Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 7
tfíSIR Fimmtudagur 18. ágúst 1966. 7 Ritari Knattspyrnusambands Waíes í viðtaii við Vísi: Blaðamaður Vísis hitti fyrir skömmu að máli fararstjóra knattspyrnulandsliðsins frá Wales, sem hér lék landsleik við íslendinga á mánudaginn. Fararstjóri Iiðsins, mr. Herbert Powell er ritari Knattspymu- sambands Wales (Football Association of Wales) og hef- ur gegn því starfi í samtals 21 ár, en f stjóm sambandsins hef- ur mr. Powell verið í samtals 35 ár. Þá er Powell einnig í stjóm Knattspymusambands Evrópu. Af þessu má sjá, að hann hefur tekið miklu ástfóstri við knattspyrnuiþróttina, eins og svo mörgum löndum hans er Iagið. Mr. Powell ætlaði að fara héðan af landinu í morgun. Sagði hann, að sig langaði til að hvíla sig hér á Islandi frá önnum hins daglega lífs. Hér væri svo kyrrt og rólegt, en hann hefði verið önnum kafinn við undirbúning ferðar lands- um, svo sem Evrópubikar- keppni fyrir áhugamenn, Evr- ópukeppni bikarmeistara, og er reglan sú, að það lið, sem vinnur bikarkeppnina í Wales, fer beint í Evrópukeppni bikar- meistara. í fyrra vann Swan- sea Town bikarkeppnina í Wales, og tekur þátt í Evrópu- keppninni í ár, leikur i 1. um- ferð gegn bikarmeisturum Búlg- aríu, en úrslitaleikur bikar- keppninnar þar í landi fer ekki fram fyrr en 9. september n. k. þannig að við vitum ekkert um andstæðing okkar fyrr en þá. En ákveðið hefur verið að dóm- ari og línuverðir verði frá ís- Iandi. Sambandið er nú að koma á fót sérstöku námskeiði fyrir þjálfara frá öllu Wales- ríki, og er tilgangur námskeiðs- ins m. a. sá að fá landsliðsþjálf- ara. Við erum þegar farnir að undirbúa okkur fvrir næstu heimsmeistarakeppni, sem verð ur haldin í Mexíkó árið 1970. ^ Herbert Powell yfir, áður en leikurinn byrjar. Annars voru áhorfendur rétt- látir, eins og ég sagði áðan, fögnuðu því, sem vel var gert hjá báðum aðilum, og ekki kvörtum við yfir því þó að þeir hvetji ekki heimaliðið! Fallegt á Þingvöllum Hafið þér ekki ferðazt eitt- hvað um landið? — Jú, á laugardaginn fórum við til Þingvalla og sáum einnig heita hveri. Veðrið var alveg framúrskarandi gott og ferðin mjög vel heppnuð. Við vorum mjög hrifnir af lands- laginu á Þingvöllum og þar er undrafagurt. Þjóðgarðsvörður- inn á Þingvöllum flutti frábært erindi um sögu staðarins, og vorum við mjög hrifnir af mál- snilld hans. Við höfum orðið fyrir miklum áhrifum af Is- lendingum. Þeir eru svo vin- gjamlegir. Alltaf þegar maður er í útlöndum, og manni er vís- JSLENZKIR AHORFENDUR VERÐA AÐ HVETJA HEIMALIÐIÐ TIL DÁÐA" i liðsins hingað til íslands, og hvíldin því mjög kærkomin. í upphafi báðum við mr. Powell að segja lesendum blaðs- ins frá knattspyrnusambandinu í Wales og fleiru í sambandi við það. — Já, í Wales eru um 1000 knattspyrnulið, þar af eru inn- an við 100, sem eru atvinnu- mannalið, eða leikmenn þess ern atvinnumenn eða hálf- atvinnumenn. Atvinnuliðin frá Wales taka þátt í ensku knatt- spymukeppnunum, þ. e. ensku deildakeppninni, sem byrjar á laugardaginn og í ensku bikar- keppninni. Þau eru fjögur