Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Fimmtudagur 30. janúar 1964. Heímili vsagefinna 10 ára Barnahcimili templara að Skála- túni er 10 ára í dag. Nýbýlið Skálatún, var keypt árið 1953, og gert bannig úr garði, að þar væri hægt að hlynna að vangetn um bömum. Það var Jðn Gunn- iaugsson stjórnarráðsfulltrúi sem fyrstur kom með tillögu þess efnis að Templarar hæfi starfsemina, og var það árið 1952. Fyrsti vistmaðurinn kom að Skálatúni 30. jan. 1954, og var heimilið svo orðið yfirfullt þrem ur mánuðum síðar. Fyrstu stjórn þess skipuðu: Jón Gunn- laugsson, Páll Kolbeins, Þor- steinn Þorsteinsson, Guðrún Sigurðardóttir og María Al- bertsdóttir. Árið 1958 hófust við ræður miili heimilisstjórnarinn ar, og styrktarfélags vangefinna um að Templarar og styrktar- félagið stæðu að rekstri heimilis ins, og snemma á árinu 1960, var samningur gerður. Stjórnin var kjörin með nýju fyrirkomu lagi, og er heimilið síðan sjálfs- eignarstofnun. Aðalstjórn þess er þannig skipuð. Af hálfu Templara: Páll Kol- beins og Guðrún Sigurðardóttir, af hálfu Styrktarfélagsins: Ingi- björg Stefánsdóttir og Gísli Kristjánsson. Jón Sigurðsson borgarlæknir var og tilnefndur af landlækni. Tekizt hefur að auka húsa- kost heimilisins á síðustu þrem- ur árum, fyrir framlag úr Styrkt arsjóði vangefinna, og fyrir láns fé, þannig að nú er þar rúm fyrir allt að 30 börn, Tveir sjóð ir eru heimilinu til aðstoðar. Stofnendur þeirra eru: Þorsteinn Þorsteinsson kaupmaður, sem stofnaði sjóðinn til þess að hægt væri að gleðja börnin með ferða lögum eða öðru, og hinn sjóðinn stofnuðu þau Ragnheiður Guð mundsdóttir, og maður hennar Magnús Kristinsson, fé úr hon- um er varið lil föndur og leik- tækjakaupa. Forstöðukona heim ilsins er Gréta Bachmann, og ráðsmaður á búinu Viggó Valdi- marsson. Að lokum má geta þess að fyrirhugaðar eru nýjar byggingar, og hafa teikningar þegar verið samþykktar. Dágóð síldveiði í nótt 1 nótt rættist heldur úr með síldveiðina á austurmiðunum. Þeg- ar kluklcan um 8 í morgun voru 11 bátar búnir að tilkynna síldarleit- arskipinu Þorsteini þorskabít afia yfir 11.000 tunnur og siðar bættust fleiKÍ við. Talsverður sjór á suðvestan var á miðunum, en vindur hægari. Hafði hann snúizt til norðvesturs og gekk bátunum sæmilega að at- hafna sig. Aflinn fékkst að þessu sinni á svipuðum slóðum og fyrir nokkru eða 16 — 20 sjómflur suð- vestur af vestri frá Ingólfshöfða. § þlm afla þessara’ báta er blað- inu kunnugt: Gullborg 1100, Sigur- páll 1250, Eiliði 400, Hafþór 700, Askorun til yfirvalda I þjónustu sannleikans og sak- leysisins sem í sálum iandsmanna á nú í vök að verjast, gagnvart spillingaröflunum og til eflingar heilbrigðum vinnufriði og sér- hverri heilbrigðri uppbygging, skora ég á valdhafa íslenzka iýðveidis- ins, að gefa út þá yfirlýsingu, í síðasta lagi 30. janúar að allir leigjendur húsnæðis, svo og eigendur leiguíbúða, verði skaðlaus- ir af því, að telja húsalciguna rétti lega fram á skattaskýrslum og að engum refsað fyrir þau Iögbrot, sem f þessum efnum hafa átt sér stað, ef þeir nú kappkosti að telja réttilega fram í ölium greinum. Aliir skattgreiðendur munu fresta því, að skrifa húsaleiguna á skatta skýrslur sfnar, þar til valdhafarnir hafa látið frá sér heyra hér að lútandi. 26. janúar 1964. Guðrún Páisdóttir. Pétur Sigurðsson 850, Ögri 1200, | Huginn 600 og Snæfell 1100. Þetta Hrafn Sveinbjarnarson III 1500, eru 11 fyrstu bátarnir sem til- Vonin 1500, Árni Magnússon 1000, | kynntu afla í morgun. Umboðsmenn F.