Vísir - 01.12.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 01.12.1964, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 1. desember 1964. , - r Hl^TT lPHIBI Sjálfstæðisfólk Reykjavík Vlunið spilakvöld Sjálf- stæðisfélaganna n. k. miðvikudagskvöld. Viðtal við nóbelsskóldið: // „SJÖSTAFAKVERID MANMLEGRAR TIL VER'J Nýjar smósögur eftir Laxness koma út í dag hef gefið út þrjátíu bækur eftir Laxness, en aldrei þrjár í einu eins og núna“, sagði Ragnar í Fjöibreytt hátíða- höld stúdenta Háskólastúdentar efna til fjöl- breyttra hátiðahalda í dag, 1. desember. Munu þeir helga dag- inn eflingu háskólans. Mun rektor háskólans, próf. Ármann Snævarr flytja ræðu um efnið: „Efling Há- skóía tslands og framtfð æðri menntunar." Að venju munu hátíðahöld há- skólastúdenta hefjast með messu í kapellu háskólans. Bragi Bene- diktsson stud. theol. predikar, sr. Frank Halldórsson þjónar fyrir altari. Guðjón Guðjónsson stud. theol. leikur á orgel. Kl. 14 verður samkoma í hátfðasal Háskóla Is- lands. Ásmundur Einarsson stud. jur. formaður hátíðanefndar set- ur hátíðina. Próf. Ármann Snævarr háskólarektor flytur ræðu sína. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur nýtt verk eftir dr. Pál Isólfsson. Tilbrigði við stef eftir ísólf Pálsson Verkið er tileinkað einleikaranum. Um kvöldið verður fullveldisfagn- aður að Hótel Sögu. Hefst fagn- Framhald * bls 6 Ármann Snævarr, háskólarektor ; \ VR óskar samningavið- l ! ræðna við vinnuveitendur Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Garðarssyni, form., Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, skrifaði VR viðsemjend- um sínum bréf fyrir síðustu helgi í framhaldi af félags- fundi á dögunum með ósk um að teknar verði upp viðræður um samninga verzlunarfólks með sérstöku tilliti til nýrra viðhorfa, er m. a. hafi skapazt I með tilkomu reglugerðar borg- arráðs um afgreiðslutíma sölu-, búða. Áður nefndur félagsfund- ur VP, heimilaði samninganefnd I félagsins að ræða sérstaklega | við viðsemjendur sína mögu- leika á vaktavinnufyrirkomulagi \ við verzlunarstörf. Smára vestur í Unuhúsi við Garðastræti í gær. Hann hafði boðað blaða- menn á fund til að gera þeim heyrinkunnugt, að Helgafell væri að senda út af örkinni nýjar smásögur eftir nóbelsskáldið, Sjö- stafakverið, og auk þess tvær nýjar útgáfur af öðr- um verkum: Barn náttúr- unnar, sem kom út 1919, þegar skáldið var 17 ára, en söguna samdi Laxness 16 ára — og ennfremur kynnti Ragnar endurkomu Reisubókarkornar, sem kom út fyrir 15 árum Nóbelsskáidið lét fara vel um sig í góðum stól þarna f hvildarher- bergi erlendra tónlistarmanna og sagði: „Bravó fyrir þér, Ragnar.“ Svo hné talið að bókunum, sem allar koma á markaðinn nú á full- veldisdaginn. Þær lágu þama á borðinu eins og þrír sölulegír fisk- ar. „OFANÞINDAR—ÁSTARSAGA“. „Bam náttúrannar er mín fyrsta bók,“ sagði Laxness, „hún kallað- ist eitt sinn ástarsaga, en síðar hefur komist upp um hana, að hún er alls ekki ástarsaga í raunveru- legum skilningo. „Ég gekk á stutt- buxum fram yfir fermingu eða um það leyti sem bókin verður til." Hann andmælti því ekki, að Barn náttúrunnar mætti engu að síður kallast ofanþindar-ástarsaga en varð þó svolítið hvumsa við þessa nafngift (eins blaðamannsins) og sagði svo: „Þessa termínológiu kannast ég við að hafa heyrt ein- hverju sinni — eyjarsýslu." Þegar hann það væri rétt, an í sögunni mig minnir f Þing- var spurður, hvort að aðal-kvenpersón væri eftirmynd af konu, sem hann hefði þekkt og verið rómantískt ástfanginn af á unglingsáranum, stúlku af næstu grösum við hann f MosfeHssveit- Framh. á bls. 6 „Öll leit rithöfundar miðar að því að finna það rétta orð“. Fyrsta veita á Islandi til almenningsþarfa 60 ára Hinn 12. þessa mánaðar era lið- in 60 ár síðan Jóhannes Reykdal hóf framleiðslu og sölu rafmagns frá stöð sinni við Hafnarfjarðar- Iæk. Þetta eru merk tfmamót í raf magnssögu landsins, þvf að Reyk- dalsstöðin