Vísir - 12.02.1965, Síða 15

Vísir - 12.02.1965, Síða 15
V í SIR . Föstudagur 12. febrúar 1965 75 Ml l....1 CECiL ST.LAUREN1: fejtfi. SONUR Æt KARÓ- LÍNU Nokkrir franskir hermenn voru famir að taka grafir til þess að jarða lík undirforingjans og annarra fallinna. Enn var af stað haldið í birt- ingu. Hreyfing var komin á ný á allt og alla. — Juan kom auga á flokk þýzkra riddara á hæð nokkurri. Þeir voru klæddir síð- um, hvítleitum skikkjum og höfðu vafið þeim þétt að sér. Þeir stóðu hreyfingarlausir í hnapp. Sendiboði var sendur til þeirra og kom aftur og fræddi menn á því, að margir menn hefðu fallið af liði þeirra kvöldið áður. Nú höfðu þeir myndað hring um lík foringja síns, Emils fursta af'Hessen-Kassel. Hann hafði særzt og þar næst frosið í hel um nóttina. — Ekki er það uppörvandi, sagði Gueneau. Ég hefi fengið svo mikinn viðbjóð á her- mennsku og styrjöldum, að aldrei framar mun vakna nein hrifni í huga mér yfir slíku. Rússar höfðu sama lagið á er líða tók á daginn, — fylgdu franska hernum eftir í hæfilegri fjarlægð, eða komust á undan, því að þeir þekktu landið, og sátu fyrir hersveitum Frakka, þegar góð tækifæri buðust. Til- gangur þeirra var að drepa niður kjark í hermönnum í hernum mikla. einangra hersveitir, sem aftast fóru, og ráðast svo á þær og stráfella þær. En þeim tókst ekki að rjúfa meginfylkingu Frakka á undhnhaldinu, og hefir það kannske dregið úr áhuga þeirra, að leggja til stórorustu, en óft urðu Juan og Gueneau að bregða við með riddurum sínum og koma herflokkum til hjálpar. Títt var barizt í návígi við Kós- akka og sverðum beitt. Og her- inn mikli, mestur hluti hans, gat haldið áfram hægu undanhaldi til Krasnoje. Krasnoje var í rústum og á götúnum lá lík við lík og hræ fallinna hesta lágu þar hingað og þangað. Juan og Gueneau og sex menn úr flokki þeirra stigu af hestinum sínum við hús í út- jaðri borgarinnar. Juan var svo stirður og þreyttur, er hann steig af hesti sínum, að hann næstum hneig niður, og mundi hafa gert það, ef Gueneau hefði ekki grip- ið hann í fallinu. Húsið var stórt og helmingur þess var óskemmdur af eldi, en hinn hlutinn meira og minna brunninn. í húsinu var stór sal- ur og fóru þeir þangað og teymdu hesta sína inn þangað. Og svo kveiktu þeir upp og brátt logaði þarna eldur á arni. Pottur var fylltur snjó og er hann var bráðnaður og suða kom in upp á vatninu, hentu her- mennirnir hrossakjötsbitum í hann, hrísgrjónum, kartöflum, þurru brauði, og allt fór þetta í graut, en það bragðaðist alls ekki illa og er þeir fóru að snæða þetta, hresstust þeir við. Þeim hlýnaði og þeir fengu fylli sína og leið eftir atvikum betur en þeim lengi hafði liðið. Við og við fór einhver út og náði sér í spýtur úr trégirðingu, sem var umhverfis garð hússins, og þannig var eldinum haldið við. Og svo hölluðu þeir sér út af. Þeir voru fljótir að sofna. Dauða þögn ríkti um nóttina, þar til þeir vöknuðu við skothríð um klukkan sjö um morguninn. Allir þustu á fætur. Og innan stundar voru þeir stignir á bak hestum sínum. Mjög kalt var í veðri. Þegar