Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 7
7 V í SIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1964. Jón Sigurðsson, slökkvi- liðsstjóri — Minningarorð Tjað höfðu orðið stjórnarskipti í landinu. Hin nýja ríkis- stjórn beitti sér fyrir ýmsum breytingum á mörgum sviðum. Eitt var það, sem hún virtist hafa áhuga á, var kynning ís- lenzkrar málaralistar sem víðast um byggðir landsins, enda var þá hvergi húsnæði til að sýna almenningi þau listaverk, sem til voru í eigu ríkisins eða það eignaðist á þessum árum. Þannig var það, að þeim nem endum Menntaskólans, sem Iengst voru komnir í þeirri stofnun, voru send málverk, sem hengd skyldu upp í kennslu- stofum. Voru málverkin tvö, ér send voru skólanum í þessu skyni. En svo vildi til, að bekk- irnir voru þrír, sem lengst voru komnir, og töldu þeir sig alli eiga jafnan rétt til málverk anna. Erfitt þótti ráðamönnum skólans að hengja tvö málverk upp á þrem stöðum, og því varð það úr, að einn bekkurinn varð útundan, auðvitað sá minnsti, en það var stærðfræði- deildin. Sá bekkurinn, sem útundan varð, vildi ekki una hag sínum, þótt fámennur væri. Kvörtunum við stjórnendur skólans var engu sinnt. En þá tók einn nemenda bekkjarins til sinna ráða. Þegar kennarar og nemendur komu f skólann einn daginn um þetta Ieyti að loknu matarhléi, gaf að líta í þeirri kennslustof- unni, sem útundan hafði orðið með málverkin, þrjár miklar Jón Sigurðsson. mannamyndir inn um opnar bekkjardyrnar. Var ekki um að villast. að hér var hin mikla ríkisstjórn saman komin, og voru myhdirnar allar í g'aman- sömúm stíl og éinkar vel gérð- ar. Ekki þótti öllum kennurum jafngaman að, og var fljótlega eftir því sótzt af stjórnendum skólans, að myndirnar yrðu fjarlægðar. Nemendur bekkjar- ins tóku þessu illa, kváðu sér það jafnmikla nauðsyn að hafa málverk fyrir augunum og hin- um bekkjunum, sem jafnlangt voru komnir. Varð úr þessu all- mikil rimma, sem auðvitað end- aði með því, að myndirnar voru teknar niður, en látið var að því Iiggja, að þar með væri málið engan veginn úr sögunni. Var nú beðið átekta og við engu góðu búizt. Næstu daga bar ekkert til tíðinda. En viti menn, einn morguninn, er remendur bekkj- arins komu inn I kennslustofu sína, hangir þar þá ekki ágæt landslagsmynd eftir Jé - Þor- Ieifsson. Þetta hafði þá orðið árangur af tiltæki nemandans. Nemandi sá, sem gert hafði myndirnar af ráðherrunum svo haglega, að ráðlegast þótti að verða við óskum bekkjar hans, var Jón Sigurðsson, er sfðar varð slökkviliðsstjóri f Reykja- vík. Að loknu stúdentsprófi 1928 hóf Jón nám í verkfræði i Darmstadt í Þýzkalandi, en lauk prófi f byggingaverkfræði frá verkfraeðiháskólanum í Kaup- mannahöfn 1937. Hafði hann orðið að hætta námi um stundar sakir af fjárhagsástæðum. hann þurfti að taka sér tíma til að 1 Þau, sem syngja á miðvikudaginn og kennari þeirra. Frá vinstri: Sæmundur Nikulásson, Inga M. Eyjólfs- I dóttir, Unnur Eyfells, María Markan, Guðrún Hulda Guðmundsdóttir, Bjamheiður Daviðsdóttir og Ás- | laug Sigurgeirsdóttir, Á myndina vantar þá Jónas Magnússon og Jónas Eggertsson. Nemendur úr Markan synoja r a Maríu r r Átta nemendur úr söngskóla Maríu Markan, koma fram á söngskemmtun, em haldi ;erð ur í Gamla bíói miðvikudaginn 26. þ.m. Það eru nú liðin tvö ár síðan skólinn tók til starfa og hafa sumir beirra er koma fram á skemmtuninni verið i honum allan þann tíma. en aðrir styttra, allt niður i 8 mánuði Eingöngu verður sunginn ein- söngur, og eru söngvarar sem hér segir: Biarnheiður Davíðs- dóttir -ópran. Áslaug Sigurgeirs dóttir sópran. Jónas Magnússon hár baryton, Unnur Eyfells sónr an, Jónas Eggertsson bassi. tnga M. Eyjólfsdóttir sópran, Sæ- mundur Nikulásson tenór og Guðrún Hulda Guðmundsdóttii sópran coloratura. Á söngskemmtuninni. sem er hin fyrsta er skóhnn heldur verður mikið af tslp»v»krrm lög um. Und!»