Vísir


Vísir - 12.08.1966, Qupperneq 3

Vísir - 12.08.1966, Qupperneq 3
VÍSIR Föctudagur 1 n ðgúst 1-966. Þeim er ekki kalt ungu Reykjavíkurdömunum þótt sjórinn sé ekki mikið meira en 12 gráða heitur en það er meðalhlti sjávar við Reykjavík í ágústmánuði. Á baðströnd norður undir heimskautsbaug „Ætlið þið suður í Nauthóls- vík að sjá fóik í sjónum? Nei, þið getið verið viss um að "þar er ekki hræða i þessum kulda, norðan golu“. Þetta voru kveðj- á baðströnd Reykvíkinga í fyrra umar sem Myndsjáin fékk, er hún lagði af stað áleiðis suður ir dag. Skyldi það vera rétt að það væra engir í Nauthólsvík ? Það reyndist vitleysa hin mesta, enda era Reykvíkingar mikil hreystimenni. í Nauthóls- víkinni var fullt af fólki, aðal- lega konum með bömin sin og var ekki að sjá að fólki væri kalt. Börnin hlupu um í fjörunni sum óðu Atlantshafið aðeins í öklahæð og hlupu síðan upp hrópandi: „Sjórinn er svo aga- lega kaldur“. en önnur voru mun hugrakkari. Köstuðu þau sér i sjóinn, syntu þar og busl- uðu eða reru áfram á vindsæng- um og er það vinsæll leikur. Þegar upp úr var komið var gott að eiga stórt handklæði eða baðkápu að vefja um sig, meðan síðdegiskaffið var drukkið, — gæddu bömin sér á mjólk eða gosdrykkjum meðan mæðurnar röbbuðu saman yfir kaffibollun- um. Þótt norðan gola væri, var skjól og steikjandi hiti í bollun- um og sunnan undir klettunum í Nauthólsvík, enda hélt margur heimleiðis vel brenndur eftir geisla sólarinnar. Lífið á baðströndinni er margbreytilegt og herram ennimir tveir virtu það vel fyrir sér. ^ t,.: fft; Hún kom hlaupandi eftir bað- ströndinni með ungan herra á öxlunum. Þau voru að koma upp tröppumar sem liggja frá sjávarmáli upp á háan bakka, þar sem mikið er um góða sólbaðsstaði. Þau sögöu sjóinn ekkert „agalega kaldan“.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.