klukkan var orðin tvö, höfðu þeir enn ekki náð til Mortiers marskálks. Þeir riðu fram á flokka særðra hermanna, sem stauluðust áfram. En áfram héldu þeir og studdu sig við rifflana sína. Mörg lík lágu á vegarbrúninni. Allt í einu komu þeir þar sem stórum flutn ingavagni hafði verið ekið út í skurð. Nokkrir fótgönguliðs- menn voru að reyna að ná hon- um upp. Á flutningavagninum var kex og hestafóður og vakti það fögnuð hinna sárþjáðu manna, en skammvinn varð sú gleði, því að aftur fóru Rússar að gera hverja árásina af ann- arri. Rússar höfðu nú skipt sér í tvær fylkingar. Önnur var jafn- an nálægt vagninum og gerði hverja skyndiárásina af annarri, felldu eins marga hermenn og þeir gátu, og þeystu svo burt. Þegar flokkur Kósakka nálgaðist fylkinguna, þar sem Juan var fyrir með flokki sínum gegn þeim og beittu fyrst pístólum ! og þar næst sverðum og felldu j margan mann. Um síðir barst | liðsauki. Mörg hundruð riddara ; komu þeysandi og sjálfur Ney i marskálkur í fararbroddi. Þá J lögðu Rússar á flótta. ! — Við vorum farnir að hafa jáhyggjur af yður, marskálkur. i Við bjuggumst við að hitta yður | í Krasnoje í nótt. 20 — Nú, voruð þið með Morti- er? Hvar er keisarinn? ■ — Líklega í Orcha, marskálk- i ur. J fc -- - iLiklega er orð, sem mér ílllur ekki, Þetta er hábölvað j állt saman. Hér er ekki lengur j um neinn her að ræða. Hann í sneri sér að flokki sínum. Riddarar hans hrópuðu einum i munni: — Lifi keisarinn! Það hljómaði eins og það, i sem menn kalla eftir að hafa lært eitthvað utan að samkvæmt skipun. — Ég tek við flokki vðar, sagði Ney marskálkur við Juan. En þér ríðið ásamt Gueneau elns hratt og þér getið til Orcha og segið keisaranum, að Ney mar- skálkur hafi ruðzt gegnum línu Rússa og sé á leiðinni með tvö þúsund manna lið með tólf létt- ar byssur. Og þér getið bætt því við, að við höfum kex af skom- um skammti, og marga hafi kal- ið á tám og fingrum. Þeir vinimir lögðu enn af stað og riðu greitt fyrst í stað, en hestamir voru þreyttir og slæpt- ir og fóru brátt að hægja á sér. Farið var að skyggja. Þeir námu staðar til þess að hvíla hestana dálítið, settust á vegarbrún og átu kex, sem þeir höfðu getað laumað í vasa sína, fyrir árás Kósakkanna. Þegar leið á kvöldið, hittu þeir fyrir lið furstans af Hassen Kassel, en lið þetta var í sama áningarstað og portúgalskt ridd- aralið. Stórskotalið Davout ,hafði bækistöð í þorpi í nokk- 'urri fjarlægð, og lið Mortiers. j Juan og Gueneau riðu nú til i bóndabýlis, þar sem Mortier ! hafði aðsetur, til þess að til- kynna honum, að Ney marskálk- ur væri á lífi. Svo héldu þeir áfram til aðsetursbæjar keisar- ans og riðu inn í miðhluta bæj- arins til þess að færa honum milliliðalaust boðskap Ney mar- skálks. Göturnar i Orcha voru sem svað hvar sem á þær var litið og náði aurinn upp á miðja fót- leggi kláranna. — Skyldi þetta þíðviðri hald- ast? sagði Gueneau, — kannske það verði skilyrði til endurskipu lagningar hersins. En ef það verð ur, verðum við allir sendir aftur til að berja á Rússum. Pólskur riddaraliðsmaður