Vísir - 04.07.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 04.07.1966, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 4. júlf 1966. IZ'nútur Hallsson og samstarfs menn hans í samtökum um vestræna samvinnu hafa undan fama daga fagnað góðum gest- um. Það eru forystumenn Atl antshafsbandalagsfélaganna frá aðildarlöndunum öllum sem nú þinga hér í þetta sinn — í fyrsta sinn á íslandi. Forystumaður þeirra er einn kunnasti diplomat Breta Lord Gladwyn, sem áður nefndist Sir Gladwyn Jebb. Varð hann kunn ur sem hörkuharður málflutn- ingsmaður og kappræðumaður, er hann var sendiherra lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum. Síðan hann hvarf úr utanríkis- þjónustunni og var aðlaður hef ur hann gengið fast til fylgis við málstað Frjálslynda flokks ins í Bretlandi og er talsmaður hans í Lávarðadeildinni. Hann er fulltrúi margs þess bezta sem menntaðan Englending einkennir og talar vissulega enga tæpi- tungu. Síðustu árin hefur hann verið forystumaður hreyfingar í Englandi, bæði utan þings og innan, sem berst fyrir því að Bretland gangi sem fvrst í Efna hagsbandalag Evrópu. Hefur hann unnið þar mikið starf, þótt við rarrimah reip sé að draga. Bók hans um Evrópumál, þar sem hann sýnir fram á að helzta framtíðarvonin um friðsamlega sambúð hjóða álfunnar og efna hagsleg velgengni sé sameining landanna, hefur hins vegar haft mikil áhrif, þótt ekki sé þar um neina þykka fræðibók að ræða. Ráðstefna félaganna hér á landi minnir okkur íslendinga á það hvaða augum nágrannaþjóð ir okkar líta á Atlantshafsbanda lagið. Stundum er verið að segja okkur það hér á landi að bandalagið sé árásarbandalag, hyggi flátt og muni senn svipta okkur stálfstæðinu sem aðrar smáþjóðir. Slíkur skýjavaðall á heima með furðusögum af skrímslum fomaldar eða íbúum plánetanna, fremur en hann eigi stoð í veruleikanum. Kirkjan og nútíminn Það var tímabær ályktun sem Prestastefnan . gerði um það aö blaðafulltrúi skyldi ráð- inn í þjónustu kirkjunnar. Sambandsleysið, sem talið hefur verið pitt helzta vandamál nútímamannsins, gildir ekki síð ur um kirkjuna og þjóna henn- ar en önnur fyrirbrigði mann- lífsins í nútíma þjóðfélagi. Þótt prestar tali yið söfnuð sinn og þjóðina á hverjum sunnudegi er ekki fyrir það að synja að kirkj an hafi færzt fjær þjóðinni á síð ustu árum, sambandið við fólk- ið í landinu dofnað og það á nú erfitt með að skilja það mál sem kirkjan að nokkru Ieyti not ar I boðskap sínum. Við lifum á öld fjölmiðlunar- tækjanna, þar sem ótal íhug- unar og skemmtiefni keppa um hug mannsins. Kyrrð sveitalífs- ins er rofin, þar sem sunnudags messan var helzti félagsviðburð urinn og rætt var um predikan prestsins dögum saman og hún skýrð og skilgreind. Samt er það svo að nútímamaðurinn þarfnast kirkjunnar ekki síður en afi hans og langafi og boð- skapur hennar er í fullu gildi í dag, ekki síður en þá: En brevtt öld krefst breyttra starfs hátta. Það hefur tekið islenzku kirkjuna nokkum tíma að skilja þetta. En nú talar hún um blaða fulltrúa, sálgæzlu og kennimenn er starfi með stúdentum, sjó- mönnum, föngum og á spítöl- um. Þetta er góð breyting, því prestamir eiga að koma þar sem vandamálin eru og mann- Iifið kristallast, en ekki dvelja einungis í sambandi við söfnuð sinn innan múrveggja sóknar- kirkjunnar. eins og Ofnasmiðjan, þar sem framsýnir menn eru í fyrir- svari, hafa tekið upp kerfið með prýðilegum árangri. Kaup verka mannanna þar hefur hækkað allt upp í 40%, umfram samn- ingskaup, þótt vinnutíminn hafi ekki lengzt. Það eru hverjum manni svo auðljósar kjarabæt- ur að ekki þarf um að ræða. Byrjað hefur nokkuð verið á þessu í frystihúsunum, en þar eru það fyrst og fremst konurn ar sem fengizt hafa til þess að reyna kerfið. Sömu góðu raun- ina hefur það þó gefið þar. Þarf ekki