Vísir - 27.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 27.06.1964, Blaðsíða 8
VISIR . Laugardagur 27. júnf 1964. 3 VÍSIR Utgeíandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjöri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Porsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðj8 Vísis. — Edda h.f. Ný viðhorf / húsnæðis- málum jþEIR sem fylgzt hafa með þróun húsnæðismálanna að undanförnu lásu forystugrein Þjóðviljans í gær með' mikilli furðu. Þar var á óvenju yfirgangssaman hátt reynt að skreyta sig með annarra fjöðrum og uppskera teiðurinn af annarra hugmyndum og verkum. Forystu- grein þessi átti að sýna fram á úrræðaleysi ríkisstjórn- rinnar í því efni að útvega íbúðarbyggjendum lánsfé. Viðreisnarstjórnin hefir hins vegar haldið að sér höndum í þessum efnum og ekki komið auga á nein úrræði til úrbóta, og segir það sína sögu um áhuga hennar á þessu mikla hagsmunamáli vinnandi fólks“, segir Þjóðviljinn. Hrósar blaðið Alþýðubandalaginu fyrir að hafa flutt tillögur um málið á þingi og tekið bað upp í samningum við ríkisstjórnina. ^ • ** 'ffi*. jANNLEIKUR málsins er allur annar. Það var ekki yrr en fáeinum dögum fyrir þingslit sem kommún- star fluttu húsnæðismálatillögur á þingi, ófullkomnar og einkenndar af yfirboðum. Þær úrbætur í húsnæðis- málunum sem ríkisstjórnin mun nú beita sér fyrir, eftir samkomulagið um vinnufrið, eru að miklu leyti byggðar á ítarlegum tillögum, sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Húsnæðismálastjórn, Þorvaldur Garðar 'Cristjánsson alþingismaður gerði grein fyrir á Varðar- undi 18. marz í vetur og meirihluti Húsnæðismála- •itjómar gerði síðan að meginefni að sínum. Hann iivatti til þess að fjármagns væri aflað til 1500 íbúða á ári. í samkomulaginu er bygging þess fjölda íbúða tryggð. Þorvaldur lagði til, að öllum byggingarlánum væri breytt í vísitölulán með 4% vöxtum. Það var tekið upp í samkomulagið. Hann lagði til að stofnað yrði tánakerfi lífeyrissjóðanna. Það verður nú gert. Hann lagði til, að lánin til hverrar íbúðar yrðu verulega tiækkuð. Það verður einnig nú framkvæmt. í stuttu tnáli má segja, að samkomulag verklýðshreyfingarinn- ar sem gert var fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar byggi I öllu nema launaskattinum á tillögum Þorvalds Garð- ars Kristjánssonar í húsnæðismálunum. þAÐ er kannski ekki furða þótt Þjóðviljinn vilji nú ágna sínum mönnum þessar tillögur. Þær eru merkar ag þarfar og munu valda miklum framförum á sviði Túsnæðismála. En blaðið mun ekki komast upp með ilíkt framferði. Hér er verið að framkvæma þá stefnu í msnæðismálum sem Sjálfstæðismenn hafa markað og barizt fyrir. Frú María Thoroddsen minningarorð Á fyrstu áratugum þessarar aldar áttu þau heiðurshjón, frú María og Sigurður Thor- oddsen yfirkennari, heimili á Fríkirkjuvegi 3. Ég kynntist heimili þeirra mjög náið laust fyrir 1930. Skyggði aldrei á þau kynni, sem þá bundust með mér ungum að árum og þeim fulltíða. Sigurður, fyrsti verkfræðing- ur ísienzkur, hafði gerzt lands- verkfræðingur, en síðar kenn- ari við Menntaskólann. Var hann það, er hér kom. sögu. Heimili skapar fjölskyldan öll, en fyrst og síðast er það þó húsfreyjan, sem setur svip- mót á hvert heimili. Heimilið á Frlkirkjuvegi 3 bar húsfreyj- unni fagurt vitni. Víst var eng- inn auður í garði. Húsbóndinn var embættismaður með knöpp Iaun, en heimilið stórt, börnin sex, aðeins elzti sonur horfinn úr Iandi til háskólanáms, en hin flest I skólum hér. Trúlega hef- ur þurft að halda spart á — og nýtni var í heiðri höfð, en aldrei var í það látið skína, að fjárvant væri. Rausn var og líka og frændaboð fjölmenn á stóiixátíðum. Frú María var um margt einstæð