Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 18.06.1965, Blaðsíða 6
/ framan Miðbæjarbarnaskólann, undir stjórn Hermanns Ragnars. Dönsuðu unglingarnir þar hinn vinsæla finnska dans Jinka af miklum móð. Ræða frú Auðar Auðuris. Guðrún Ásmundsdóttir leilckona var Fjailkonan viö 1T. juni — Framh. af ,bls. i: hófust um morguninn með því að Gísli Halldórsson varafor- sefi borgarstjórnar lagði blóm-' krans að leiði þjóðhetjunnar Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Fór þar fram athöfn með sama sniði og venja er. Upp úr hádeginu safnaðist fólk til skrúðgöngu á þremur stöðum á Hlemmtorgi, Skóla- vörðuholti og við Melatorg og sameinuðust þessar þrjár mann hafsöldur á Austurvelli Þar setti Ólafur Jónsson hátíðina, og minntist í ræðu sinn'i frum- herjanna í sjálfstæðisbarátt- unni. Orð Jesaja spámanns. Þá hófst guðsþjónusta í Dóm kirkjunni. Sr. Emil Bjömssoh préd'ikaði, Guðrún Á. Símonar söng e'insöng ásamt Dómkórn- um og Páll Isólfssón lék. Prest urinn lagðj út af orðunum í spádómsbók Jséajai' „Hlýðið á mig, þér sem Ieggið stund á réttlæti, þér sem leitið Drott- ins. Lítið á hellubjarg’ið, sem þér eruð af höggnir og brunn- holuna sem þér eruð úr grafn ir.“ Hann sagði að hvert líf væri sem flís úr hellubjargi ald anna og í brjósti hvers manns sú iind, hvers dýpi eng'inn hefði kannað. Við þá lind hefur ís- lenzka þjóðin ’...jpið gegnum aldimar. Líf þjóðarinnar hefur vissulega verið eilíft krafta- verk. Hann minntist hinna fornu íslenzku handrita, sem geyma bókmenntir þjóðarinnar, er voru grafin úr dýpstu brunnum þjóðarinnar. Nú vérður þetta afhöggna l'im grætt aftur við stofninn. Hann minntist þess að aðeins er hálf öld síðan árin og Ijárinn vom framleiðslu- verkfæri þjóðiirirínar. Nú erum við ■ vélýMalk:’ ■•sfeMse'd’d ' astd og sællegasta þjóðin. En svo er guði fyrir að þakka að við erum líka dugmikil og vinnusöm þjóð, Þá rifjaði prest urinn upp minningu frá lýðveld ishátíðinn’i 1944, þegar steypi- regn kom yfir, en það vissi enginn af þeirri rigningu vegna gleðinnar yfir fengnu frelsi. Hann bað þess, að þjóðin missti aldrei sjónar af fjallinu helga. Blómsveigur að fótstalli. Guðsþjónustuna sátu forseti íslands, ráðherrar, fulltrúar er- lendra ríkja og ýmsir fleiri. Að henni lokinni var gengið úr kírkju og fór fram athöfn við minnisvarðá Jóns Sigurðssonar á Austurvelli með venjulegum hætti. Nýstúdentar báfu blóm- sveig út að styttunni, en forseti ! íslands lagði hann að fótstalli styttunnar. Forsætisráðherra stóð við hlið forsetans. Þjóð- söngurinn var leikinh. Síðan var gengið til Alþingjshússins. Ræða forsætisráðherra. Forsæt'isráðherra dr. Bjarni Benediktsson flutti ávarp til þjóðarinnar og birtist það á öðr um stað í bldðinu. Ávarp fjallkonu. Að lokinni ræðu forsætisráð- herra flutti Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona ávarp fjallkon- unnar, sem var að þessu sinni ort af Þorsteini Valdimarssyni. Nú hófst skemmtisamkoma fyrir börn á Arnarhóli og var allur hóllinn, Lækjartorg og nærliggjandi götur þéttskipaðar fólki. Margt skringilegt kom þar fram sem kætti börnin og þar lék m. a. lúðrasveit drengja. Enn var breytt um svið og hófst danssamkoma unglinga fyrir Um kvöldið hófst að nýju á Arnarhóli mikil útisamkoma. Meðal skemmtiatriða þar var söngur Karlakórs Reykjavíkur, sem söng létt lög og sænska óperusöngkonan Rut Jacobson söng óperulög. Þar fíutti ávarp frú Auður Auðuns forseti borgarstjórnar. Hún sagð’i að þeir núlifandi menn sem fæddir væru um og fyrir aldamótin, hefðu lifað fleiri merk tímamót í þjóðsög- unni en nokkur önnur kynslóð. Hún drap á þessi timamót, heimastjórn 1904, sambands- lögin 1918, lýðveldishátíðina 1944. Þá má nefna Alþingishá- tíðina 1930. Og nú skipar sam þykkt danska þjóðþingsins loks árinu 1965 veglegan sess. Frú Auður sagði að þetta tímabil hefði fært