að ganga að því grufalndi að þetta er eitt hið allra mikilvægasta sem hægt er að gera í kjaramálum laun þega á íslandi í dag: að taka upp bónuskerfi á grundvelli á- í stað myndaður gagnsamnings aðili eða kjaradómur sem mál- in ákvarði. ★ í skikkju Fariseans Hlálegar eru um margt þær umræður, sem undanfarið hafa átt sér stað í dagblöðunum um vandamálið mikla, verðbólguna. Stendur þar hver spekingurinn á fætur öðrum á öndinni, í blöð um stjórnarandstöðunnar, og segir frá því með hönd á hjarta að mesta nauðsyn sé að stöðva dýrtíðina. Engin ráð eru þar þó vitan- lega nefnd. Aðeins er látið nægja að gefa hjartnæmar yfir lýsingar um góðan vilja. Ráðin gegn verðbólgu eru hins vegar alkunn og beitt í nágrannalönd unum með allgóðum árangri. Þau eru m.a. það að minnka út- lán bankanna, draga úr þensl- unni í efnahagskerfinu með því að minnka opinberar fram- kvæmdir meöan einstaklings- framkvæmdir aukast sífellt, hækka vexti til þess að hafa Fyrir rúmri viku voru vígðar sumarbúðir þjóðkirkjunnar f Skálholti, — vfsir að mikilli kirkjulegri starfsemi á hlnu fornfræga biskupssetri. Það er einmitt hið rétta að gera það sem verið er að gera í Skálholti: að byggja upp and- lega aflstöð, ef svo má orða það, miðstöð kirkju og kennslu, þar sem æskan á upp á pallborð ið, eins og bezt sést á sumar- búðunum, sem þar eru að taka til starfa. Þar hefur stefnan ver ið rétt mörkuð eftir áttavita uppbyggingar og sannrar kristni. Aðferðir Billy Grahams, sem undanfarið hafa farið sem eld ur í sinu í Englandi, eiga kannski ekki allar við hér á landi. En skyldi ekki skilningur hans á nauðsyn þess að nota hina nýju fjölmiðlunartæki til þess að túlka gamlar, en þó sí nýjar kenningar vera nokkurs virði, einnig í löndum hins gamla heims? Auðveld launahækkun Verkamenn annarra lantía hafa í 90% tilfella tekið upp hið svonefnda bónuskerfi, byggt á ákveðnum vinnuafköst- um og ákvæðisvinnu. Þetta kerfi er hvorki nýtt áf nálinni né óþekkt hér á landi. Um það hefur margt verið rætt og rit- að. Síðustu misserin hefur von vaknað um að loks myndi sú bylting geta gerzt í íslenzkum vinnumálum að því yrði al- mennt komið á. En svo hefur ekki farið. Einstaka fvrirtæki kvæðisvinnu þar sem þvl verð ur við komið. Á það ætti að leggja megináherzlu £ viðræðum vinnuveitenda og launþega og framkvæma allar nauðsynlegar rannsóknir, sem þar til þarf í sumar meðan frestur gefst. Opinberrar rann- sóknar þörf Sumarið sem I hönd fer, er sumar vinnufriðar, eftir að sam ið var um hóflega kauphækkun verkamönnum til handa. Eng- inn veit hvað haustið ber síðan í skauti sínu: hvort iðnaðar- menn þjóta upp með kröfur, sem valda þýf síðan að verka- menn fara aftur á stað, sem eðlilega vilja ekki una því ár eftir ár að aðrar stéttir nái betri samningum en sú lægst launaðasta. Uppmælinga fólkið hefur enga samúð, hvorki inn- an verkalýðshreyfingarinnar né utan hennar og vissulega er kominn tfmi til að hafður verði hemill á þeim fáránlegu ráns- töxtum ,sem þar sums staðar viðgangast. Ætti opinber nefnd að taka það mál allt til athug unar og rannsóknar, vegna þess að eðlilegt er að aðrar stéttir verði óánægðar ,er þær fara út í viðmiðun við uppmælingataxt ana hvað eigin laun snertir. Síðan þarf vitanlega að koma i veg fvrir það að heilum stétt um sé selt sjálfdæmi um það hvað þeir heimta fyrir vinnu sfna, eins og nú tíðkast, en þess hemil á fé sem lagt er í eyðslu og fjárfestingu o. d. fr. Allar þessar leiðir hafa hér verið reyndar af ríkisstjóm þeirri, sem nú situr. En hvemig hefur þeim síðan verið tekið af stjórnarandstöðunni, Framsókn- arflokknum og miklum hluta verkalýðshreyfingarinnar? Um það þarf varla að spyrja. Rama- kvein h’afa verið rekin upp í hvert skipti sem einhver þess- ara ráðstafana hefur komið til framkvæmda. Allt hefur verið