Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 8
8 V I S I R . Föstudagur 8. október 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR ) Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson \ Ritstjóri: Gunnar G. Schram / Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson \ Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson f Þorsteinn Ó. Thorarensen ) Auglýsingastj.: Halldór Jónsson \ Sölustjóri; Herbert Guðmundsson / Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) \ Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 / Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands ) f lausasölu kr. 7,00 eintakið ( Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. / Þörf rannsóknardeild Lengi hafa skattsvik verið mikil þjóðfélagsmein- ) semd hér á landi. Jafnlengi hefur mönnum verið \ ljós nauðsyn þess að koma í veg fyrir slík lögbrot, \ svo byrðum skattanna væri jafnað niður á lands- í menn í réttu hlutfalli við gjaldþol hvers og eins. í / því efni varð þó lítil framför þar til stofnuð var sér / stök skattarannsóknardeild við embætti ríkisskatt- ) stjóra á síðasta ári. Hlutverk þessarar skattarann- ( sóknardeildar skyldi vera það að uppræta hin víð- / tæku og alvarlegu skattsvik í landinu. Nokkrar óá- / nægjuraddir heyrðust eftir að þetta nýmæli var í )) lög tekið. En þær raddir þögnuðu fljótt, enda vand- séð á hvaða rökum unnt var að byggja gagnrýni gegn \ stofnun sem átti að vinna að upprætingu skattsvika. ( Hitt var augljóst að mjög myndi starfsemi þessarar / deildar vera í hag allra launamanna, sem hverja / krónu þurfa að gefa upp til skatts. ) ]\Ju hefur fjármálaráðuneytið birt skýrslu um starf- \ semi deildarinnar það tæpa ár sem hún hefur starf- \\ að. Á þeim tíma hefur rannsóknardeildin hafið skatta (l rannsókn hjá 122 gjaldéhdum. Rannsóknum 34 mála // er nú lokið og gaf rannsóknin í 11 málum tilefni til // frekari aðgjörða. í meirihluta þeirra hafa opinber )) gjöld aðilanna verið hækkuð frá því sem áður var. \ Fyrrgreindar upplýsingar sýna að hin nýja skatta- ( rannsóknardeild hefur verið athafnasöm, en rann- ( sóknir á framtölum og bókhaldi eru mjög umfangs- / mikil verk. Vitanlega er of snemmt á þessu stigi / málsins að kveða endanlegan dóm yfir störfum rann ) sóknardeildarinnar. En undir þau ummæli fjármála- \ ráðuneytisins má hiklaust taka að engum efa er bund- , ið að starfsemi deildarinnar hefur þegar haft jákvæð ) áhrif á framtöl manna. Stofnun hennar hefur ein út \ af fyrir sig hafa valdið því að framtöl eru nú mun \ réttari en áður, þar sem framteljendur vita um hið ( aukna aðhald í þessum efnum. Er það vissulega / vel farið. / Orð dómsmálaráðherra Ávarp dómsmálaráðherra Jóhanns Hafsteins í tilefni / umferðarvikunnar er tímabær og ágæt hugvekja. ) Ráðherrann minnir á að hraðinn, staðfestuleysi og \ skortur á tillitssemi séu bölvaldurinn, svo sem y greinilegast hefur komið í ljós í hinum hörmulegu ( umferðarslysum undanfarinna daga. Sýning umferð- / aryfirvaldanna á sundurtættum slysabifreiðum við / aðalgötur borgarinnar ei líka áhrifamikil og sterk á- ) minning til allra bifreiðastjóra um að sýna varkárni \ í umferðinni. Það var þarft nýmæli, sem vekur þann \ verðskuldaða ugg sem til varnaðar má verða. Hér (( þarf að rísa alda samstilltra átaka um gjörvallt land / er stefni að því að forðast hin ógnvekjandi umferðar- ) slys. Látum ekkert okkar hlut okkar þar eftir liggja. ) ★ israelsmenn hafa dálæti á minnismerkjum, jafnvel í enn ríkari mæli en íslendingar. Heima eru minnisvarðamir farn ir að rísa upp 1 túnvörpum hér og þar um landið, en f ísrael eru minnisvarðar við hvert fótmál. Þrátt fyrir atbin-ðaríka sögu ísraelsþjóðar í nokkur þúsund ár, — sögu biblíutímans, sögu útlegðarinnar löngu og sögu síð ustu heimsstyrjaldar, er þó að- eins hálft annað ár af þessari sögu, sem á obbann af minnis merkjaskóginum í israel. Það er árið 1948 og fyrri hluti árs- ins 1949, þegar styrjöldin