til þess — þeirra útgjalda, sem hún telur óhjá- kvæmilegt að taka á ríkissjóð. Þessu máli er það óskylt, þó að nokkur og allríflegur greiðslu afgangur hafi orðið á árinu 1962 og verði sennilega einnig, þó nokkru minni, á árinu 1963, tekjuafgangurinn 1962 hefur að mestu verið lagður f jöfnunar- sjóð lögum samkvæmt, og von- andi verður unnt að gera slfkt einnig að nokkru fyrir árið 1963. Ef þetta fé væri nú þeg- ar tekið og því eytt, mundi það verka verðbólguaukandi, verka til þess að auka á þenslu, magna þau vandræði, sem við erum að reyna að berjast gegn með þessu frv. og öðrum hliðstæð- um ráðstöfunum. Enda er það eins og hæstv. fjmrh. glögglega sýndi fram á f hv. Nd. ólikt skynsamlegra að leggja til hlið- ar fé á þeim tímum, þegar yf- irfljótanleg atvinna er, til þess sfðan að geta gripið til þess fjár, ef til hins verra horfir um atvinnu og geta þá ráðizt í fram kvæmdir til þess að forðast hið mesta böl, sem atvinnuleysið er. Aukin tekjuöflun óhjákvæmileg Þá hefur stjórninni einnig ver ið brugðið um það, að hún væri að koma aftan að verkalýðnum með því að gera nú tillögur um að hækka söluskattinn og að slik hækkun hlyti að leiða til Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.