Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 08.10.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Föstudagur 8. október 1965. 9 Á íshttd aS ganga í FrívenlunarbamlalmiS? Arið 1963 var hafinn undir- búningur að því, að ísland gerð- ist aðili að Alþjóðasamningnum um tolla og viðskipti eða GATT. Hinn 5. marz 1964 var bráða- birgðaaðild íslands að þessum samtökum samþykkt. Með því öðlaðist Island rétt til þess að taka þátt í samningaviðræðum þeim um að lækka tolla og af- nema viðskiptahömlur, sem kenndar eru við Kennedy Banda ríkjaforseta. 1 maí 1963 hafði ráðherrafundur GATT-samtak- anna samþykkt, að stefna ætti að allt að 50% almennri tolla- lækkun. Nú eru meira en tvö ár k^in, siðan þessi samþykkt var g prð. Enn er engu hægt að spá u B árangur þessara viðræðna, ea fyrirsjáanlegt er þó, að tollalækkanimar, sem í kjölfar þeirra sigla, veroa miklu minni en ætlað var í fyrstu. Um tolla- lækkanir á sjivarafurðum ríkir fullkomin óvissa. Enn sem kom- ið er bendir ekkert til þess, að íslendingar geti vænt sér al- mennra tollalækkana á sjávar- afurðum í kjölfar Kennedy- viðræðnanna. Það er þess vegna, sem íslendingar verða að hugleiða það, hvaða önnur ráð séu tiltæk til þess að tryggja bætta viðskiptaaðstöðu Islands á erlendum mörkuðum. Margt bendir og til þess, að þýðing beinna vöruskipta í ís- lenzkum utanríkisviðskiptum fari minnkandi á næstu árum. Það bendir einnig til þess, að íslendingar þurfi að athuga vandlega afstöðu sína til við- skiptabandalaganna í Vestur- Evrópu. þær, sem EFTA-samningurinn leggur á aðildarríki þess banda- lags, eru svo miklu minni en samningur Efnahagsbandalags- ins leggur á aðildaríki þess, að þær út af fyrir sig útiloka eng- an veginn aðild Islands að sliku bandalagi. T. d. hafa ákvæði stofnsamnings EFTA um gagn- kvæm atvinnurekstrarréttindi ekki haft neina breytingu i för með sér á Norðurlöndum. Á- kvæði þessi taka ekki til land- búnaðar, fiskveiða, samgöngu- mála, starfsemi banka og trygg- ingafélaga eða annarrar hlið- stæðrar starfsemi. Auk þess eru fordæmi fyrir því, að gerður hafi verið sérstakur fyrirvari varðandi þessi atriði, til þess að tryggja enn betur full yfir- ráð yfir innlendum náttúruauð- lindum og eftirlit með erlendri fjárfestingu. Gerðu t. d. Norð- menn slíkan fyrirvara I sam- bandi við aðild sina að EFTA. Auðvitað má færa rök bæði með þvf og móti, að Islendingar gerist aðilar að EFTA. Helztu rökin, sem færa má með bví, að Islendingar leiti eftir aðild að EFTA, eru þau, að aðild okkar mundi greiða fyrir út- flutningi þeirra sjávarafurða, sem EFTA-samningurinn nær til, svo sem freðfisks, síldarlýs- is, þorskalýsis og niðursuðu- vöru, en aðildin mundi einnig opna nýjar leiðir til útflutnings iðnaðarvöru, t.d. útflutnings á ullarefnum, prjónavörum úr ull, ullargami og sútuðum gærum. Nýir framleiðslu- og útflutn- ingsmöguleikar mundu og skap- ast. Aðstaða okkar á mörkuðum og fellur sá tollur alveg niður eftir eitt og hálft ár. Enn meiri tollmunur er á síldarlýsi, þar sem síldarlýsi frá EFTA-lönd- unum er tollfrjálst í Bretlandi, Dr. Gylfi Þ. Gíslason. en 10% tollur er á fslenzku sfldarlýsi. Er þetta skýringin á því, að íslenzkt síldarlýsi er nú selt á lægra verði til Bret- lands en danskt sfldarlýsi. Þá virðist líklegt, að Islendingar mundu í sambandi við aðild að EFTA geta fengið tvíhliða samn inga við helztu viðskiptalönd sín í EFTA um ýmiss konar við- skiptafríðindi, þar eð fordæmi eru fyrir slíkum samningum milli EFTA-landa. Ættu Islend- ingar þá sérstaklega að keppa að þvf, að fá fríðindi fyrir sjáv- arafurðir, t.d. frjálsari innflutn- hvers konar fjáröflunartollum. En með hliðsjón af því, að í fyrra munu innflutningstollar hafa numið sem næst helmingi af tekjum rikissjóðs og tals- verður hluti tollanna eru vernd- artollar, mundi afnám þeirra annars vegar hafa mikil áhrif á fjármál ríkisins og hins vegar mikla þýðingu fyrir þann inn- lenda iðnað, sem að einhverju eða öllu leyti hefur starfað •' skjóli verndartollanna Hins vegar er reglan