Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 10
10 VÍSIR . Fimmtudagur 19. nóvember 1964. HANDRITAMÁLIÐ - vramh. at 9 síði vel 1 Kanada, Bandaríkjunum, 1 Berlín, Stokkhólmi, London, en það er nú e'inu sinni unnið hérna. Og hvað viðvíkur hinu íslenzka starfi, þá hefur Dan- mörk bæði notfært sér það og viðurkennt þann þátt: Það er falleg röð íslenzkra mennta- manna, sem hafa hlotið Iffs- starf sitt á danskan kostnað við starfið að íslenzku handritunum f Kaupmannahöfn. Yfirmaður þess í dag er einmitt Islending- ur. Hann misnotar varla stöðu sína. Það raunhæfa er, að rannsókn handritanna hefur mesta þýð- ingu fyrir Norðurlönd. I hand- ritunum er danskt efni svo sem Jónsvíkingasaga og Knýtlinga- saga, f þeim eru bæði sænskar og norskar konungasögur, mikið af lögum og annað, og meðan það er auðvelt að skreppa til Kaupmannahafnar frá Osló eða Stokkhólmi í kynnisferð, er það hins vegar að minr.jta kosti dýrt að fara til Reykjavíkur. Það er því ekkert undarlegt, þó Norðmennirrr segi: — Nei, heyrið þið nú. Fyrst þið eruð nú byrjaðir að kasta menning- arverðmætum ykkar út um gluggann, mættum við þá vera með. Þær bókmenntir, sem fjalla um Grænland, e'iga þó ekki frem ur heima í Reykjavík en Kaup mannahöfn, ef það þarf endi- lega að nota svona óvísindaleg<si. rök og við getum þá líka minnzt þess, að vegna aðgerða yfir- valdanna þ" eru grænlenzku skjalasöfnin ákaflega fátæk — . Meginhluti þeirra liggur á botn'i Atlantshafsins, því að það þurfti endilega að senda þau öll f einu lagi til Kaupmannahafnar í vetrarsigl'ingu rríeð Hans Hed- toft. yið eigum sjálfir ýmislegt úti- standandi. Við eij, i bæk- ur, ýmsar minjar og aðra hluti í Svíþjóð, sem var að mestu leyti herfang, Við eigum skjöl f Noregi, Svíþjóð, Suður-Slésvík og Holstein f þýzkum skjalasöfn um og á mörgum öðrúm stöð- um. Það væri sannarlega mikils virði og skemmtilegt að gera flutt það allt „heim ins Reich" en með öllum okkar göllum. við krefjumst ekki gjafa. Og hvers vegna gerum við það ekki? — Vegna þess að vísinda- menn okkar hafa bæði til að bera þá þekkingu og mennir.gu til þess að skilja á hverju ev rópsk ' • índi byggia og lifa, á hinum h’ snísku grundvalla’’- regl i. Við e*" "iiim andsnæn- is nokkru flóknu og merk'legu sem inniheldur •'okkurn trega eins og hí- 'slenzka trega en sem gengur í gegnum kerf: hinna evrónsku vísinda bæð: f!n gert og öflugt. Þetta hefur skap azt við sögunnar rás og þetts eru engin flosklæði heldur raun; veruleiki Það sterka við ev rópsk vfsindi, sem Ameríka hef- ur erft, er einmitt þessi alþjóð- legi andi, blik af bessu albióða sambendi vfsinda na. sem Eras mus af Rotterdam skrifaði um. Þessi alþióðlesi andi sem b ft ir vísindunum yfir hreppahugs- unarháttinn. c,- c'-’mit.t skapað- ur af menningarverðmætu: frá öllu- löndum, sem hafa hafnað f öllum löndum. Við vitum af lágmynd úr alabasti af Friðrik öðrum Danakonungi, sem hang- ir f Victoria og Alberts-safr.inu f London. Ef við fengjum bað heim stæði Dönum alveg á sama um það. Nú hangir það þarna og er hlut: af Danr’örku Það er Iítilvægt -*náatriði, -kiptir engu máli. En við sem erum lft- il þjóð, ekkert stórveldi með engan auð, við höfum skapað kynslóð eftir kynslóð þau verð- mæti, sem eru alþjóðleg þrátt fyrir þann hreppahugsunarhátt, sem er ríkjandi á hverjum tíma, að Við skiljum varla hve mikils virði þau eru fyrir sérhvern Dana: Glyptótekið, Mannfræði- safnið, Fornsafnið, Listiðnaðar- safnið, Rosenborg, Friðtiksborg, skjalasöfn og bókasöfn, verð- mæti og menningareignir, sem flytja menningu annarra þióða, annarra tíma og annarra hugs- anakerfa til okkar