Vísir - 13.04.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 13.04.1965, Blaðsíða 2
mmtm. Mafian ræður öllu í LAS VEGAS f LAS VEGAS er aðeins borg & hagfræðiskýrslunum, — að öðru leyti er hún ekkert nema frumskógur spilavíta með græn- um spilaborðum, rúllettum og alls kyns spilavélum og allflest- ir fbúar borgarinnar hafa at- vinnu af að flá lifandi þá mörgu ferðamenn sem koma til borg- arinnar. Árið 1962 komu þang- að 12 milljónir manna til að spila og skemmta sér og síðan hefur straumurinn þangað auk- izt að mun. Fólkið kemur líka af for- vitni. t»að hafa heyrzt miklar sögusagnir af Las Vegas og borgin breiðir út faðminn og grípur alla sem þangað koma og býður upp á alla þá skemmtan sem hægt er að hugsa sér. Úr lofti séð er Las Vegas lík- ast Disneylandi eða einhverju slíku. Verzlanahverfi óregluleg með spilavítum inn á milli, en þau eru aðallega við Fremont stræti og meðfram „The Strip“. Ellefu lúxusspilavíti eru við þá götu. Þegar maður er kominn inn í spilavíti vill oft fara svo að menn „fari úr sambandi" við umheimtnn. Þar er engin klukka til að segja mönnum hvað tím- anum líður, engir gluggar eða glerdyr í skuggalegum sölunum, maður veit ekki hvort það er skin sólar eða tungls á götunni fyrir utan, þar sem iðandi líf er nær allan sólarhringinn. Þarna er hvergi staður til að hvíla lú- in bein, engir stólar eða legu- bekkir fyrir hinn þreytta spila- mann, — nema við spilaborðið. Þarna er allt löglegt að því er virðist, jafnvel hin dularfullu morð, skattasvindl í stórum stíl, skipulagt vændi, kynþáttamis- rétti og það sem virðist undir- rótin er MAFÍAN . . . Nýlega var gefin út bók i Bandaríkjunum, sem vakti mikið umtal, en í henni er gefin mjög greinargóð skýrsla um Las Vegas og ástandið þar. Er hún skrifuð af tveim blaðamönnum Ed Reid og Orvid Demaris ög heitir THE GREEN FELT JUNGLE. Bókin hefur inni að geyma að minnsta kosti efni í 50 meiðyrðamál, — en ekkert mál hefur þó risið vegna henn- ar, því höfundarnir virðast hafa komizt yfir ótrúlega góðar upp- lýsingar. Er þar f jallað af mikilli hreinskilni og einurð um þekkta persónuleika og glæpakónga og má það teljast furðulegt að launmorðingjar skyldu ekki gerðir út af örkinni f því skvni að ryðja þessum tveim „hættu- legu“ pennum úr vegi, en það hefur ekki verið gert. Árið 1940, sex árum áður en Las Vegas varð spilabær númer eitt f heiminum bjuggu þar 16 þúsund hræður. en nú eru íbú- arnir orðnir 200 þús. Á sfðasta ári voru tekjur borgarinnar af 288 spilavítum með 17.880 spilavélum og 1363 spilaborð- um, alls 15 miiiiónir dollara. Þarna unnu þá alls 35 þús. manns. „Aldrei hafa svo fáir gert svo mikið fyrir svo fáa“, segir f bókinni um þetta framlag spilavftanna fyrir Las Vegas- borg. Og þessir „fáu“ það eru Mafia-mennirnir. Glæpur h.f. mætti kalla það á íslenzku, þvf borgin er undirlögð af þessari þrauthugsuðu og skipulögðu glæpastarfsemi. Þar hefur Mafi- an hreiðrað um sig með sitt illa fengna gull, og er sagt að það séu 300 milljónir dollara, sem þarna hefur verið fest f eignum. Það er fleira en spilavíti þarna í Las Vegas. Á sunnu- dagsmorgnana fara borgararnir til kirkna sinna og í borginni er 81 kirkja. Sá guð sem fólkið trúir þó mest á eru PENING- ARNIR og svo virðist sem það sé mjög mikið og gott samband milli kirknanna og peninga- spilaborgina. mannanna, sem standa að baki spilavítunum, en vissulega er yfirbragð þeirra manna hreint og slétt, þeir líta ekki út fyrir að vera annað en löghlýðnir og elskulegir borgarar. Kirkjubygg- ingar eru oft byggðar fyrir fé frá Mafíunni og kaþólsku prest- arnir eru sagðir hafa góð sam- bönd í spilavítunum og þeir fá vitneskju um hverjir hafa unnið Framh. á bls. 6 Kári skrifar: Það er undarlegt með þessi bjamdýr ... þau öskra og öskra ekki... sjást og sjást ekki... Það er undarlegt með þessi skáld . .. áður var margur skáld sem orti ekki ... nú er margur ekki skáld þó að hann yrki... Það er undarlegt með þessa tón- list... áður fyrr fóru heildará- hrifin eftir því hvort hljóðfærin voru rétt stillt eða ekki... nú byggjast þau helzt á því hvort vatnsglas’ið brotnar eða ekki... Það er undarlegt með þessa síld ... ef hún er fyrirfram seld, þá veiðist hún ekki, og ef hún veiðist þá selst hún ekki.... Það er undarlegt með þessa sn'illigáfu ... áður fyrr hafði hún aðsetur sitt undir hárinu og ofan höku ... nú hefur hún aðsetur sitt. að þvi er virðist, f