Vísir - 12.02.1965, Page 11

Vísir - 12.02.1965, Page 11
V1SIR . Föstudagur 12. febrúar 1965 FARA ÍSLENIKU STÚLKURNAR BEINT í ÚRSLITIN Á HM? Það var mikill fögnuður í Laugardal í fyrrasumar þegar ísl. stúlkumar sigruðu í Norðurlandamótinu. - Nú er spumingin hvemig til tekst á HM í Þýzkalandi. Ekki er ósennilegt að landslið islands í handknattleik, — þ. e. kvennaliðið, sem varð Norður- landameistari á síðasta sumri, verði eitt fjögurra liða, sem fer beint í úrslitakeppni 10 Ianda í Þýzkalandi í nóvember n. k. Handknattleikssambandið sendi mótsaðilum, Þjóðverjum: bréf þar sem á það er bent, að ísland geti því aðeins verið með að um eina utanför verði að ræða en ekki fleiri. Ásbjörn Sigurjónsson, for- maður HSÍ, sagði í viðtali við Íþróttasíðuna i gær, að vel hefði verið tekið í bréfið. Sama er að heyra á dönskum blöðum, sem telja líklegt að ísland kom- ist beint í úrslitakeppnina, ekki sízt þar sem stúlkurnar hafi náð mjög góðum árangri og séu krýndar kórónu Norð- urlandameistara. Ásbjörn kvað ástæðuna fyrir bréfi HSÍ vera þá fyrst og fremst, að engin skilyrði eru hér til að taka á móti erlendum liðum, sem yrði nauðsynlegt til að geta komizt aftur utan til keppni, því fjárhagurinn leyfði það ekki að komast utan ella. HM í handknattleik kvenna fer fram sem fyrr segir í nóv- ember og verður aðallega í Hamborg og nágrenni. Þær þjóðir sem öruggar eru í úrslitin án undankeppni eru heimsmeistaramir Rúmenar, Danir, sem urðu aðrir f keppn- inni og gestgjafarnir, V.-Þjóð- verjar. Þtmnig fara Braiilsumenn að til að vinna HM — / þriðja sinn Geysimikið unglingasfarf í gangi Þegar menn heyra nafnið BRAZILÍA nefnt kemur tvennt í huga þeirra, — kaffi og knattspyrna. Já, Brazilía flytur út bezta kaffi í heimi og er stærsti framleiðandi í heimi á því sviði ,en landið framleiðir líka beztu knattspyrnu í heimi og hin ýmsu lið frá Brazilíu hafa skemmt millj ónum manna um allan heim. Þó er það svo að sveiflur hafa verið á knatt spymugetu Brazilíumanna eins og annarra og í hitti fyrra fór landsliðið smánar för hina mestu í Evrópu. Það var litið á þessa för mjög alvarlegum augum. Nefnd var skipuð af löggjafarþingi landsins rétt eins og nefndir eru skipaðar til að rannsaka ýmislegt sem aflaga fer hér á landi, Þjórsárdalsmál og fleira. Álit nefndarinnar var það að taka yrð'i upp nýtt sjónarmið í knattspyrnumálum landsins, ef Brazilía ætti að sigra í þriðja sinn f röð í heimsmeistarakeppninni, sem fer fram á næsta ári í Eng- landi. Og nú hafa ýmsir stærstu klúbb- ar landsins tekið upp nýtt kerfi, geysimikið unglingastarf. Hér er um hreinar uppeldisstöðvar að ræða. Unglingamir eru í æfinga- skóla og þarna í skólanum er stjörnum framtíðarinnar kennt allt sem hægt er að kenna. Það sem á skólanum er aðalatriði er AGI og það hefur gengið mjög vel að halda aganum uppi en piltarnir samt haldið kímni sinni og stráks- skap. Hafi einhver brótið þær reglur, sem settar voru er hann umsvifalaust látinn fara til síns héima og líkurnar fyrir frama hans minnka jafnframt mjög. Það er ekki aðeins knattspyrna sem er kennd þarna. Það gefst á- gætlega að leika körfuknattleik, blak og jafnvel að leika knatt- spyrnu á borði eins og menn Þama eru unglingamir brazilsku að ræða um „taktik“ fyrir æfingaieik. þekkja úr Tivolj heitnu og slíkum stofnunum. 1 dag eru 500 drengir þjálfaðir á þennan hátt og eru yfir hundrað á hverjum skólanna og skiptast f tvo hópa frá 13—14 ára og 15— 17 ára. Kjarninn úr þessum hópi verður í landsliði Braz'ilíu næsta ár. Þeir eiga erfitt verk fyrir hönd- um. Þeir eiga að fara með Heims- bikar Jules Rimet til Evrópu, OG KOMA AFTUR HEIM MEÐ HANN.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.