Við getum k.ynnzt hér í land; Egyptalandi, Mesopótamíu, England’i, Kína, Kyrrahafinu, Mið-Afríku, ítalskri endurreisn, þýzkum listiðnaði, frönskum húsgögnum, ensku silfri og skjalasöfn okkar hafa inni að halda efni frá öllum álf- um heims, og þar í hópi einnig íslenzku handritin. Það þýðir að við þurfum ekki að alast upn f ’innilokuðum hreppahugsunar- hætti eða með okkúr sjálfa stöð ugt á heilanum. Það þýðir að sérhver Dani, sem nennir þvf. getur öðlazt sióndeildarhring Það getur virzt sem dönsk söfn ^éu rík, þó eru þau fátæk- Ieg í sambandi við London, Par- ís, Róm og New York. En allt hið flókna evrópska vís'inda- kerfi, grundvöllur evrópskrar menningar er nú í vanda stadd- ur. Ný ríki eru mynduð, heims- veldi hrynja, þjóðir vakna og á tíma, þegar alþjóðlegur hugsun- arháttur ætti að ríkja vex æ þrengri þjóðern'ishugmynd upp og það er ekkert skemmtilegur hlutur. Það, sem við í Danmörku fáum að lesa um grimmd okkar við þau lönd sem voru í ríkja- sambandi við okkur, það er nú barnaleikur móti því sem Eng- land og Frakkland munu fá að lesa í skáldsagnagerð og sögu- ritun á næstu öld. Og þá verða gerðar kröfur móti Brítish Muse um, Louvre, Cluny-safninu, söfn um í Berlín, Madrid, Róm, Tor- ino, Genf, alls staðar í Evrópu og yfirhöfuð gegn öllum bóka- söfnum og skjalasöfnum í Ev- rópu og Ameríku. Eigi að verða við þeim kröf- um, þá er það síðasti þáttur f vísindum og húman'isma Ev- rópu, það er dauði evrópskrar menningar, ég hef sjálfur heyrt það á nokkrum stöðum að frum- kvæði okkar stjórnmálamanna verði ekki fagnað vfðs vegar í Evrópu. Við viljum gjarnan vera ,,fordæmi“, og það er f sjálfu sér ágætt. Um umsagnirnar um barnalega vináttu stjórnmála- manna okkar munu alls staðar verða þær sömu: — bara að fjarid'inn tæki þessa menn. Marg ir þeirra munu telja að það sé þá bezt að við höldum áfram og tæmum öll söfn okkar og skialasöfn. Aðrar segja að það sé engin hætta á því, hér sé ekki verið að gefa neitt for- dæmi. Jú, en það er einmitt það, sem við erum að gera. Ef skriðan er einu sinni sett af stað. NYKOMIÐ fyrir herrann rússkinnsvesti kr. 1120 loðfóðraðir hanzk ar kr. 125,00 sokkar crepe frá 39,00 kr. HEJQjElA með fafriaðinn á fjölskylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megin — Sími 24975 ***»*£*« LAUNÞEGAKLÚBBUR ungra sjálfstæðismanna Þórir Einarsson vlðsk.fræð Fimmtudaginn 19. nóvember flytur '’órir Einarsson. viðskiptafræðing- 'ir. erindi á fundi i launþegaklúbbn „HLUTVERK NÚTlMA VERKA LÝÐSHREYFINGAR“ Fundurinn verður í Valhöll og Hefstkl 20.30. KVIKMYNDASÝNING - KAFFIVEITINGAR. HEIMDALLUR F.U.S. SLYSAV ARÐSTOFAN Opið allan sólarhrmginn Simi 21230 NEetLú oe ‘v'leióaeslæknit i sama sima Næturvakt f Reykjavík vikuna 14. — 21. nóv. verðu f Lyfjabúðinni Iðunn Neyðarvaktin ki 9—12 og 1—5 alla vrka daga nema 'augardfcga kl 9—12 Sfmi 11510 Læknavakt i Hafnarfirði að- faranótt 20. nóv. Kristján Jó- hannesson, Smyrlahrauni 18. — Sími 50056. Otvarpíð Fimmtudagur 19. nóvember Fasir liðir eins og venjulega. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna 20.00 Ungir listamenn kynna sig: Kristján Þorvaldur Stephen sen leikur á óbó og Halldór Haraldsson á píanó. 20.15 Erindaflokkurinn: Æska og menntun. Meðallagskennsla og afburðagáfur. Jóhann S. Hannesson skólameistari. 20.45 Upplestur: Ljóð eftir ' örn Snorrason. Lárus Pálsson les. 20.55 Útvarp frá tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Háskólabfói. Fyrri hluti. 22.10 Kvöldsagan: Úr endurminn ingum Friðriks Guðmunds sonar. VIII. 22.30 Djassþáttur. 23.00 Skákjjáttur. 