Vísir - 20.01.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 20.01.1966, Blaðsíða 15
V1 S IR . Fimmtudagur 20. janúar 1966. 75 Hvað varð af Eftir Louis Bromfield -x Önnu Bolton? Það var svo margt, fannst henni, sem þau áttu eftir að tala um. — Það er ekkert um að tala. Það er meira en. endurgoldið með ánægjunni af að hafa dreng inn. Mér er það mikilvægt. Vandræðaþögn ríkti smá- stund. — Ég heyri vonandi frá yður, sagði hún. — Ég skrifa ekki. Ég hefi ekk ert heimilisfang. Það gæti líka bakað yður óþæginda - jafnvel reynzt yður hættulegt. Ég kem aftur þegar ég get. Það er orðið kunnugt, að ég er frændi mon- *jör St. Genis. Enn var stutt þöng. — Hann er einn af okkur, bætti hann við. Og þá varð heni fyllilega ljóst, að hann hafði trúað öllu, sem hún hafði sagt honum, og að hann treysti henni. Henni datt alit í einu dálítið í hug, tók lampann og fór inn í svefnher- bergið. Hún kom aftur með seðlabúnt með 1000 franka seðl um í hendinni. Hún rétti honum það og sagði: — Takið við þessu — Hún þagnaði, er hún sá, að hann sótroðnaði. — Það gæti ég ekki, Madame, — peninga get ég ekki þegið. — Þeir eru ekki handa yður - heldur til þess að nota í þágu þess málefnis, sem þér vinnið fjnir. Hann brosti, tók við því úr hendi hennar, kyssti á handar- bakið, rólega, virðulega og horfði á hana af nokkurri for- vitni. - Þér eruð aðdáunarverð kona. Margt furðulegt gerist nú og óvænt, eins og það til dæm is, að við skyldum hittast þarna á þjóðveginum skammt frá Villi ers. Góða nótt og guð blessi yður og starf yðar. Dymar lokuðust að baki hans. Hann var farinn. Það var hætt að rigna og komið tunglskin. Andartak hallaði hún sér að borðinu. Bros lék um varir henni. Svo hellti hún víni í glas sitt, settist fyrir framan arininn og hugsaði um þetta allt fram og aftur. Og brosið dó ekki á vör- um hennar. Og það var komið undir dögun, er hún loks fór í rúmið, og steinsofnaði um leið hún lagði höfuðið á svæfilinn. Þegar hún vaknaði var ungfrú Godwin farin út, en barnið lék sér í leikgrind á gólfinu, sem hafði verið smíðuð úr kassa- fjölum.Ungfrú Godwin hafði beð ið eldabuskuna að líta inn til drengsins við og við. í fyrstu fannst önnu að það sem gerzt hafði kvöldið áður væri draumi líkast, — að það væri eitthvað, sem hún hefði gert sér í hugar- lund, eins og hún oft hafði gert sér í hugarlund hvernig allt mundi verða, er hann kæmi aft- ur. Upp á síðkastið höfðu nær engin mörk verið milli raunvem leikans og draumanna, einkum síðan hún kom til Gerbevilliers. 40. Nú var það næstum eins og Tom hefði aldrei dáið og væri kominn aftur til hennar. Andar tak hugsaði hún: Kannski gerð- ist ekkert í gærkvöldi. Kanski var þetta draumur, hugarórar. Kannski er ég að ganga af vit- inu. En þegar hún kom inn í litlu setustofuna og sá vínflöskuna og glösin á borðinu og gamla, slitna leðurhanzka á gólfinu, fór hún að hugsa um útlit hans og klæðnað kvöldið áður. Það var slæmt að hann skyldi gleyma hönzkunum, hugsaði hún. Hann getur þurft á þeim að halda. Og hann er fátækur og getur kann- ski ekki keypt sér aðra. - Og þá minntist hún þess, að hún ihafði látið hann fá alla þá pen- inga, sem hún hafði handbæra, 15 þúsund franka, sem Von Kleist hafði tekizt að fá senda af inneign hennar í Svisslandi. Hún brosti af tilhugsuninni, að nú væri hún í andspyrnuhreyf ingunni, og hefði lagt fram fé til Ihennar, sem Þjóðverjar höfðu ihjálpað henni að ná í. | Svo flýtti hún sér að taka upp hanzkana, eins og hún vildi fela þá svo að enginn sæi þá — fór með þá inn í herbergi sitt og lagði þá innan um. vasaklúta í efstu skúffunni í spegil- kommóðu sinni. Það vakti á- nægju og öryggiskennd með henpi að hafa eitthvað í sinni vörzlu, sem minnti á hann, eitt hvað sem hann átti. Um hádegisbilið kom ungfrú Godwin heim og þegar hún leit á Önnu sá hún á svip hennar, að henni hafði sárnað, vegna þess að hún væri að leyna hana einhverju. Anna lokaði dyrunum fram í eldhúsið og sagði svo: — Hann kom hingað í gær- kvöldi. — Hver?, spurði ungfrú God- win. | — Faðir drengsins. 