geis- aði í Palestínu milli Gyðinga og Araba. Þessi styrjöld hefur orðið ísraelsmönnum ótæmandi yrkis efni á pappfr og stein. Hetjudáð irnar eru þegar orðnar að þjóð- sögum, sem geta fyllt nokkrar biblíur að efnismagni. Það var líka þessi styrjöld, sem sýndi Israelsmönnum eigin styrk þeirra I fyrsta sinn urðu þeir ofan á. Gyðingaofsóknimar í Evrópu og morð nazista á milljónum Gyðinga eru ekki um ræðuefni f ísrael, þótt mikið sé talað um þessi mál í Evrópu. Það er hægt að fara um þvert og endilangt landið f eina viku Fjallið Sion, sem mest var barizt um i Jerúsalem í striðinu. ísra- elsmenn höfðu meginhluta f jallsins á sínu valdi, daginn, sem vopna- hlé var gert. LAND MINNISMERKJA án þess að heyra mlnnzt á Gy8- ingaofsóknir. Það er styrjöldin við Araba, sem allir tala um. Nyrzti þjóðvegurinn til Jerú salem er við jórdönsku landa- mærin og á nokkurra kílómetra kafla liggur vegurinn um mjótt og hlykkjótt dalverpi, sem er kallað síðan í stríðinu:: „Göng- in“. Um þessi Göng lá sam- gönguæðin til Jerúsalem, þegar Gyðingarnir þar voru að gefast upp í stríðinu vegna skorts á skotfærum og matvælum. Jerúsalem var einangruð og Arabar réðu hæðunum um- hverfis Göngin. Gyðingar sendu hvað eftir annað lestir af brynvögnum upp Göngin til Jerúsalem. Arabam- ir skutu á lestimar og margir bílanna vom eyðilagðir á leið- inni. Bflhræin hafa ekki verið fjarlægð úr Göngunum, heldur liggja þau eins og þau vom í stríðslok. Mörg bílhræin eru þakin blómsveigum, en við hlið þeirra era minnismerki, þar sem skráð eru nöfn þeirra, sem létu lífið við þessa vonlitlu flutn- inga. Og það er ekki áhrifalaust að aka fram á bílhræin á 50 — 100 metra millibili í Göngunum. Mesta yndi leiðsögumanna f ísrael er að benda á hæðir, virki og aðra staði, þar sem drama- tiskir atburðir gerðust í stríð- inu við Araba. Þeir tala sig upp í mælsku, þegar þeir lýsa ein- stökum hetjudáðum, — hvemig viss hermaður lá særður í byrgi og skaut þindarlaust yfir dalinn við Síons-fjall og hindraði fram rás Araba, — þegar þeir lýsa einstökum smáatriðum f bardög unum á Síons-fjalli, þar sem vfg línan færðist fram og aftur á milli helgra dóma kristinna manna, Gyðinga og Múhameðs trúarmanna. Araba voru á þessum tíma hlið við hlið um allt landið. Hvar- Striðið geisaði um alla Pale- stínu, því þorp Gyðinga og Voldugur minnisvarði á Herzl- fjalli. vetna rekst maður á plötur, á- letranir og varða, þar sem minnzt er einstakra hermanna og afreksverka þeirra. Þeir ísraelsmenn, sem tóku þátt í þessari styrjöld, bera höfuðið hátt og ekki er laust við að þeir líti ofurlftið niður á hina, sem síðar hafa flutt inn og hafa ekki reynsluna af „Frels isstríðinu". „Það var árið 1948“ er upphafið að sögunum,. sem sagðar eru á kaffihúsunum, rétt eins og íslenzku ævintýrin byrja: „Einu sinni var“. í hverjum bæ er hermanna- grafreitur, sem mikil alúð hefur verið lögð við. Mér var sýndur grafreiturinn í Jerúsalem, sem er í norðurhlíðum Herzl-fjalls. Legsteinarnir liggja á stöllum og hefur hver herdeild sinn stall, en á milli er mikið skrúð blóma og trjáa og hinar vönd- uðustu hleðslur. Gengur nostrið svo langt, að á einum stað er landslagið mótað eins og skip og minnisvarðamir látnir liggja í vatni. Þar er minnzt þeirra hermanna, sem fórast með ísraelsku herskipi. Fjármunir þeir, sem lagðir hafa verið í gerð þessa garðs, hljóta að skipta tugmilljónum íslenzkra króna. Ef einhver reyndi að leggja saman kostnað inn af allri minningu þessa stríðs, hlýtur hann að fá út himinháar upphæðir. En ísraels menn hafa viljað gera þetta, þrátt fyrir þörf á fé til upp- byggingar á öllum sviðum. Á einum legsteininum í her- mannagrafreitnum stóð: „Jósúa Jehuda, 12 ára, hermaður nr. 81—473, sonur hjónanna ísrael og Söru Jehuda“. Þama liggja hermenn frá 10 ára aldri til 60 ára aldurs. Við slíka sjón skilst manni, hversu uppteknir hugir ísraelsmanna eru af frelsisstríði sínu. ÍSRAELSBRÉF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.