kona. Hún var mjög glaðlynd. Frásögn hennar var einkar Ijós og markviss. Oft brá hún uþp ljóslifandi myndúm af mönnum og viðburðum úr bemsku sinni og samtíð. Kímni hennar var hárfín, en græsku- laus með öllu. Sá hefði verið haldinn ekki lítilli heimshryggð, sem ekki hefði orðið á að kfma, þegar frú María lýsti leiksýningu á Sauðárkróki, þeg- ar tunnan féll undan sviðinu, þjarki farþega um það, hvort sauðkind væri farþegaflutning- ur í strætisbíl, — þegar far- gjaidið var 10 aurar fyrir manninn —. En frú María sá ekki aðeins það, sem skoplegt var í fari manna. Samúð hennar var einkar rík í garð þeirra, sem börðust í bökkum og halloka fórú f amstri Iífsins. Minnist ég tveggja — karls og konu —, sem ekki þóttu aldæia. Bæði áttu þau innhlaup á Frfkirkju- vegi 3. Vöndumst við unga fólkið að umgangast þau með háttvfsi — engu sfður en tigna gesti. Nú eru þau hjónin frá Frf- kirkjuvegi 3 gengin til feðra sinna. Sigurður yfirkennari lézt 1956, en útför frú Marfu verð- ur gerð f dag. Jón A. Gissurarson. f Þegar ég hugsa til frú Marfu Thoroddsen að loknu æviskeiði hennar, verða mér efst í huga minningar frá æskuárum, þegar við leikbræður barna hennar í nágrenni heimilis þeirra vorum nær daglegir gestir á heimili Maríu og Sigurðar Thoroddsen, að Fríkirkjuvegi 3. Heimili þeirra var um það leyti umfangsmikið, böm þeirra 6 að vaxa til manndðmsára, heimilisfaðirinn sistarfandi að ýmsum verkefnum auk kennslu- starfa sinna við Menntaskólann í Reykjavfk, en húsmóðirin hinn sfvakandi góði andi heimilislífs- ins, sem annaðist hin daglegu störf með hlýhug og vandvirkni, hinnar ábyrgðarríku móður. Við, sem börn og unglingar kynntumst frú Marfu á blóma- skeiði ævi hennar, skynjuðum, að hjá henni fór saman greind og góðvild til þess að ráða fram úr hverjum vanda, sem að hendi bar, og það var þroskandi fyrir ómótaða unglinga að hlýða á ráð hennar, sem ávallt voru gjör hugsuð og áunnu henni virð- ingu. Á heimili þeirra hjóna rikti Norræna lýðháskólanámskeið- ið sem halda á hér á landi í júní og júlí, verður sett á morg un kl. 10 f.h. f skrlfstofu vélskól ans í Sjómannaskólanum. Skólastjóri þessa námskeiðs er Ame Hyldkrog, en hann hef- ur töluverða reynzlu í þeim efn- um og hefur m. a. verið með sams konar skóla á Ítalíu. Aðalhvatamaðurinn að þessu námskeiði, er danski ritstjórinn Christian Bönding, frá Nordiske Pressebureau sem allt frá 1960 hefur haft mikinn áhuga á að auka fréttaþjónustu milli ís- lands og Danmerkur, og sem vonast til að Nordiske Presse- bureau verði búið að setja upp skrifstofu I Reykjavík fyrir árs hófsemi en myndarbragur eins og arfteknir eiginleikar frá lið- inni tfð eða uppeldisvenjur ætt- feðra, en mótað af þeirra eigin tíðaranda með frjálslyndi og ai- úðlegri framkomu við alla, sem nutu kynningar við þau. Þegar ég nú læt hugann reika um liðna tfð að þessari hinztu kveðju til frú Marfu Thorodd- sen, geymir hugurinn mynd hinnar mætu öðlingskonu, sem á lífsleið sinni hefir skilað merku ævistarfi með hógværð og höfðingslund. Halldór Jónsson. lok 1964. Af Islands hálfu koma við sögu námskeiðsins Bjami Benediktsson forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen fjármálaráð herra, Gylfi Þ. Gfslason mennta málaráðherra, o.fl. Norrænu þátttakendurnir sem em 64 að tölu. koma hingað til lands í dag, með sérstakri leigu flugvél. Annað kvöld kl. 8, verður fundur i hátíðasal Háskólans, þar sem m. a. Gylfi Þ. Gfslason og Arne Hyldkrog halda ræður. Allir sem óska geta verið við- staddir, meðan húsrúm leyfir, og em miðar afhentir f Sjó- mannaskólanum milli kl. 2 og 3, laugardag og sunnudag. Lýðháskólinn verð- ur settur á morgun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.