gert til þess að reyna að skapa almenningsálit á móti þeim og brjóta þær niður, innan þings og utan. Þannig hefur baráttan gegn verðbólgunni reynzt í raun, þegar á hólminn hefur verið komið. Slíkur Fariseaháttur er ekki líklegur til þess að lækna þetta mikla mein. Meðan stór hluti þjóðarinnar hegðar sér svona, þegar til lækningarinnar á að ganga verður verðbólgan fylgi fiskur þjóðarinnar, eins konar Skotta eða írafellsmóri þessarar hraustu og hugumstóru þjóðar. Nú eins og á þjóðveldisöld sýnist það ætla að verða þjóðinni að fjörtjóni sundurlyndið, óein- drægnin. Það skyldi þó aldrei vera að sagan tæki upp á því að endurtaka sig? Styrkir ekki einhlítir Af kappi er nú unnið í Efna hagsstofnuninni að gerð hinnar nýju byggðaáætlunar fyrir Norð urland og Vestfjarðaráætlunin hefur þegar verið gerð. Meginmarkmið þessara tveggja áætlana er það að stuðla að al- hliða uppbyggingu þessara lands hluta. Það á að gera með tvenn um hætti. í fyrsta lagi með margvíslegum opinberum fram- kvæmdum, sem, geri byggð þar og atvinnustarfsemi lífvænlegri, svo sem með bættum samgöng- um og byggingu félagslegra mið stöðva sem nauðsynlegar eru. í öðru Iagi með því að benda á hvaða atvinnurekstur beri að leggja áherzlu á og bezt henti staðháttum, hráefnisöflun og ^markaði. Síðan kemur til skjal anna hinn nýi Atvinnujöfnunar sjóður, sem stvðja mun atvinnu fyrirtæki í þessum landshlutum oa yeita nýjum byr undir báða vængi. Þessi spor bæói eru góðir á- fangar á þeirri leið að tryggja jafnvægið í byggð landsins og efla atvinnu og velmegun fólks ins út um landsbyggðina. Á grundvelli byggðaáætlana mun það vonandi tryggt að brýnutu verkefnin opinbers eðlis verði látin ganga fyrir og undirstaða traust sköpuð undir fram- kvæmdir einstaklinganna. Þvi það er á þeirra framkvæmdum sem velmegun þessara byggðar laga hlýtur að hvíla. Engri byggð verður til lengd ar bjargað með því að ausa í hana fé úr opinberum sjóðum. Slíkur austur er eins og blóð- gjöf dauðvona manni. Hún hressir sjúklinginn i bili en lækn ar hann ekki. Fyrir því eru þvf miður allt of mörg dæmi á liðn um árum að fé úr ótal bjarg- ráðasjóðum hefur að mestu ver ið veitt til þess að lappa upp á atvinnurekstur, sem ekki átti rétt á sér út um lantílö og var ' vonlaust samkvæmt ■ tíllum lög málum efnahagslífsins. Peðring ur í slíkar áttir og til slfkra hluta er aðeins skammgóður vermir þeim sem féð fá en ótækt gagnvart skattborgurunum, sem féð leggja fram. Hér verður mjög að söðla um ef vel á að fara. Hætta verður þvf, sem vissulega er mikil freisting, að stunda kreppulán til fyrirtækja og reksturs sem augljóslega hlýtur að mistakast. Þess í stað verður að miða að þvf að styðja rækilega þau fyr irtæki sem greinilegt er að eiga rétt á sér, eru 'lífvænleg og geta staðizt eftir byrjunarörðugleik- ana. Nýrra leiða þörf En hér er nauðsynlegt að gera miklu meiri og öflugri ráð stafanir en þegar hafa verið nefndar. Fjármagnið sem f um- rerð er f þjóðfélaginu leitar þangað sem hagsvon er, þangað sem tækifærin eru betri en ein hvers staðar annars staðar. Að öðru -jöfnu myndi t.d, iðnrek- andi stofna fyrirtæki sitt f Reykjavfk vegna þess að hér er markaðurinn, þægindi og þjónusta stórrar borgar. Þess vegna verður dreifbýlið einfald lega að bjóða betur en höfuð- borgin í samkeppninni um at- vinnufyrirtækin. Þetta er sveit arstjómarmönnum og stjóm- málamönnum apnarra þjóða löngu ljóst. Þau héruð sem laða vilja til sín fólk, fjármagn og atvinnu- rekstur hafa komið upp snjöll um áætlunum og boðum, sem valda þvf að atvinnurekendur sjá sér hag í því að ílendast f þessum héruðum, en ekki öðr- um. Þar er um að ræða full- frágengnar lóðir endurgjalds- laust og gjaman lán til bygging ar atvinnuhúsnæðis. í öðru lagi Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.