tals- irts, Cardiff í 2. deild, Swansea Town í 3. deild, og Newport og Rexham í 4. deild. Nú er knattspyman mjög rót- gróin i hugum landsmanna þinna, hvenær var Knattspyrnu samband Wales stofnað? — Knattspyrnusamband Wal- es heldur á þessu ári upp á 90 ára afmæli sitt. Það var stofn- aö árið 1876, og hefur nú að- setur sitt I borginni Wrexham, sem er í norðausturhorni Wal- es, mjög nálægt landamærum Wales og Englands. Þaðan er t. d. mjög stutt til Liverpool, sem er nú einna þekktust enskra borga, bæði fyrir bítla og knatt- spymulið, en þaðan eru tvö af beztu knattspymuliðum Eng- lands, Liverpool, deildarmeist- arar í fyrra, og Everton, bikar- meistarar í fyrra. Starfsémi sambandsins er nú með mikl- um blóma, það hefur á að skipa starfsliði, sem telur sex manns. Wales tekur árlega þátt í mörg- um alþjóða knattspyrnukeppn- Heimsmeistarakeppnin Hveming gekk landsliði Wales í undankeppni heims- meistarakeppninnar í fyrra? — Við lentum í riðli með Sovétmönnum, Dönum og Grikkjum, en komumst ekki áfram, töpuðum með litlum mun öðrum leiknum gegn Sovétríkjunum (2—1) en unn- um hinn, 2—1, en Rússar kom- ust síðan áfram úr riðlinum í lokakeppnina, þar sem þeir urðu nr. 4. Aftur á móti töpuð- um við öðrum leiknum við Dani og það réð baggamuninn. Margir af beztu leikmönnun- um í ensku atvinnumannalið- unum eru frá Wales, og skal þar fyrstan telja mið- vörðinn frá Blackbum Rovers, Mike England, sem svo mikið hefur verið í fréttum undanfar- ið, en hann vill skipta um fé- lag, og hefur gengið þar á ýmsu. Þá má einnig nefna þá Sprake, sem er markvörður Leeds Uni- ted, Vernon, sem nú leikur með Stoke City, en var þar áður með Everton, og Hennessy, fyrirliða Notthingham Forrest. Cliff Jones, sem leikur með hinu þekkta liði Tottenham, Hottspurs, er einnig frá Wales. Við búumst við að ná góðum árangri í næstu heimsmeistara- keppni, við eigum mjög góða menn, sérstaklega varnarmenn, og sérstaklega er hagstætt fyr- ir okkur, að á þeim tíma, sem næsta heimsmeistarakeppni fer fram verða hinir sterku vam- arleikmenn okkar, sem leika meö enskum atvinnuliðum, á aldrinum 26—28 ára, en sá aldur held ég sé sá bezti fyrir knattspymumenn, hvað árang- ur snertir. Það þarf náttúrlega ekki að spyrja að því, að þér hafið séð einhverja leiki í nýafstað- inni heimsmeistarakeppni? ---- Já, ég sá alta leikina í Liverpool, fvrsta leikinn í keppninni milli Englands og Umguay, og að sjálfsögðu úr- slitaleikinn milli Englands og V.-Þýzkalands, og að auki sá ég einn leikinn í Sunderland, milli N.-Kóreu og Chile. Bezti leikurinn sem ég sá var leikur- inn milli Brazilíu og Ungverja- lands. Hann var beztur, ef öll atriði eins knattspyrnuleiks eru tekin með í reikninginn, þ.e. leikurinn, einstakir leikmenn, áhorfendur, dómari og línu- verðir. Allt var 1. flokks í þessum leik. ísland: Wales Jón Jóh. beztur Hvað getið þér sagt okk- ur um nýafstaðinn landsleik milli íslendinga og Wales? — Mér fannst leikurinn mjög skemmtilegur. Það var mikið barizt og hart, en án baráttu vinnst ekki sigur, en bæði liðin stefndu að honum eins og gef- ur að skilja. Ég