Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 5
5 ^w-’^'JOÍIÆSí* XV ~ SliðBBBSCií* 5.' BJBBHK Hindra verðsir t gær birti Seðlabankinn árs- skýrslu sína. í ræðu við það tæki- færi gerði formaður stjómar Seðla- bankans, dr Jóhannes Nordal, grein fyrir efnahagsþróuninni á síð- asta ári i mjög skilmerkilegri ræðu og ræddi um það á hvern hátt væri unnt að koma i veg fyrir verðbólguþróunina og tryggja jafnvægi i þjóðarbúskapn- um. Fara meginkaflar ræðu dr. Jó- hannesar hér á eftir: Tjegar bankastjórnin lagði fram skýrslu sína fyrir ári var á það bent, að útlit væri fyrir, að greiðslujöfnuðurinn við útlönd á árinu 1963 yrði óhagstæðari en verið hafði undanfarin tvö ár. Jafn- framt var látinn í ljós uggur vegna vaxandi þenslu eftirspurnar og ó- vissu í kaupgjaldsmálum. Hins veg- ar stóðu þá vonir til þess, að með sæmilegu aðhaldi í þessum efnum gæti tekizt að halda þolanlegu jafnvægi út á við og á vinnu- markaðinum á árinu 1963 þrátt fyrir þær miklu framkvæmdir, sem fyrirsjáanlegar voru bæði hjá einkaaðilum og innan framkvæmda- áætlunar ríkisins. Að því er varð ar greiðslujöfnuðinn við útlönd virð ist þróunin ekki hafa orðið að neinu verulegu marki óhagstæðari en við var búizt, en að því er varðar þensluna innanlands og þróunina í kaupgjalds- og verð- lagsmálum, reyndist vera um mjög alvarleg umskipti til hins verra að ræða á árinu. Óeðlileg hækkun fasteigna Eftir því, sem á árið leið kom skýr ar f ljós, að aukning eftirspurnar yrði meiri og örari en áætlað hafði verið og birtist það í stóraukn- um innflutningi, vinnuaflsskorti og óeðlilegri hækkun fasteignaverðs. Áframhaldandi launahækkanir og mikil lánsfjárþensla átti hvort tveggja þátt í þessari þróun. Við þetta bættist svo vaxandi ótti við Sframhaldandi hækkanir kaup- gjalds og verðlags. Þenslan jókst þannig stig af stigi fyrir áhrif tekju- aukningar annars vegar, en vax- andi vantrúar á framtíðargildi pen- inga hins vegar. Jók þetta mjög á spennuna á vinnumarkaðinum og ýtti undir fjárfestingu einkaaði'.a. Nauðsynlegar ráðstafanir voru ekki gerðar í peningamálum til þess að hamla á móti þessari þró- un fyrri helming ársins 1963. Næg- ilegt fjármagn var því fyrir hendi til þess, að eftirspurnarþenslan gæti þróazt ört. Staða bankakerf- isins gagnvart Seðlabankanum var hagstæð og sparifjáraukning mikil framan af árinu, og ýtti þetta hvort tveggja undir mikla útlána- aukningu viðskiptabanka og spari- sjóða. Auk þess var lausafjárstaða fyrirtækja og almennings óvenju- lega rúm fyrri helming ársins vegna mikillar aukningar banka- innstæðna á undanförnum árum. Við þetta bættist svo stóraukin notkun greiðslufrests erlendis sam- fara auknum innflutningi. Þegar verðbólguóttinn fór að grípa um sig, voru því framan af nægir fjármunir fyrir hendi til þess, að eftirspurnin gæti aukizt hröðum skrefum. Þetta fór hins vegar að smábreytast, eftir að komið var fram yfir mitt árið, og kom þar bæði til hin almenna þróun á pen- ingamarkaðinum og nýjar aðgerðir í peningamálum. Þegar kom fram í september, var af hálfu Seðlabankans og ríkis- stjórnarinnar gerð tilraun til þess að hamla nokkuð á móti þensl- unni með peningalegum aðgerð- um. Samkomulag var gert milli Seðlabankans og viðskiptabank- anna um aðhald í útlánum, en jafn- framt var vaxtakjörum þeim, sem viðskiptabankarnir búa við hjá Seð'.abankanu, breytt í því skyni að skapa meira aðhald í þessum efnum. Ennfremur voru settar strangari reglur um notkun greiðslu frests erlendis vegna innfluttra