sú, að tolla- lækkanirnar eru framkvæmdar f áföngum, og má eflaust gera ráð fyrir því, að íslendingar gætu átt kost á alllöngu aðlög- unartímabili. I þessu sambandi er og nauðsynlegt að geta þess, að jafnvel þótt íslendingar ger- ist ekki aðilar að EFTA, er skipulögð tollalækkun á næstu árum nauðsynleg af ýmsum á- stæðum. Með því móti myndi unnt að tryggja hagkvæmari nýtingu bæði vinnuafls og fjár- muna en nú á sér stað. Ein haldbezta leiðin til þess að draga úr þeirri þenslu, sem ver- ið hefur og er enn í efnahags- lífinu og treysta þannig jafn- vægi í efnahagsmálum, er án efa sú, að lækka smám saman innflutningstollana og stuðla þannig að verðlækkun innan- lands og óbeinni lækkun fram- leiðslukostnaðar. Þá er tolla- lækkun og nauðsynleg til þess að draga úr ólöglegum og óeðli- legum innflutningi til landsins, en meðan jafnmikið misræmi er á milli verðlags innanlands og utan og nú á sér stað, að því er snertir hátttollaðar vörur, hlýtur ávallt að vera mjög tor- velt að stemma stigu við ólög- legum innflutningi. Meðal iðn- rekenda virðist vera fullur skiln ingur á nauðsyn skipulegrar tollalækkunar, þ.e.a.s. tolla- lækkunar, sem gerð sé í áföng- um eftir fyrirframgerðri áætlun, enda gerði síðasta ársþing Fé- lags íslenzkra iðnrekenda álykt- un í þá átt. Helztu rökin gegn aðild ís- lands að EFTA eru hins vegar þau, að lækkun tolla á innflutt- um iðnaðarvörum frá EFTA- ríkjunum muni hafa í för með sér erfiðleika fyrir hinn toll- vemdaða íslenzka iðnað, að á- kvæði EFTA-sáttmálans um af- nám hafta gætu torveldað við- skipti okkar við Austur-Evrópu- löndin og að afnám verndartoll- anna hefðu í för með sér alvar- legt fjáröflunarvandamál fyrir ríkissjóð. Það er skoðun mín, að það verði eitt helzta viðfangsefni íslenzkra efnahags- og við- skiptamála á næstu mánuðum og misserum, að vega og meta kosti þess og galla, að ísland gerist aðili að EFTA-samtökun- um. Hér er um mál að ræða, sem íslenzk verzlunarstétt hlýt- ur að láta sig miklu varða og nauðsynlegt er, að hún hugleiði vandlega. Skíðaskáli brann Alnema yrði þá alla verndartolla, sagði Gylfi Þ. Gíslason á aðalfundi Verzlunarráðsins í morgun Það hefur aldrei verið talið koma til greina, að Island gerð- ist aðili að Efnahagsbandalag- inu, eins óg það er og starfar í dag. Það verður og eflaust ríkj- andi skoðun framvegis. Hins vegar hafa viðskipti okkar við Fríverzlunarbandalagslöndin eða EFTA-löndin farið vaxandi á undanfömum árum. Og kvaðir bandalagsríkjanna hefur farið versnandi imdanfarin ár saman- borið við aðstöðu framleiðenda á EFTA-svæðinu og lægra verð fengizt fyrir sumar afurðir af þeim ástæðum. Skýrasta dæmið um þetta er freðfiskstollurinn í Bretlandi, sem er 10% á ís- lenzkum freðfiski, en 3% á norskum og dönskum freðfiski, ing á ísfiski og tollalækkun á heilfrystum fiski í Bretlandi og e.t.v. fyrirgreiðslu um aukna sölu á íslenzku kindakjöti til Norðurlandanna. Höfuðbreytingin, sem aðild að EFTA mundi hafa í för með sér hér innanlands, er sú, að afnema yrði alla verndartolla. Hins vegar er heimilt að halda Framh. af bls. 16 Austurlandsvegi og inn á Jósefs dalsafleggjarann. Óku þeir þar áfram, þar til þeir sáu gegn um gil, nokkuð frá veginum, gífur- legt eldhaf, þar sem skálinn stóð. Þar sem myrkt var af nóttu og ökumennimir ekki leið inni kunnugir, ákváðu þeir að hætta sér ekki lengra niður í dalinn, en snúa til baka og tii- kynna lögreglunni eldinn. En þegar þeir voru í þann veginn að leggja aftur af stað kvaðst Ingþór ekki hafa séð betur en að framhlið skálans hafi verið að falla. Ekki þótti ástæða til að onáða slökkviliðið úr þvi sem komið var, því það myndi engu fá bjargað. Vísi hefur enn ekki tekizt að afla sér upplýsinga um hverra eign þessi skáli muni vera, en greinilegt er, að einhverjar framkvæmdir við vegalagningu hafa verið að skálanum, sem hefur verið fremur lítil bygging. Ekki urðu þeir Ingþór manna- ferða varir um kvöldið, utan hvað þeir mættu einni bifreið á Jósefsdalsveginum, sem virtist vera a ðkoma innan úr dalnum. Staða skólans í þjóðfélaginu — Framhald af bls. 5. 