vil taka það fram í sambandi við leikinn, í fyrsta lagi að íbúar Wales eru um 2 milljónir, og höfum við því úr mun fleiri leikmönnum að velja en þiö, og í öðru lagi, að okkar leikmenn hafa ekki leikið leik síðan í maí í vor, þvf eins og ég sagði áðan, er keppn- istímabilið að byrja á Bretlands eyjum. Okkar menn voru mjög vel líkamlega sterkir og £ góðri þjálfun Ifkamlega, en það er ekki nóg. Leikreynsluná vant- aði okkur alveg, af fyrrgreind- um ástæðum. Ef leikurinn hefði farið fram svona tveimur mán- uðum sfðar, hefðum við átt að geta sigrað með svona 1 marks mun. Hvað getið þér sagt um ís- lenzka knattspymu? — Knattspyrnan hjá ykkur er eins og við bjuggumst við að hún væri. Hún er mjög ensk, vegna mikilla samskipta ykkar við Bretlandseyjabúa á knatt- spymusviðinu. Við höfðum ekki gert okkur neinar vonir um sigur fyrir .leikinn, vegna skorts á leikreynslu, og erum ánægðir með jafntefli. Hverjir funduzt yður vera beztu leikmenn ísl. liðsins? — Miðherji ykkar, Jón Jó- hannsson var mjög góður, vann mikið og vel, var alltaf að. Hann lék miðvörð okkar oft grátt þrátt fyrir góðan leik af hans hálfu og mark hans var .. mjög laglega gert. Þá var og hægri útherji liðsins, Reynir Jónsson, mjög góður. Hvað viljið þér segja um áhorfendurna? — Okkur fundust þeir vera mjög réttlátir, en þeir láta allt of lítið í sér heyra. Þeir fögnuðu aðeins þegar Islendingamir skor uðu, en annars létu þeir ekhi í sér heyra til hvatningar liðinu. Það er mjög nauðsynlegt fyrir lið að hafa góðan og tryggan á- horfendahóp, og í Wates-teljum við það að leika á hehnaveílí vera á við að hafa eitt mark að til vegar, er sagt eitthvað á þessa leið: Ganga þessa götu á enda, þá til vinstri, síðan tfl hægri og síðan til vinstri ... og svo framvegis. En þannig er það ekki hér á landi. Fólkið beinlínis fylgdi okkur í verzl- animar. Við höfum farið all- mikið í verzlanirnar hér í borg- inni, og þegar við spurðum til vegar, fylgdi viðkomandi okkur alveg að búðardyrunum. Þetta er mjög óvenjulegt Þá höfum við og tekið eftir þyf, hve fölk- ið hér á landi er ánægt á svip- inn og í léttu skapi. Það eru alltaf allir brosandi. Verðlagið hér á landi er að vfsu langt ofar því sem gerist í Englandi, en þess ber og að geta, að íaun hér eru mun hærri en þar.Vöruúrval hér í verzlununum viröist mér vera allgott. Hvað getið þér sagt les- endum um samskipti íslands og Wales í framtiðinni? — Við vonum og vitum að með þessum leik hefur íþrótta- samskiptum þessara vinaþjóða verið komið á fastari grundvöll. Við viljum endilega fá ísl. landslið til landsleiks í Wales. En því miður er ekki fjárhags- legur grundvöllur fyrir slíkri ferð. Þetta þykir okkur mjög leitt. Ég hef þekkt formann Knattspyrnusambands íslands, Björgvin Schram í langan tíma, og höfum við báðir mikinn é- huga á að efla samskipti land- anna á knattspyrnusviðinu. En eitt get ég sagt að lokum, að ég og allir ltííkmennirmr, sem voru hér í sambandi við lands- leikhm metum Island og fs- lenzku þjócffna mun meira eftir þessa ágætu ferð hingað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.