í. á faraldsfæti Mikii mannaskipti og tilfærsl- ur standa nú fyrir dyrum hjá Flugfélag islands. Eru það eink um fulltrúar félagsins erlendis sem flytjast til á milli staða. Birgir Þorgiisson mun koma heim til Reykjavíkur frá Kaup mannahöfn og taka við starfi deildarstjóra millilandaflugsins, en í hans stað í Höfn kemur V lhjálmur Guðmundsson, sem verið hefur í Osló. Til Osló kem ur í stað Vilhjálms, Skarphéð- inn Árnason, sem hefur undan- farin ár verið í Hamborg, en söluskrifstofan þar hefur verið iögð niður. Einar Helgason, sem hefur verið 8 ár í Glasgow mun koma heim og taka við starfi stöðvar- Kono slasast í gærkveldi seint slasaðist kona allmikið er hún datt á hálku í Bogahiið. Kona þessi, Anna J. Jónsdóttir, Hverfisgötu 112, var á gangi í Bogahlíð en þá var komið snjóföl á götur borgarinnar og flughált þar sem troðizt hafði slóð. Anna var flutt í sjúkrabifreið í slysavarð- stofuna og þaðan 1 Landakots- spítala. Umferðarslys varð fyrir utan Morgunblaðshúsið í Aðalstræti um sjöleytið i gærkveldi, er 8 ára drengur varð fyrir bíl. Drengurinn meiddist lítiisháttar og var farið með hann í slysavarðstofuna til at- hugunar. Hjartkær eiginmaður minn JÓN SIGURÐSSON, slökkviliðsstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 31. jan. kl. 3 e. h. Fyrir hönd bama og annarra vandamanna, * Karen Guðmundsdóttir. stjóra á Reykjavíkurflugvelli, en það er nýtt starf hjá Flugfélag- inu. Ekki er enn ákveðið, hver tekur við starfi Einars í Glas- gow. Bakirí — Framh. af bls. 16. verið baráttumál bakarastéttar nn- ar. Að sögn formanns Landssam- bands bakarameistara virðist nokk ur áhugi vera að vakna á bak- araiðninni, en um þessar mundir eru fjórir bakaranemar í Iðnskól- anum, þar á meðal ein stúlka. Bakariið er til húsa á efstu hæð Iðnskólans og er það t alla staði hið vistlegasta. 1 bakaríinu eru öll þau helztu tæki, sem í bakaríum þekkjast og hafa bakarar sjálf r lagt þau til ,en í því sambandi hafa þeir notið aðstoðar nokkurra fyr- irtækja. Iðnskólinn hefur hins veg ar séð um uppsetningu tækjanna og alla innréttingu. Verkleg kennsla í bakaraiðn hefur löngum verið baráttumál bakara og eru þetta því merk timamót. 1 gær mættu ’ fyrstu nemendurnir í kennslustund uppi í hinu vistlega bakaríi, en verklega kennslu ann- ast Gísli Óiafsson, bakarameistari. Þá mættu og nokkrir af stjórnar- meðlimum Landssambands bakara meistara til þess að skoða nýja bakaríið. Sá háttur verður hafður á að kaffibrauð það. sem bakaranem- arnir baka, verður selt í kaffi- stofu skólans og fá því nemendur Iðnskólans alveg nýbakað kaffi- brauð fyrir vægt verð. Tal vann löndu sína Tal vann í gærkvöldi skák sína við heimsmeistara kvenna, iöndu sína Nonu Gaprindasvili og sýndi nú á sér nýja hlið, hvernig þróa á stöðuyfirburði, j þar til andstæðingurinn verður Ræðn Bjarnn — að láta lið af hcndi. Friðrik gekk ekki sem bezt með Guð- mund Pálmason og sömdu þeir jafntefli eftir 35 leikja viður- eign. Var það flókin skál: og vel tefld af báðum. Áhættan, sem hefði fylgt áframhaldandi tafl- mennsku varð þó til þess að þeir sömdu um jafntefli. Af öðrum skákum vann Wade Ingvar í frönsku tafli og kunni vel að notfæra sér ónákvæmni andstæðingsins. Gligoric vann Inga R. sem féll á tíma f verri stöðu. Var þetta harðasta skák kvöldsins, og leit lengi vel út fyrir Inga. En skyssa sem hann gerði undir lokin varð til þess að hann fékk tapaða stöðu. Arin björn vann Freystein I nokkuð gallaðri skák. Valt á ýmsu, en þegar Freysteinn tapaði skipta- mun var sýnt hvernig fara mundi. Magnús vann Trausta í kóngsindverskri vörn eftir all- langa baráttu. Biðskák varð hjá Jóni Krist- inssyni og Jóhannessen og er staðan heldur jafnteflisleg. Jón hafði lengi vel frumkvæðið, en slakaði á klónni undir lokin. í kvöld er 12. umferð og þá tefla m. a. Friðrik og Tal. Og hér kemur skák Tals og Gaprindasvili í gærkvöldi: Spánski leikurinn. Hvítt: Tal Svart: Gaprindasvili. 