vara. Hinn vaxandi lánsfjárskortur sem fór að setja svip sinn á efna- hagsstarfsemina þegar á árið leið, átti þó aðrar djúptækari orsakir. Hin mikla þensla samfara síhækk- andi kaupgja'.di þrengdi æ meir að greiðslugetu fyrirtækja. Mörg þeirra festu rekstrarfé sitt að veru legu leyti í ógætilegum fjárfest- ingum af ótta við áframhaldandi verðhækkanir, en jafnframt hækk- aði rekstrarkostnaður, svo að það rekstrarfé, sem eftir var, hökk skemmra en áður. Samtímis þrengdi að í viðskiptabönkunum, en staða þeirra gagnvart Seðla- bankanum versnaði mjög í júnímánuði og hélzt síðan erfið árið út. Átti stöðvun innlánsaukn- ingar meginþátt í vaxandi þreng- ingum á lánsfjármarkaðinum, en aukning innlána frá maílokum til áramóta var innan við fjórða hluta þess, sem hún hafði verið á sama tímabili árið áður. Síðast á árinu urðu svo enn miklar kauphækk- anir, sem juku þá rekstrarfjárörð- ugleika, sem áður voru farnir að segja til sín. Stóraukin þ j óðarf ramleið sla Þetta breytta ástand á peninga- markaðinum átti tvímælalaust þátt í því, að það fór að draga úr aukningu innflutningsins síðustu mánuði ársins, svo að greiðslujöfn- uðurinn varð ekki óhagstæðari en áætlað hafði verið í upphafi ársins. Mikilvægara var þó hitt, að aukn- ing þjóðarframleiðslunnar á árinu 1963 virðist hafa orðið allmiklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Samkvæmt bráðabirgðaáætlunum Efnahagsstofnunarinnar er talið, að aukning þjóðarframleiðslunnar á árinu hafi numið nærri 7%, en árið 1962 varð aukningin 8%. Er tæp 12%, en þó lækkuðu birgðir út- fiutningsafurða í landinu ekki um meira en 53 miiij. kr. Innflutning- urinn jókst hins vegar miklu ör.ar eða um 879 millj. kr., sem er tæp- lega 23% aukning. Mikil aukning innflutnings á skipum átti þó nokkurn þátt í þeseari aukningu, en séu skip fiugvélar undantek- in, jókst hdfldarverðmæti innflutn- ings á árinu 1963 um 19%. Enn sem komið er liggja aðeins fyrir frumáætlanir um greiðslujöfn- uðinn við útlönd á árinu 1963, en Dr. Jóhannes Nordal. samkvæmt þeim hefur viðskipta- jöfnúður á vörum og þjónustu ver- ’ið óhagstæður á árinu um nálægt 250 miílj. kr. og er það miklu lakari afkoma en á árinu 1962, en þá reyndist greiðslujöfnuðurinn samkvæmt lokaskýrslum hagstæð- ur um 355 millj. kr., svo að í heild sýnir samanburður þessara tveggja ára um 600 millj. kr. versnandi af- komu út á við. Er þá lokið því stutta tímabili hagstæðs greiðslu- jafnaðar, sem íslendingar áttu við að búa á árunum 1961 og 1962. Þessi miklu umskipti til hins verra í greiðslujöfnuðinum við út- lönd komu þó ekki fram í rýrnun gjaldeyrisstöðunnar á árinu 1963. Þvert á móti batnaði gjaldeyris- staðan um 160 millj. kr., og na;n nettógjaldeyriseign bankanna I lok Sparifjársöfnumn minnkar Þróun peningamála á árinu 1963 varð mun óhagstæðari en tvö ár- in á undan og einkenndist hún af hinni miklu þenslu innanlands ann- ars vegar, en hins vegar af versn- andi greiðslustöðu við útlönd. Aukning innlána varð nú mun minni en árið áður samfara því, sem heildarútlán jukust mjög mikið Mikill munur var á þróuninni fyrra og síðara misseri. Fram um mitt ár jukust bæði innlán og útlán mjög ört. Þegar kom fram á haustið, fór mjög að þrengja að, aukning innlána og útlána stöðvaðist, og þrengdi að um greiðslugetu banka og fyrirtækja. Aukning spariinnlána í bönkum og sparisjóðum á árinu 1963 nam samtals 724 millj. kr. á móti 772 millj. kr. aukningu árið áður. Um- skiptin urðu þó raunveru’.ega skarpari en þessar tölur bera með