vís- aði þeim veginn til hússins, þar sem keisarinn var. Ekki var það reisuleg bygging, nánast bjálka- kofi, en allrúmgóður. Eldur log- aði í glóðarkeri fyrir dyrum úti. Hermenn voru þama á verði og stöðvuðu þeir þá Juan og Guene aú og spurðu þá um erindi beirra. Foringi varðmanna fór þar næst með þá inn í allrúm- gott herbergi. Þar var lágt til lofts. Borð var þar og á því stafl ar af skjölum. Nokkrir liðsfor- ingjar sátu við skriftir og grúsk. Þegar beir félagar höfðu sagt erindi- sit-t.- stóð upp einn-.liðs- foringjanna, og þekktu þeir þár Berthier marskálk, fursta af Neuchatel. Ekki sögðu þeir hon- um hvers efnis boðskapurinn væri, en sögðu hann vera frá Ney marskálki. — Hvað viljið þið? spurði Berthier marskálkur þurrlega - komið þið í raun og veru frá Ney marskálki? Þar sem hann spurði svo, töldu þeir rétt að skýra honum nánar frá erindinu. Hlustaði hann á þá án þess að grípa fram fyrir beim. F.r þeir höfðu lokið máli sínu, sagði hann: - Keisarinn er nýsofnaður, en þar sem hann hefir haft mikl ar áhyggjur af bví, áð ekki hefir heyrzt frá Ney marskálki, verð- um við að vekja hann. Þeir gengu upp fimm þrep að dyrum nokkrum. Marraði í þrep- unum, er þeir stigu á þau, og í hjörum hurðarinnar ískraði. er dyrnar voru opnaðar. &EHERM.YEATS 'S A 7EálCATE7MA,N,HA0tM-A SOLEIERTRYINS TO PRZVENT iVWt! WE'RE FORTUNME TO HAVE HI5 COKl- FiFEUCE -THAT WF, AN7 TAKZAHTOWH,CAM SE USEFULHERE' Pso—FROIATHIS ttOWEHT' OWiTAKZAN FEAR, X AIA WPSENAOMI! YOU AKE TARZAH OF TARZANTOWN... JJOT "TARZAR, PEAR!" . 1 Hárgreiðsiu- eg snvrtistofa ) STEINU og DÓDÖ l.augaven 18 3 hæð (lyfta) Sími >4filfi Hárgreiðslustofan PERMA Cíarðsenda 21. simi 33968 Hárareiðslustofa Ólafar Björns I dóttui HATUNl 6. slmi 15493.________ Hárgreiðslustofan P I R O L Grettisgötu 31 simi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9. simi 19218. Hárgreiðslustota lAUSTURBÆJAR I CMarie Guðmuridsdóttir) Laugavep 13. slmi I4G56. Nuddstofa á sama stað Dömuhárgreiðsla við allra hæf t T.IARNARSTOFAN riamargötu 11 Vonarstrætis- megin. slmi 14662 _ ______ Hárgreiðslustofan Asgarði 22. Simi 35S1CI ÁSTHILDUR KÆRNESTEDi GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VEIIUS Grundarstig 2a Simi 21777 '•A.vaílagÖtu '2 Sími 1861t ■ ^ tisgötu 62 ■.V.V.V.' Yeats hershöfðingi leggur af stað til flugstöðvar sinnar, þegar starfi hans er lokið við byggingu Tarzanbæjar við Dru-ána. Ég hafði ekki grænan grun um, að ég mundi hitta tvo beztu menn, sem ég hef kynnzt, f sjálfri Afr- íku. Yeats hershöfðingi er hug- sjónamaður — hermaður, sem reynir að hindra stríð. Það er lán okkar, að hann treystir okk- ur, svo að við og Tarzanbær gét um gert gagn hér. Svo frá þess- ari stundu elsku Tarzan, er ég Naom'i hjúkrunarkona og þú Tarz án í Tárzanbæ. SÆNGUR REST-BEZT-koddar. Endurnýjum ’gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Selium æðardtins- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUNIN Vatnsstíg 3 Sími 18740 1 V.V.'.V. v.v.v.v.v.v, Hárgreiðslustofa

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.