okkur meiri framfarir en orðið hefðu áður um aldaraðir, en einnig ýmis viðfangsefni og vandamál. Þar í mætti telja myndun þéttbýlis. Að því hefðu stuðlað bættar samgöngur, atvinnuhættir pg auknar kröfur til lífsins. Og svo hitt að maður er manns gaman. Þjóðfélag okkar var til skamms tíma algert bændaþjóðfélag. Hún rifjaði upp ótta manna og ugg við þéttbýlið í Reykjavík um miðja 19. öld, þó að íbúatala Reykjavíkur hefði þá aðeins ver ið um 1100 manns. Menn hefðu óttazt aukin erlend áhrif og prjál, talið Reykjavík átumein. En aðrir héldu líka uppi vörn- um fyrir Reykjavík og sáu hve þýðingarmikið það væri fyrir okkur að eignast höfuðborg þar sem hægt yrðl að safna saman í sferkú átaki öllu því bezta með þjóðinni. í dag dylst engum, sagði ræðukona, að verulegt þéttbýli er forsenda fyrir að halda uppi nútíma menningarþjóðfélagi. — Reykjavík hefur ekki mergsogið landið heldur orðið því lyfti- stöng Hún benti og á það að lokum, að um næstu aldamót mætti búast við að íbúatala ís- lands yrði einhvers staðar á milli 360 og 400 þúsund. Gæfi auga leið að með þeim mann- fjölda sköpuðust möguleikar fyr ir öfluga þéttbýliskjarna í öðr- um landshlutum. Dansað fram á nótt. Síðasti þáttur þjóðhátíðarinn ar varð dansleikur á götum úti á þremur stöðum, Lækjartorgi, við Miðbæjarskólann og Hótel Islands-planinu. Var fjörugt á öllum þessum stöðum þótt stundum væri það regnhlífadans Klukkan eitt um nóttina sleit Valgarð Briem, framkvæmda- stjóri hátíðinni. Hann benti á það að þjóðhátíðin væri sam- bland gamans og alvöru. Kvaðst hann vona að menn hefðu skemmt sér, en menn ættu einn ig að leggja á hjartað þau al- vöruorð, sem töluð hefðu verið á þessum degi. Akureyri — Framh. af bls 16. Oddson, 8.63 og Steinunn Stefáns- dóttir, 8.45. Viðstaddir voru 25 ára stúdent ar, allir utan 4 — 5, sem dveljast ytra og færðu þeir skólanum að gjöf rafritsjá sem notuð verður við kennslu. Afhenti Haraldur Ásgeirs son, verkfræðingur, gjöfina með ræðu. 10 ára stúdentar voru einn- ig mættir og gaf Heimir Karlsson fyrir þeirra hönd skólanum hljóm- plötusafn. Ví Skégssfoss — Framh. af bls. 16 Skógafoss smíðaður samkvæmt ströngustu kröfum alþjóðareglna frá ’60 um öryggi mannslífa á sjó og um hæfni til siglinga hvar sem er á úthöfum, Lestar skipsins eru stórar og mjög rúmgóðar, vegna þess að í. þeim eru ekki venjulegar styrktar- stoðir, en I þeirra stað kemur, að fjórða hvert band í skipinu eru sérstaklega gerð djúpbönd, sem veita þann styrkleika, er stoðirnar hefðu gefið. Greiðfært er um milli þilfarið, þar sem rammar lestarop- anna ganga á öllu leyti niður fyr- ir þilfarið gagnstætt því, sem áður hefur þekkzt, að þéir hafa bæði náð upp og niður fyrir þilfarið. Má því hindrunarlaust aka um allt þil- farið hvers konar tækjum, sem notuð eru við fermingu og afferm- ingu. Akstur er einnig greiðfær um gólf undirlestar, þar sem stál- grindarrammi með asfaltfyllingu hefur verið lagður yfir botngeym- ana. Þá er allur útbúnaður til ferm ingar og affermingar á vörum mjög fullkominn. Á skipinu eru 8 vökvavinduspil er hvert um sig getur lyft allt að 5 tonna þunga, og einn 20 tonna lyftiás. Aðalvél Skógafoss er 5 strokka dieselhreyfill, 2500 hest- öfl, smíðaður af Burm. & Wain og er ganghraði um 14 sjómílur, þegar skipið er fullhlaðið, en í reynsluferð reyndist mestur gang hraði 15 sjómílur. Skipshöfnin er 26 manns og búa allir skipverjar í rúmgóðum og vel búnum eins manns herbergjum. Slys — Framh. af bls 16 reglan telur það hafa bjargað lífi drengsins að hann lagði á stýrið til hægri áður en hann hljóp út. Samt sem áður hlaut hann mik- inn áverka á höfuðið og meidd- ist auk þess á öxl. Réttri klukkustundu síðar slasaðist annár drengur, 8 ára gamall, Páll Sölvi Pálsson að nafni og til heimilis að Berg- þórugötu 45, er hann varð fyrir bíl á Snorrabraut gegnt