var fyrsta rafveitan sem komið var upp á íslandi til almenn ingsþarfa. Hafnfirðingar minnast þessara timamóta með þvf að taka í notkun 12. des. ÁðalspennistöS sem verið er að reisa þar og mun kosta um 10 millj. króna. Á árinu 1958 var samþykkt að reisa nýja aðveitustöð, eða aðal- spennistöð, á vegum Rafveitu Hafnarfjarðar. Við síðustu bæjar- stjórnarkosningar var Dygging hennar strönduð vegna fjárskorts, en í ár tókst að fá lán til áfram- haldandi byggingar. Bæjarstjómin heimilaði hinn 9. sept. sl. bæjar- stjóranum að taka allt að 5 millj. kr. lán til viðbótarframkvæmda. Gfsli Jónsson, rafveitustjóri í Hafn arfirði, sagði Vfsi að þar væri um Jólasýningar leikhúsanna Jólaglaðningur leikhússgesta verð ur fjölbreyttur að vanda. Þjóðleik- húsið frumsýnir brezkan söngleik, „Stöðvið heiminn, hér fer ég út.“ Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir „Ævintýri á gönguför“ og Norð- lendingar fá þá ánægju að sjá „Munkarnir á Möðruvöllum,“ sem Leikfélag Akureyrar framsýnir um jólin. Á annan í jólum verður frum- sýningin á „Stöðvið heiminn, hér fer ég út,“ höfundar era tveir, þeir Anthony Newley og Leslie Bricu- jse. Leikstjóri er sænskur, Ivo Cramer, með aðalhlutverk fara þau Vala Kristjánsson og Bessi Bjarna- son. Er þetta annað leikritið, sem Vala leikur í en sem leikhússgest ir muna hlaut hún fádæma vin- sældir fyrir leik sinn í My Fair Lady. Þýðandi er.Þorsteinn Valdimars- son, en leikurinn er mest allur í ljóðum. Yngstu leikhússgestirnir fá að sjá Mjallhvít, en það leikrit hef- ur verið sýnt 35 sinnum við mikla aðsókn. Ennfremur verða sýningar á Sardasfurstinnunni, en góð aðsókn hefur verið að óper- ettunni síðan sýningar voru tekn ar aftur upp í haust og hefur verið uppselt á margar þeirra. Á þriðja í jólum frumsýnir Leik- félag Reykjavíkur Ævintýri á göngu för, sem er leikhússgestum gamal kunnugt. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, en Brynjólfur Jó- hannesson leikur hlutverk Kranz og Erlingur Gíslason hlutverk Skrifta-Hans. Um áramótin verður svo frumsýning á bamaleikritinu „Almansor konungssonur", eftir Ólöfu Ámadóttur. þessar mundir staddur þýzkur sérfræðingur til aðstoðar við upp- setningu á tækjum f hinni nýju stöð, og væri keppt að þvf, að opna hana 12. desember, á 60 ára afmæli Reykdalsveitunnar. Mun sú stöð marka ný tímamót í raf- magnsmálum Hafnfirðinga. Mælar gömlu aðveitustöðvarinnar í Hafn arf. era aðeins um 4 megavött en hin nýja stöð mun hins vegar hafa tvo spenna, alls um 10 megavötf og möguleika til stækkunar upp f 20 megavött. NÝ SÍMASKRÁ, NÆSTA VOR Póst- og símamálastjórnin hefur ákveðið að gefa út nýja símaskrá næsta vor. Undirbún- ingur er jægar hafinn og verður byrjað að vinna við skrána i prentsmiðjum strax eftir ára- mótin. Auglýst hefur verið eft ir breytingum, sem verða eiga f símaskránni hér í Reykjavik og eiga þær að hafa borizt sím anum fyrir 10. des. Sfðast vai simaskráin gefin út um áramót in 1963-1964 og var þá I 50 þús. eintökum, og má gera ráð fyrir að upplagið verði nokkuð stærra að þessu sinni vegna1 f jölgunar, sem orðið hefur á sím | um. Samkvæmt upplýsingum,, sem Vísir fékk í morgun hjá fulltrúa bæjarsímastjóra, er í at I hugun að breyta efni í kápu bók | arinnar og hafa það plastkennt, ( og ekki eins gróft og það er nú. — Að sjálfsögðu verður gengið 1 frá símaskránni með tilliti til I þeirra miklu breytinga, sem orð ( ið hafa með tilkomu sjálfvirku stöðvanna, síðan skráin kom út1 siðast. Doktorsvörn á iaugardag Laugardaginn 5. des. n k. fer fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla íslands. Mun Gunnlaugur Snædal, læknir, þá verja rit sitt „Cancer of the Breast," eða krabba raein í brjósti, fyrir doktorsnafnbót í læknisfr. Andmælendur af hálfu læknadeildar verða prófessor dr Júlíus Sigurjónsson og prófessor dr Snorri Hallgrímsson. Doktorsvörn in fer fram í hátíðasal Háskólans og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.