11 — Ég tók eftir glösunum á borðinu og hönzkunum. — Ég kallaði ekki á þig, því að ég vissi að þú varst svefn þurfi. Og ég hélt, að fundum iykkar mundi bera saman í dag. {Ég komst ekki að því fyrr en i hann var að fara, að hann kemur [ekki aftur. Anna fann, að ungfrú Godwin trúði henni ekki, og hún sagði við sjálfa sig. Ég hagaði mér eins og átján ára, ástfangin stúlka. Ég vildi hafa hann ein. — En ef ungfrú Godwin hefði verið þar hefði þetta verið eins og heimsókn alókunnugs manns, allt formlegt, — þau hefðu ekki getað ræðzt við eins og þau gerðu. En þegar þær neyttu hádegis verðar, sagði Anna henni alla söguna, jafnvel frá peningunum, sem hún gaf honum, og gamla konan fylgdist með öllu af mikl- um áhuga, að henni gleymdist, að hún hafði farið á mis við þá ánægju að sjá hann, en henni hafði alltaf fundizt hann „allra laglegasti maður“ og aðlaðandi. En Anna losnaði ekki með öllu við þann grun, að ungfrú God- win teldi einhverjar fleiri ástæð- ur hafa legið til grundvallar því, að hún vakti hana ekki. Daginn eftir, þegar Anna lagði af stað til Parísar var ugnfrú Godwin ekki alveg búin að fyrir gefa henni. Það var einhver kuldi í viðmóti hennar og henni var þungt í skapi alla leiðina, og ekki bætti það úr skák, að lestin var yfirfull og daunillt loft í henni. í hvert skipti, er hún fór til Parísar, fannst henni að lestin væri óhreinni en í næstu ferð á undan, að þrengslin væru enn meiri í henni, og að farið væri að sjá meira á fólkinu, og ömur leikinn í andlitssvip þeirra meiri. Lestin og þeir sem I henni voru var eins smækkuð mynd af heilli þjóð á ferð, heilli þjóð, sem mik- il ógæfa hafði hent. Sannast að að segja litu margir farþeganna engu betur út en fólkið í flótta- mannabúðunum. Og í París var það engu betra. Það var draugalegur bragur og tómleikans þar á öllu, nær auð stræti víða og þeir sem urðu á vegi manns horfðu á mann með grunsemd í augum. Hjá Gare d’Orsau gat hún fengið sér leigð an hestvagn og svo ók hún í kvöldhúminu yfir ána og til Ritz gistihúss. I bláleitu kvöldhúm- inu var einhver dauðabragur á ! Louvre — eins og að í þessari miklu höll væru nú aðeins vofur. Bogarnir á Rue de Rivoli og Ru Castiglione voru myrkvaðir nema á þeim gat að líta smá, bláleit ljós. Við og við sást ein hverjum bregða fyrir undir þeim eða í nánd við þá og hverfa svo aftur. Þegar til gistihússins kom lágu fyrir henni skilaboð frá Madame Ritz. Hún bað hann að koma upp í íbúð sína. Hún væri með mikilvæga orðsendingu til hennar. Hin aldna og virðulega frú Ritz var klædd gömlum kjól. — Hún sat að miðdegisverði, er Anna kom upp til hennar. Gamla frúin virtist mjög þreytt. Hún hafði farðað sig eða púðrað og það voru dökkir baugar undir augum hennar. Pekinesarnir sátu á stól við hlið hennar og flosdúkur hafði verið breiddur yfir búr kanarífuglanna1. Þegar hún hafði skipað svo fyrir, að koma skyldi með glas handa Önnu, og þær höfðu skipzt á nokkrum orðum um ferðina, sagði hún: — Ég hefi slæmar fréttir að ' færa. Þeir eru farnir að skjóta I gísla til þess að hræða menn, i svo að ekki verði framin fleiri i hermdarverk. Fyrsta hugsun Önnu var hve heimskulegt þetta væri — að það myndi reynast vita gagns- laust, en svo kipptist hún allt í einu ið, eins og hún hefði fundið til mikils sársauka. Hann vann í neðanjarðarhreyfingunni og hvað sem var gat komið fyrir hann. Og hann var í enn meiri 5Y E7UCATÍNS THEW- WE FEEU WE CAW ALSO KEACH THE EL7EK, NATIVES... AW7 TRY TO CONVtNCE THEM OF THE PLAUSISIUTy OF PKESERVWS, Hvemig leysir þú vandamáli' um skóla- göngu barna þinna Peter? Til allrar ham- ingju hefur Wasirihéraðið góðan skóla um 50 mflur 1 burtu. Þetta var draumur, sem rættist Tarzan — ekki aðeins fyrir börnin mín — en ryrir ungmenni alira ættflokkanna, sem eiga land að þessum geysistóra þjóðgarði. Með því að mennta þau finnst okkur að að við getum einnig náð til eidra fóiksins og sannfært það um þörfina fyrir því að vemda dýrastofninn. ɧmma andlitscreme freyðibað o . ajpnn oJULU CUUL fö andlifsmaski ¥ 1 S I R er eina síðdegisbiaðið kemur út alla virka daga allan ársms hring ásbriftarsími 1-16-61

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.