Vísir - 01.12.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 01.12.1964, Blaðsíða 3
VÍSIR . Þriðjudagur 1. desember 1964, 3 GAMLA KONAN SOPHIA LOREN Menn sögðu, að það væri ekki gerlegt að iáta Sophiu Loren líta út sem áttræða konu, en það var til kvaddur sérfræðingur frá Hollywood og eftirð klst. starf hafði Sophia tekið þeirri breytingu, sem myndirnar sýna.. Og nú eru Hollywood-sér fræðingarnir að búa til andlitsgrimu, sem hún á að nota við töku kvikmyndar Ustinovs „Lady L.“„Ég veit ekki hvemig ég fer að hreyfa andlitið undir grímunni,“ sagði Sophia, „ég hugsa til þessmeð hryllingi.“ 1 hlutverki ungrar enskrar hefðarkonu, — nú þarf ekki annað en nýtt andlit og nýjan höfuðbúnað og kominj er gömul kona, sem sjálfurj Carlo Ponti, eiginmaður Sop- hiu, ætlaði vart að þekkja. Pundiö — Framhaid aí jls, a. ráðherranefnd EFTA fríverzlunar- bandalags sjöveldanna um 15% toli Breta. Miklar deilur voru um tollinn innan EFTA og töldu mörg aðildarríkjanna að hann bryti alger- lega í bága við sáttmála bandalags- ins. Voru miklar umræður og deilur innan bandalag^ins um málið og lauk þeim með málamiðlun, er náðist föstudaginn 21. nóv. Aðal- atriði samkomulagsins er náðist er það, að Bretar urðu að lofa því að afnema 15% tollinn eftir nokkra mánuði. Hétu Bretar þvi, að toll- urinn yrði algerlega afuminn á á- kveðnu tímabili. Komið var á fót nýrri stjórnmála og efnahagsnefnd sem aðildarríki EFTA eiga framveg is að hafa samráð við áður en þau taka ákvarðanir. sem snerta önnur aðildarríki verulega. Fundur ráð- herranefndar EFTA um brezka toll- inn var sá lengsti er haldinn hefur verið í sögu EFTA. Virtist lengi vel lítil von til þess að sámkomulag næðist. Sviss hafði lagt til, að Bret ar lækkuðu tollinn í 10% en Gor- don Walker utanríkisráðherra Breta kvað það útilokað. Framarar! Framarar! Meistara, 1. og 2. flokkur. Munið skemmt'ifund inn í kvöld 1. des, að Fríkirkju- vegi 11, Meðal annars til skemmt- unar myndir frá liðnu sumri. Knattspyrnudeildin. K.R. Frjálsíþróttamenn. Aðalfund ur frjálsíþróttadeildar K.R. 1964 verður haldinn í K.R.-húsinu mið- vikudaginn 2. des. kl. 8.30. Stjórnin. Síðskeggur — Framh. af bls. 9 heimtað ráðherraembætti fyrir danska nasista. Sjálfur hafði Scavenius fullkomna óbeit á dönsku nasistunum. I bókinni er m.a. rak’in atburðarásin þegar Þjóðverjar þvinguðu Dani til að undirrita anti-komintern sam- starfssáttmálann og viðhorf Sca veniusar skýrð í ljósum dratt- um, en hann trúði á sigur Þjóð- verja. Á stríðsárunum var ekki um neina efnahagslega eða félags- Iega uppbyggingarstefnu að ræða. Hlutverk Staunings varð nú það eitt, að spyrna sem hæglátast við broddum. Hann átti ekki eftir að sjá Danmörku frjálsa aftur. Hinn 3. maí 1942 andaðist hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.