Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 16
VISIR í Þriöjudagur 225. febrúar 1964 Féll af hestbaki Sl. föstudag slasaðist maður alvar- lega við að detta af hestbaki. Slysið varð á Nýbýlavegi í Kópavogi, móts við húsin nr. 25 og 27, um kl. 2,30 á föstu- dag. Maðurinn sem slasaðist heitir Guðmundur Magnússon til heim- ilis að Kleppsvegi 2. Ekki er blað- inu kunnugt um hvernig slysið vildi til, hvort hesturinn hefur fælzt eða orsakir verið aðrar. Sjúkrabifreið var strax kvödd á vettvang og var Guðmundur þá meðvitundarlaus. Hann mun hafa slasazt mikið SILDARMALLARIRCYNIST MJÖC VELISAND6ÍR Gísla Halldórssyni hafa borizt fyrir- spurnir um hann fró mörgum löndum eins halda við hitastiginu og gefa efninu tíma til að fullsjóða, þannig að það verði allt jafnsoð ið og hvergi hrátt. Or hinum ó- beinu sjóðurum er reynslan hins vegar sú, að sumt af efninu vill koma hrátt úr þeirn, nema hita- Framhald á bls. 6. Hinn nýi sildarsjóðari Gísla Halldórssonar verkfr. Mall- arinn, hefur nú verið tekinn í notkun í verksmiðju Guðmundar á Rafnkelsstöðum f Sandgerði. Hefur hann reynzt mjög vel. Hefur Gísli unnið að því s. 1. 2 ár að fá tækið reynt og stóð lengi á því að einhver útvegs- maður eða fiskframleiðandi vildi reyna tækið. Mallarinn hefur nú verið í sí- felldri notkun um margra vikna skeið og reynist hið bezta. Er það mál manna að hann auki verulega afköst hins óbeina sjóðara, sem forhitar efnið áður en það fer í Mallarann, þar sem það kraumar áfram í ca. 15 mfnútur, á meðan það sígur hægt niður í gegnum Mallarann. Mallarinn er þannig eins konar moðsuðutæki, sem ekki er ætlað að bæta hita í efnið heldur að- Keflavíkurmólið: FJA RUPPHÆÐIN NEMUR HÁLFRIMILLJÓN KRÓNA Rannsóknardómari sá, er hefur með höndum rannsókn Keflavikur- flugvallarmálsins svonefnda, hefur nú gefiö skýrslu um þann þátt málsins, sem þegar hefur verið rannsakaður. Samkvæmt þeirri skýrslu hefur komið í Ijós, að á- vísanir að upphæð 560 þús. krónur hafa verið gefnar út á tilbúin nöfn af þeini aðilum, er rannsóknin hefur einkum beinzt gegn. Það er Ólafur Þorláksson lög- fræðingur hjá Sakadómara, er hef- ur rannsókn málsins með höndum og fer skýrsla hans hér á eftir: Með umboðsskrá dómsmálaráð- herra, dags. 14. jan. s.l. var undir- rituðum falin rannsókn verktaka- starfsemi íslenzks aðila á Kefla- víkurflugvelli. Lá þá fyrir úrdráttur bandarískrar rannsóknar, varðandi fjögur tilgreind verk, er íslenzkir aðilar höfðu framkvæmt fyrir Bandaríkjamenn á flugvellinum. Rannsókn Bandaríkjamanna var gerð vegna grunsemdar þeirra um að ekki væri allt með felldu um skjalagerð vegna verkanna. Hin íslenzka dómsrannsókn hef- ur í fyrstu beinzt að verkum þess- um. í ljós hefur komið að tilboð og samningar hafa verið undirrit- aðir í þrem tilvikum tilbúnum nöfnum og einu tilviki í nafni ís- lenzks iðnaðarmanns, án heimild- ar hans. Greiðslutékkar allir vegna verkanna hafa verið útgefnir á hin tilbúnu nöfn annars vegar og á nafn íslenzka iðnaðarmannsins hins vegar. Tékkarnir eru fram- seldir í öllum tilvikum utan tveim, af öðrum aðilum en þeir eru stfl- aðir á. Upphæf tékkanna, vegna verka þessara, er um 560 þúsund íslenzkar krónur. Hin umgetnu verk hafa öll verið unnin án athugasemda hins banda- ríska aðila. M.a. var eitt af verk- unum unnið af íslenzkum aðila frá Reykjavfk. Aðili sá fékk greiðslu fyrir verk sitt samkv. reikningi frá öðrum íslenzkum aðila f þjónustu Bandaríkjamanna. Bandaríkja- mönnum var sfðan gerður annar reikningur, tilbúnu