-,<'ik annast gei' "sinteinsson. afla fjármuna til að standa straum af námskostnaðinum. Þá var því miður ekki eins mikið um námsstyrki eins og siðar varð, og margur maðurinn varð upp að gefast sökum skorts á fé til námsins. Sýndi Jón þá þegar dugnað þann, áræði og hagsýni, er einkenndu störf hans ævinlega. Að loknu verkfræðinámi réð- ist Jón til starfs hjá Reykja- vfkurborg og vann þar æ síðan, fyrstu árin einkum við gatna- gerð, en frá 1942 sem deildar- verkfræðingur hjá vatns- og hitaveitu bæjarins, unz hann var skipaður slökkviliðsstjóri Reykjavíkur 1945. Þvf embætti gegndi hann til dauðadags. Um árabil var hann jafnframt vatns veitustjóri og undirbjó á þeim árum aukningu vatnsveitu Reykjavíkur. Sem slökkviliðs- stjóri kom hann á ýmsum tækni legum umbótum við slökkvi- starfið, og vöktu þær verulega athygli utan landssteinanna. Þá undirbjó hann af kostgæfni byggingu nýrrar slökkvistöðvar fyrir Reykjavík, og hófust fram kvæmdir við það mannvirki meðan Jón lá banaleguna. Mörg önnur verkfræðistörf hafði Jón með höndum önnur en þau, sem snertu beint embættisstörf hans, og var bar einkum um mið- stöðvalagnir að ræða. Fórust Jóni öll verkfræðistörf einkar vel úr hendi, og var aldrei efazt um vandvirkni hans og fhygli f því sambandi. Þó' ferill Jóns sem verk fræðings hafi orðið miklu skemmri en skyldi, liggja eftir hann möre verk á þeim vett- vangi. sem lengi munu verða honum til sóma Með Jóni á hin fámenna stétt verkfræðinga hér á Iandi bak að sjá góðum fulltrúa Jón var óvenjulega félags- lyndur maður. Hann var góður íþróttamaður á yngri árum, einkum í knattspyrnu, og tók langt fram eftir ævi mikinn þátt í félagssamtökum íþróttamanna, var t.d. formaður Knattspymu- sambands íslands, f sambands- ráði Í.S.Í. og f Olympíunefnd íslands um árabil. Ýmis menn- ingarfélög nutu og í ríkum mæli starfskrafta hans. Hvergi naut Jón sín þó betur en í hópi félaga og kunningja á glaðri stund. Var hann þá venjulega hrókur alls fagnaðar. Fór honum einkar vel að segja frá skringilegum atburðum og segja sögur af einkennilegum samferðamönnum. Hef ég fáa eða enga heyrt fara betur með slíkt efni en hann. Kom þar aftur fram listhneigð hans, sem á var drepið í upphafi þessa máls. Ég veit ekki til, að Jón hafi gert nokkuð til að þroska list- ræna hæfileika sína, og mun hann lítt hafa haldið þeim á lofti. Hafa þeir þó áreiðanlega komið honum að góðu liði við verkfræðistörfin, þvf að 1 verk- fræðinni verður ekki allt ákveð- ið með reikningsstokknum. En hvergi held ég listrænir hæfi- leikar Jóns hafi notið sfn betur en þegar bæði hjónin lögðu hönd að verki við að prýða heimili sitt, enda lét hann sér einkar annt um það. Jón Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 10. desember 1906, sonur hjónanna Sigurðar fanga- varðar Péturssonar og Guðríðar Gilsdóttur. Hann kvæntist 7. maí 1938 Karenu Guðmunds- dóttur, er lifir mann sinn, og eignuðust þau hjónin tvær dæt- ur. Hann andaðist 25. jan. 1963. Jón E. Vestdal. é AMERÍSK BRJÓSTAHÖLD Hin margeftirspurðu síðu amerísku Wings brjósta- höld komin aftur BARNAFATABÚÐIN Skólavörðustíg 2 . Sími 13488 ABC Hrærivélin Mix — 250 er nýjung frá ABC. Mikið ódýrari en nokkur sambærileg hrærivél. Fæst i helztu raftækjaverzlunum. — Heildsölubirgðir: G. MARTEINSSON H.F. Bankastræti 10 . Sími 15896 ABC - Hárþurrkur fyrirliggjandi G. MARTEINSSON H.F. Bankastræti 10 . Sími 15896

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.