Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 4
r 4 VISIR. Föstudagur 18. júní 1965 EFösfudngs^reiiiin— Framh. af bls. 7. þetta rétt kollvarpar það göml um kenningum. Þannig eiga margar gamlar kenningar eftir að falla fyrir öflun nýrrar og víðtækrar þekkingar. Á næstunni á þekking manna á geimnum og öðrum hnöttum eftir að vaxa stórkostlega. Tök um bara sem dæmi þá ferð bandaríska geimskeytisins Mar- iners 4, sem nú stendur yfir. Þó enginn máður sé þar innan borðs getur svo farið, að sú send ing verði í vísindalegum árangri miklu merkilegri en ferð tví- buranna um daginn. Það var fyr ir um það bil sex mánuðum sem Mariner 4 var skotið á loft frá Kennedy höfða. Síðan hefur skeytið þeytzt áfram út í geim- inn með uppundir 50 þúsund km hraða á klst. Ferðinni er heitið til reikistjörnunnar Mars Og um miðjan næsta mánuð verður skeytið komið á tilætlað an stað að því er talið er í aðeins 10 þúsund km. fjarlægð frá þessari miklu reikistjörnu. Og í skeytinu hefur verið kom- ið fyrir hinum fullkomnustu tækjum til myndatöku og mynd sendinga til jarðar. Ef allt geng ur nú vel, ef útreikningar reyn- ast réttir og öll tæki vinna með eðlilegum hætti ,þá getur svo far ið að árangur þessarar ferðar verði eitt af mestu stórvirkjum í heimi vísindanna. "C'yrir 88 árum uppgötvuðu stjörnufræðingar hin ein- kennilegu fyrirbæri sem hafa verið kölluð „skurðirnir“ á Mars Þetta fyrirbæri hefur valdið ó- endanlegum heilabrotum. Sá möguleiki hefur jafnan verið nefndur að þessir miklu skurðir séu verk hugsandi lífvera. Og svo mikið er víst, að bæði skurð irnir sem og ákveðin litbrigði á þessari reikistjörnu eru talin bera þess vott að líf sé á Mars. Þegar myndir eru teknar af þessum fyrirbærum úr 10 þús. km. fjarlægð í stað þeirra millj. vegalengda scm stjörnufræðin hefur fram að þessu þurft að ::•:•:: glíma við, þá má búast við að :•:•: margt nýtt komi í ljós. 'l/issulega eru sigurvinningar vísindanna kraftaverki lík- •:!:•:: ir og valda byltingum í lífsvið horfum jarðarbúa. Vissulega er ;!;!;;*!;!;!;: það stórkostleg hugsun, að lif- ;i;i;iii;i;ii;;; andi menn skuli geta svifið laus iiiiiiiiijiii-i: ir í geimnum. En hvað er það ;i;i;i;i;i;i;i;i á móti þeim nýja heimi sem á ;!;!!!;!;!;!;!!: eftir að opnast mannkyninu á næstu áratugum, þegar við mæt um og finnum annað líf, sem hefur orðið til og þroskazt al- gerlega sjálfstætt og óháð allri !| þeirri lífshringrás sem við höf :i;!;!;i?Í! um þekkt fram að þessu á jarð- ;i;i;i;!;i:i;!; arhnetti okkar. Þá verður kom- !;!;!;!;!;!;!;! inn timi til að fleygja þeirri út- ;iiii!;ii;ii;i; gáfu af Encyclopediu Britannicu ;i;i;i;!;!;i;i; sem út kom í fyrra og gefa út !;§;!;!;!:!;! ný rit um þekkingu mannkyns- i;i;i:i;i;i;i;i ins. Þetta er svo stór sjónhring ur, sem er a ðopnast, að það er ekki nema eðlilegt að sú kyn slóð sem þá lifir fái tilhneig- ingu til að ofmetnast. Þorsteinn Thorarensen. Einangrunarplast ávallt fyrirliggjandi í stærðum 1X3 m og 0,50 X 1 m allar þykktir. SILFTIRPLAST c/o ÞakpappaVerksni iðjan sími 50001 Alfheimum 6, Reykjavík Sími 33978. ► I frétt frá Brussel segir, að ekki verði um neinn landbúnað- armarkað EBE-landanna að ræða næstu tvö ár, eins og margir hafa vonað. Sammarkað urinn var fyrir löngu ákveðinn 1. júlí 1967 — en nú er talið víst að lengri tími muni líða þar til hugmyndin kemst í fram- kvæmd. > i Sumarferðir Heimdallar Helgarferðir 1. Ferð að Stöng í Þjórsárdal. Gengið að Háafossi. 2. Hringferð um Borgarfjörð Viðkoma í Húsafellsskógi. Barnafossar skoðaðir og gengið í Surtshelli. 3. Ferð í Landmannalaugar og Eldgjá. Til baka um Fjallabak og Skaftártungur 4. Farið um Snæfellsnes. Farið að Hellnum. Tjaldað að Búðum.. 5. Þórsmerkurferð. Gist í skálanum.. Dagferðir — GönguferBir 1. Ferð í Raufarhólshelli. 2. Gengið á Keili. Veibiferðir 1. Veiðiferð í Hlíðarvatn í Selvogi. 2. Veiðiferðir eftir vali. Kvöldferðir \ Kvöldferðir verða farnar eftir því sem tilefni gefst til. . -V* ■• • ' , • \ Ifánari upplýsingar í síma 17100 Ferðizt með Heimdaili NÝ MYNDABÓK 208 blaðsíður, 241 ljósmynd, þar af 50 lit- myndir. Alshirtingsband. Myndaskýringar á 6 tungumálum: — íslenzku, dönsku, ensku frönsku, þýzku og spönsku. Vegleg lýsing lands og þjóðar í úrvalsljósmyndum. Kostar aðeins kr. 494.50 ORÐSENDING frá ábgtrðsirverksinlðiieiisis ii.f. Frá og með 19. júní verður áburður ekki af- greiddur á laugardögum ,en aðra virka daga frá kl. 9 til 15.30 Skrifstofur vorar verða lokaðar á laugar- dögum frá og með 19. júní til septemberloka Áburðarsala ríkisins Áburðarverksmiðjan h.f. NA Glæsilegt úrval. Ensk efni. Tízkusniö. Kiæðskeraþjónusta. SPORTVER H.F. i SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 19470

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.