Aust- urbæjarbíói. Drengurinn hljóp út á götuna þvert í veg fyrir bifreið sem kom aðvífandi, þannig að engin leið var fyrir viðkomandi ökumann að forða frá slysi. Þegar lögregluna bar að, lá drengurinn í rennusteinin um, allmikið slasaður og m. a. tvíbrotinn á handlegg, bæði fram- og upphandlegg. Hann var íluttur í Landakotsspítala. Klukkan 11 um kvöldið var lögreglan kvödd að Brúarlandi f Mosfellssveit vegna bifreiða- áreksturs og umferðarslyss. Þar hafði bifreið með G-merki verið ekið þvert inn á götuna í veg fyrir langferðabifreið, sem var á leið til Reykjavíkur. Bifreið- arstjórinn á langferðabifreið- inni hemlaði og sveigði bif- reiðina jafnframt út af veginum en dugði ekki til. Árekstur var óumflýjanlegur. Við þetta kast- aðist kona, sem var farþegi f langferðabflnum fram á skipti- stöngina og rifbreinsbrotnaði, auk þess sem hún meiddist á hné. Þessi farþegi, María IR. Föstudagur 18. júní 1965 Bjarnadóttir að nafni, var flutt í slysavarðstofuna. Talið var að ökumaður G-bifreiðarinnar hefði verið ölvaður, og var tekið af honum blóðsýnishorn. Á miðvikudaginn skeði og hvert umferðaróhappið á fætur öðru á Reykjanesbraut fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þar slasað- ist stúlka í árekstri milli drátt- arvélar og bíls, fjórir piltar lentu með bifreið sína út af veginum hjá Straumi og slösuðust allir eitthvað, stúlka hlaut meiðsli í bifreið er rör féll í höfuð henni, 2 lömb voru drepin í á- rekstri og einhver fleiri umferð- aróhöpp skeðu þar á veginum. Síld — ihald at bls. 1. var ennþá í smáum torfum, en Jakob sagðist vona, að hún færi að þéttast. Blaðið hafði einnig tal af Ás- mundi Jakobssyni, sem er skip- stjóri á Hafþór í sumarleyfi Jóns Einarssonar. Hafþór var á Austfjarðasvæðinu og hafði orð- íð var við mikla síld á mörg- um stöðum 35—80 mílur frá landi, á Seyðisfjarðar- og Norð- fjarðardýpi og út af Glettingi. Þessi síld stóð dýpra en svo, að hún væri, kasthæf, á 50—70 faðma dýpi. Þetta er á svip- uðum slóðum og Austfjarða- síldin veiddist fyrst í fyrra um miðjan júní, og bfða menn nú bara eftir því, að hún gefi færi á sér. Ekki er að efa, að flestir bátarnir munu þá sækja á þessi mið, því þau eru næst landi. Fremur óhagstætt veður var á síldarmiðunum s 1. sólarhring, en skipin voru einlcum á sömu slóðum og í gær Samtals tilkynntu 15 skip um afla, samtals 12550 mál. Eldey KE 1100, Sif ÍS 700, Sigur karfi GK 500, Anna Sf 700, Ögri RE 950, Snæfugl SU 1000 Árni Geir KE 500, Sigurvon RÉ 900, Sigurborg Sl 1200, Akraborg EA 1350, Arnfirðingur RE 1000, Höfr- ungur II AK 750, Gullfaxi NS 700, Stjarnan RE 350, Hrafn Sveinbjarn arson III GK 850. SöEfun leyfð Síldarútvegsnefnd hefur á- kveðið að heimila söltun á tak mörkuðu magn; af síld frá og með deginum í dag. Söltunar- stöðvarnar á Austurlandi eru nú flestar tilbúnar að taka til starfa, en engin söltunarhæf sild er enn fyrir hendi og bíða menn hennar með óþreyju. Síldin, sem veiðzt hefur fram að þessu alla leið norður und- ir Jan Mayen hefur verið al- gerlega ósöltunarhæf og þess vegna hefur ekki bráðlegið á að bessu sinn'i að fá söltunar- leyfi. En Síldarútvegsnefnd á- kvað að heimila söltun á tak- mörkuðu magni af sykursalt- aðri síld fyrir Finnlandsmark- að. Jafnframt var heimiluð sölt un fyrir þá sænska síldarkaup endur sem þess kunna að óska. Síldarútvegsnefnd tilkynnir að hún hafi samið um fyrir- framsöltun á 300 þús. tunnum saltsíldar ti! Svíþjóðar, Finn- lands og Bandaríkjanna og samningaviðræður stæðu yfir varðand'i fyrirframsölu til fleiri landa. nmg Faðir okkar BJÖRN GUNNLAUGSSON verður jarðsungin laugard. 19. jan. kl. 10.30 frá Hallgrlms- kirkju. Þeim sem vilja minnast hanr, skal bent á minn ingarspjöld dýraverndarfélags Islands. Kristín Rogstad Gunnlaugur B. Björnsson Guðmundur Á. Bjömsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.