8. Rannsóknir á ýmsum innri þáttum skólans svo sem stærð bekkja, lengd skólatíma dag- legu starfi, prófum og einkunna gjöf o.m.fl. m. 1. Rannsóknir. sem beinast að því, hvernig skólakerfið verði bezt upp byggt til að svara þeim kröfum, sem fram koma I I. og II. kafla. 2. Greining (analysering) á núgildandi skólakerfi og kennsluháttum. Hvað svarar kröfum tímans, hverju þarf að breyta? 3. Samanburður við önnur lönd, sambærileg. Hagnýting ýmissa erlendra rannsókna. Að ferðir þeirra og niðurstöður prófaðar í tilraunaskóla og að- hæfðar íslenzkum staðháttum. (Þar sem frumrannsóknir eru að verulegu leyti of kostnaðar- samar fyrir okkur, yrði að hag- nýta margt úr reynslu annarra þjóða í skólamálum. Þessi þátt ur yrði þvl mikilvægur). Skóli á vegamótum. Stöðu skólans I þjóðfélaginu I dag svipar til þeirra aðstæðna sem ríkti um síðustu aldamót, að því er snertir menntunarstig landsmanna andspænis breyting um í atvinnu- og þjóðlífi. Þess mun brátt fara að gæta að þjóðin ræður ekki nógu al- mennt nú, fremur en þá, yfir nýjustu kunnáttu og hæfni á mörgum sviðum, sem gerir hana færa um að mæta ýmsum tækifærum til framfara og hag nýta þau. Til að ráða bót á þessu vant- ar ekki aðeins aukið skólahús- næði og fleiri kennara með meiri menntun, heldur fyrst og fremst endurnýjun skólans, sem stefni að betri og markviss ari nýtingu þeirra skólastofn- ana og kennslukrafta, sem fyr- ir eru. Eftir því, sem skólinn dregst meir aftur úr og ein- angrast, fer notagildi hans minnkandi. Skóli, sem vinnur eftir meira eða minna úreltum aðferðum að óljósum eða lítt mótuðum markmiðum, er þjóð félaginu ekki nægilega ábata- vænleg stofnun. Aldamótamennirnir gerðu það átak I menntamálum, sem dugði til að þeirra efnalegu og menningarlegu framförum væri borgið En það tók þjóðina nokkra áratugi að gera sér grein fyrir. að þetta átak var óhjákvæmilegt. Einnig að þessu leyti eru að- stæður svipaðar nú. Mikið skortir á, að almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar hafi skilizt að skortur menntunar við hæfi nútímaaðstæðna teflir áframhaldandi framförum í vaxandi tvísýnu. Einkum er þetta skilningsleysi hættulegt, af því að aðgerðir I menntamál um eru seinvirkar, og þótt haf- izt væri handa um umbætur nú þegar, verða þær ekki orðnar virkar í atvinnu- og þjóðlífi fyrr en eftir um það bil tvo áratugi eða meir. Hvert árið, sem við bætist I áframhaldandi skeytingarleysi um þessi mál, eykur ennþá á þennan biðtíma. Hvemig mun stöðnuðu mennta- kerfi okkar lánast að búa þjóð- ina undir að mæta kröfum þeirrar þróunar, sem átt hefur séð stað að einum eða tveimur áratugum liðnum? Hér á landi skortir ekki að- eins rannsóknir I félags- og skólamálum, heldur eigum við á mörgum sviðum enga menn með menntun eða reynslu til að framkvæma þær. Aldamóta- mennimir sendu dr. Guðmund Finnbogason utan til að kynna sér menntakerfi annarra þjóða og notfæra sér þá þekkingu við mótun hins íslenzka. Engar skipulagðar ráðstafanir eru nú gerðar til þess, að ungt mennta- fólk læri og þjálfist við mennta rannsóknastofnanir, sem flestar menningarþjóðir, aðrar en ís- lendingar, hafa komið upp hjá sér Kynni af þeirri öru þróun I skólamálum, sem nú gerist með öðrum þjóðum, em þó frumskilyrði þess, að við getum I framtíðinni haldið til jafns við þær I mennta- og menningar- málum. íslendingum er það ekki einhlítt til frambúðar að miða aðgerðir sfnar I skólamál um við jafnvægi I byggð lands- ins, þeir þurfa líka að hyggja að menningarlegu jafnvægi sjálfra sín í samfélagi þjóð- anna. íslenzki skólinn stendur nú á vegamótum, þar sem vel mætti hugsa sér, að þessar Ijóð Iínur úr vakningarkvæði Jón- asar stæðu letraðar á vegvis- inn: „Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ 1 dag ríkir ennþá fullkomin óvissa um, f hvora áttina ís- lenzki skólinn mun halda. Von andi dregst það ekki mjög lengi úr þessu, að leiðsögu- menn hans ákvarði stefnuna. ifta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.