23.35 Dagskrárlok. n m ■kfaaá/ns BLOÐLIM FLET1 1 ungum brjóstum blossar ást, og bjarma slær á veginn. En æskan bliknar, ástir snjást, og engar skaðabætur fást á þyngstu töpum þeim, er þreyttum sálum tveim er vfsað i þann vetrarkuldann heim. Jakob Thorarensen Flöskubréf. Hissa er ég á því, að þeir sem sjá um frfmerkjaþátt útvarpsins, skuli aldrei minnast á flöskupóstinn milli Vestmannaeyja og lands, eða þeirra sérkennilegu frímerkja, sem notuð voru í því sambandi. Bréfið var sett í venjulegt umslag og skrifað utan á það til viðtakanda, sfðan var því stungið ofan f flösku ásamt hálfri alin af rjóli og tappi keyrður vand- lega f stútinn. Þegar vindur var á sunnan, var flöskunni svo fleygt í sjóinn við Eiðið, og bar vindurinn hana upp í Sand bezt var að nota kampavfo.flöskur, bæði var glerið í þeim sterkast og svo stór hola f botninn, sem vindurinn stóð í eins og segl — en þar gengu menr. jafnan á fiörur i sunnanátt til að leita flöskubréfa frá Eyjum. Opnaði finnandi flöskuna, tók úr henni bréfið en kom þvf sem skjótast til skila — en hirti rjólið. Þessi hálfa rjólalin, var semsagt frímerkið i ... skyldi nokkur aunars eiga slfkt ! ! Um kveðskap Eins og skýrt var frá 1 síðasta þætti, höfum vér ákveðið að birta á næstunni nokkur viðtöl um list ir, og verður bæði rætt við sjálfa Iistamennina og sjálfa ekki lista ) mennina, með öðrum orðum — | framleiðendur og neytendur. Að þessu sinni. verður kveðskapur- j inn til umræðu, en eins og allir vita. hefur kveðskapur verið stundaður á tslandi að minnsta kosti viðlfka lengi og strákskap- ur, 'láttskapur. kjánaskapur, reiðskapur, drengskapur, vinskap ur hjúskapur. búskapur, barna- skapur, og — dónaskapur — enda oft nátengdur einhverju þessara • atriða, einu eða fleiri. Ástavísur urðu til dæmis oft upphaf hjú- skapar, og búskapar og reyndist. það víst oft hálfgerður barna- skapur eða jafnvel kjánaskapur. Kersknisvísur og níðvísur báru oft vitni strákskap eða þeim brá til fláttskapar. hestavfsur vorn að sjálfsögðu tengdar reiðskapn- um og ekki ber bví að neita, að | haglega kveðinn dónaskapur hef ur löngum átt vinsældum að fagna hjá þjóðinni. Verður for- máli þessi ekki hafður lengri að sinni, heldur tekið tal við einn kveðskaparframleiðenda — ung- an os atorkusaman Ijóðprjónara, sem þegar hefur látið þrjár kvæðabækur frá sér fara ... — Þér eruð skáld er ekki svo? — Tvfmælalaust. — Þér munuð teljast til hinna svonefndu atómskálda? — Hvur segir það? „notað“ frímerki hér á landi? — Já, einmitt — hver segir það ... ég á við að þér yrkið órímað? — Það gerði höfundur Völu- spár, og hver kallar hann atóm- skáld? — Já, einmitt... þetta er ann- ars merkileg kenning. Kannski hefur höfundur Völuspár þá ver ið atómskáld? — Kannski — ef hann hefði verið skáld. En það var hann ekki — Hann var það ekki, nei? Þetta er enn merkilegri kenning ... og hvers vejgna var hann ekki skáld? — Ivurs vegna fæðast sumir hauslausir? — Já, það er einmitt það ... Hvers vegna fæðast sumir...ha hauslausir ... fæðast menn haus lausir? — Samkvæmt líkindalögmál- inu hljóta sumir að fæðast haus- lausir... — Líkindalögmálinu, já,... og þér eigið við að hauslausir menn geti ekki ort... Með öðr um orðum, að höfundur Völuspar hafi sennilega fæðzt hauslaus? — Það eru ekki mfn orð. Kannski geta hauslausir menn ort betur en hinir. Kannski gæti ég ort enn betur, ef ég hefði fæðzt hauslaus ... — Já einmitt... þér álítið j>á að það þurfi ekki haus til að yrkja eins og nú er ort? — Tvímælalaust. — Já, þetta er líka stórmerki leg kenning... Jæja, þakka yður fyrir Okkar blað er víst að verða búið... waw-' atæa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.