sér, því að fyrra helmiig ársins 1963 var aukning spariinnlána mun meiri en árið áður, en síðara helm ing ársins skipti mjög til hins verra, svo að aukningin stöðvaðist svo að segja alveg frá því í ágúst, ef frá er talin hækkun vegna vaxta greiðslna í desember. Hlið- stæða sögu er að segja um velti- innlánin, en þau jukust mjög mikið fram í lok maí, en lækkuðu síðan og voru í árslok 64. millj. kr. lægri en í upphafi ársins. Er þetta glöggt merki minnkandi greiðslu- getu, enda jókst peningamagn í heild, þe.a.s. veltiinnlán og seðla- velta, að heita má ekkert á árinu. Otlánaaukning banka og spari- sjóða á árinu 1963 nam 762 millj. kr., en það er tæplega 15% aukn- ing. Aftur á móti jukust heildar- innstæður aðeins um 660 millj. kr., svo að útlánaaukningin var 102 millj. meiri en aukning innlána. Er þetta miklu óhagstæðari útkoma en árin tvö á undan, en þá var aukning innlána veruleg umfram útlánaaukningu, og speglaðist sú þróun í batnandi stöðu bankakerf- isins gagnvart Seðlabankanum og vaxandi gjaldeyrisforða. Þetta stutta yfirlit um þróun peninga- og gjaldeyrismála á árinu 1963, sýnir ljóslega hin miklu um- skipti til hins verra í efnahags- • Úr ræðu formonns stjórnor Seðlubunkuns, dr. Jóhonnesar Nordul aukning þjóðarframleiðslunnar þessi tvö ár langt yfir meðalaukn- ingu þjóðarframleiðslunnar undan- farinn áratug. Sú mikla breyting varð hins vegar á árinu 1963, að aukning framleiðslunnar átti þá ekki rót sína að rekja til aukinn- ar útflutningsframleiðslu, eins og árin tvö á undan, heldur fyrst og fremst til aukinnar byggingar- starfsemi og annarrar framleiðslu fyrir innlendan markað. Er áætlað að framleiðsluaukning í byggingar- iðnaðinum einum hafi numið nærri 25% á árinu og komu þar fram á- hrif vaxandi fjárfestingar og þenslu í þjóðarbúskapnum. Hlýtur slík þróun að sjálfsögðu að skapa vax- andi örðugleika fram á við. Þótt útflutningsframleiðslan yk- ist hægar en á árunum 1961 og 1962, verður ekki annað sagt en að árið 1963 hafi einnig að þessu leyti verið hagstætt. Heildarverð- mæti útflutningsins jókst um 418 millj. miðað við árið áður eða um ársins 1.311 millj. kr. Mismunur- inn 1 þróun gjaldeyrisstöðunnar annars vegar og greiðslujafnaðarins hins vegar nam nærri 400 millj. kr. og stafaði hann af því, hve mikið kom inn af Iánsfé á árinu umfram afborganir. Alls námu erlendar lán- tökur á árinu 783 millj. kr., en af- borganir 391 millj. kr., svo að skuldir þjóðarbúsins til langs tíma erlendis hækkuðu um 392 millj. kr. Fór hér saman, að opinberar lán tökur voru óvenjumiklar á árinu, en jafnfram jukust lántökur einka- aðila einnig stórlega, einkum vegna skipakaupa. Stutt erlend vörukaupalán hækkuðu einnig ört fram yfir mitt árið, en frá því í september dró úr vexti þeirra, enda vou settar strangari reglur ur notkun þeirra í því skyni að draga úr áhrifum þeirra innan- lands. Heildarhækkun slíkra lána á árinu nam 78 millj. kr., en það var mun minni aukning en á ár- inu 1962. málum þjóðarinnar á árinu. Þrátt fyrir þessa erfiðleika og hinn versnandi greiðslujöfnuð, sem þeim var samfara, er staða þjóðar- búsins út á við þó enn sterk, og tekizt hefur að varðveita gjaldeyr- isvarasjóð þjóðarinnar óskertan ásmt því viðskiptafrelsi, sem áunn- izt hafði. Hitt dylst hins vegar ekki neinum, sem kunnugur er ís- lenzkum efnahagsmálúm, hve a'- varleg þau vandamál eru, sem skap azt hafa vegna hinnar stórkostlegu röskunar kaupgjalds og verðlags á árinu 1963. Traustið á framtíðinni rýrt I fyrsta lagj hefur þessi þróun eyðiiagt mikið af því, sem áunnizt hafði á árunum 1960-1962 í þá átt að efla fjármagnsmyndun í landinu, er yrði undirstaða traustr- ar og heilbrigðrar uppbyggingar at- vinnuveganna. Hinar miklu verð- hækkanir undanfarins árs hafa dregið úr sparifjármyndun, eytt rekstrarfé fyrirtækja og rýrt verð- gildi fjárfestingarsjóða og hvers konar sparnaðar og kippt þannig fótunum undan framkvæmdum og uppbyggingu.’ Þannig er á skömm- um tíma gerð að engu margra ára viðleitni einstaklinga, fyrirtækja og félagsheilda til þess að búa betur í haginn fyrir framtíðina og af- leiðingarnar hljóta að koma fram í hægara framgangi fjölda mála, er til framfara horfa. í öðru lagi eru áhrif hins stór- hækkaða framlpiðslukostnaðar á samkeppnishæfni atvinnuveganna út á við. Þótt ekki hafi enn kom- ið til stóráfalla af þessum sökum fyrir sjávarútveginn vegna verð- hækkana útf'.utningsafurða annars vegar og beinna uppbóta úr ríkis- sjóði hins vegar, fer því vafalaust fjarri, að íslenzkir atvinnuvegir hafi nú þá samkeppnisaðstöðu, sem æskileg væri fyrir heilbrigða þró- un þjóðarbúskaparins. Á þetta ekki eingöngu við um sjávarútveg- inn heldur einnig aðrar atvinnu- greinar, svo sem í iðnaði og sam- göngum, sem eru í beinastri sam- keppni við erlendar vörur og þjón- ustu. Reynslan er sú, að öll he’ztu framfaraskeið í íslenzkum þjóðar- búskap hafi grundvallazt á örum vexti útflutningsframleiðslunnar í víðustu merkingu þess orðs. Það er því óneitanlega hættulegt á- framhaldandi hagvexti, ef um of þrengir að þeim atvinnuvegum, sem keppa á heimsmörkuðum og mesta möguleika hafa til afkasta- aukningar, en mannafli og fjár- munir þjóðarinnar leiti f bygging- ar og hvers konar aðra verndaða framleiðslustarfsemi. Alvarlegasta afleiðing verðhækk- ananna undanfarið ár hefur þó ver- ið sú, að kippt hefur verið fót- um undan því trausti til framtíð- arinnar, sem menn voru farnir að öðlast, en verðbólguóttinn I stað þess náð tökum á hug alls almenn- ings. Almennt traust á hinu sam- eiginlega verðmæti, sem peningarn- I ir eru, er undirstaða allra efna- J hagslegra samskipta á hliðstæðan ; hátt og lög eru undirstaða al- mennra samskipta manna í sam- félagi. Þegar menn glata trúnni á framtíðarverðgildi peninganna og verða sannfærðir um, að víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags hljóti að halda áfram, liggur nærri, að upplausnarástand skapist í efna- hagsmálum. Hver hrifsar til sín það, sem hann getur og reynir að forða verðmætum sínum úr eldi verðbólgunnar. í stað skipulegra áætlana kemur því fljótræði og fum, spákaupmennska í stað um- hugsunar um eðlilega arðsemi. Langir samningar verða ekki gerð- ir, nema með afarkostum, þar sem allir óttast óvissuna, sem fram- tíðin ber í skauti sér. Þegar að þessum mörkum er komið, hlýtur öllum að verða það ljóst, að eina úrræðið er, að spyrna við fótum og nema algerlega staðar. Margt bendir nú til þess, að betra tækifæri gefist en um langt skeið undanfarið til þess að snúa við og sameinast um algera stöðv un verðlags og kaupgjalds um hæfi- legan tíma. — Ef samningar eiga að takast um þetta, verður að skapa leiðir til þess að endurvekja það traust, sem glatazt hefur, en er óhjákvæmileg undirstaða langra samninga. Hefur að undanförnu mjög verið rætt um það, hvort unnt væri að taka upp á ný verð- tryggir.gu kaupgjalds i þessu skyru. Liklega er hér um einu færu ieið- ina að ræða, eiiis og komið er. Framh. á bls 6 a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.