hárinu og þó sér í lagi því, sem stendur út úr hökunrii.... Það er einkennilegt með þennan klæðnað ... áður fyrr meir skar hann úr um það hvort menn voru karlmenn eða kvenmenn, nú sker hann einungis úr um það að menn séu karlmenn eða kvenmenn... Já, það er margt undarlegt 1 lífinu, hefur senni- lega alltaf vetið það, en þó hygg ég flestum beri saman um það að það sé alltaf að verða undarlegra og undarlegra, öllum staðreyndum snúið öfugt, allt á ferð og flugi og öðrum endan- Q um.. allir að verða sérfræð- § ingar og þó botnar enginn neitt n í neinu. Fróður maður hafði til § dæmis orð á því svo að ég □ heyrði, að nú hefðu ótal sérfræð D ingar unnið að því um langt Q skeið að undirbúa byggingu svo D nefndar umferðarmiðstöðvar Q og velja henni stað ... og nú q þegar allar áætlanir sérfræðing g anna og teikningar bygginga- q meistaranna lægju fyrir, þá hafi Q einn öldungis ósérfróður komið □ auga á það, að engin umferð g kæmist að umferðarmiðstöð'inni □ eða frá, nema annað hvort ioft g leiðina eða eftir neðanjarðar- q göngum ... og nú séu þeir sér g fróðu að brjóta heilann um q hvora le'iðina eigi að velja.... g og þegar þeir hafi svo brotið q heilann það rækilega að ekki Q verði neitt he'ilt f honum eftir, q verði það sennilega látið ráða g að kasta krónu ... Það er und- q arlegt með ^ '■a íslenzka sjón- g varp... nú er það búið að q kaupa sér jeppabíl, til rann- g sóknar á sk'ilyrðum fyrir mót- q töku sjónvarpsatriðum, sem g ekki verða send út fyrr en að q tveim til þrem árum liðnum — g svona svipað og ef maður vild'i q vita hvemig heyrðist til hans g tveim árum áður en hann lét'i q til sín heyra .. Já, það er margt g undarlegt.. □ Bítlarnir eru oft á dagskrá hjá okkur og í flestum tilfellum fáum við bréf frá Bítla- eða Rolling Stones-unnendum. Tii tilbreytnigar ætla ég að birta hér bréf frá einum sem kallar sig „Anti-Bítill“. Einum of mikið af því góða. Er nú ekki komið einum of mikið af því góða Kári minn. 1 gslr sá ég í einu dagblaðinu frétt um að „The Rolling Stones“ væru væntanlegir hing- að f vor. I fréttinni var þess getið að þeir myndu taka ein 500 pund fyrir hverja „skemmt- un" og ætlunin er að halda hvorki meira né minna en 6 „skemmtanir", þar sem þessir skítugu, brezku götustrákar eiga að garga fyrir íslenzka að- dáendur. Já og ekki nóg með það héldur verður að borga einar 200 krónur fyrir hvern aðgöngu miða. — Hversu lengi eigum við að eyða gjaldeyri þjóðarinnar í þetta bítlagarg. Er það virki- lega nauðsynlegt að flytja svona „skemmtikrafta" hingað og greiða þeim stórar fjárfúlgur í gjaldeyri? Ef það er nauðsyn- legt að veita okkar bítia- eða Rolling Stones-unnendum útrás, væri ekki ráð að fá íslenzka hávaframleiðendur til þess? Þeir í gjaldeyrisnefndinni eiga hiklaust að grípa í taumana og neita þeim mönnum sem ætla að flytja þessa „veltandi steina" inn til landsins um gjaldeyris- yfirfærslu. Óþrifalegir Að sögn fróðra eru þessir Rolling Stones frægir fyrir hversu óþrifalegir þeir eru og lubbalegir í alla staði. Munu Bítlarnir vera hrein gersemi móts við þessa Rolling Stones. Það er heldur ekki nóg með að við séum að greiða þessum drengjum stórfúlgur af gjald- eyri, heldur er einnig verið að æsa upp unglingana. Strax og þessir lubbar koma rjúka svo blöðin upp og birta stórmyndir á útsíðum og löng viðtöl, eins og stórmenni væru hér í heim- sókn. — Svo þegar þessir dreng ir birtast á sviðinu og taka til við að garga, eins hátt og mik- ið og þeir geta, þá ætlar allt að tryllast. Þá er það einnig að komast í tízku að allar slíkar samkomur endi með ósköpum og sem mest sé eyðilagt. Það er t.d. ekki lengra en í síðustu viku að á bítlasamkomu í Tivoli í Kaupmannahöfn var hljómleikasalurinn skemmdur fyrir um 50 þús. danskar kr. Engar myndir. Nei, Kári minn, nú þurfa all- ir að taka höndum saman og sýna þessum brezku-lubbum að Islendingar séu engir asnar sem láti spila með sig. Þið blaða- mennirnir eigið að ganga á undan og birta engar myndir af þeim og sleppa einnig ölluH^ viðtölum. Foreldrar og uppal- endur eiga að harðbanna börn- um og unglingum að sækja þessar „skemmtanir". Þannig { getá allir stuðlað að því að þeir menn, sem ætla að nota sér þessa skræki í auðgunarskyni geti greitt úr sínum eigin vasa þau 500 pund sem Rolling Stones ætla að taka fyrir þessa 1 hávaframleiðslu sína. ,Anti-bítill“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.