1. e4 — e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - - a6 4. Ba4 - - Rf6 5. 0-0 - - Be7 6. Hel - - b5 7. Bb3 - • do 8. c3 - 0-0 9. h3 - Ra5 10. Bc2 - ■ c5 11. d4 - cxd4 12. cxd4 - - Dc7 13. Rbd2 - Bb7 14. Rfl - - Hac8 15. Bbl - - Hfe8 16. Rg3 - - g6 17. Bg5 - - Rc4 18. b3 - Rb6 19. Bd3 - - Rbd7 20. Hcl - - Dd8 21. Hxc8 — Dxc8 22. Dd2 - Bf8 23. Bbl - ■ Da8 24. Bh6 - - Bxh6 25. Dxh6 - He7 26. Hcl - - Df8 27. Dd2 - - d5 28. Rxe5 — Rxe5 29. dxe5 • — Rxc4 30. Bxei — dxe4 31. Df4 - - Db8 32. Hc5 - - Dd8 33. Rxe4 — Bxe4 34. Dxe4 - f6 35. Dc2, - - Dd4 36. Hc8f - Kf7 37. exf6 - - Dalt 38. Kh2 - - Dxf6 39. Hc6 - - Df4t 40. g3 - Df3 41. Hxa6 - Kg7 42. Db2t - Gefið, Framhald af bls. 4. frekari kauphækkana síðar. Af þessu tilefni er rétt að það sé enn rifjað upp, sem raunar öll- um er um kunnugt, að í sam- bandi við verkfallið var því marg yfirlýst bæði hér á Alþingi og við rétta aðila af hálfu rfk- isstj., að ef verkfallinu lyki svo, að ríkissjóður yrði að hlaupa undir bagga að einhverju leyti með atvinnuvegum, taka á sig aukin útgjöld, þá yrði það ekki gert nema með hækkun á tekj- um ríkissjóðs og var söluskattur þar beinlínis talfærður eins og einnig nú nýlega hefur verið rifjað upp af andstæðingum stjórnarinnar, svo að slíkt get- ur engum komið á óvart. Mér er einnig nær að halda, að þeg- ar kauphækkunin var ákveðin svo mikil sem raun ber vitni, þá hafi verið haft í huga það sem allir vissu og urðu að gera sér grein fyrir, að ýmsar hækk- anir hlutu að leiða af kauphækk uninni og m. a. hækkun á sölu- skatti, ef ríkið þyrfti að sker- ast í málið með þeim hætti, sem ég áðuf drap á. Óf mikil þensla í framkvæmdum Menn greinir að sjálfsögðu á um, hverjar séu orsakir þess vanda, sem við ökkur blasir nú. Það er hluti af þeim almennu stjórnmálaumr. sem háðar eru daglega í blöðum og á mann- fundum og hafa farið fram hvað eftir annað hér á hv. Alþingi í vetur, og skal ég því ekki þreyta menn á því að fara út í þá sálma, en um það eru þó allir sammála, að of mikil þensla sé nú í framkvæmdum hér og hún eigi verulegan þátt í vandanum. Til þess að fá við hana ráðið, læknað meinsemd- ina, er því höfuðnauðsyn, að dregið verði úr þensiunni, kom- ið í veg fyrir vöxt hennar og reynt að koma á meira jafn- vægi heldur en á s. I. ári ríkti. Til þess að ríkið eigi hægara með að beita sér fyrir aðgerð- um í þá átt, eru ákvæðin I 6. , gr. frv. Það er engan veginn sýnt né öruggt, að þeim ákvæð- um þurfi að beita. Þar kemur margt til álita, en vissulega á ríkið hægara með að beita sér gagnvart öðrum um að dregið sé úr framkvæmdum, sem allar hverjar með sínum hætti eru nauðsynlegar, þó að nauðsynin sé að vísu misjöfn, ef ríkið af sinni hálfu vill einnig nokkuð fram leggja og ekki einungis krefjast af öðrum. Því hefur verið haldið fram, að þetta ákvæði, heimild til þess að draga úr eða fresta framkvæmdum, skerti rétt þings ins, bryti á móti réttu þingræði og annað slíkt, en þetta fær auð vitað ekki staðizt. Slíkar heim- ildir hafa verið i lögum áður og engum umskiptum um þing- ræði eða úrslitavald Alþingis ráðið, svo þar er með öllu að ástæðulausu verið að mála Grýlu á vegg. Hreinsum apaskinn, rússkinn og aðrar skinnvörur 5 E FN A LAUGIN BJÖRG Sólvallagötu 74. Sími 13237 Barmahlíð 6. Sími 23337

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.