nafni, mun hærri upphæðar, en Reykvíkingur- inn fékk greitt fyrir verkið. Banda- Framhald á bls. 6. Mallarinn í verksmiðju Guðmundar á Rafnkelsstöðum Góðviðrið: Hlýir loftstraumar langt sunnan úr höfum Vísir átti um helgina viðtal við Jón Eyþórs- son veðurfræðing um hið einstæða veðurlag, sem nú hefir lengi ríkt Rafn Hafnfjörð Byrjaðiað taka á kassavél Stutt rabb v/ð Rafn Hafnfjörð, sem vann fyrstu verðlaun 1 Ijósmyndakeppni A.B. Almenna Bókafélagið efndi sl. haust til tvískiptrar ljósmynda- keppni, þar sem annars vegar voru veitt verðlaun fyrir lit- myndir, en hins vegar fyrir svart I.vítar. Tilefnið er, að fé- lagið er að viða að sér myndum í myndabók um Reykjavík, sem það hyggst gefa út f náinni framtíð. 32 einstaklingar tóku þátt í keppninni, bæði áhuga- ljósmyndarar og atvinnumenn, og bárust frá þeim 158 myndir, 71 svart-hvít, og 87 litmyndir. Svart-hvítu myndirnar rcynd- ust svo takmarkaðar, að dóm- arar töldu sér ekki fært að veita fyrstu verðlaun í þeirri grein, en fyrstu verðlaun fyrir lit- mynd, hlaut Rafn Hafnfjörð. Myndin var tekin úr lofti af hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð. Eru þeir fremst, en síðan sést yfir hin nýju hverfi í austur- hluta borgarinnar, og til fjalla. Rafn hlaut einnig aukaverð- laun fyrir aðra litmynd. Fréttamaður Vísis hitti Rafn að máli í hinum nýju húsa- kynnum Litbrár h.f., þar sem hann vinnur, en hann er jafn- Framh á bls 6 hér á Iandi, og fórust honum orð á þessa leið: Það "hefir snúizt þannig upp úr áramótum, og raunar fyrr, að flestar lægðir hafa lent fyrir vestan ísland, og jafnvel fyrir vestan Grænland. Jafnframt hef ir lengst af verið háþrýstisvæði um Bretlandseyjar og Norður- sjó en þegar þannig er í pott- inn búið, leiðir það af sér suð- læga loftstrauma yfir Island, sem eru komnir langt sunnan af Atlantshafi, og þess vegna er óvenjulega hlýtt hér á landi miðað við árstímann. Sli'kir hlýindakaflar að vetr- arlagi geta þó verið með tvennu móti. Annars vegar getur verið umhleypingatíð með hlýindum og fara þá lægðir, stundum ein til tvær á dag, yfir landið eða fram hjá því. Hlýindakafli með þessu lagi var t. d. hér á landi fram eftir janúarmánuði í vet- ur. Svo er hitt til, að stillur fylgi vetrarhlýindum, en þá erum við í vesturjaðri á stóru háþrýsti- svæði yfir Bretlandseyjum og nálægum löndum, eins og verið hefir í febrúar. Þá fara lægð- irnar fyrir vestan Grænland og þá eru líka hlýindi á Suður- Grænlandi. Fyrir' nokkru var t. d svo hlýtt í Brattahlíð um skeið, að fara þurfti alla leið suður á Spán til þess að fá sambærilegan hita. Eins og nú standa sakir er dálítið einkennilegt veðurlag að því leyti, sagði Jón Eyþórsson, að gríðarlega víðáttumikið lægð arsvæði er suðvestur af ís- landi. Lægðarmiðjan er um 2000 km. suðvestur af Reykjanesi, og má segja að þessi mikla lægð ráði vindum og veðrum frá Ný- fundnalandi og austur að Bret- landseyjum. Sunnan við hana er mikið vestanhvassviðri, t. d. um Azoreyjar. Á Bretlandseyj- um er suðaustanátt, góð hlý- indi og Iítilsháttar rigning. Fyr ir sunnan I’sland er strekkings- hvasst á austan og nær vind- strengurinn nákvæmlega upp undir Eyjafjöll,þannig að 9 vind stig eru á Stórhöfða og 6 — 8 vindstig með 6 — 7 stiga hita á nálægum stöðum við suður- ströndina og lítil rigning. Hins vegar er hæg austanátt og úr- komulaust dumbungsveður þeg ar kemur vestur að Faxaflóa og um allt landið vestur fyrir og norður um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.